Morgunblaðið - 25.03.2004, Síða 56
ÍÞRÓTTIR
56 FIMMTUDAGUR 25. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ
HREFNA Jóhannes-
dóttir, landsliðskona í
knattspyrnu, hefur skrif-
að undir samning við
norska félagið Medkila
sem leikur í efstu deild
þar í landi, en Medkila er
frá bænum Harstad sem
er í Norður-Noregi, mitt
á milli Bodö og Tromsö.
Í viðtali við Harstad
Tidende segir Hrefna að
hún eigi aðeins eftir að
ganga frá ýmsum málum
á Íslandi áður en hún
geti flutt alfarið til Harstad en hún
mun starfa sem aðstoðarsundkenn-
ari samhliða knattspyrnunni en
samningurinn er til eins árs.
Hrefna gæti leikið
fyrsta leik sinn fyrir
Medkila um næstu helgi
er liðið leikur æfingaleik
gegn Trondheim/Örn
frá Þrándheimi en í apríl
fer Medkila í æfingaferð
til La Manga á Spáni.
Forráðamenn Medkila
hafa sett það sem skil-
yrði að Hrefna læri
norsku sem fyrst og í
viðtalinu segir fyrrver-
andi framherji KR-
liðsins að það verði ekki
vandamál, en það gæti hins vegar
tekið hana lengri tíma að læra
nöfnin á samherjum sínum þar sem
slíkt sé ekki hennar sterkasta hlið.
Hrefna er búin að semja
við Medkila í N-Noregi
Hrefna
ÞRETTÁN af sautján leikmönnum
sem voru í íslenska landsliðinu á
EM í handknattleik í byrjun árs
voru valdir í sextán manna lands-
liðshóp sem Guðmundur Þórður
Guðmundsson, landsliðsþjálfari, til-
kynnti í gær að hann hefði valið
vegna tveggja vináttulandsleikja
við Frakka nk. mánudag og mið-
vikudag í í Frakklandi.
Ólafur Stefánsson, Ciudad Real,
er upptekinn með liði sínu í
spænsku bikarkeppninni sem fram
fer í næstu viku. Sigfús Sigurðsson,
Magdeburg, fær frí til að jafna sig á
hnémeiðslum og Patrekur Jóhann-
esson fær einnig leyfi til að safna
kröftum en meiðsli hafa plagað
hann meira og minna í allan vetur.
Þá varð Jaliesky Garcia, Göpp-
ingen, að boða forföll. Í þeirra stað
kallaði Guðmundur í Arnór Atla-
son, KA, Einar Hólmgeirsson, ÍR,
og Loga Geirsson, FH, en aðrir eru:
Guðmundur Hrafnkelsson, Kro-
nau/Östringen, Reynir Þór Reyn-
isson, Víkingi, Guðjón Valur Sig-
urðsson, Essen, Gylfi Gylfason,
Wilhelmshavener, Einar Örn Jóns-
son, Wallau Massenheim, Róbert
Sighvatsson og Gunnar Berg Vikt-
orsson, Wetzlar, Róbert Gunn-
arsson, Århus GF, Dagur Sigurðs-
son, Bregenz, Snorri Steinn
Guðjónsson, Grosswallstadt, Rúnar
Sigtryggsson, Wallau Massenheim,
Ragnar Óskarsson, Dunkerque, Ás-
geir Örn Hallgrímsson, Haukum.
Arnór, Einar og Logi
valdir í Frakklandsferð
FÓLK
SVÍINN Stuart Baxter, fyrrum
þjálfari norska liðsins Lyn, var í
gær ráðinn landsliðsþjálfari S-Afr-
íku í knattspyrnu. Baxter verður tí-
undi landsliðsþjálfari S-Afríku-
manna á síðustu 10 árum en hann
tekur við starfi Ephraim Mashab
sem var látinn hætta í janúar.
PAOLO Maldini fyrirliði Evrópu-
meistara AC Milan lék sinn 130.
Evrópuleik í sigurleik liðsins á De-
portivo La Coruna. Þar með hefur
Maldini leikið fleiri Evrópuleiki en
nokkur annar leikmaður en hann
deildi metinu fyrir leikinn með Hol-
lendingnum Ronald de Boer.
MALDINI, sem er 35 ára gamall,
lék sinn fyrsta Evrópuleik 17 ára
gamall þegar hann kom inná í leik
gegn Auxerre í Evrópukeppni bik-
arhafa árið 1985. Maldini hefur
unnið fjóra Evrópumeistaratitla,
1989, 1990, 1994 og 2003 en hann
var í tapliði Milan í tveimur úrslita-
leikjum 1993 og 1995.
FORSVARSMENN norska knatt-
spyrnuliðsins Vålerenga frá Ósló
hafa beðið þjálfara liðsins, Kjetil
Rekdal að láta bera minna á sér á
spilavítum á La Manga á Spáni þar
sem liðið hefur dvalið við æfingar
að undanförnu. Rekdal er einnig
leikmaður liðsins og hafa margir
leikmenn Vålerenga verið iðnir við
kolann í spilavítunum á La Manga
og einn þeirra, Runar Normann,
náði sér í yfir 2 millj. kr. á einu
kvöldi.
KJETIL Siem framkvæmdastjóri
liðsins segir að það sé ekki góð fyr-
irmynd fyrir yngri kynslóðina að
leikmenn liðsins láti mikið á því
bera að þeir stundi spilavítin.
KLAUS Augenthaler hefur
framlengt samning sinn við Bayer
Leverkusen til eins árs en núver-
andi samningur hans við félagið átti
að renna út í sumar. Augenthaler
hafði áður sagt að hann ætlaði ekki
að endurnýja samninginn nema að
honum tækist að tryggja liðinu sæti
í Evrópukeppni á næstu leiktíð, en
ólíklegt er að það takist þar sem
Leverkusen er nú í 14. sæti í þýsku
1. deildinni. Eigi að síður ákvað
Augenthaler að framlengja samn-
inginn um eitt ár og freista þess að
ná markmiði sínu á næstu leiktíð.
FORRÁÐAMENN sundlaugar í
ensku borginni Blackpool hafa
komist að þeirri niðurstöðu að
banna gestum laugarinnar að
synda baksund þegar flestir gestir
eru í lauginni. Enska dagblaðið
Daily Telegraph segir að þetta sé í
fyrsta sinn sem slíkt bann er sett á
laggirnar á Bretlandseyjum en það
var borgarráð sem samþykkti regl-
urnar. Ástæðan mun vera sú að
borgaryfirvöld vilja koma í veg fyr-
ir að skaðabótamál verði sótt gegn
borginni af gestum sem slasast í
lauginni vegna baksundsiðkunar
sinnar.
Ólafur Gíslason, markvörður ÍR,gaf tóninn á upphafskafla leiks-
ins og á fyrstu 10 mínútum leiksins
varði hann 9 skot frá máttlitlum
Haukamönnum. ÍR-
ingar voru gríðarlega
hreyfanleg í upphafi
og áttu Haukarnir fá
svör við 3/2/1 varnar-
leik liðsins. Að venju var Júlíus Jón-
asson í aðalhlutverkinu í hjarta varn-
arinnar og Fannar Þorbjörnsson lék
vel í vörn sem sókn.
Lykilmenn í liði Hauka fundu sig
ekki í sóknarleiknum að þessu sinni.
Andri Stefan og Ásgeir Örn Hall-
grímsson komust lítt áleiðis og aðeins
Robertas Pauzuolis virtist finna gluf-
ur á vörninni. Enda skoraði hann 12
mörk í leiknum. Þórir Ólafsson átti
fína spretti í hægra horninu, og Birkir
Ívar Guðmundsson var fínn í markinu
og varði 19 skot.
Haukar lögðu gríðarlega áherslu á
að stöðva Einar Hólmgeirsson stór-
skyttu ÍR-inga og þurfti hann að hafa
mikið fyrir því að skora átta mörk.
Ingimundur Ingimundarson og
Hannes Jón Jónsson reyndu einnig að
draga vagninn í sókninni en sá síð-
arnefndi náði ekki að skora mikið ut-
an af velli. Ingimundur er gríðarlega
kraftmikill leikmaður og skoraði með
fjölbreyttum hætti.
Þetta er algjört rugl
„Við lékum ekki vel í fyrri hálfleik
og varnarleikurinn var skelfilegur.
Það vantaði alla baráttu og samvinnu
en sem betur fer lagaðist leikur okkar
í þeim síðari. Það var ákveðið að fara
að engu óðslega þegar við vorum með
boltann og aðeins 30 sekúndur eftir.
Við lögðum á ráðin að taka skot en
ekki taka neina áhættu á að þeir næðu
hraðaupphlaupi. Leikmenn beggja
liða voru þreyttir. Enda ekki skrítið
þar sem að liðin hafa verið að leika 8
leiki á 20 dögum. Þetta er náttúrulega
bara algjört rugl en því verður ekki
breytt héðan af,“ sagði Páll Ólafsson,
þjálfari Hauka.
Hefðum átt að gera betur
„Við náðum ekki að fylgja góðri
3:2:1 vörninni sem við byrjuðum á
nógu vel eftir. Haukarnir leystu sókn-
arleikinn betur í síðari hálfleik en við
hefðum getað gert mun betur í sókn-
arleiknum á lokakaflanum,“ sagði Júl-
íus Jónasson þjálfari ÍR og var ekki
alveg sáttur við ýmis atvik sem áttu
sér stað á lokakaflanum sem féllu lið-
inu ekki í hag. „Ég hefði viljað fá tvö
til þrjú vítaköst til viðbótar okkur í
hag en svona er þetta, Páll Ólafsson
er eflaust á annarri skoðun og við
verðum víst að lifa við þetta.“
Ólafur í ham
gegn Haukum
GRÍÐARLEG barátta einkenndi leik ÍR og Hauka í úrvalsdeild karla í
handknattleik í gær, þar sem að liðin skildu jöfn, 25:25. Ólafur
Gíslason fór á kostum í marki ÍR og varði 25 skot. Haukar eru í öðru
sæti með 23 stig á eftir Val sem er með 24 stig. Haukar eiga því enn
möguleika á deildarmeistaratitlinum en ÍR-ingar geta aðeins náð
2.- 4. sæti þegar ein umferð eftir.
Sigurður Elvar
Þórólfsson
skrifar
ÍSLENSKA drengjalandsliðið
í knattspyrnu lagði Norðmenn
að velli, 2:1, í fyrsta leik sínum
í milliriðli Evrópukeppninnar
í gærkvöldi en leikið var í
Scunthorpe í Englandi.
Norðmenn komust yfir úr
vítaspyrnu rétt fyrir hlé en
Gunnar Kristjánsson jafnaði
fyrir Ísland í byrjun síðari
hálfleiks, fylgdi eftir við
marklínuna eftir að Bjarki
Már Sigvaldason átti hörku-
skot úr aukaspyrnu sem mark-
vörður Englands hélt ekki.
Það var síðan Arnór Smára-
son sem skoraði sigurmarkið
þegar tvær mínútur voru
komnar framyfir leiktímann,
eftir nær látlausa sókn Íslands
í síðari hálfleik.
England sigraði Armeníu,
2:0, í gærkvöldi.
Norðmenn
lagðir
TVEIR breskir markverðir dvelja
þessa dagana í æfingabúðum í
Portúgal með kvennaliði ÍBV í
knattspyrnu. Það eru Daniele Hill,
markvörður enska liðsins Everton,
og Claire Johnstone, markvörður
Hibernian í Skotlandi, sem jafn-
framt er varamarkvörður skoska
landsliðsins.
ÍBV er að leita að markverði í
staðinn fyrir enska landsliðs-
markvörðinn Rachel Brown, sem
slasaðist illa í vetur og spilar ekki í
sumar. Hill hefur einmitt leyst hana
af hólmi í marki Everton í vetur.
Þær Hill og Johnstone hafa
skipst á um að spila í markinu hjá
karlaliði Hvatar frá Blönduósi, sem
dvelur á sama stað og ÍBV í Portú-
gal. „Þær hafa staðið sig með sóma,
fengu eitt mark á sig í leik gegn
Núma og þrjú í leik gegn 1. deild-
arliði Fjölnis, og þetta hefur gefið
okkur úrvals tækifæri til að skoða
þær vel,“ sagði Heimir Hall-
grímsson, þjálfari ÍBV, við Morg-
unblaðið í gær.
Michelle Barr og Mhairi Gilmour
frá Skotlandi komu til móts við ÍBV
í Portúgal og koma með liðinu
heim. Þær hafa leikið með Hib-
ernian í vetur en Barr hefur leikið
með ÍBV í þrjú ár og Gilmour í eitt
ár. Þá er enska landsliðskonan Kar-
en Burke væntanleg til Eyja á ný
með vorinu en hún spilar með Don-
caster Belles í ensku úrvalsdeild-
inni í vetur.
ÍBV prófar tvo
markverði í Portúgal
Þar með ræðst það ekki fyrr en ílokaumferðinni hvort félagið
tryggir sér sæti í úrslitakeppninni.
Liðin eru jöfn að
stigum og verði þau
það áfram eftir loka-
umferðina ná HK-
ingar sjötta sætinu
þar sem þeir standa betur að vígi í
innbyrðisviðureignum.
Páll Þórólfsson var drjúgur fyrir
gestina í fyrri hálfleik og það var
mest fyrir hans tilstilli sem Grótta/
KR náði fjögurra marka forskoti í
fyrri hálfleik, 9:5. Páll skoraði fimm
af átta fyrstu mörkum Gróttu/KR í
leiknum en HK tókst að jafna metin
í 10:10 fyrir leikhlé og skipti þar
mestu að liðsmenn Gróttu/KR urðu
illa fyrir barðinu á brottrekstrum á
lokakafla fyrri hálfleiks.
Í síðari hálfleik var jafnt á flest-
um tölum og spennan mikil. Varn-
irnar voru fastar fyrir en sóknar-
leikurinn var ekki mjög
áferðarfagur, mikið um hnoð og
mistök og leikurinn einkenndist af
mikilli taugaspennu. Þegar rúmar
átta mínútur voru til leiksloka náði
Grótta/KR tveggja marka forskoti
og teikn voru á lofti um að liðið væri
að tryggja sér sigurinn en eftir mik-
inn darraðardans á lokamínútunum
tókst HK að knýja fram jafntefli.
Kristinn Björgúlfsson kom Gróttu/
KR í 24:23 rúmri mínútu fyrir leiks-
lok með þrumuskoti. Oleg Titov
fékk reisupassann skömmu síðar,
fyrir litlar sakir að því er virtist, og
23 sekúndum fyrir leikslok stakk
Atli Þór Samúelsson sér í gegnum
vörn Gróttu/KR. Gísli Guðmundsson
varði skot hans með tilþrifum en
dómarar leiksins dæmdu vítakast en
undirritaður gat ekki séð betur en
að Atli hefði fengið frítt skot. Ólafur
Víðir var ískaldur og skoraði af ör-
yggi úr vítinu og sá tími sem eftir
var dugði Gróttu/KR ekki til að ná
skoti á markið.
„Fjórir eða fimm dómar undir
lokin voru alveg út í hött og þeir
gerðu það að verkum að við tókum
ekki bæði stigin. Það var alveg
skelfilegt að horfa upp á þetta.
Þetta var ekki víti og brottrekst-
urinn á Titov var rangur dómur svo
og fleiri á ögurstundu,“ sagði Ágúst
Jóhannsson, þjálfari Gróttu/KR við
Morgunblaðið, eftir leikinn. Páll
Þórólfsson og Gísli Guðmundsson
léku best í liði Gróttu/KR og þá kom
Kristinn Björgúlfsson sterkur upp á
síðasta stundarfjórðungi leiksins.
Líkt og hjá Gróttu/KR var vörnin
aðalsmerki HK-inga í þessum leik.
Ólafur Víðir og Rackauskas báru
sóknarleikinn uppi, Rackauskas var
þó nokkuð seinn í gang. Elías Már
Halldórsson átti fínan leik í horninu
og baráttan var til staðar hjá Kópa-
vogsliðinu.
„Þetta var barátta út í gegn og
þegar öllu á botninn er hvolft þá
held ég að jafntefli hafi verið sann-
gjörn úrslit. Nú er þetta í okkar
höndum og við verðum bara að
gjöra svo vel að leggja Val að velli til
að tryggja okkur inn í úrslitakeppn-
ina,“ sagði Vilhelm Gauti.
Barist áfram
eftir jafntefli
HK og Grótta/KR deildu stigunum í geysilega miklum baráttuleik í
Digranesi í gærkvöldi þar sem ekkert var gefið eftir, hvorki hjá leik-
mönnum, stuðningsmönnum né þjálfurum liðanna. Úrslitin urðu
24:24 og jafnaði Ólafur Víðir Ólafsson metin fyrir Kópavogsliðið úr
vítakasti 20 sekúndum fyrir leikslok.
Guðmundur
Hilmarsson
skrifar