Morgunblaðið - 27.03.2004, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 27.03.2004, Blaðsíða 30
LANDIÐ 30 LAUGARDAGUR 27. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ Hvolsvöllur | Mikið líf hefur færst í skákiðkun ungmenna á Suðurlandi eins og annars staðar á landinu. Blásið hefur verið lífi í mót og keppnir sem hafa legið í dvala einhver undanfarin ár. M.a. var sveitakeppni Skákfélags Selfoss og nágrennis haldið á Hvols- velli sl. föstudag. Mættu 14 sveitir til leiks, 3 í eldri flokki og 11 í yngri flokki, frá 8 skólum á Suðurlandi. Alls voru keppendur 63. Keppnin fór vel fram og var mjög jöfn. Urðu sigurveg- arar í eldri flokki Vallaskóli á Selfossi með 10 og ½ vinning og í yngri flokki sigraði Barnaskóli Vestmannaeyja, A- sveit, með 20 og ½ vinning. Mikið líf í skákinni Morgunblaðið/Steinunn Ósk Keppendur fyrir utan Hvolsskóla: Glaðbeittir að lokinni drengilegri og jafnri keppni. Djúpivogur | Óróleika hefur gætt í atvinnulífinu á Djúpavogi frá því að upplýst var um kaup Eignarhalds- félagsins Kers hf. á sjávarútvegsfyr- irtækinu Festi á Djúpavogi. Björn Hafþór Guðmundsson sveit- arstjóri birtir á vef sveitarfélagsins fréttatilkynningu, þar sem hörmuð er núverandi staða í atvinnulífinu vegna sölunnar og sagt að frétta- flutningur og fleiri þættir hafi skap- að spennu og umfram allt óvissu- ástand hjá fjölmörgum íbúum byggðarlagsins. Höfum ekki rétta sambandið „Í dag er málum þannig háttað að sveitarstjórnir hafa mjög takmark- aða möguleika á að hafa afskipti af eignayfirfærslum milli fyrirtækja á hinum „almenna markaði“ og við hér á Djúpavogi höfum greinilega ekki rétta sambandið. Þetta hefur einmitt komið sterklega í ljós í viðleitni sveitarstjórnar Djúpavogshrepps á síðustu vikum, þegar hún hefur reynt að komast að borðinu þar sem höndlað er með þær eignir og afla- heimildir sem nú virðast í uppnámi hér á Djúpavogi,“ segir m.a. í til- kynningunni. Bíða ennþá svars Björn Hafþór segir liggja fyrir að sveitarstjórn hafi sent Keri erindi, þar sem lýst var vilja til samninga- viðræðna um stærstan hluta eigna og aflaheimilda Festar. Var Vísir hf. nefnt þar til sögunnar sem bakhjarl sveitarstjórnar í slíkum viðræðum, enda er Vísir með umtalsverða starf- semi á Djúpavogi. Ekki hafi borist svar við erindinu. „Ekki liggur heldur fyrir ákvörð- un forsvarsmanna Vísis hf. um um- svif fyrirtækisins hér í framtíðinni. Þau kunna að sjálfsögðu að ráðast af málalyktum, en þó miklu fremur af möguleikum fyrirtækisins að stunda hér áfram vinnslu síldar af jafn mikl- um þrótti og til þessa og eiga þess jafnframt kost að losna við síldarúr- gang á svipaðan hátt og verið hefur.“ Hægt er að skoða tilkynninguna í heild sinni á vefnum www.djupivog- ur.is. Djúpa- vogsbúar beðnir um að halda ró sinni Hafa ekki gefið eignir Festar upp á bátinn: Sveitarstjórn Djúpavogs bíður svars frá Keri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.