Morgunblaðið - 27.03.2004, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 27.03.2004, Blaðsíða 51
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. MARS 2004 51 ✝ Sigríður Jóns-dóttir fæddist á Stokkseyri 4. októ- ber 1928. Hún lést á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut 22. mars síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Jón Magnússon kaup- maður, f. 9. septem- ber 1891, d. 30. jan- úar 1982 og Halldóra Ólöf Sig- urðardóttir hús- freyja, f. 30. júní 1893, d. 14. júlí 1963. Þau bjuggu á Stokkseyri og í Reykjavík. Sig- ríður eignaðist 5 bræður, tveir þeirra létust í barnæsku, Sigurð- ur, f. 1925, d. 1927 og Walter, f. 1934, d. 1935 og þrír þeirra kom- ust til fullorðinsára, Magnús, f. 1924, d. 1968, Sigurjón, f. 1927, d. 2002, og Kristmundur Haukur, f. 1930, d. 2000. Sigríður giftist 4. október 1946 Karli Elíasi Karlssyni skipstjóra frá Stokkseyri, f. 10. nóvember 1922. Foreldrar hans voru Guð- Elsa Hrafnhildur Yeoman, börn þeirra eru Karl Kolbeinn og Nanna, b) Svava Rán, unnusti David Jones, sonur þeirra er Lúkas Þorlákur. 5) Sigurður, f. 1954, d. 10. október 1999, maki Lára Jóna Helgadóttir, hún á soninn Andra Guðmundsson. 6) Erla, f. 1957, maki Þórður Ei- ríksson, synir þeirra eru a) Stein- ar Örn Atlason og b) Guðmundur Þór Þórðarson frá fyrri sam- böndum og c) Sigþór Ási. 7) Kol- brún, f. 1959. 8) Sigríður, f. 1961, maki Jóhann Magnússon, þau eiga þrjá syni a) Auðunn, unn- usta Heiða Sólveig Haraldsdóttir, hún soninn Andra Orra Hreið- arsson og saman eiga þau Aron Darra, b) Jóhann Arnar og c) Svavar Berg. 9) Halldóra Ólöf, f. 1962, maki Svavar Gíslason, syn- ir þeirra eru a) Sigurjón Viðar, b) Elís Fannar og c) Baldur Birk- ir. 10) Jóna Svava, f. 1963, maki Sveinn Jónsson, börn þeirra eru a) Sigríður Elín, unnusti Haukur Guðmundsson, b) Jón Reynir, c) Geir og d) Arnar Logi. Sigríður sinnti barnauppeldi og húsmóðurstörfum en þegar fór að hægast um heima hóf hún störf hjá Pósti og síma og bar út póst í Þorlákshöfn þar til hún varð 70 ára. Útför Sigríðar verð- ur gerð frá Þorlákskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. mundur Karl Guð- mundsson, f. 28. maí 1892, d. 10. júlí 1929 og Sesselja Jónsdótt- ir, f. 26. febrúar 1892, d. 8. september 1977. Sigríður og Karl bjuggu fyrst um sinn á Stokkseyri en fluttu til Þorláks- hafnar 1954. Lengst af bjuggu þau að Heinabergi 24. Börn þeirra eru: 1) Ástríð- ur, f. 1946, dætur hennar eru a) Hrefna Tynes, maki Roberto Di Rienzo, börn þeirra eru Dario Ingi og Aurora María Sif, og b) Dóra Sif Tynes. 2) Guðfinnur, f. 1947, maki Jóna Kristín Engilberts- dóttir, börn þeirra eru a) Reynir, maki Rebekka Ómarsdóttir, börn þeirra eru Ómar Örn og Kolbrún Olga, b) Harpa, sambýlismaður Arnar Sch. Thorsteinsson, og c) Hrönn. 3) Jón, f. 1949. 4) Karl Sigmar, f. 1951, maki Guðrún Sigríks Sigurðardóttir, börn þeirra eru a) Karl Ægir, maki Elsku mamma. Það er svo sárt að kveðja þig, svona skjótt. Mér finnst svo skrýtið að hugsa til þess að þú skulir ekki koma oft á dag og hringja eins og þú varst vön að gera. Það er svo sárt að hugsa til þess að geta ekki boðið þér með í bæjarferð og farið á kaffihús eins og þér þótti svo gaman. Nú ertu komin á þann stað sem þú getur ver- ið með okkur öllum og ríkir friður og hvíld hjá þér. Takk elsku mamma fyrir alla hjálpina og þær stundir sem við átt- um saman. Guð geymi þig, hvíl í friði. Sigríður Karlsdóttir. Elsku amma. Ég á svo erfitt með að trúa að þú sért farin frá okkur. Þegar ég hringdi í þig um daginn datt mér aldrei í hug að það yrði í síðasta skipti sem við myndum tala saman. Þú varst svo hress, skildir ekkert í því hvað væri alltaf svona mikið að gera hjá mér og hvort ég ætlaði ekki að fara að koma í heimsókn. Þér fannst nú alltaf vera liðinn of langur tími ef við komum að minnsta kosti ekki einu sinni í viku til ykkar afa og Nonna á Heinabergið, og ég hélt að ég hefði nægan tíma til að heim- sækja þig. Þú hefur verið hornsteinn í lífi barna þinna, tengdabarna, okkar barnabarnanna og litlu ömmu- barnanna þinna. Þú hefur alltaf fylgst vel með öllum og haft á hreinu hvar við værum, að gera hvað og af hverju. Þú passaðir okkur öll, gafst mikið af þér, hugsaðir vel um okkur og á móti dáðum við þig. Þú og afi hafið alltaf verið svo stolt af okkur öllum, fundist við dugleg og stutt okkur með ráðum og dáðum. Allir sem kynntust þér tala um einstaka konu sem breiddi út faðminn og tók á móti öllum sem vildu. Þú varst alltaf svo hress, jákvæð og skemmti- leg og öllum leið vel í kringum þig. Ég veit ekki hvað mörg kvöld við höfum setið tvær og spjallað um allt milli himins og jarðar. Mér leið allt- af eins og ég gæti talað um hvað sem er við þig því þú hafðir bæði gaman af því öllu sem ég hef tekið mér fyrir hendur og sýnt ákvörðunum mínum mikinn skilning. Í dag líður mér eins og ég hafi misst ömmu sem er mér svo kær, fyrirmynd og síðast en ekki síst bestu vinkonu. Tómleikatilfinningin í hjartanu er mikil, sem og vonleysið og sársaukinn við tilhugsunina um að þú sért farin. Elsku amma, ég kveð þig en veit að þú átt öruggan stað í hjarta mínu og vona að Siggi frændi sé glaður að hafa fengið þig til sín og passi þig hvar sem þið eruð. Þó að kali heitur hver, hylji dali jökull ber, steinar tali og allt hvað er, aldrei skal ég gleyma þér. (Úr vísumVatnsenda-Rósu.) Harpa Guðfinnsdóttir. Elskuleg amma okkar er látin. Sorginni fylgja ótalmargar minn- ingar um einstaka konu, móður, ömmu. Hún amma var einkar kraft- mikil kona enda vön að halda stórt heimili. Þrátt fyrir að afkomendur hennar fylli nú hartnær fjórða tug- inn fylgdist hún grannt með öllum börnunum, barnabörnunum og barnabarnabörnunum. Henni var líka annt um þorpið sitt, enda frum- byggi í Þorlákshöfn. Það var hennar þorp. Samt var hún líka heimskona sem hafði einstaklega gaman af því að ferðast og kynnast nýju fólki. Við systurnar áttum margar góð- ar stundir með Siggömmu og Kal- lafa á Ítalíu. Glæsileg voru þau hjón þegar þau stigu dansinn í brúðkaupi Hrefnu í Rómaborg. Kallafi í hvíta smókingjakkanum sínum og Sig- gamma í síðum kjól. Seinna fórum við saman til Kaprí í sérstaklega skemmtilega ferð. Hvort sem það var á heimili Hrefnu í Róm eða sumarhúsi fjöl- skyldunnar við Napólí var pönnukökupannan alltaf með í för. Oft kom líka ýmislegt góðgæti upp úr ferðatöskunum eins og fiskiboll- ur og íslenskar kótilettur. Enda naut hún amma sín best þegar hún gat gefið fólki gott að borða. Aldrei framar munum við fá hjá henni steiktan fisk eða læri og heyra hana segja „elskurnar mínar reynið þið nú að borða“. Aldrei framar mun hún strjúka okkur um vangann og segja „elskurnar mínar hvað þið er- uð nú duglegar“. Eftir lifir minningin um heimsins bestu ömmu sem alltaf átti stund, pönnukökurúllu og klapp á kinn fyr- ir allan barnaskarann sem var í kringum hana. Konu sem mætti mótlæti lífsins af æðruleysi og án biturleika. Sem var alltaf tilbúin til að sjá það besta í fólki. Sem til hinstu stundar var á fullu að snúast í kringum fólkið sitt því það var henn- ar ríkidæmi. Missir okkar allra er mikill. Mest- ur er þó missir Kallafa. Guð blessi minningu Siggömmu. Dóra Sif og Hrefna. Elsku amma mín. Ég trúi því bara ekki að þú sért farin, þú af öllum. Það var nú bara í seinustu viku sem við vorum að hneykslast á veikindum þínum og man ég að þú sagðir: „Ég skil ekkert í þessu, ég sem hef hvorki reykt né drukkið brennivín alla ævi, og ekki er ég einhver letibikkja!“ Nei við trúðum þessu sko ekki. En því mið- ur er lífið svona. Ég minnist þess tíma sem þú vannst í póstinum. Þá var iðulega mikið að gera hjá þér í kringum jól- in og voru þau ekki ófá skiptin sem ég skottaðist með þér og reyndi að gera eitthvert gagn. Alltaf varstu jafn þakklát og ánægð með þessa litlu hjálp. Við nöfnurnar erum nú þekktar fyrir að vera klaufskar og var það einu sinni sem ég datt af hjóli og fótbrotnaði, þá tókst þú óvart svo fast í löppina á mér að ég meiddi mig rosalega og spurðir hvort mér væri eitthvað illt í löpp- inni. Það var náttúrulega ekki vilja- verk og fannst öllum sem sáu þetta rosalega fyndið. Já við áttum sko mikið af góðum stundum saman, það jafnaðist ekkert á við það að fara upp á Heinó, sitja við eldhúsborðið, kjafta, drekka mjólk og borða klein- ur. Það er eitt sem var einkennandi við þig. Það var hversu góð þú varst, þú studdir mig í öllu sem ég gerði, dæmdir mig aldrei og lést mig alltaf finna fyrir væntumþykju þinni og ást. Þrátt fyrir að ég sé sár yfir því að þú sért farin er ég samt mjög þakklát fyrir þessi ár sem við áttum saman. Ég veit að þú munt alltaf fylgja mér í gegnum lífið og þú hef- ur alltaf verið og verður alltaf mín fyrirmynd. Ástarkveðja þín Sigríður Elín. Kveðja frá Kvenfélagi Þorlákshafnar Í dag er kvödd hinstu kveðju frá Þorlákskirkju í Þorlákshöfn vin- kona okkar og félagi Sigríður Jóns- dóttir. Okkur í Kvenfélagi Þorláks- hafnar langar að þakka henni samfylgdina og fyrir óeigingjarnt starf í þágu félagsins í gegnum árin. Fyrir 40 árum, í maí 1964, komu 40 konur saman í Þorlákshöfn og stofnuðu Kvenfélag Þorlákshafnar. Í fundargerð fyrsta fundar sést að Sigríður Jónsdóttir, B-götu 6, var einn af stofnfélögum. Þorlákshöfn var í þá daga ungt samfélag og óhætt er að fullyrða að þessi fjöldi hafi verið stór hluti af þeim konum sem þá bjuggu í Þorlákshöfn. Starf félagsins hefur í gegnum árin verið öflugt og skemmtilegt og þar hafa stofnfélagarnir, sem margar eins og Sigga hafa sýnt félaginu sínu mikla tryggð, verið grunnurinn að þessu öfluga starfi. Sigga átti stóra og samheldna fjölskyldu, hún hafði því svo sann- arlega í nógu að snúast á heimavelli, en samt gaf hún kvenfélaginu af tíma sínum og starfskröftum. Sigga var góður félagi, hún tók virkan þátt í öllu starfi félagsins og fundamæting hennar var alveg ein- stök, það þurfti eitthvað sérstakt að vera til að Sigga væri ekki mætt á fund. Hún var hláturmild, full af krafti, hress og skemmtileg og það var gaman að umgangast hana. Hennar verður sárt saknað hjá okk- ur. Við sendum samúðarkveðjur til eftirlifandi eiginmanns hennar, barna og fjölskyldna þeirra. Blessuð sé minning Sigríðar Jónsdóttur Linda Björg Sigurð- ardóttir, formaður. Elsku Sigga, þegar litið er um öxl virðist eins og tíminn hafi í einni svipan liðið hjá án þess að gera grein fyrir komu sinni. Ef til vill er það vísbending um að slíkt sé eðli hans þegar lífið gengur sinn vana- gang. Þannig líður okkur nú þegar við viljum kveðja þig og þakka þér fyrir það sem þú varst okkur. Við viljum að lokum senda þetta litla fallega ljóð eftir Þórarin Jóns- son: Þú, Drottinn guð, oss færir friðinn farsæld lífsins og mildi sanna. Sannleikans eru sjónarmiðin sýnileg trygging velferð manna. Elskaðu guð, af öllum mætti ástar, vonar og trúarinnar. Þá mun ljós guðs með huldum hætti höfða til mildi sálar þinnar. Elsku Kalli og börn, við sendum ykkur innilegustu samúðarkveðjur og megi góður guð styrkja ykkur í sorg ykkar. Ásta og Kjartan. Hún, Sigríður Jónsdóttir, vinkona mín er dáin. Fyrir um níu árum þeg- ar ég hóf störf hjá Sveitarfélaginu Ölfusi sá Sigga um ræstingar á skrifstofunni. Þrisvar í viku kom hún og þreif og þá ræddum við sam- an um daginn og veginn. Sigga Kalla, eins og hún var ætíð kölluð, kona Karls Karlssonar skipstjóra, var ein af frumbyggjum Þorláks- hafnar. Kalli sótti sjóinn en Sigga sá um heimilið og börn. Þessi ár voru góð, fannst Siggu, mikil samheldni ríkti meðal fólks. Fólk hjálpaðist að við alla hluti s.s. að byggja og hvað annað sem gera þurfti en Siggu fannst tímarnir breytast með fólks- fjölguninni í Þorlákshöfn. Sam- heldni íbúanna ekki eins mikil, fólk þekktist minna, baráttan harðari í lífsgæðakapphlaupinu og þáttur frumbyggjanna í uppbyggingu stað- arins gleymdist fljótt. Það var mikill fengur fyrir mig að kynnast Siggu Kalla. Hún kveikti hjá mér áhugann á að skoða betur sögu staðarins, söguminjarnar í og við Þorlákshöfn og að njóta alls þess sem staðurinn hefur upp á að bjóða. Á svona ungum stað, sem byggð- ist upp eftir 1950, eru tengsl sterk á milli gamla kjarnans og fjölskyldna hans. Sigga Kalla og vinkonur henn- ar frá frumbyggjatíðinni hittust reglulega yfir kaffi og ræddu málin eða gerðu sér dagamun. Ekki var að sjá að þar væru saman komnar kon- ur um og yfir sjötugt, sem væru búnar að vinna hörðum höndum í gegnum tíðina. Gleði og fjör var þeirra aðalsmerki. Mér finnst ég hafa eignast góðan vin þar sem Sigga Kalla var, góð og skemmtileg persóna sem fagnaði mér í hvert skipti sem við hittumst með hlýjum kveðjum og óskum. Sl. laugardag mætti ég henni þar sem hún var í ökuferð um Þorláks- höfn. Hún brosti og horfði á mig með sínum fallegu djúpu augum. Hún veifaði til mín báðum höndum og þar kvöddumst við. Ég var grun- laus um að þessi sterka kona væri í sinni síðustu ökuferð um Þorláks- höfn að líta yfir bæinn sinn og skoða mannlífið. Ég mun ætíð minnast hennar sem góðs vinar sem gott var að eiga að. Blessuð sé minning hennar og guð gefi ástvinum hennar styrk í sorginni. Sigurður Jónsson. SIGRÍÐUR JÓNSDÓTTIR Minningarkort Hjartaverndar 535 1825 Gíró- og greiðslukortaþjónusta Hjartans þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð, vináttu og hlýhug við útför eiginmanns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, HÚNBOGA ÞORLEIFSSONAR, Hólagötu 41, Ytri-Njarðvík. Sérstakar þakkir til starfsfólks Heilbrigðis- stofnunar Suðurnesja. Einarína Jóna Sigurðardóttir, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, RAGNAR B. MAGNÚSSON, lést á Hrafnistu í Reykjavík fimmtudaginn 25. mars. Jarðarförin verður auglýst síðar. Elísabet Ragnarsdóttir, Magnús Ragnarsson og fjölskyldur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.