Morgunblaðið - 27.03.2004, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 27.03.2004, Blaðsíða 28
ÁRBORGARSVÆÐIÐ 28 LAUGARDAGUR 27. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ Selfoss | Kóramót framhaldsskóla var haldið laugardaginn 13. mars í Fjölbrautaskóla Suðurlands. Tólf kórar með um 370 félögum víðs- vegar af landinu sóttu mótið. Kór- arnir hituðu upp, æfðu saman, sungu hver fyrir annan og gesti sem komu til að hlusta. Kórarnir sameinuðust á mótinu í einn risa- kór og söng hann nokkur lög og frumflutti verkið Ísland eftir Örlyg Benediktsson undir stjórn Þor- gerðar Ingólfsdóttur. Klukkan 19 var síðan komið að hinu árlega Flóafári skólans með 19 þrautum og sjö keppnisliðum. Tókst Kóra- flóafárið mjög vel og var stemn- ingin mikil í húsinu. Að lokum var dansað við undirleik þeirra félaga Birkis Kúld og Ingólfs Þórarins- sonar. Héldu allir heim á leið glaðir í sinni. Öllum þeim sem komu að und- irbúningi og framkvæmd kóra- mótsins var þakkað og þá sér- staklega félögum í kór FSu með Kolbrúnu Guðmundsdóttur í broddi fylkingar og þeim Halldóru Gunn- arsdóttur, umsjónarmanni kórsins, og Róbert Darling kórstjóra. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Stórkór 370 syngjandi framhaldsskólanema. 370 syngjandi nemendur Selfoss | „Ég les þokkalega mikið af bókum. Síðasta bókin sem ég las var Hringadrótt- inssaga sem er reyndar uppá- haldsbókin mín ásamt bókunum um Harry Potter,“ segir Guð- jón Reykdal Óskarsson, nem- andi í 7. bekk ÓÓ í Vallaskóla, en hann varð í öðru sæti í Stóru upplestrarkeppninni fyrir vest- urhluta Árnessýslu sem nýlega fór fram á Stað á Eyrarbakka. „Það var mjög gaman að taka þátt í keppninni og skemmti- legt að flytja ljóðið sem ég las og líka söguna. Ég lagði áherslu á leikræna tjáningu í lestrinum og þetta gekk mjög vel. Það var auðvitað mjög gaman að lenda í 2. sæti og svo var þetta mjög gagnleg keppni sem kenndi manni að koma fram,“ sagði Guðjón þegar hann var heimsóttur í bekkjartíma í ensku. Gott að finna stuðning Guðjón las eins og aðrir upp úr sögunni um Hjalta litla og síðan ljóðið Vorbarn. Jóhanna Runólfsdóttir, sem einnig er í 7. ÓÓ, var líka í 6 nemenda hópi úr skólanum sem tók þátt í keppninni. Þau komust bæði í 10 manna úrslit í keppninni sem er mjög góður árangur. Hún las ljóðið Bernskuleikir. Bekkurinn er að vonum stoltur af árangri Guðjóns og vildi láta þess getið að þau hefðu líka átt einn varamann í keppnisliðinu, Jóhann Örn Sigurjónsson. Bekkurinn er sannkallaður lestrarbekkur en nánast allir voru með sögubók sem þeir höfðu verið að lesa undanfarna viku. Guðjón sagði mjög gott að finna stuðning frá bekknum og það hefði skilað sér í keppninni. „Þetta er þægur og mjög skemmtilegur bekkur. Það er gott samstarf í bekknum og gaman að vera hérna,“ sagði Guðjón en hann fer allra sinna ferða í hjólastól og segir ágætt að fara um skólann því hann sé nánast allur á einni hæð nema íþróttahúsið en það sé lyfta nið- ur í það. Auk þess að hafa ánægju af bóklestri hefur Guðjón líka samið ljóð. Hann sagðist hafa mikla ánægju af skólastarfinu, kennararnir væru mjög góðir og bekkjarfélagarnir fínir. Guðjón Reykdal Óskarsson er í miklum lestrarbekk Hringadróttinssaga og Harry Potter eru í miklu uppáhaldi Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Guðjón Reykdal Óskarsson í enskutíma með 7. ÓÓ. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Lestrarbekkurinn 7.ÓÓ er stoltur af góðum árangri síns fólks. Hveragerði | Samkomulag hefur náðst milli Bónus og Europris um að þeir fyrrnefndu taki yfir skuldbind- ingar Europris, um rekstur lágvöruverðsverslunar í hinni nýju verslunarmiðstöð við Sunnumörk í Hvera- gerði. Einungis á eftir að undirrita samninga, þannig að allt bendir til þess að Bónus opni hér í Hveragerði. Orri Hlöðversson, bæjarstjóri Hveragerðisbæjar, sagðist geta staðfest þetta og sagði jafnframt. „Ef þetta gengur eftir er þetta mikill hvalreki fyrir þetta verkefni, þar sem verslanir Bónuss eru gríðarlega umfangsmiklar á matvörumarkaði og eru þekktar að því að bjóða góða þjónustu og lágt verð.“ Þrátt fyrir þessi góðu tíðindi, sagði Orri ennfremur að mikil eftirsjá væri að Euro- pris. Þeir sýndu Hveragerði strax mikinn áhuga og eiga stóran þátt í því að verslunarmiðstöðin við Sunnumörk verður að veruleika. Þegar er búið að ráðstafa yfir 80% af því rými sem leigt verður. Samkvæmt þeim áætl- unum sem unnið er eftir verður opnað fyrri hluta júní- mánaðar, en bæjarskrifstofur og bókasafn flytja þangað væntanlega 1. október nk. Manna á meðal gengur versl- unarmiðstöðin undir nafninu Sunnumörk, framtíðin mun svo leiða í ljós hvort það verður endanlegt nafn eða eitthvað allt annað. Morgunblaðið/Margrét Ísaksdóttir Nýja verslunarmiðstöðin fyrir miðri mynd. Bónus kemur í stað Europris Selfoss | Ræktunarsamband Flóa og Skeiða hef- ur endurnýjað tækjakost sinn vegna vaxandi verkefna. Um er að ræða stórvirk tæki, meðal annars vegna vinnu við hafnargerð í Þorláks- höfn. Á vefsíðu Ræktunarsambandsins er sagt frá þessum tækjum og þeim gefin nöfn hverju um sig. Þar má nefna tvo fjögurra öxla Man- vörubíla frá Krafti sem nefndir eru Stúfur og Sláni. Frá Kraftvélum hf. hafa verið keyptar tvær beltagröfur, Komatsu PC240, sem eru kall- aðar Viðja og Björk, borvagn Tamrock 5002 Ranger og forbrjótur af Komatsu-gerð. Vegna verkefnisins í Þorlákshöfn var keypt ein Hitachi 850 78 tonna beltagrafa nefnd Gípa. Fjórir CAT 769D-trukkar frá Íshlutum en tveir þeirra eru nefndir Jón Oddur og Jón Bjarni, ein CAT 385, nefnd Gríður, 85 tonna beltagrafa frá Heklu hf, auk GPS-staðsetningartækja fyrir gröfur, veg- hefla og jarðýtur. Á myndinni eru trukkarnir Jón Oddur og Jón Bjarni. Maðurinn við hliðina á tækjunum sýnir vel stærð þeirra. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Stórvirk tæki fyrir hafnar- gerð og fleira Selfoss | Vinnuhópur á vegum stjórnar Veiðifélags Árnesinga legg- ur meðal annars til við stjórnina að netaveiðum í Ölfusá og Hvítá verði hætt og að ráðist verði í ræktunar- átak sem miðist að því að auka fiski- gengd og að útbúa nýja veiðistaði, sérstaklega í jökulánum á svæðinu. Vinnuhópurinn kynnti tillögur sínar á fundi í Þingborg 22. mars. Þar var einnig kynnt skýrsla frá At- vinnuþróunarsjóði Suðurlands um efnahagsleg áhrif aukinnar fiski- gengdar og skýrsla frá Magnúsi Jó- hannssyni og Sigurði Guðjónssyni um rannsóknir og seiðasleppingar á svæðinu. Gert er ráð fyrir að ákvörðun um tillögu vinnuhópsins verði tekin á aðalfundi Veiðifélags Árnesinga sem haldinn verður í apr- íl eða maí. Vinnuhópurinn var skipaður í kjölfar aðalfundar 2003 og hafði hann það verkefni að skoða mögu- leika þess að auka arð veiðiréttar- eigenda á vatnasvæðinu. Í verkefn- ishópnum sátu Hrafnkell Karlsson, Ragnar Magnússon og Þorfinnur Þórarinsson. Nefndi leggur til að leitað verði sátta um aðferðir við að kaupa upp netin og bendir á að netaveiði á svæðinu samrýmist ekki huugmyndum um ræktunarátak auk þess sem netaveiddur lax skili margfalt minni arði en stangaveidd- ur. Þá hafi netaveiði á svæðinu frá- hrindandi markaðsleg áhrif og stuðli að lækkandi verði á veiðileyf- um. Auk þessa er lagt til að hugað verði að nauðsynlegum breytingum á félagskerfi Veiðifélags Árnesinga til að auðvelda framkvæmdir sem nauðsynlegar eru til að hrinda ofan- greindum tillögum í framkvæmd. Skýrsla Atvinnuþróunarsjóðs er á vef sjóðsins www.sudur.is og skýrsla Magnúsar og Sigurðar á vef Veiðimálastofnunar www.veidimal- .is. Netaveiðum í Ölfusá og Hvítá verði hætt Morgunblaðið/Sigurður Jónsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.