Morgunblaðið - 27.03.2004, Blaðsíða 14
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
14 LAUGARDAGUR 27. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ
● VÖRUSKIPTI við útlönd voru nán-
ast í jafnvægi í febrúarmánuði, en
sama mánuð í fyrra voru þau jákvæð
um 2 milljarða króna. Vöruútflutn-
ingur nam 14,2
milljörðum
króna, en inn-
flutningur 14,1
milljarði króna
og afgangur var
því 0,1 millj-
arður króna, að
því er segir í
frétt frá Hagstof-
unni.
Fyrstu tvo
mánuði ársins var afgangur af vöru-
skiptum 0,3 milljarðar króna, en á
sama tímabili í fyrra var afgangurinn
6,9 milljarðar króna.
Verðmæti vöruútflutnings á föstu
gengi dróst saman um 4% fyrstu tvo
mánuði ársins og nam 30,8 millj-
örðum króna. Verðmæti sjávarafurða
var svipað og í fyrra og nam um 59%
af vöruútflutningnum. Verðmæti út-
fluttra iðnaðarvara dróst saman um
6%. Útflutningur á áli dróst saman
en á móti jókst útflutningur lyfja og
lækningavara.
Verðmæti vöruinnflutnings fyrstu
tvo mánuði ársins nam 30,5 millj-
örðum króna og jókst um 21% á
föstu gengi. Samkvæmt Hagstofunni
var aukningin mest í innflutningi á
fjárfestingarvörum og hrá- og rekstr-
arvörum.
Vöruskipti í jafnvægi
!
! "
# $
! %
● LANDSBANK-
INN hefur tekið
rúmlega 35 millj-
arða króna erlent
lán til fimm ára,
að því er fram
kemur í tilkynn-
ingu frá bank-
anum til Kaup-
hallar Íslands. Í
tilkynningunni segir að lánið sé til
lengri tíma en íslenskir bankar hafi
áður fengið í skráðum skuldabréf-
um erlendis af þessari stærð. Lán-
takan sé á alþjóðlegum skulda-
bréfamarkaði og sé liður í
endurfjármögnun til að mæta þörf-
um og óskum viðskiptavina bank-
ans.
Eftirspurn eftir skuldabréfunum
fór fram úr væntingum Landsbank-
ans, að því er segir í tilkynningunni,
og vegna mikillar eftirspurnar hafi
útgáfan verið aukin úr 300 millj-
ónum evra í 400 milljónir evra, eða
35 milljarða króna. Markmið lántök-
unnar sé að draga úr áhættu við
endurfjármögnun með því að lengja
endurgreiðsluferil erlendra lána.
Landsbankinn tekur
erlent lán
● KB BANKI
hefur samið
við þrjá er-
lenda banka
um tæplega
22 milljarða
króna, 250
milljóna evra,
lánalínu.
Kristín Pétursdóttir, fram-
kvæmdastjóri fjárstýringar hjá KB
banka, segir að um sé að ræða
samningsbundna lánalínu til þriggja
ára. Áhugi á þátttöku hafi verið mjög
mikill sem sýni sterka stöðu KB
banka.
Kristín segir að lánalínan verði að
mestu ónotuð en hægt verði að grípa
til hennar ef á þurfi að halda til að
styrkja lausafjárstöðu bankans. Að-
spurð segir hún þetta ekki vera
skuldabréfaútgáfu, heldur samn-
ingsbundna heimild til lántöku.
Ný erlend lánalína
KB banka
ÞETTA HELST ...
VIÐSKIPTI
VIVA Ventures þarf enn að bíða í allt að 45
daga eftir niðurstöðu um hvort það fær úthlutað
farsímaleyfi í Búlgaríu, samkvæmt fréttum
búlgarskra fjölmiðla.
Viva Ventures, sem Björgólfur Thor Björg-
ólfsson og fleiri íslenskir fjárfestar standa með-
al annarra á bakvið, hefur keypt 65% hlut í
búlgarska símafyrirtækinu BTC af búlgarska
ríkinu. Lokafrágangur kaupanna hefur hins
vegar strandað á að ríkið uppfylli skilyrði kaup-
samningsins um veitingu farsímaleyfis.
Niðurstöðu frá fjarskiptastofnun Búlgaríu
var vænst í gær en ákvörðun mun hafa verið
frestað í einn og hálfan mánuð á meðan aflað er
frekari gagna frá opinberum aðilum.
2,4 milljarðar fyrir leyfið
Fái Viva Ventures úthlutað farsímaleyfinu,
sem er það þriðja í Búlgaríu, án útboðs eða
samkeppni við aðra mun það greiða fyrir það 54
milljónir leva eða sem svarar til ríflega 2,4
milljarða íslenskra króna.
Talið er að fjarskiptastofnunin hafi með
frestuninni verið að víkja sér undan að taka
ákvörðun um málið sökum hversu pólitískt um-
deilt það er hvort bjóða eigi leyfið út eða ekki.
Ábyrgðinni hafi nú verið varpað á ríkisstjórn-
ina.
Heimildir Morgunblaðsins herma að þetta sé
sterk vísbending um það að Viva Ventures fái
úthlutað farsímaleyfinu, eins og um hafði verið
samið. Þetta sé skref í rétta átt til frágangs á
kaupunum á BTC.
Enn meiri bið á frágangi
kaupa á búlgarska símanum
Morgunblaðið/Nína Björk
Skref í rétta átt Þrátt fyrir að úthlutun farsíma-
leyfis til Viva Ventures hafi enn verið frestað
þykir þetta sterk vísbending um að leyfið fáist.
Ákvörðun um veitingu
farsímaleyfis frestað um
einn og hálfan mánuð
BREYTINGAR á gjaldskrá Kredit-
korta hf. fyrir seljendur sem taka við
debetkortum eru eðlilegar og hafa
óveruleg áhrif á tekjur félagsins, að
sögn Ragnars Önundarsonar, fram-
kvæmdastjóra Kreditkorta.
Ragnar segir það alrangt sem SVÞ -
Samtök verslunar og þjónustu halda
fram og sagt var frá í Morgunblaðinu í
gær, að Kreditkort hafi á sl. 6 mán-
uðum nær tvöfaldað þjónustugjöld sín
á seljendur sem taka við debetkortum.
Hið rétta segir Ragnar vera að lág-
marksgjöld hafi verið lækkuð og há-
marksgjöld hækkuð.
Hann segir frá upphafi hafa verið
bæði þak og gólf á þóknun vegna
debetkorta. Samið sé við hvern og einn
seljanda um hlutfallslega þóknun af
hverri debetkortafærslu en greiðslan
verði þó aldrei lægri en lágmarkið seg-
ir til um (5 kr.) og aldrei hærri en há-
markið (sem er 212 kr.). Breytingar á
gjaldskrá segir hann hafa falist í því að
hámarkið var hækkað en lágmarkið
lækkað. Þetta þýði að raungjöld hvers
og eins seljanda færist nær umsaminni
þóknunarprósentu viðkomandi.
Þetta geti leitt
til hækkunar hjá
einum seljanda en
til lækkunar hjá
öðrum. Þannig
hafi seljandi sem
gjarnan selur fyrir
lágar upphæðir
jafnvel þurft að
greiða hærri raun-
þóknun en um-
samin prósenta
hafi sagt til um vegna lágmarksgjalds
á hverja færslu. Að sama skapi hafi
seljandi sem gjarnan selur fyrir háar
upphæðir greitt mun lægri raunþókn-
un en sem nemur umsaminni prósentu
vegna þess þaks eða hámarks sem er á
hverja færslu. Sá fyrrnefndi sé í þessu
tilviki að niðurgreiða þjónustuna við
þann síðarnefnda. Því segir Ragnar að
tímabært hafi verið að breikka bilið á
milli há- og lágmarksgjalda enda hafi
þau verið nær óbreytt í 10 ár.
Ragnar segir torskilið af hverju
samtök seljenda amist við aðgerð sem
einkum sé réttlætismál innbyrðis í
hópi félagsmanna samtakanna. Engu
sé líkara en að SVÞ vilji viðhalda
skekkjunum og láta einn félagsmann
sinn greiða niður þjónustu annars.
Hann segir SVÞ ganga þarna erinda
dótturfélags dansks banka en ekki fé-
lagsmanna sinna.
Verðlauna aukin viðskipti
Um þær ásakanir SVÞ að Kredit-
kort hegni þeim seljendum með hæstu
gjöldum sem einungis beini debet-
kortafærslum til fyrirtækisins en ekki
kreditkortafærslum, segir Ragnar að
allt frá 1995 hafi kreditkortaviðskipti
verið látin greiða niður debetkortavið-
skipti. Slíkt sé ekki mögulegt að láta
óleiðrétt enda sé það ástæða þess að
PBS reynir fyrir sér hér á landi. Það
segi sína sögu að PBS vilji ekki koma
nálægt viðtöku debetfærslna.
Hann segist ekki hafa áhyggjur af
erindinu sem SVÞ sendi Samkeppn-
isstofnun vegna gjaldskrár debet-
korta. MasterCard hafi komið á al-
mennu vildarkjarakerfi sem verðlauni
aukin viðskipti eins og títt sé um slík
viðskipti, og Samkeppnisstofnun sé
fullkunnugt um aðgerðir MasterCard.
„Alrangt að þjónustu-
gjöld MasterCard hafi
hækkað verulega“
Ragnar
Önundarson
HAGNAÐUR Hampiðjunnar dróst
saman um 39% milli ára og nam 160
milljónum króna í fyrra. Skýr-
inguna á verri afkomu er að finna í
fjármagnsliðum samstæðunnar. Ár-
ið 2002 voru hreinar fjármuna-
tekjur 165 milljónir króna, en í
fyrra voru fjármagnsgjöld upp á 13
milljónir króna. Inni í fjármagns-
liðum er 79 milljóna króna hlutdeild
í hagnaði Granda vegna 10% eign-
arhlutar.
Rekstrartekjur Hampiðjunnar
námu 4,4 milljörðum króna í fyrra,
sem er 8% aukning frá árinu 2002.
Rekstrargjöld án afskrifta hækkuðu
minna, eða um 7%. Hagnaður fyrir
afskriftir og fjármagnsliði,
EBITDA-framlegð, jókst um 18%
og nam 420 milljónum króna. Hagn-
aður fyrir afskriftir sem hlutfall af
rekstrartekjum nam 9,6% í fyrra en
8,7% árið 2002.
Í tilkynningu frá félaginu segir
að áætlun ársins 2004 geri ráð fyrir
að rekstrartekjur aukist lítillega
milli ára og að framlegðin verði ívið
betri í ár en í fyrra.
Aukið veltufé frá rekstri
Veltufé frá rekstri jókst um
þriðjung milli ára og nam 275 millj-
ónum króna í fyrra.
Eignir samstæðu Hampiðjunnar
jukust um 20% milli ára og námu
um 6,7 milljörðum króna um ára-
mót. Eiginfjárhlutfallið lækkaði úr
34% í 31% milli ára.
Starfsmönnum Hampiðjunnar
hefur fjölgað jafnt og þétt á síðustu
árum og voru þeir að meðatali 533 í
fyrra. Laun og tengd gjöld námu
1,3 milljörðum króna.
Stjórn Hampiðjunnar mun á að-
alfundi félagsins á föstudaginn í
næstu viku leggja til að greiddur
verði 10% arður til hluthafa.
Markaðsverð Hampiðjunnar var
3,1 milljarður króna við lok við-
skipta í gær.
Hagnaður
Hampiðjunn-
ar dregst
saman
Neikvæð sveifla
í fjármagnsliðum
&
&
'
&
*
!! !!%
+!
%,#
#%
"#!
-,
!#
VIÐRÆÐUR fara nú fram um eig-
endaskipti á fyrirtækinu Lyst ehf.,
sem er leyfishafi fyrir McDonald’s
hér á landi. Samkvæmt heimildum
Morgunblaðsins eru meiri líkur en
minni taldar á að Jón Garðar Ög-
mundsson, fyrrverandi fram-
kvæmdastjóri Hard Rock, kaupi fyr-
irtækið af hjónunum Kjartani Erni
Kjartanssyni og Gyðu Guðmunds-
dóttur á allra næstu dögum.
Meðal þess sem liggja þarf fyrir
áður en hægt verður að ganga frá
kaupunum er samþykki McDon-
ald’s-keðjunnar á nýjum leyfishafa.
Eftir því sem næst verður komist
gerir McDonald’s alla jafna þá kröfu
að leyfishafar fyrir notkun vöru-
merkisins séu einstaklingar en ekki
stórfyrirtæki.
Gaumur að selja Pizza Hut
Jón Garðar hefur nýlega látið af
störfum sem framkvæmdastjóri
Hard Rock. Eigandi Hard Rock er
fjárfestingarfélagið Gaumur ehf.
Jón Garðar var framkvæmdastjóri
Pizza Hut áður en hann tók við starfi
framkvæmdastjóra Hard Rock.
Gaumur á um 40% í Pizza Hut, sem
rekið er bæði hér á landi og í Svíþjóð.
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins eru samningar um sölu á
Pizza Hut á lokastigi.
McDonald’s á Íslandi
skiptir um eigendur
Morgunblaðið/Sverrir
Verið að selja Talið er líklegt að fyrrverandi framkvæmdastjóri Hard
Rock, Jón Garðar Ögmundsson, kaupi McDonald’s á næstu dögum.