Morgunblaðið - 27.03.2004, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 27.03.2004, Blaðsíða 49
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. MARS 2004 49 EINKAVÆÐING bankanna er farin að sýna dökku hliðarnar. Ráð- herrar tala nú um siðspillingu, græðgi og fákeppni á fjármálamarkaði. Seðla- bankinn segir skuldasöfnun þjóð- arbúsins erlendis ógna lánstrausti íslenska ríkisins. Þar leiða bankarnir för. Traust almennings á fjár- málastofnunum fer þverrandi og innan fjármálageirans virðist einnig ríkja tor- tryggni. Þingmenn Vinstrihreyfing- arinnar - græns fram- boðs vöruðu við þessu og lögðust gegn sölu beggja ríkisbankanna. Mikilvægt er að eft- irlitsstofnanir hafi sjálfstæði og styrk til að axla þá ábyrgð sem þeim er falin og þær starfi óháð framkvæmdavald- inu og hagsmunaaðilum. Við sölu bankanna á sínum tíma átti Fjármála- eftirlitið að fara ofan í saumana á sölu- skilmálum og áreiðanleika kaupenda. Þá birtist þessi fyrirsögn: „Beðið er eftir blessun Fjármálaeftirlitsins“. Nú eins og þá heyrir Fjármálaeftirlitið beint undir viðskiptaráðherra sem hefur verið umsvifamikill á fjár- málamarkaði með einkavæðingu bankanna. Þingmenn Vinstri-grænna hafa lagt fram tillögu á Alþingi um að kanna kosti þess að flytja stjórnsýslu Fjármálaeftirlitsins frá fram- kvæmdavaldinu í skjól Alþingis og tryggja þar með frekar sjálfstæði þess. Hlutverk og traust Fjármálaeftirlitið er ríkisstofnun með sérstaka stjórn en heyrir undir við- skiptaráðherra. Stofnunin gegnir lyk- ilhlutverki á íslenskum fjármálamark- aði. Henni er ætlað mikilvægt opinbert eftirlitshlutverk og getur með aðgerðum sínum haft stefnu- markandi áhrif á allar athafnir og þró- un á fjármálamarkaði. Því er mik- ilvægt að sjálfstæði stofnunarinnar sé tryggt. Að sama skapi er ljóst að búa verður þannig að Fjármálaeftirlitinu að það geti sinnt verk- efnum af myndarskap og afgreitt fljótt og vel þau mál sem því berast eða það tekur upp að eigin frumkvæði.Fjármálaeft- irlitinu var komið á fót með lögum nr. 87/1998 og fer með þá starfsemi sem áður var á höndum bankaeftirlits Seðla- banka Íslands og Vá- tryggingaeftirlitsins. Sú leið var valin að setja stofnunina undir við- skiptaráðherra en það verður að teljast hæpið, m.a. í ljósi þess að viðskiptaráðherra hefur með sölu banka og einkavæðingu ríkisfyr- irtækja verið einhver atkvæðamesti aðilinn á íslenskum fjármálamarkaði á síðustu árum. Það er breytilegt eftir löndum hvar ríkisstofnunum með sambærilegt hlutverk og Fjármálaeft- irlitið er skipað í stjórnsýslunni. Breyting á stöðu Fjármálaeftirlitsins á þá leið að það verði fært undan við- skiptaráðherra gæti styrkt stofnunina sem óháðan eftirlitsaðila og jafnframt eflt traust hennar og trú manna á ís- lenskum fjármálamarkaði. Það gæti komið bæði Alþingi og Fjármálaeft- irlitinu verulega til góða að færa stofnunina undir Alþingi, þar sem hvor aðilinn gæti styrkt hinn í eft- irlitshlutverki þeirra. Fært á ábyrgð AlþingisÞað er ekki ný hugmynd að færa mikilvægar eft- irlitsstofnanir undir Alþingi. Rík- isendurskoðun heyrði undir fjár- málaráðherra allt til ársins 1987, en var þá færð undir yfirstjórn Alþingis. Sú breyting varð tvímælalaust til þess að styrkja þá stofnun sem sjálf- stæðan, óháðan og faglegan eftirlits- aðila. Einnig má benda á stöðu Um- boðsmanns Alþingis þó að ekki sé um efnislega sambærilega hluti að ræða. Þessum aðilum hefur reynst það vel að heyra undir Alþingi fremur en ráð- herra. Sú staða hefur reynst þeim haldgóð trygging fyrir því að fagleg og hlutlæg vinnubrögð þeirra séu ekki dregin í efa vegna stöðu þeirra í stjórnsýslunni.Til þess að taka af allan vafa um trúverðugleika og sjálfstæði Fjármálaeftirlitsins höfum við Ög- mundur Jónasson þingmenn Vinstri- Grænna flutt tillögu á Alþingi um að „… fela ríkisstjórninni að skipa nefnd sem geri úttekt á starfsskilyrðum Fjármálaeftirlitsins og stöðu þess gagnvart ráðherra, ríkisstjórn og að- ilum á fjármálamarkaði. Nefndin geri tillögur um hvernig sjálfstæði Fjár- málaeftirlitsins verði best tryggt og starfsemi þess efld. Í því skyni skoði nefndin m.a. stjórnsýslulega stöðu þess og hvort vænlegt sé, sem liður í að styrkja óháða stöðu Fjármálaeft- irlitsins, að það heyri undir Alþingi.“ Í ljósi mikilla og umdeildra hræringa á íslenskum fjármálamarkaði er brýnt að hraða þessari endurskoðun eins og kostur er. Leggja ber áherslu á að all- ar breytingar sem gerðar kunna að verða á starfsemi og stöðu stofnunar- innar séu yfirvegaðar og vandlega undirbúnar og í góðu samstarfi við starfsmenn og samtök þeirra. Um sjálfstæði Fjármálaeftirlitsins Jón Bjarnason skrifar um fjármálamarkaðinn ’Það gæti komið bæðiAlþingi og Fjármálaeft- irlitinu verulega til góða að færa stofnunina und- ir Alþingi …‘ Jón Bjarnason Höfundur er þingmaður Vinstri- grænna í Norðvesturkjördæmi. MÁNUDAGINN 22. mars síð- astliðinn birtist aðsend grein í Morgunblaðinu skrif- uð af Árna Johnsen, fyrverandi alþing- ismanni. Þar fræðir Árni okkur um hversu mikilvægt það sé að geta þakkað fyrir sig og ákveður að þakka fyrir hversu þægileg og góð hegn- ingin var sem hann hlaut. Í huga und- irritaðs á hegning ekki að vera góð og þægileg. Þar á við- komandi að sæta refsingu fyrir framin lögbrot. Í þessu til- felli var misgjörðin misbeiting opinbers embættis, stuldur og lygar. Vissulega geta sakamenn borið fyrir sig að eftir að hafa hlotið refsingu sína séu þeir búnir að greiða skuld sína gagnvart sam- félaginu. Ekki skal því mótmælt. Engu að síður er það skoðun höf- undar að þegar háttsettir embætt- ismenn misnota embætti sitt, bregðast trausti kjósenda og koma svo í ofanálag fram í fjöl- miðlum og ljúga að þjóðinni þá eigi þeir að kunna að skamm- ast sín, loks þegar þeir eru afhjúpaðir. Góðum siðum er gott að fylgja og er sjálfsagt að þakka fyrir sig. Aftur á móti tel ég að Árni hefði betur átt að iðrast gjörða sinna með það í huga að „Betra er að iðrast við rætur fjalls- ins en á hátindi þess.“ Minnumst orða Hallgríms Péturs- sonar: Lærður er í lyndi glaður. Lof ber hann hjá þjóðum. Hinn er ei nema hálfur maður, sem hafnar siðum góðum. Að kunna að skamm- ast sín er þjóðlegur og góður siður Guðmundur Óskar Pálsson skrifar um hegningar Guðmundur Óskar Pálsson ’ Í huga und-irritaðs á hegn- ing ekki að vera góð og þægi- leg.‘ Höfundur er nemi við Menntaskólann í Reykjavík. SMS tónar og tákn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.