Morgunblaðið - 27.03.2004, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 27.03.2004, Blaðsíða 56
MINNINGAR 56 LAUGARDAGUR 27. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ óslitið til ársins 1974 eða í 23 ár. Á þessum árum voru miklir umbrota- tímar í bæjarmálum. Mörgum góð- um málum var komið í framkvæmd og hornsteinar lagðir að öðrum. Hér sem annars staðar lagði Guðjón fram mikið dagsverk sem við íbúar Sauð- árkróks njótum í dag. Í mínum huga á enginn einn stærri hlut að uppbyggingu íþrótta- mannvirkja í Skagafirði en Guðjón. Með þeim var lagður grunnur að því þróttmikla íþróttastarfi sem verið hefur í Skagafirði. Hann skildi vel hvers virði er að halda ungu fólki að heilbrigðu íþrótta- og félagsstarfi. Æsku- og íþróttafólk í Skagafirði á um mörg ókomin ár eftir að njóta þess sem Guðjón sáði til með ein- stakri eljusemi og dugnaði. Fyrir það allt verður seint fullþakkað. Hinn 17. júní 1984 sæmdi forseti Íslands Guðjón Riddarakrossi hinn- ar íslensku Fálkaorðu fyrir störf að félagsmálum. Þessa miklu viður- kenningu bar Guðjón með sóma. Í öllum sínum störfum naut Guð- jón þess að vera drengskaparmaður og málafylgjumaður, hélt fast á sínu og var laginn að koma málum í höfn. Það var einstaklega gott að vinna með Guðjóni og ávallt var hægt að treysta verkum hans. Verk hans voru ekki aðeins vel gerð heldur einnig vel framsett. Leiðir okkar Guðjóns lágu saman strax á mínum unglingsárum. Ég minnist hans sem samstarfsmanns, ráðgjafa og mikils vinar. Ég minnist þess ekki að nokkurn tímann hafi skuggi fallið á okkar mikla og langa samstarf. Samstarf sem verið hefur mér mjög dýrmætt. Guðjón var mikill gæfumaður í einkalífi. Hann kvæntist stuttu eftir komu sína til Skagafjarðar Ingi- björgu Kristjánsdóttur, mikilli sómakonu. Engum er mögulegt að skila slíku dagsverki í félagsmálum sem Guðjón gerði nema eiga sér traustan og góðan lífsförunaut. Barnahópurinn var stór og Bárustíg- ur 6 stóð ævinlega öllum opinn. Bið ég algóðan Guð að veita Boggu og fjölskyldunni styrk í sorginni. Þegar ég sat hjá mínum góða vini heima á Bárustígnum fyrir fáeinum dögum fann ég að degi var tekið að halla, þótt ekki hvarflaði að mér, að það yrði okkar síðasta samveru- stund. Ég kveð minn kæra vin með orðum Stephans G. Stephanssonar; Þar leið burt í sólskinið sálin hans hljóð. Ég sá það, er falið var skilningi hinna. Hún var hans innsta en ósungna ljóð, Með arnsúg í væng heim til dalanna sinna. Blessuð sé minning þín kæri vin- ur. Stefán Guðmundsson. Í dag er kvaddur hinstu kveðju einn þeirra manna er mótuðu sam- félag okkar Skagafirðinga á þriðja fjórðungi síðustu aldar, maður sem alist hafði upp við hugsjónir ung- mennafélagshreyfingarinnar um ræktun lýðs og lands, félagsmála- maður sem óhvikull barðist fyrir því sem hann taldi horfa til bóta og framfara í samfélaginu. Vorið 1940 kom hann lærður íþróttakennari norður í Skagafjörð teymandi reið- hjól sitt norður yfir Vatnsskarð sem þá var ófært bílum vegna aurbleytu, til að taka að sér sundkennslu við hina nýju sundlaug í Varmahlíð. Þar með var lífsbraut hans mörkuð og framtíðarstaður fundinn á Sauðár- króki. Íþrótta- og menntamál voru Guð- jóni jafnan hugleiknust. Hann barð- ist fyrir uppbyggingu íþróttamann- virkja á Sauðárkróki, stofnaði til og stjórnaði námsflokkum á Sauðár- króki á árunum 1974–1978 meðan hann var formaður skólanefndar í bænum og vann þá ötullega að stofn- un Fjölbrautaskólans á Sauðárkróki sem tók til starfa 1979. Mörgu þessu gat hann komið til leiðar vegna þess að hann var áhrifamaður í félags- málum, sat alllengi í bæjarstjórn og um tíma oddviti Framsóknar- flokksins í bænum. Kynni mín af Guðjóni Ingimund- arsyni áttu sér fortíð því að faðir minn og hann voru skólabræður frá íþróttaskólanum á Laugarvatni vet- urinn 1937–1938 og héldu vináttu alla tíð síðan. Eftir að ég tók við Hér- aðsskjalasafninu á Sauðárkróki kom Guðjón til mín oftlega og spjallaði, þá kominn á efri ár, hættur kennslu og félagsmálavafstri. Þá afhenti hann safninu eitt og annað er varðaði sögu félags- og íþróttamála í hér- aðinu. Þar kynntist ég Guðjóni bet- ur, lágvöxnum manni, hæglátum og íhugulum, vissi þó að undir niðri bjó nokkurt skap, hafði reyndar einu sinni orðið vitni að því þegar ég ung- ur drengur í sundnámi á Króknum hlustaði á hann lesa yfir einum sund- félaga mínum fyrir stríðni og áreitni, það sem nú mundi kallað einelti. Það hugtak var víst ekki til þá en Guðjón tók hart á því og kvað niður þegar í stað. Mér er ljúft að minnast kynna minna af Guðjóni og fjölskyldu hans. Það var ánægjulegt að koma í bóka- herbergið hans og renna augum yfir bækurnar sem hann hafði bundið sjálfur af mikilli smekkvísi, því hann var snilldarbókbindari og fékkst við það talsvert eftir að hann komst á eftirlaunaaldur. Eftirtektarverð var sú snyrtimennska sem þar ríkti og einkenndi allt hans fas og umgjörð. Það var happafengur Skagfirðing- um að fá hinn unga Strandamann hingað norður vorið 1940 og fá síðan að njóta starfskrafta hans í hálfa öld. Sú sveit er vel skipuð sem hefur slíka menn innan borðs sem Guðjón Ingi- mundarson. Ingibjörgu, börnum þeirra og öll- um ástvinum sendi ég samúðar- kveðjur og bið þeim allrar blessunar. Hjalti Pálsson. Einn af burðarásum Sauðárkróks á síðustu öld er allur. Fyrir þá sem eru fæddir og uppaldir á Króknum var Guðjón Ingimundarson hluti af tilverunni, hvort sem það var í sund- lauginni, þar sem hann var forstöðu- maður, við kennslu íþrótta og smíða eða fyrir störf að sveitarstjórnar- og ungmennafélagsmálum. Til að geta vaxið og dafnað þarf Sauðárkrókur að eiga menn eins og hann, menn sem unna heimkynnum sínum af mikilli einurð og fórnfýsi og hafa sterka framtíðarsýn. Hann starfaði sem farsæll kennari við skólana á Króknum í áratugi, þar af var hann skólastjóri Barnaskólans eitt skóla- ár. Hann var í skólanefnd Sauðár- króks til margra ára og var alla tíð umhugað um skólamálin. Átti hann stóran þátt í uppbyggingu barna- og gagnfræðaskólans. Frá því að ég fór að vinna við grunnskólann höfum við Guðjón oft rætt um menntamálin, enda var hann einlægur baráttumaður fyrir framgangi skólanna. Ég hitti hann fyrir stuttu og þá eins og alltaf spurði hann: ,,Hvað er títt í skóla- málunum?“ Guðjón bar gæfu til að halda heilsu fram á efri ár og vera vel inni í öllum málum. Það var lærdómsríkt að rökræða við hann, því ekki vorum við alltaf sammála um forgangsröð- ina í uppbyggingu bæjarins. Síðustu árin átti frekari efling sundlaugar- innar hug hans allan og minnti hann mig gjarnan á að líta ætti á laugina eins og hverja aðra kennslustofu og hlúa að henni sem slíkri. Því miður entist honum ekki aldur til að sjá draum sinn um betri sundlaug verða að veruleika en þegar sá dagur kem- ur verður baráttu hans minnst með virðingu og þakklæti. Fjölskyldu Guðjóns sendi ég inni- legar samúðarkveðjur. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Hávamál.) Óskar G. Björnsson. GUÐJÓN INGIMUNDARSON Það hafði spurst út að Finnbogi væri kominn með kærustu og þetta þóttu mikils- verð tíðindi fyrir norðan á þeim árum. Meðal bekkjarsystkina hans í Menntaskólanum á Akur- eyri ríkti eftirvænting. Það var augljóst að breyting hafði orðið á Finnboga. Það var komin yfir hann einhver ró og staðfesta. Það var eins og hann fylgdist ekki eins vel með hvað var að gerast í kringum hann og áður, já það var næstum því eins og það lýsti af ásjónu hans. Og svo kom að því að við skild- um hvers kyns var. Finnbogi var hamingjusamur. Sveina bauð strax við fyrstu kynni af sér ein- stakan þokka. Lífsgleði og ábyrgðartilfinning voru eiginleik- ar í fari hennar sem hún samein- aði á sinn persónulega hátt. Hún var ekki forvitin en hluttekning og næmi hennar á kjör og tilfinn- ingar annarra einkenndi hana og SVEINBORG HELGA SVEINSDÓTTIR ✝ Sveinborg HelgaSveinsdóttir fæddist í Vestmanna- eyjum 13. júní 1948. Hún lést á líknar- deild Landspítalans í Kópavogi 13. mars síðastliðinn og var jarðsungin frá Víði- staðakirkju í Hafnar- firði 26. mars. gerði hana m.a. ein- staklega hæfa í starfi sínu sem hjúkruna- kona. Á háskólaárun- um okkar skóla- bræðra í Reykjavík voru samfundir færri, en fleiri urðu þeir aft- ur þegar við vorum samskipa í fram- haldsnámi Lundi í Svíþjóð. Dætur okkar voru á sama reki og um tíma á sama barnaheimili. Aldrei slitnaði vina- sambandið þótt mörg ár liðu milli samfunda. Sveina hafði ekkert breyst, en lífsreynsla hennar efldi hana. Hún var búin að koma upp dætrum þeirra Finn- boga og var áfram þeirra stuðn- ingur og skjól og hún hélt áfram að mennta sig og var af lífi og sál í því sem hún tók sér fyrir hendur hverju sinni. Hún fylgdist með því fólki sem hún bast vinar- og tryggðaböndum og það var bæði gefandi og styrkjandi að eiga hana að vini, ekki síst ef umræðu- efnið var viðkvæmt. Sveina kom inn í líf Finnboga á réttum tíma. Það var komið að lokum menntaskólaáranna og lífið blasti við með öllum sínum mögu- leikum og öngstrætum. Ekki vantaði viljann og kraftinn í minn gamla skólabróður, hvorki fyrr né síðar. Það kom strax í ljós þegar við á forskólaaldri lágum á stofu- gólfinu heima hjá honum í íbúð- inni við Löngumýrina á norður- brekkunni á Akueyri. Gólfin voru úthafið og Finnbogi var bæði út- vegsmaður og skipstjóri á stærsta skipinu. Það var mikið verk að taka til að leik loknum áður en mamma hans kom heim. Legó- kubbar voru uppistaðan í allri mannvirkjagerð og flotinn dreifð- ur um alla íbúðina – leiksviðið var úthafið og landhelgisdeilan var yf- ir og allt um kring í leikjum okkar félaga á þessum árum. Og það var eðlilegt því hvernig hefði sjávar- útvegurinn getað orðið uppistaða velmegunar ef Íslendingar hefðu ekki tekið öll ráð yfir fiskimið- unum sjálfir. Áhugi Finnboga á þessum málum var smitandi og það var sjálfsagt mál að fylgja ráðum hans og leiðsögn. Með Sveinu rættust stórhuga draumar Finnboga. Hæfileikar hans, útsjónarsemi og kraftur fengu að njóta sín. Afskipti hans af sjávarútvegsmálum og rekstri fyrirækja þeim tengdum endur- spegla leiki okkar og merkilegan hátt. Að vísu forðaði ég mér af þeim vettvangi en hef fylgst með álengdar fjær og oft kannast við gamlan leikfélaga. Í tvö ár hafa þau hjón barist við krabbameinið sem Sveina greind- ist með og sú barátta var hörð og henni er nú lokið. Baráttan var borin uppi af lífsvilja og þreki, en einnig af þeirri auðmýkt sem lífs- baráttan sjálf kennir manni smám saman. Góður Guð gefi að sú hamingja sem Sveina var í lífi Finnboga og fjölskyldunnar allrar styrki og verndi þau í sorginni. Pétur Pétursson. Elsku dóttir mín, nú ertu búin að fá hvíld eftir erfið veik- indi. Þú varst alltaf sterk og ætlaðir að vinna þetta stríð en eins og sagt er, þeir deyja ungir sem guðirnir elska. Elsku Magga Stína mín, ég á margar yndislegar minningar um þig sem ég geymi í hjarta mínu, langar að kveðja þig með þessu fallega ljóði. Far þú í friði. Við sjáum að dýrð á djúpið slær, þó degi sé tekið að halla. Það er eins og festingin færist nær, og faðmi jörðina alla. Svo djúp er þögnin við þína sæng, að þar heyrast englar tala, og einn þeirra blakar bleikum væng, svo brjóst þitt fái svala. Nú strýkur hann barm þinn blítt og hljótt, svo blaktir síðasti loginn. En svo kemur dagur og sumarnótt, og svanur á bláan voginn. (Davíð Stefánsson.) Þín móðir Níu ára stelpa stendur og horf- ir á eftir föður sínum þar sem hann gengur út götuna með litlu systur í fanginu. Hún og systk- inin skilja ekki alveg hvað er á seyði en vita að hún kemur ekki aftur. Árin líða, minningin um litlu systur minnkar en sársauk- inn hverfur aldrei alveg. Átján árum síðar sitja þær MAGÐALENA KRIST- ÍN BRAGADÓTTIR ✝ Magðalena Krist-ín Bragadóttir fæddist í Purkey á Breiðafirði 29. des- ember 1957. Hún andaðist á líknar- deild Landspítalans í Kópavogi 13. mars síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Fossvogskirkju 23. mars. saman í rútu á leið á heimaslóðir og eins og stórum systrum sæmir, leggur hún handlegginn hug- hreystandi utan um þá yngri og brosir með glampa í augum, þetta verður allt í lagi. Sof þú rótt í sælum frið hjartað trygga, bjarta, blíða. Búin varstu lengi að stríða þjáning sára og sorgir við. Sof þú rótt í sælum frið. Feigðarhúm nú felur oss moldir þínar, móðir, kona. Mannsins prýði, gleði sona, dóttur þinnar dýrast hnoss. Feigðarhúm nú felur oss. Lifðu sæl í sólarheim. Engilvængjum önd þín líði upp í Drottins dýrðargeim. Lifðu sæl í sólarheim. (Matthías Jochumsson.) Elsku Magga mín, nú er komið að kveðjustund í annað sinn. Nú er jarðvist þinni lokið svo allt of fljótt, einhvern veginn var ég allt- af viss um að þú hefðir þetta af, þú barðist til síðasta dags en mik- ið held ég að hvíldin hafi verið vel þegin. Takk fyrir allt, elsku systir, takk fyrir að bera alltaf virðingu fyrir mér og minni uppeldisfjöl- skyldu. Kæru Bragi Hlífar, Thelma Dögg og Kalli, Guð veri með ykk- ur. Sjáumst síðar Magga mín, þín systir Björg Ólöf. Elsku Magga Stína systir, með þessum fátæklegu orðum kveðj- um við þig. Það eru margar minn- ingar sem koma upp í huga okkar systkinanna. Oft var mikið fjör og mikið brallað í þessum stóra systkina- hópi á Skúlagötu 11 í Stykkis- hólmi. Oft minntir þú okkur á að þú værir elsta systirin og eflaust hefur það stundum verið erfitt fyrir þig að vera elst af okkur stelpunum og stjórna þessum stóra hópi. Góðar minningar um liðnar stundir með þér sem við hefðum viljað að yrðu svo miklu, miklu fleiri geymum við í hjörtum okkar. Við vitum að nú líður þér vel og að pabbi tekur vel á móti þér. Elsku mamma, Kalli, Bragi Hlífar og Thelma Dögg, við send- um okkar innilegustu samúðar- kveðjur og biðjum ykkur Guðs blessunar á erfiðum tímum. Elsku Magga, við kveðjum þig með þessum orðum: Græðum saman mein og mein, metumst ei við grannann, fellum saman stein við stein, styðjum hverjir annan. Plöntum, vökvum rein við rein, ræktin skapar framann. Hvað má höndin ein og ein? Allir leggi saman! (Matthías Jochumsson.) Þín systkini. Kæra vinkona. Það er sárt að missa þig en nú ert þú laus úr þínum erfiðu veik- indum. Við vorum svo lánsamar að vera vinkonur og áttum marg- ar góðar stundir saman alveg frá því við vorum stelpur í Hólminum og báðar eigum við tvö yndisleg börn sem er það dýrmætasta. Sofðu rótt, elsku Magga mín, og takk fyrir allt. Elsku Helga, Kalli, Bragi, Telma, systkini og aðstandendur, megi algóður Guð styrkja ykkur á þessari sorgarstundu. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir.) Þín vinkona Linda Braga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.