Morgunblaðið - 27.03.2004, Blaðsíða 52
MINNINGAR
52 LAUGARDAGUR 27. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Bragi Dýrfjörðfæddist á Siglu-
firði 27. janúar 1929.
Hann lést á Fjórð-
ungssjúkrahúsinu á
Akureyri 20. mars
síðastliðinn. Foreldr-
ar hans voru Þor-
finna Sigfúsdóttir
matráðskona, f. á
Siglufirði 3. maí
1903, d. þar 4. febr-
úar 1990, og Kristján
Markús Dýrfjörð
Kristjánsson raf-
virkjameistari, f. á
Ísafirði 22. júní 1892,
d. í Hafnarfirði 16. ágúst 1976. Al-
bræður Braga eru Jón Dýrfjörð
vélvirkjameistari á Siglufirði, f.
þar 16. mars 1931, kona hans er
Erla Eymundsdóttir, f. 17. október
1934, þau eiga fimm börn, og Birg-
ir Dýrfjörð rafvirkjameistari í
Kópavogi, f. á Siglufirði 26. októ-
ber 1935, kona hans er Kristín
Viggósdóttir, f. 6. janúar 1939, þau
eiga sex börn. Hálfbróðir Braga,
samfeðra, er Hólm Dýrfjörð raf-
virki í Hafnarfirði, f. á Ísafirði 21.
febrúar 1914, nú búsettur í Reykja-
vík, kona hans var Sigurrós Sig-
mundsdóttir, f. 22. ágúst 1915, d.
23. febrúar 1999, þau áttu sjö börn.
Hálfsystkini Braga, sammæðra eru
Margrét Ólafsdóttir, fv. verslunar-
maður á Siglufirði og ritari í
Reykjavík, f. á Siglufirði 1. septem-
ber 1921, nú búsett í Kópavogi,
maður hennar var Jónas Ásgeirs-
son, f. 25. október 1920, d. 14. júní
1996, þau áttu tvö börn og Baldur
Ólafsson múrarameistari, f. á
Siglufirði 13. mars 1925, d. 6. des-
samskipa austur til Seyðisfjarðar
Bragi og Jón bróðir hans, Jón að
koma af vertíð í Vestmanneyjum en
Bragi að koma úr kaupamennsk-
unni. Ferðinni var heitið til Siglu-
fjarðar með viðkomu á Seyðisfirði
þar sem móðir þeira var ráðskona
við elliheimili Seyðisfjarðar. Svo
fór að þeir bræður ílengdust á
Seyðisfirði og sóttu báðir konfang
þangað. Bragi réðst starfsmaður
við elliheimilið og kynntist fljótlega
tilvonandi eiginkonu sinni Sigrúnu
sem þá starfaði á Seyðisfirði. Eftir
nokkurra ára búsetu á Seyðisfirði
fluttu þau búferlum að Eyvindar-
stöðum í Vopnafirði, á æskustöðvar
Sigrúnar og bjuggu þar í nokkur ár
er þau fluttu inn í kauptúnið þar
sem þau bjuggu sér heimili.
Á Vopnafirði starfaði Bragi
framan af við ýmis störf. Var flutn-
inga- og rútubílstjóri, matsveinn á
togurum og starfaði í síldarbræðsl-
unni. Árið 1964 hóf Bragi störf sem
umboðsmaður fyrir Norðurflug,
síðar Flugfélag Norðurlands (FN)
og varð síðar umboðsmaður fyrir
Flugfélag Austurlands, Flugleiðir
og Flugfélag Íslands, sem FN sam-
einaðist síðar. Þá var Bragi um-
boðsmaður fyrir Sjóvá-Almennar
tryggingar í áratugi. Árið 1967 hóf
Bragi störf sem flugvallarstjóri á
Vopnafirði, en hafði áður komið að
því starfi í lausamennsku. Var það
hans aðalstarf til rúmlega 70 ára
aldurs auk umboðsmannastarf-
anna. Bragi var einnig um tíma um-
sjónarmaður félagsheimilisins
Miklagarðs á Vopnafirði.
Bragi starfaði að félagsmálum á
Vopnafirði og var m.a. virkur fé-
lagi í Lionsklúbbi Vopnafjarðar og
í Vopnafjarðardeild Rauða kross
Ísland þar sem hann fékk gull-
merki fyrir vel unnin störf.
Bragi verður jarðsunginn frá
Vopnafjarðarkirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 13.
ember 1967, kona hans
er Kristín Anna Rögn-
valdsdóttir, f. 24.
ágúst 1922, þau áttu
fimm börn.
Eftirlifandi kona
Braga er Sigrún Svan-
hvít Kristinsdóttir, f.
19. júlí 1924, búsett á
hjúkrunarheimilinu
Sundaborg á Vopna-
firði. Synir þeirra eru
tvíburarnir Finnur
Þór flugvallarstjóri á
Vopnafirði, f. 1. mars
1952, og Sigurður,
sem lést rúmlega árs
gamall. Haustið 1960 tóku Bragi og
Sigrún í fóstur 18 mánaða gamla
bróðurdóttur Sigrúnar, Kristínu, f,
10. apríl 1959, eftir að móðir henn-
ar hafði slasast illa í bílslysi. For-
eldrar Kristínar eru Guðrún Mjöll
Guðmundsdóttir, f. 17. september
1923, d. 29. mars 1995 og Hallbjörn
Kristinsson, f. 19. júlí 1927, búsett-
ur í Reykjavík. Fyrrverandi eigin-
maður Kristínar er Kristinn Adolf
Gústafsson málarameistari og eiga
þau saman tvö börn, Braga Björn,
f. 23. nóvember 1988 og Sigrúnu
Svanhvíti, f. 29. mars 1991. Kristín
er snyrtifræðingur að mennt, en
starfar sem tryggingaráðgjafi hjá
Tryggingamiðlun Íslands í Reykja-
vík.
Bragi ólst upp á Siglufirði en
einnig í Skagafirði, eftir að foreldr-
ar hans skildu um 1940, bæði hjá
móður sinni á Sauðárkróki en einn-
ig var hann mikið í sveit í Fljót-
unum. Ungur maður réð hann sig í
kaupamennsku að Korpúlfsstöðum
um tíma, en árið 1951 komu þeir
Elsku pabbi minn, í dag kveð ég
þig og af því tilefni langar mig að
minnast þín á minn hátt. Erfitt er til
þess að hugsa að ég muni ekki lengur
fá frá þér símtal og heyra sterku
röddina þína hinum megin, um það
hvernig lífið gangi hjá okkur, hvern-
ig börnin hafi það, hvort þau séu bú-
in að læra og hvað þau séu að gera í
dag. Gott hefur verið til þess að vita
að alltaf hef ég átt þig að, og alltaf
vildir þú bjóða okkur alla aðstoð og
stuðning óbeðinn.
Ég minnist þess þegar ég var lítil
hvað ég hafði gaman af því að láta
þig segja mér frá því þegar ég kom
til ykkar mömmu og Finns og þú
fórst á móti Halla pabba til Akureyr-
ar en hann hafði komið fljúgandi
þangað með mig. Við þurftum að
fara með skipi til Vopnafjarðar en
það var svo vont veður að það var
ekki hægt að leggja að í Vopnafjarð-
arhöfn og þurftum við að fara til
Þórshafnar og keyra síðan þaðan. Í
fyrstu hafði mér ekkert litist á þenn-
an ókunna stóra karl sem ég átti að
fara alein með, en fljótur varstu að
vinna hylli mína og vildi ég ekkert
nema þig sjá fyrstu dagana mína á
nýja heimilinu sem ég var komin á.
Ofarlega er líka í minningunni þegar
þú lékst jólasveininn á jólaböllum og
það hvarflaði ekki að mér hver væri
undir skegginu, og þótti mér það
skrítið af hverju þú varst aldrei með í
hringnum í kringum jólatréð. En svo
birtist þú og ég rétti þér lófana mína
og þú dansaðir við mig með því að ég
setti fæturna ofan á skóna þína.
Mörg ferðalögin fórum við fjölskyld-
an saman og var það ávallt hápunkt-
ur sumarsins hjá mér. Undirbúning-
urinn var alltaf þónokkur og var lögð
sérstök áhersla á nestið, kaldar kót-
ilettur, harðsoðin egg og smurt
brauð. Lagt var af stað eldsnemma
morguns með allt til reiðu, svefn-
poka, tjald, prímus og dýnur. Í þeim
ferðum lærði ég að meta landið okk-
ar og þá náttúrufegurð sem við eig-
um og hversu yndislegt það er að
vakna við lækjarnið og finna ilminn
af trjánum eftir regn næturinnar.
Því þó svo að ferðinni væri aðeins
heitið norður á Akureyri var ávallt
tjaldað á leiðinni og náttstaðurinn
valinn af kostgæfni. Þetta höfum við
rætt hversu ólíkt þetta er orðið í dag
þar sem hvergi er lengur hægt að
tjalda nema með sérstöku leyfi og
leiðin norður á Akureyri þykir ekki
lengur tiltökumál. Eftir að ég varð
fullorðin og eignaðist sjálf fjölskyldu
fórum við öll saman í nokkur ferða-
lög og er ferðin til Vestmannaeyja
mér ofarlega í huga þó svo að hún
hafi verið ansi ólík ferðunum sem við
fórum eftir rykugum vegunum í
gamla daga. Það er sárt til þess að
hugsa hversu hart veikindastríð þitt
hefur verið og erfitt að sætta sig við
að nú sért þú farinn þar sem ég náði í
þig fyrir Þorláksmessudag og þú
varst útskrifaður af Borgarspítalan-
um. Við áttum öll saman yndisleg jól
og yljar það mér að vita hversu þú
naust þess að vera hjá okkur á að-
fangadagskvöld, og hversu ánægð
við vorum öll að fá að hafa þig hjá
okkur. En daginn eftir sá ég að dreg-
ið hafði af þér og ég þorði ekki annað
en að fara með þig í skoðun á spít-
alann, sem leiddi síðan af sér það
sem varð. Og þó svo, pabbi minn, að
ég heyri ekki lengur hljómsterku
röddina þína í símanum þá vitum við
það ég og börnin mín, Bragi Björn og
Sigrún Svanhvít, að þú ert með okk-
ur og fylgist með okkur áfram. Megi
minningin geyma góðan mann.
Kveðja,
Kristín Björg.
Í hugann koma minningar um
sumar og sól. Það var spennandi sem
lítill gutti að fá að dvelja sumarparta
austur á Vopnafirði hjá Braga
frænda og Sigrúnu. Þrátt fyrir að
vegir væru þá víða torfærir voru
ferðir með foreldrum mínum austur
á firði tíðar bæði til þess að heim-
sækja ömmu á Seyðisfjörð og Braga
föðurbróður. Svo kom þar að maður
fékk að fara með í laxveiðina í Hofsá
og Selá og síðan að verða eftir og
stoppa í nokkrar vikur sem var gam-
an fyrir forvitinn guttann. Það var
ekki síst dulúðin yfir flugvellinum og
flugvélunum sem gerður sumardval-
irnar spennandi en einnig allt sem
umhverfið hafði upp á að bjóða,
klettastalla og fjöruna. Flugið skipti
miklu fyrir Vopnafjörð á þessum
tíma og ég man að það voru ekki
bara farþegar sem nýttu sér flugið,
ætíð var mikið af „fragt“ sem fór um
völlinn og þá nýttust kraftar lítilla
handa við að hjálpa til við að koma
öllu dótinu á stóru kerruna hans
Braga. Póstur, bögglar og bréf, mat-
vara og varahlutir allt sem nöfnum
tjáir að nefna. Karlinn var þolinmóð-
ur við strákinn og hann fékk að
sniglast með í hinar og þessar útrétt-
ingar. Greiðasemi einkenndi Braga
og hann naut þess mjög að gera vin-
um og ættingjum viðvik, hvort held-
ur var að koma fiski í reyk, útvega
sauðahangikjöt eða hákarl. Lagði
hann oft mikið á sig í þessum efnum
og hafði gaman af.
Alla tíð héldum við frændi mjög
góðu sambandi bæði meðan ég var
búsettur í Reykjavík og síðan eftir
að fjölskyldan fluttist til Akureyrar
og ekki brást að Bragi kæmi við væri
hann á ferðinni eða þau hjónin. Þau
var einnig frábært heim að sækja,
gestrisni svo af bar og móttökur ein-
stakar. Búrið ætíð fullt matar og Sig-
rún ekki lengi að galdra fram kræs-
ingar eða Bragi að skella einhverju
góðu á grillið.
Bragi var hress og skemmtilegur
og ætíð stutt í brosið og gamansemi
hjá þessum stóra og mikla karli.
Hann hafði sitt skap og ríka réttlæt-
iskennd og þá sjaldan að hann reidd-
ist þá tók maður eftir því. Á kveðju-
stundum fann maður vel fyrir
væntum þykjunni og hlýjunni sem
einkenndi hann, stórt og hlýtt faðm-
lagið og koss á kinn sögðu allt sem
segja þurfti.
Elsku frændi, þakka þér fyrir all-
ar góðu samverustundirnar og allan
þann hlýhug sem þú sýndir mér og
fjölskyldu minni alla tíð. Sigrúnu,
Finni Þór, Kristínu og börnum henn-
ar sendi ég innilegar samúðarkveðj-
ur.
Baldur Dýrfjörð.
Nú er fallinn frá góður vinur og
frændi. Allt frá barnæsku á ég góðar
minningar um þennan frænda með
stóra hjartað sem átti alltaf næga
gæsku í hjarta sínu fyrir þá sem hon-
um þótti vænt um og þeir voru ófáir.
Þegar nýir meðlimir tengdust fjöl-
skyldunni var hann sá fyrsti sem
bauð þá velkomna með hlýju faðm-
lagi sínu. Sérstaklega voru það börn-
in sem löðuðust að honum enda sýndi
hann þeim ávallt sérstakan áhuga og
hlýju sem þau kunnu vel að meta.
Sem dæmi um þetta má nefna að
þegar við dvöldum hjá honum dag-
stund í tilefni 75 ára afmælis hans
sem haldið var á Borgarsjúkrahús-
inu í janúar síðastliðnum ákvað dótt-
urdóttir mín að Bragi væri afi sinn.
Þessi stund var öllum eftirminnileg
fyrir þær sakir hvað hann var
ánægður og sæll að geta haft eitt-
hvað við á þessum merkisdegi.
Hann var af mörgum þekktur fyr-
ir að vera framúrskarandi góður
gestgjafi og eru þeir fjölmargir sem
hafa notið frábærrar gestrisni þeirra
hjóna á Helgafelli. Bragi var svo lán-
samur að kynnast lífsförunaut sín-
um, Sigrúnu konu sinni, sem er ein-
stök mannkostamanneskja og
hæfileikarík húsmóðir í alla staði.
Hún gat töfrað fram góðgerðirnar án
þess að virðast hafa nokkuð fyrir því.
Í öllum samskiptum við Braga
fann maður hvað hann virti hana og
mat mikils. Hún er skapstillt, rólynd
og var alla þeirra sambúð kjölfestan
í lífi hans.
Eftir að hún varð sjúklingur og
gat ekki sinnt húsmóðurstörfunum
lét Bragi ekki sitt eftir liggja og
framreiddi fyrir gesti sína ljúffengar
máltíðir og annað meðlæti í anda
þeirra hjóna og naut þar stuðnings
sonarins Finns Þórs.
Einnig var aðdáunarvert hvað
þeir feðgar báru hana á höndum sér
þegar hún var orðin lasburða og
þarfnaðist stuðnings þeirra. Þá fann
maður hvað þeir báðir virtu hana
mikils.
Alla tíð var gott að eiga skjól á
Helgafelli hjá þeim Braga og Sig-
rúnu, maður var alltaf svo velkom-
inn. Þau ár sem við hjónin bjuggum á
Vopnafirði reyndust þau okkur afar
vel og ósjaldan lagði maður leið sína
til þeirra og naut hlýjunnar og góð-
vildarinnar sem heimili þeirra ein-
kenndist af.
Bragi kom víða við á lífsleið sinni
og fékkst við mörg störf sem hann
sinnti af krafti og eljusemi. Hann var
ákaflyndur við það sem hann starfaði
að, orkumikill og lítið fyrir það að
sitja auðum höndum. Hann hafði
mikla ánægju af störfum sínum við
flugið á Vopnafirði og var honum
umhugað um að það gengi vel fyrir
sig. Þann tíma sem hann dvaldi á
sjúkrahúsi hér syðra var hann með
hugann við fólkið sitt sem honum
þótti vænst um og flugmálin, starfið
sem átti hug hans allan.
Ætíð þegar við áttum tal saman
vildi hann vita um hagi dætra okkar
og fylgdist ávallt vel með lífshlaupi
þeirra enda var hann þeim náinn.
Bragi var í eðli sínu afar hjálpsamur
og greiðvikinn og bar mikla um-
hyggju fyrir fólki. En fyrst og fremst
var hann góður maður með stórt
hjarta sem vildi öllum vel. Þannig
munum ég og fjölskylda mín minnast
hans um leið og við þökkum honum
samfylgdina og kveðjum með sökn-
uði.
Sárastur er söknuðurinn hjá fjöl-
skyldu hans sem hann bar svo mikla
umhyggju fyrir. Við biðjum Guð að
blessa Sigrúnu, Finn Þór, Stínu og
barnabörnin, Braga og Sigrúnu, og
veita þeim þann styrk sem hann einn
er fær um að veita.
Sólveig Helga Jónasdóttir
og fjölskylda.
Kveðja frá
Flugmálastjórn
Nú er horfinn á braut Bragi Dýr-
fjörð, fyrrverandi flugvallarvörður á
Vopnafjarðarflugvelli.
Bragi hóf störf við Vopnafjarðar-
flugvöll á 7. áratugnum og sinnti
lengi jöfnum höndum hefðbundnum
flugvallarstörfum sem og almennri
þjónustu við farþega. Lengi framan
af voru þessi störf enginn „dans á
rósum“, öll aðstaða fremur bágborin,
en Bragi vann sig fram úr öllum
vanda og fékk nauðsynlegan liðstyrk
til þess, enda var Bragi fylginn sér
við lausn mála.
Framan af naut Bragi liðs Sigrún-
ar, eiginkonu sinnar, en seinni árin
einnig Finns Þórs, sonar þeirra, er
hefur alltaf verið foreldrum sínum
mikil hjálparhella.
Er árin liðu batnaði aðstaðan á
flugvellinum smám saman og störfin
urðu Braga og hans fólki léttari.
Bragi sinnti þeim störfum, sem
honum voru falin, af trúmennsku og
ósérhlífni og var óspar á símtölin ef
honum þótti hægt ganga að greiða úr
málum eða lagfæra bilanir. Hann
vildi hafa hlutina í lagi og sjá til þess
að flugsamgöngur gætu gengið eðli-
lega og vandræðalaust fyrir sig og
farþegar komist leiðar sinnar áfalla-
laust og án tafa.
Bragi var góður heim að sækja og
ævinlega var heitt á könnunni og
eitthvað með því, og fyrir kom að
Bragi bauð gestum hákarl, er hann
átti lengstum „úti“, og fylgdi þá
gjarnan með hið svokallaða „Braga-
kaffi“ er margir kunnu að meta.
Bragi lét af störfum hjá Flugmála-
stjórn fyrir aldurs sakir fyrir fimm
árum, en þá tók Finnur Þór sonur
hans við starfi flugvallarvarðar.
Áfram sinnti hann þó þjónustu við
farþega og var Finni stoð og stytta á
meðan heilsan leyfði.
Flugmálastjórn þakkar Braga fyr-
ir langa og dygga þjónustu í þágu
flugsamgangna og sendir eftirlifandi
eiginkonu hans, Sigrúnu, og Finni
Þór syni þeirra, sem og öllum öðrum
ættingjum og vinum, sínar dýpstu
samúðarkveðjur.
Kynni okkar Braga eru orðin æði
löng, eða allt frá því að Bragi var
heimagangur hjá foreldrum mínum
á Vopnafirði á mínum æskuárum
þar. Mörgum árum síðar lágu leiðir
okkar Braga saman í samstarfi hjá
Flugmálastjórn. Þess tíma er minnst
með ánægju og hafi Bragi bestu
þakkir fyrir farsælt og ánægjulegt
samstarf.
Ingólfur Arnarson.
Kveðja frá Félagi flugmála-
starfsmanna ríkisins
Látinn er félagi okkar Bragi Dýr-
fjörð, flugvallarvörður á Vopnafirði.
Í fulla þrjá áratugi var Bragi
starfsmaður Flugmálastjórnar.
Bragi var afar farsæll í starfi sínu, og
vinsæll meðal félagsmanna. Hann
var ötull talsmaður félaga sinna á
landsbyggðinni, og tók virkan þátt í
félagsstarfinu þótt oft þyrfti um
langan veg að fara. Það nutu margir
góðs af andlegu og veraldlegu nesti
hans þegar hann mætti á trúnaðar-
mannaráðstefnur eða á aðra þá
fundi, sem hann mætti á. Hákarlinn
góði var ávallt með í för og var hann
óspar á að veita úr pússi sínu. Með
honum er genginn einn af þessum
tryggu og góðu eldri starfsmönnum
Flugmálastjórnar, sem mörkuðu
störf flugvallastarfsmanna á lands-
byggðinni. Um leið og við hjá Félagi
flugmálastarfsmanna ríkisins þökk-
um honum trygga og góða samfylgd
vottum við aðstandendum samúð við
fráfall hans.
Hallgrímur Hallgrímsson,
formaður Félags flugmála-
starfsmanna ríkisins.
Ég kynntist Braga fyrst sumarið
1970. Hann var þá flugvallarstjóri á
Vopnafirði, en ég nýbakaður flug-
maður með aðsetur á Egilsstöðum á
vegum Austurflugs sf., en félagið
annaðist m.a. reglubundið póstflug
til Vopnafjarðar. Kynni okkar urðu
þó nánari eftir að ég hóf störf hjá
Norðurflugi árið eftir, enda var
Bragi umboðsmaður þess félags, síð-
ar Flugfélags Norðurlands og loks
Flugfélags Íslands.
BRAGI
DÝRFJÖRÐ