Morgunblaðið - 25.03.2004, Page 63
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. MARS 2004 63
www.laugarasbio.is
Sýnd kl. 8 og 10.15. B.i. 16.
Charlize Theron:
fyrir besta leik í aðalhlutverki.
Jack Black fer
á kostum í
geggjaðri
grínmynd sem
rokkar!LÆRÐU
AÐ ROKKA!!
Ekki eiga við hattinn
hans.
Kötturinn
með hattinn
tt ri
tti
Sýnd kl. 6. Ísl texti
Sýnd kl. 6, 8 og 10.15
Ein umtalaðasta og aðsóknarmesta mynd allra tíma
Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B.i. 16 ára.
SÝND Í A SAL
Á STÆRSTA THX
TJALDI LANDSINS
(Píslarsaga Krists)
SV Mbl
Skonrokk
Frábær mynd fyrir alla fjölskylduna. Byggð á hinni
sígildu bók sem komið hefur út í íslenskri þýðingu.
r r f rir ll fj l l . i i
í il i f r t í í l ri i .
HP. Kvikmyndir.com
Kvikmyndir.is
Skonrokk
Nýr og betriHverfisgötu 551 9000
Sýnd kl. 10.10.
Besta
frumsamda
handrit
Sýnd kl. 8 og 10.30. B.i. 14.
www .regnboginn.is
Sýnd kl. 5.40 og 8.
Sýnd kl. 5.30, 8.30 og 11. B.i. 16 ára.
HP. Kvikmyndir.com
Fleiri börn...meiri vandræði!
Ein umtalaðasta og aðsóknarmesta mynd allra tíma
Sýnd kl. 6.
Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30.
(Píslarsaga Krists)
Kvikmyndir.is
Skonrokk
www.lyfja.is
Skrefi framar
Sokkar, sokkabuxur, undirföt
www.sokkar.is
OROBLU
ráðgjafi
verður
í dag
kl. 13-17
í Lyfju
Smáralind.
Sokkabuxur
fylgja öllum Oroblu
vörum sem kaupauki
ER maðurinn heimskur? spyrja
strákarnir í ræðuliðum Verzl-
unarskóla Íslands og Mennta-
skólans við Hamrahlíð en þeir eig-
ast við í úrslitakeppni Morfís sem
fram fer í Háskólabíói í kvöld. MH
er meðmæltur fullyrðingunni en
Verzlingar á móti.
„Við erum á fullu að æfa og
gengur bara ljómandi vel,“ segir
Atli Bollason, einn keppendanna í
MH-liðinu. Hann segir að þeir séu
ekkert stressaðir enda séu þeir
orðnir nokkuð vanir keppni sem
þessari. Hann viðurkennir þó að
hafa fengið martröð um daginn.
„Núna í seinustu viku dreymdi
mig að ég væri kominn upp á svið
í MH og var allslaus. Ég ætlaði að
byrja að fara með ræðu en það
kom ekki neitt, svo þegar ég fékk
loksins ræðuna í hendur var hún
bara ólæsileg,“ segir hann og
hlær.
Í Morfís er hver viðureign viku-
ferli, umræðuefnið er ákveðið á
föstudegi, síðan fá liðin viku til að
undirbúa sig þar til keppnin fer
fram. „Við hittumst og förum yfir
öll hugsanleg rök með og á móti
fullyrðingunni, síðan skiptum við
þeim með okkur og skrifum svo
ræðurnar,“ útskýrir Atli.
Er maðurinn heimskur?
„Já, ég get ekki betur séð. Ég
held að við munum alveg tala eftir
eigin sannfæringu og ekkert eiga í
erfiðleikum með það.“
Verzlingar munu hins vegar
mótmæla fullyrðingunni og segist
Böðvar Bragi Arnarsson, stuðn-
ingsmaður í liði Verzló, sáttur við
það. Hann bendir þó á að það hafi
kostað töluvert erfiði að finna um-
ræðuefni sem allir voru sáttir við.
„Við í liðunum hittust klukkan
fjögur á föstudegi og vorum að
pæla í þessu til fjögur um nóttina
þegar við loksins gátum komið
okkur saman um þetta.“
Hann segir ekkert stress vera í
liðinu, sjálfur sé hann yfirleitt
frekar rólegur áður en hann stígur
í pontu. „Mér finnst þetta aðallega
bara gaman. Svo fer líka allt
stress af manni um leið og maður
byrjar að tala, sérstaklega ef mað-
ur fær salinn með sér.“
Hann segir að viðureignirnar
hafi hingað til alltaf gengið nokkuð
vel hjá þeim, reyndar hafi menn
stundum verið veikir að keppa
eins og fyrir undanúrslitakeppnina
síðustu. „Þá vorum við allir mjög
kvefaðir og hámuðum í okkur
hóstamixtúrur og C-vítamín á
fullu, hefðum líka eflaust allir fall-
ið á lyfjaprófi.“
MH og Verzló í úrslitum í Morfís á morgun
Allslaus
á sviðinu
með ólæsi-
lega ræðu
Morgunblaðið/Jim Smart
Strákarnir í ræðuliði Verzló telja að maðurinn sé ekki heimskur.
Morgunblaðið/Heiðar Þór
„Maðurinn er heimskur! Reykingar
eru til marks um það,“ segja strák-
arnir í ræðuliði MH.
Úrslit í Morfís hefjast kl. 20 og
fara fram í Háskólabíói á morgun.
bryndis@mbl.is
DAGANA 6., 7. og 8. apríl verður
blúshátíð haldin á Hótel Borg.
Það er Blúsfélag Reykjavíkur sem
stendur að hátíðinni. Hinn 6., sem
er þriðjudagur, leika Maggi Ei-
ríks og Blúskompaníið og Dóri og
Gummi P Mood. Hinn 7. eru það
Blúsmenn Andreu og Smokie Bay
Blues Band (Mikki og Danni Pol-
lock). Síðasta kvöldið, fimmtudag-
inn 8., leika Vinir Dóra, Páll Rós-
inkrans og Doug Lang. Allir
tónleikar hefjast klukkan 21.
Segir á heimasíðu Blúsfélags
Reykjavíkur að stefnt sé að því að
blúshátíð í Reykjavík verði árleg-
ur liður í menningarlífi borg-
arinnar.
Aðgangseyrir á staka tónleika
er 1.800 krónur en einnig er hægt
að kaupa sérstakan Blúsmiða sem
gildir á alla tónleikana. Kostar
hann 4.000 krónur.
Hægt er að panta miða með
tölvupósti á bluesice@hotmail-
.com þar sem fram kemur fullt
nafn, símanúmer, netfang og mið-
afjöldi.
Blúshátíð í Reykjavík 6. til 8. apríl
Blúskompaníið snýr aftur
Magnús Eiríksson treður upp með
Blúskompaníi, sveit sem hann
stofnaði árið 1969.
www.blues.is
LOKASÝNING á Nemendamóts-
sýningu Verzlunarskóla Íslands,
söngleiknum Sólsting eftir Þorstein
Guðmundsson,
verður í kvöld í
Loftkastalanum.
Fer vel á því
að leikstjóri sýn-
ingarinnar, leik-
arinn Jóhann G.
Jóhannsson, taki
þá að sér eitt af
burðarhlutverk-
unum, hlutverk
Simma. Sá er
leikið hefur það,
Davíð Gill, verður nefnilega önnum
kafinn við undirbúning fyrir úrslit-
in í úrslitum MORFÍS, ræðukeppni
framhaldsskólanna. Davíð er í liði
Verzló, sem mætir MH.
Sólstingur er sýnt í Loftkast-
alanum og er sýningin kl. 20 í
kvöld.
Síðasti Sól-
stingurinn
Jóhann G. í verður
í hlutverki Simma í
kvöld.
ROKKARINN og sjónvarpsstjarn-
an Ozzy Osbourne þykir henta
best í það starf
að taka á móti
geimverum ef
þær tækju upp á
því að bregða sér
í heimsókn til
okkar jarðarbúa.
Þessi 55 ára
gamli fyrrum
söngvari Black
Sabbath var efst-
ur á lista yfir þá
sem menn vilja
að verði fulltrúi mannfólksins hjá
geimverum, samkvæmt könnun
Yahoo. Gamli rokkarinn var langt
fyrir ofan sjónvarpsstjörnurnar
Ant og Dec sem voru næstir á list-
anum og forsætisráðherra Bret-
lands, Tony Blair, sem var í þriðja
sæti.
Ozzy taki
á móti
geimverum
Ozzy karlinn þykir
besti sendiherra
jarðarbúa.