Morgunblaðið - 27.03.2004, Blaðsíða 6
FRÉTTIR
6 LAUGARDAGUR 27. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Gjafakort er…
…góð lausn að fermingargjöf
Gjafakort Kinglunnar fást á
þjónustu-borðinu á 1. hæð við
Hagkaup. Þau gilda í öllum
verslunum Kringlunnar*
og fást í fjórum verðflokkum:
10.000 kr., 5.000 kr., 2.500 kr.
og 1.000 kr.
*Gildir ekki í VÍNBÚÐINNI.
BJARNI Einarsson,
fyrrverandi bæjar-
stjóri á Akureyri og
aðstoðarforstjóri
Byggðastofnunar, lést
miðvikudaginn 24.
mars.
Bjarni fæddist 14.
apríl árið 1934 í Reyk-
holti í Borgarfirði.
Foreldrar hans voru
Steinunn Anna
Bjarnadóttir kennari
og Einar Ingimar
Guðnason prófastur.
Bjarni lauk stúdents-
prófi frá MR árið 1953
og varð viðskiptafræðingur frá Há-
skóla Íslands 1958. Hann stundaði
framhaldsnám við Institute of Soc-
ial Studies í Hollandi og lauk prófi
þaðan 1962. Lagði hann síðar stund
á framhaldsnám í hagfræði sam-
göngumála við háskóla í Þránd-
heimi og í stjórnun byggðaþróunar í
Bandaríkjunum.
Bjarni starfaði við hagrannsóknir
og hagskýrslugerð hjá Fram-
kvæmdabanka Íslands og við hag-
ræna áætlanagerð hjá Efnahags-
stofnuninni þar til hann tók við
starfi bæjarstjóra á Akureyri árið
1967. Bjarni var bæjarstjóri á Ak-
ureyri til 1976. Hann var fram-
kvæmdastjóri byggðadeildar Fram-
kvæmdastofnunar
ríkisins 1976–1985 er
hann varð aðstoðarfor-
stjóri Byggðastofnun-
ar.
Bjarni gegndi fjöl-
mörgum trúnaðar-
störfum um ævina.
Hann átti m.a. sæti í
stjórn Sambands ís-
lenskra sveitarfélaga
um árabil, í stjórn
Slippstöðvarinnar á
Akureyri, stjórn Sana
hf. á Akureyri og
stjórn Síldarverk-
smiðjanna í Krossa-
nesi. Hann var formaður stjórnar
Fínullar hf. á árunum 1983–1986.
Bjarni sat í stjórn Fjórðungssam-
bands Norðlendinga og var formað-
ur sambandsins um skeið og var
formaður Framleiðnisjóðs landbún-
aðarins 1977–1982. Hann var for-
maður fulltrúaráðs Framsóknar-
félaganna í Reykjavík á árunum
1983–1986. Bjarni skrifaði fjölda
blaða- og tímaritsgreina um þjóð-
félagsmál og fleiri málefni. Hann
var sæmdur riddarakrossi Danne-
brogsorðunnar 1972 og St. Olavs-
orðunnar 1973.
Eftirlifandi eiginkona Bjarna er
Gíslína Guðrún Friðbjörnsdóttir.
Eignuðust þau þrjú börn.
Andlát
BJARNI
EINARSSON
Í FJÖGUR þúsund fermetra hús-
næði við hraunjaðarinn í Garðabæ
hefur Latibær verið endurskap-
aður og vinna þar 120 ein-
staklingar myrkranna á milli við
gerð 40 sjónvarpsþátta fyrir
bandarísku sjónvarpsstöðina
Nickelodeon, en þættirnir verða
teknir til sýninga vestanhafs eftir
um tvo mánuði. Fjölmiðlum var
boðið að berja Latabæ augum í
gær, þar sem verið var að taka
upp fimmta þáttinn í þáttaröðinni.
Tían er útgönguleið
Þrír leikarar fara með hlutverk í
þáttunum, Magnús Scheving er í
hlutverki íþróttaálfsins, sem hefur
hlotið nafnið Spartacus á ensku.
Þá fer Stefán Karl Stefánsson með
hlutverk Robbie Rotten, eða
Glanna glæps og tólf ára gömul
bandarísk stúlka, Julianna R.
Mauriello, leikur Sollu stirðu, eða
Stephanie. Hinir íbúar Latabæjar
eru dúkkur, en stundum þarf allt
að þrjá brúðustjórnendur til að
stjórna hverri þeirra. Bakgrunn-
urinn er síðan teiknaður í þrívídd.
„Ég er ekki heimsins besti leik-
ari, ég er eiginlega lélegur leik-
ari,“ segir Magnús um eigin
frammistöðu. „Í fyrsta þættinum
var ég mjög lélegur en í þeim
fimmta mjög góður, þannig að
þetta kemur. Ég held að eftir
fjörutíu þætti verði ég bara orðinn
ágætisleikari. Ég vona það.“ Aug-
lýsingaherferð hefst á næstunni
vestanhafs og brátt mun risastórt
skilti með mynd af Magnúsi gnæfa
yfir Times Square í New York.
Nickelodeon nær til meira en 86
milljón heimila í Bandaríkjunum
og hefur um 60% markaðs-
hlutdeild í áhorfi á barnaefni.
Á búningi íþróttaálfsins er núm-
erið tíu og segir Magnús að það sé
útgönguleið fyrir hann, svo að
verði áframhald á þáttunum, eða
gerð bíómynd eins og hann er full-
viss um að verði gert nái þættirnir
vinsældum, geti einhver annar en
hann leikið íþróttaálfinn. „Ég hef
ennþá gaman af þessu og meðan
ég get ennþá hoppað held ég því
áfram. Það er ekkert slæmt að
vera fertugur á þessu ári og vera
ennþá í fullu fjöri,“ segir Magnús,
en viðurkennir að hann sé aðeins
farinn að stirðna. Hann segir að-
alvandamálið vera hversu góð upp-
lausn upptökunnar sé. „Maður er
aðeins byrjaður að verða hrukk-
óttur og svona þannig að maður
þarf að passa sig.“
Ýmsar breytingar hafa verið
gerðar á hinum íslenska Latabæ.
Þannig er Goggi kolsvartur, Halla
hrekkjusvín asísk og Siggi sæti
sænskur, en Guðmundur Þór
Kárason stýrir Sigga sæta og ljær
honum rödd sína. Þá var íþrótta-
álfurinn settur í nýjan búning og
útlit hans poppað upp svo hann
breyttist úr íslenskum álfi í ofur-
hetju.
Magnús segir að það sé erfitt að
leika á ensku. „Það er ekkert mál
með Glanna glæp því hann er
vondi kallinn og þeir vilja að hann
tali með hreim. Þeir [Bandaríkja-
menn] eru búnir með þýska hreim-
inn og þann rússneska og finnst
bara gott að fá íslenska hreiminn.“
Aðspurður segir hann það svolítið
vandamál að góði og vondi kallinn
tali með sama hreim. „Maður bæt-
ir það upp með hoppunum og
hreyfingunni.“
Magnús segir kostnaðinn við
gerð þáttanna gríðarlegan, hann
ímyndar sér að hver þáttur kosti
um 35–40 milljónir króna. Fimm
til sex íslensk fyrirtæki eru hlut-
hafar í Latabæ. „Við vonum að
Latibær eigi eftir að ná vinsældum
í Bandaríkjunum og í restinni af
heiminum. Við erum búin að fá
framleiðendur sem hafa áhuga á
að kaupa Latabæ fyrir Evrópu.“
Latibær lifnar við
Glanni glæpur, eða Robbie Rotten, býr í yfirgefinni verksmiðju neðanjarðar. Hér gefur að líta heimkynni hans.
Þrír leikarar sjást í þáttunum, en hinar persónurnar eru brúður. Hér eru
Glanni glæpur, Solla stirða og íþróttaálfurinn í góðum gír.
Stundum þarf þrjá brúðustjórn-
endur til að stýra brúðunum.
Guðmundur Þór Kárason stýrir
Sigga sæta og ljær honum rödd
sína. Þeir eru til hægri á myndinni.
LÖGREGLAN í Reykjavík hefur
lokið umbeðinni rannsókn ríkissak-
sóknara á tildrögum þess að yf-
irheyrsluskýrslur úr Neskaupstað-
armáli komust í hendur DV. Að
sögn Harðar Jóhannessonar var
rætt við alla þá sem hugsanlega
hafa komið að nýjustu gögnum
málsins, þar á meðal verjendur sak-
borninganna þriggja. Rannsóknin
hafi ekki leitt til ákveðinnar nið-
urstöðu þótt lögreglan hafi
ákveðnar grunsemdir, sem ekki eru
látnar uppi. Lögreglan mun senda
ríkissaksóknara rannsókn sína á
mánudag.
Að sögn Sveins Andra Sveinsson-
ar, verjanda eins sakborninganna,
mun hann í samráði við meðverj-
endur sína fara fram á opinbera
rannsókn á því hvernig stóð á því
að upplýsingar um lok rannsóknar
lögreglunnar skyldu leka jafnfljótt
til fjölmiðla og raun bar vitni í gær.
Segir hann að fjölmiðlar hafi hringt
í sig varðandi málið aðeins tveimur
klukustundum eftir að hann ásamt
meðverjanda hafi gefið skýrslu hjá
lögreglu.
Lögreglu-
rannsókn
lokið
Tildrög birtingar
skýrslna
í líkfundarmáli