Morgunblaðið - 27.03.2004, Blaðsíða 33
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. MARS 2004 33
NÝ stjórn ReykjavíkurAkadem-
íunnar var kjörin á aðalfundi fé-
lagsins nýverið. Steinunn Krist-
jánsdóttir fornleifafræðingur, sem
verið hefur formaður Akademíunn-
ar frá árinu 2001, gaf ekki kost á
sér til endurkjörs. Nýr formaður
var kjörinn Jón Ólafsson heim-
spekingur. Aðrir stjórnarmenn eru
Auður H. Ingólfsdóttir umhverf-
isfræðingur, Erna Indriðadóttir
fréttamaður, Kári Bjarnason ís-
lenskufræðingur og Páll Björnsson
sagnfræðingur. Varamenn eru
Birgir Hermannsson stjórnmála-
fræðingur og Sigrún Sigurðardótt-
ir menningarfræðingur.
ReykjavíkurAkademían er félag
sjálfstætt starfandi fræðimanna og
starfrækir rannsóknasamfélag á
Hringbraut 121 (JL-húsið). Þar
starfa um þessar mundir um 80
fræðimenn, rithöfundar og lista-
menn að margvíslegum verkefn-
um.
Í fréttatilkynningu segir m.a.:
„Sjálfstætt starfandi fræðimönn-
um hefur farið mjög fjölgandi á
síðustu árum og hefur tilvist
ReykjavíkurAkademíunnar átt
sinn þátt í að gera mörgum fræði-
mönnum mögulegt að hasla sér
völl. Markmið nýrrar stjórnar er
að efla starfsemi ReykjavíkurAka-
demíunnar enn frekar og treysta
fjárhagslegan grundvöll hennar.
Unnið verður að því á næstu mán-
uðum að styrkja og auka nám-
skeiðahald og útgáfustarf á vegum
hennar og auka samstarf við önnur
félög og stofnanir sem starfa á
svipuðum vettvangi.“
Ný stjórn hjá
Reykjavíkur-
Akademíunni
Hin nýja stjórn ReykjavíkurAkademíunnar samankomin, frá vinstri: Jón
Ólafsson formaður, Kári Bjarnason, Sigrún Sigurðardóttir, Birgir Her-
mannsson, Auður Ingólfsdóttir, Páll Björnsson og Erna Indriðadóttir.
OG spurningin er hvers virði
er okkur leikhúsið, hvers virði
er það í dag? Hvers virði fyrir
samfélagið og
samtímann? Nú
þegar ógn
hryðjuverka vof-
ir yfir, hvers
virði er þá leik-
húsið? Nú þegar
markaðshyggjan
tröllríður vest-
rænum sam-
félögum, hvers virði er það?
Heimurinn hefur aldrei verið á
jafnmikilli ferð, öll samskipti
svífandi í lausu lofti, allt mögu-
legt, við dettum inn hjá vinum
í Japan á innan við sekúndu,
hundruð manna springa í loft
upp á torgum úti á innan við
sekúndu, raunveruleikinn
trónir hæst á vinsældalist-
anum, er í tísku, raunveru-
leikasjónvarp, raunveruleika-
myndlist, hryðjuverk framin í
beinni útsendingu, fólk að
breyta sér í framan í beinni út-
sendingu, raunir fólks seljast
og raunveruleikinn er mark-
aðsvara, við horfum á úr fjar-
lægð, tökum mismikinn þátt…
Og nú þegar ógn af hryðju-
verkum og hvers kyns ofbeldi
stendur sem hæst er það
spurning hvort leikhúsið hafi
nokkurn tíma verið jafn-
kærkomið athvarf þar sem við
getum slökkt á öllu þessu
raunveruleikadaðri og horfið
inn í annan heim, orðið fyrir
nýjum upplifunum í þeirri ná-
lægð sem er aðal leikhússins,
þar sem við erum krafin um
þátttöku í örlögum persónanna
í sviðinu, og þar með mann-
skepnunnar, þar sem önnur
lögmál gilda – þar sem við get-
um staldrað við og hugsað, þar
sem við fáum ráðrúm til að
finna jafnvel til einhvers eða
fáum leyfi til að upplifa eitt-
hvað annað en við gerum vana-
lega í raunveruleikanum af því
við þorum það ekki eða höfum
ekki hug á því eða forsendur til
þess eða getu til þess eða dett-
ur það einfaldlega ekki í hug…
Leyfum okkur því að staldra
við um stund og fara í leik-
húsið. Leyfum því að stuða
okkur eða hræða úr okkur líf-
tóruna, hrista upp í skoðunum
okkar og hreyfa við okkur –
leyfum því um fram allt að
leyfa okkur að finna til sam-
úðar með persónum sviðsins,
fólki, náunganum, mannskepn-
unni…
Færum svo þessa upplifun
okkar úr leikhúsinu yfir í raun-
veruleikann.
Ávarp á
alþjóða-
leikhúsdag-
inn 2004
Eftir Hrafnhildi
Hagalín
Hrafnhildur
Hagalín
Höfundur er leikskáld.