Morgunblaðið - 27.03.2004, Blaðsíða 74
DAGBÓK
74 LAUGARDAGUR 27. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Víkverji skrifar...
VÍKVERJI getur ekki látið þaðvera að lýsa ánægju sinni með
þáttinn Mósaík sem er á dagskrá
Sjónvarpsins á þriðjudagskvöldum.
Myndataka, klipping, grafík og öll
umgjörð þáttarins er einstök í ís-
lenskri dagskrárgerð, að mati Vík-
verja.
Víkverji hefur lítið vit á listum og
hafði raunar takmarkaðan áhuga á
þeim framan af aldri. Einmitt þess
vegna er Víkverji svona hrifinn af
Mósaík. Einmitt vegna þess hve Vík-
verji er mikið viðrini þegar kemur að
listum þykja honum það tíðindi að
hann skuli sem límdur við skjáinn
hvern þriðjudag til að fylgjast með
þætti sem eingöngu fjallar um listir.
Víkverja þykir vart tilhlýðilegt að
vera jafnjákvæður og ummælin að
ofan benda til. Enda er hann ekki
alltaf jafnánægður og á þriðjudags-
kvöldum. Víkverji er afar ósáttur við
það hversu mörg íslensk fyrirtæki
virðast leggja ofuráherslu á að laða
til sín nýja viðskiptavini en gleyma
að sinna þeim sem halda við þau
trúnað. Þetta er sérstaklega slæmt á
litlum markaði þar sem valkostir eru
fáir.
Víkverji hefur til að mynda átt far-
sæl viðskipti við Og Vodafone, áður
Tal, frá því síðarnefnda fyrirtækið
var stofnað. Víkverji var þess vegna
langt því frá sáttur þegar hann valdi
sér nýjan farsíma fyrir jólin. Og
Vodafone bauð upp á ýmis tilboð á
símum eins og gengur og gerist og
hugðist Víkverji nýta sér eitt þeirra.
Þegar til kom reyndust öll tilboðin
miða að því að ná inn nýjum við-
skiptavinum. Þannig hefði Víkverji
þurft að skrifa undir einhvern samn-
ing þar sem hann skuldbatt sig til að
vera í viðskiptum við fyrirtækið í 12
mánuði, ef hann vildi fá síma með af-
slætti. Víkverji sagðist ekki myndu
gera neinn samning, enda gæti fyr-
irtækið barasta horft á margra ára
viðskiptasögu hans hjá fyrirtækinu,
en Víkverji hefur verið í viðskiptum
við það allt frá því Tal hf. var stofnað.
Taldi Víkverji enga ástæðu fyrir því
að Og Vodafone krefði hann um sér-
staka skuldbindingu umfram það.
Raunar hefði honum þótt réttara að
hann fengi farsíma á enn meiri af-
slætti en þeir sem aldrei höfðu skipt
við fyrirtækið. Svo fór að Víkverji
festi kaup á síma hjá raftækjaversl-
un, án allra skuldbindinga.
x x x
Víkverji getur ekki betur séð enhelsti keppinuautur Og Voda-
fone, Síminn, beiti svipuðum aðferð-
um. Þannig gramdist Víkverja að sjá
auglýsingu frá Símanum fyrr á árinu
þess efnis að stofngjald vegna
ADSL-þjónustu hefði verið lagt nið-
ur. Í sjálfu sér voru það gleðitíðindi
að Síminn skyldi hætta að rukka við-
skiptavini sína um sex þúsund krón-
ur fyrir það eitt að hefja hjá þeim
viðskipti. Fyrir Víkverja þýddi þessi
ákvörðun Símans hins vegar tóm
leiðindi þar eð hann hafði stuttu áður
stofnað til ADSL-samskipta við Sím-
ann og greitt fyrir það sex þúsund
krónur, sem greinilega komu fyr-
irtækinu að litlum notum fyrst hægt
var að fella niður gjaldið í einni svip-
an.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Fyrirtæki eiga að rækta samskiptin
við trausta kúnna.
MIKIL var undrun okkar
nokkurra vinkvenna þegar
við lögðum leið okkar til
Amsterdam fimmtudaginn
18. mars.
Við innritun vorum við
ekki beðnar um passa og
komumst við alla leið að
hótelinu án þess að sýna
passa. Til undrunar var
passi einnar vinkonu okkar
meira að segja útrunninn,
sem hefði verið hægt að
laga. Við hefðum getað lát-
ið erlendar stúlkur fara úr
landi með alla farseðlana
þar sem við þurftum heldur
ekkert að tala.
Hvernig má þetta vera
að ekkert sé fylgst með
neinu, samanber alla Kín-
verjana sem komu hingað
og stungu síðan af og hlæja
nú að barnalegum Íslend-
ingum.
Við heimkomu frá Amst-
erdam sýndum við passa
tvisvar sinnum.
Íslendingar, vöknum nú
af værum blundi áður en
það verður um seinan.
Amsterdamfarar.
Heimagert hlaup,
safi og sulta
Í ÚTVARPINU kl. 11.15
17. mars sl. var viðtal við
konu um heimagert hlaup,
safa, sultu og fleira.
Athugið að útlendingar
vilja svo sannarlega læra
hvernig þetta er gert, helst
með sýnikennslu. Útlend-
ingar vilja kynnast fleiru
en næturlífi í Reykjavík.
Ég tek ofan fyrir konu sem
sagði þetta upphátt.
Anna útlendingur.
Tapað/fundið
Barnaskór í óskilum
BARNASKÓR fannst
föstudaginn 19. mars.
Skórinn er með sérstöku
innleggi og opinni tá og
merktur: „Breki“. Upplýs-
ingar í miðasölunni á
Hlemmi eða í síma
540 2701.
Blátt flísteppi
í óskilum
BLÁTT flísteppi, ung-
barna, fannst á plani í
Skeifunni við Rúmfata-
lagerinn. Upplýsingar í
síma 564 5132.
Bíllykill týndist
BÍLLYKILL með Hreyf-
ils-merki týndist, líklega í
Fellsmúla, Háaleitisbraut,
Öldugötu í Hafnarfirði eða
hjá Skattstofunni við
Tryggvagötu sl. mánudag.
Skilvís finnandi hafi sam-
band í síma 557 4418.
Dýrahald
Svört tík í óskilum
SVÖRT tík fannst í Hátúni
í Reykjavík mánudaginn
22. mars sl. Hún er ómerkt.
Upplýsingar í síma
699 1006.
Svartur fress týndur
KOLSVARTUR tveggja
ára, ógeltur fress týndist í
Breiðholti fyrir um það bil
hálfum mánuði. Hann er
með svarta ól, merktur
Kristín Harðardóttir, sími
869 4998. Ef einhver veit
eitthvað um afdrif hans,
vinsamlega hafið samband í
síma 552 5859 eða 847 1064.
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 Netfang velvakandi@mbl.is
Ísland galopið
Skipin
Reykjavíkurhöfn:
Nuka Arctica kemur
og fer í dag. Kasla
kemur í dag. Guð-
mundur í Nesi fer í
dag.
Hafnarfjarðarhöfn:
Green Atlantic kemur
í dag. Nataarnaq og
Andvari
fara í dag.
Mannamót
Félag eldri borgara,
Hafnarfirði, Hraunseli,
Flatahrauni 3. Félags-
heimilið Hraunsel er
opið alla virka daga frá
kl. 9–17.
Gerðuberg, fé-
lagsstarf. Á þriðjudög-
um kl. 13. boccia, um-
sjón Ernst Bachman
Gönguklúbbur
Hana-nú. Morg-
unganga kl. 10 laug-
ardagsmorgna frá Gjá-
bakka. Krummakaffi
kl. 9.
Breiðfirðingafélagið.
Félagsvist í Breiðfirð-
ingabúð, Faxafeni 14 á
morgun sunnudag kl.
14. Kaffiveitingar.
Félagsstarf SÁÁ
Félagsvist og dans
verður í sal I.O.G.T að
Stangarhyl 4 laug-
ardaginn 27. mars.
Spilamennskan hefst
kl. 20.
Sunnuhlíð Kópavogi.
Söngur með sínu nefi á
laugardögum kl. 15.30.
Íbúar, aðstandendur
og gestir velkomnir.
Gigtarfélagið. Leik-
fimi alla daga vik-
unnar. Létt leikfimi,
bakleikfimi karla,
vefjagigtarhópar, jóga,
vatnsþjálfun. Einn
ókeypis prufutími fyrir
þá sem vilja. Uppl. á
skrifstofu GÍ, s.
530 3600.
GA-Samtök
spilafíkla, Fund-
arskrá: Þriðjud:
Kl.18.15, Seltjarnar-
neskirkja, Seltjarn-
arnes. Miðvikud: Kl.
18, Digranesvegur 12,
Kópavogur og Egils-
staðakirkja, Egils-
stöðum. Fimmtud: Kl.
20.30, Síðumúla 3–5,
Reykjavík. Föstud:
Kl.20, Víðistaðakirkja,
Hafnarfjörður. Laug-
ard: Kl.10.30, Kirkja
Óháða safnaðarins,
Reykjavík
og Glerárkirkja, Ak-
ureyri. Kl.19.15 Selja-
vegur 2, Reykjavík.
Neyðarsími: 698 3888
Samtök þolenda kyn-
ferðislegs ofbeldis,
fundir mánudaga kl. 20
að Sólvallagötu 12.
Stuðst er við 12 spora
kerfi AA-samtakanna.
Oa samtökin. Átrösk-
un / Matarfíkn / Ofát.
Fundir alla daga. Upp-
lýsingar á www.oa.is
og síma 878 1178.
Ásatrúarfélagið,
Grandagarði 8. Opið
hús alla laugardaga frá
kl. 14.
Kattholt. Flóamark-
aður í Kattholti, Stang-
arhyl 2, er opinn
þriðjud. og fimmtud.
frá kl. 14–17. Leið 10
og 110 ganga að Katt-
holti.
Fífan Dalsmára 5 í
Kópavogi, tart-
anbrautir eru opnar al-
menningi, göngufólki
og gönguhópum frá
kl.10–11.30 alla virka
daga.
Blóðbankabílinn.
Ferðir blóðbankabíls-
ins: sjá www.blodbank-
inn.is.
Minningarkort
Líknarsjóður
Dómkirkjunnar, minn-
ingaspjöld seld hjá
kirkjuverði.
Minningarkort Stóra-
Laugardalssóknar,
Tálknafirði til styrktar
kirkjubyggingarsjóði
nýrrar kirkju í Tálkna-
firði eru afgreidd í s.
456 2700.
Minningarspjöld
Fríkirkjunnar í
Hafnarfirði fást í
Bókabúð Böðvars,
Pennanum í Hafn-
arfirði og Blómabúð-
inni Burkna.
Minningakort
Áskirkju eru seld á eft-
irtöldum stöðum:
Kirkjuhúsinu Lauga-
vegi 31, þjón-
ustuíbúðum aldraðra
við Dalbraut, Norð-
urbrún 1, Apótekinu
Glæsibæ og Áskirkju
Vesturbrún 30 s.
588 8870.
KFUM og KFUK og
Samband íslenskra
kristniboða. Minning-
arkort félaganna eru
afgreidd á skrifstof-
unni, Holtavegi 28 í s.
588 8899 milli kl. 10 og
17 alla virka daga.
Gíró- og kredit-
kortaþjónusta.
Samúðar- og
heillaóskakort
Gídeonfélagsins er að
finna í anddyrum eða
safnaðarheimilum
flestra kirkna á land-
inu, í Kirkjuhúsinu, á
skrifstofu KFUM&K
og víðar. Þau eru einn-
ig afgreidd á skrifstofu
Gídeonfélagsins, Vest-
urgötu 40, alla virka
daga frá kl. 14–16 eða í
s. 562 1870. Allur ágóði
fer til kaupa á Nýja
testamentum sem gef-
in verða 10 ára skóla-
börnum eða komið fyr-
ir á sjúkrahúsum,
hjúkrunarheimilum,
hótelum, fangelsum og
víðar.
Minningarspjöld
Kristniboðssambands-
ins fást á skrifstofunni,
Holtavegi 28 (hús
KFUM og K gegnt
Langholtsskóla) s.
588 8899.
Í dag er laugardagur 27. mars,
87. dagur ársins 2004. Orð
dagsins: Sjá því gæsku Guðs og
strangleika, strangleika við þá,
sem fallnir eru, en gæsku Guðs
við þig, ef þú stendur stöðugur
í gæskunni; annars verður þú
einnig af höggvinn.
(Rm. 11, 22.)
Einar Mar Þórðarsonskrifar um skoð-
anakannanir Fréttablaðs-
ins í vefritið Selluna í gær.
„Þegar viðhorfs-
kannanir eru gerðar
skiptir öllu máli að að-
ferðafræðin sé vönduð og
henni séu gerð fullnægj-
andi skil þegar nið-
urstöður eru birtar. Í
könnunum Fréttablaðsins
hefur seinna atriðinu ver-
ið nokkuð ábótavant sem
gefur tilefni til efasemda
um hið fyrra,“ skrifar
Einar. „T.d. má nefna að
stærð úrtaks er óljós.“
Hann segir að af lýsingu
blaðsins megi skilja að
800 manns hafi tekið þátt
í könnuninni, „en til að ná
tali af 800 manns á einu
kvöldi þá þarf að hringja í
mun fleiri sem er þá úr-
takið. Hvað voru þá marg-
ir í úrtakinu? Annað sem
ekki er ljóst hvernig úr-
takið er fengið, hvort það
er tilviljunarúrtak úr
þjóðskrá eða valið á ann-
an máta.
Þó einhverjar fylgis-breytingar geti hafa
orðið milli könnunar
Fréttablaðsins í mars og
könnunar Gallup í febr-
úar er líklegast að mun-
urinn milli þeirra liggi í
hlutfalli óákveðinna. Hjá
Fréttablaðinu fellur þriðj-
ungur svarenda í þann
hóp en í Gallup-könn-
uninni 19%. Reynslan sýn-
ir að þeir sem eru
óákveðnir milli kosninga
hegða sér öðruvísi en aðr-
ir kjósendur, þ.e. þeir eru
ólíklegri til að kjósa Sjálf-
stæðisflokkinn. Því er
mikilvægt að lágmarka
þennan hóp til að minnka
skekkju könnunar. Gallup
og fleiri aðilar spyrja þá
óákveðnu hvað sé líkleg-
ast að þeir kjósi og ef ekki
fæst svar er haldið áfram
og spurt hvort líklegra sé
að þeir kjósi Sjálfstæð-
isflokkinn eða annan
flokk. En ef marka má lýs-
ingu Fréttablaðsins hér
að ofan hefur blaðið ekki
tileinkað sér þessa aðferð.
Þrátt fyrir að könnun
Fréttablaðsins gefi sjálf-
sagt einhverja vísbend-
ingu um fylgi stjórn-
málaflokkanna er svo
margt óljóst um fram-
kvæmd hennar og fram-
setningu að erfitt er að
meta gildi hennar.“
Einar segir að annaruppsláttur Frétta-
blaðsins úr þessari könn-
un sé að tveir þriðju vilji
að Davíð Oddsson hætti í
stjórnmálum þegar hann
lætur af embætti forsætis-
ráðherra í haust. „Vissu-
lega er þetta hátt hlutfall
en spurning hversu
áhugavert það er. Líklegt
er að á hvaða tímapunkti
sem er á þrettán ára ferli
Davíðs hafi stór hluti
þjóðarinnar helst kosið að
Davíð myndi hætta enda
umdeildur stjórnmálafor-
ingi. Mun áhugaverðara
væri að sjá hversu stór
hluti stuðningsmanna
Sjálfstæðisflokksins vill
sjá Davíð hætta og ef
hann er verulegur þá er
það fréttnæmt. En Frétta-
blaðið sér ekki ástæðu til
að kynna þá niðurstöðu
einhverra hluta vegna,“
skrifar Einar.
STAKSTEINAR
Aðferðafræði
skoðanakannana
LÁRÉTT
1 svellalög, 4 slokkna, 7
ættarnafn, 8 slitin, 9
kraftur, 11 beitu, 13 at,
14 fisk,15 vitleysa, 17
tungl, 20 líkamshluti, 22
skvampa, 23 allmikill, 24
málgefin,
25 snefils.
LÓÐRÉTT
1 tóra, 2 eldstæði, 3 þefa,
4 trjámylsna, 5 hefja, 6
mannsnafn, 10
handsama, 12 reið, 13
nokkur, 15 vesæll, 16 dá-
ið, 18 spilið, 19 duglegir,
20 forboð,
21 urta.
LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU
Lárétt: 1 rennblaut, 8 undur, 9 kenni, 10 akk, 11 dárar,
13 afræð, 15 hafna,
18 hress, 21 fól, 22 skott, 23 augað, 24 steinsnar.
Lóðrétt: 2 endar, 3 nárar, 4 lokka, 5 unnar, 6 hund, 7
hirð, 12 ann, 14 fær,
15 húsi, 16 frost, 17 aftri, 18 hlass, 19 eigra, 20 sóði.
Krossgáta
Hægt er að kaupa 10 krossgátur á 600 kr. á mbl.is. Slóðin er: http://www.mbl.is/mm/folk/krossgata/index.html