Morgunblaðið - 27.03.2004, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 27.03.2004, Qupperneq 33
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. MARS 2004 33 NÝ stjórn ReykjavíkurAkadem- íunnar var kjörin á aðalfundi fé- lagsins nýverið. Steinunn Krist- jánsdóttir fornleifafræðingur, sem verið hefur formaður Akademíunn- ar frá árinu 2001, gaf ekki kost á sér til endurkjörs. Nýr formaður var kjörinn Jón Ólafsson heim- spekingur. Aðrir stjórnarmenn eru Auður H. Ingólfsdóttir umhverf- isfræðingur, Erna Indriðadóttir fréttamaður, Kári Bjarnason ís- lenskufræðingur og Páll Björnsson sagnfræðingur. Varamenn eru Birgir Hermannsson stjórnmála- fræðingur og Sigrún Sigurðardótt- ir menningarfræðingur. ReykjavíkurAkademían er félag sjálfstætt starfandi fræðimanna og starfrækir rannsóknasamfélag á Hringbraut 121 (JL-húsið). Þar starfa um þessar mundir um 80 fræðimenn, rithöfundar og lista- menn að margvíslegum verkefn- um. Í fréttatilkynningu segir m.a.: „Sjálfstætt starfandi fræðimönn- um hefur farið mjög fjölgandi á síðustu árum og hefur tilvist ReykjavíkurAkademíunnar átt sinn þátt í að gera mörgum fræði- mönnum mögulegt að hasla sér völl. Markmið nýrrar stjórnar er að efla starfsemi ReykjavíkurAka- demíunnar enn frekar og treysta fjárhagslegan grundvöll hennar. Unnið verður að því á næstu mán- uðum að styrkja og auka nám- skeiðahald og útgáfustarf á vegum hennar og auka samstarf við önnur félög og stofnanir sem starfa á svipuðum vettvangi.“ Ný stjórn hjá Reykjavíkur- Akademíunni Hin nýja stjórn ReykjavíkurAkademíunnar samankomin, frá vinstri: Jón Ólafsson formaður, Kári Bjarnason, Sigrún Sigurðardóttir, Birgir Her- mannsson, Auður Ingólfsdóttir, Páll Björnsson og Erna Indriðadóttir. OG spurningin er hvers virði er okkur leikhúsið, hvers virði er það í dag? Hvers virði fyrir samfélagið og samtímann? Nú þegar ógn hryðjuverka vof- ir yfir, hvers virði er þá leik- húsið? Nú þegar markaðshyggjan tröllríður vest- rænum sam- félögum, hvers virði er það? Heimurinn hefur aldrei verið á jafnmikilli ferð, öll samskipti svífandi í lausu lofti, allt mögu- legt, við dettum inn hjá vinum í Japan á innan við sekúndu, hundruð manna springa í loft upp á torgum úti á innan við sekúndu, raunveruleikinn trónir hæst á vinsældalist- anum, er í tísku, raunveru- leikasjónvarp, raunveruleika- myndlist, hryðjuverk framin í beinni útsendingu, fólk að breyta sér í framan í beinni út- sendingu, raunir fólks seljast og raunveruleikinn er mark- aðsvara, við horfum á úr fjar- lægð, tökum mismikinn þátt… Og nú þegar ógn af hryðju- verkum og hvers kyns ofbeldi stendur sem hæst er það spurning hvort leikhúsið hafi nokkurn tíma verið jafn- kærkomið athvarf þar sem við getum slökkt á öllu þessu raunveruleikadaðri og horfið inn í annan heim, orðið fyrir nýjum upplifunum í þeirri ná- lægð sem er aðal leikhússins, þar sem við erum krafin um þátttöku í örlögum persónanna í sviðinu, og þar með mann- skepnunnar, þar sem önnur lögmál gilda – þar sem við get- um staldrað við og hugsað, þar sem við fáum ráðrúm til að finna jafnvel til einhvers eða fáum leyfi til að upplifa eitt- hvað annað en við gerum vana- lega í raunveruleikanum af því við þorum það ekki eða höfum ekki hug á því eða forsendur til þess eða getu til þess eða dett- ur það einfaldlega ekki í hug… Leyfum okkur því að staldra við um stund og fara í leik- húsið. Leyfum því að stuða okkur eða hræða úr okkur líf- tóruna, hrista upp í skoðunum okkar og hreyfa við okkur – leyfum því um fram allt að leyfa okkur að finna til sam- úðar með persónum sviðsins, fólki, náunganum, mannskepn- unni… Færum svo þessa upplifun okkar úr leikhúsinu yfir í raun- veruleikann. Ávarp á alþjóða- leikhúsdag- inn 2004 Eftir Hrafnhildi Hagalín Hrafnhildur Hagalín Höfundur er leikskáld.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.