Morgunblaðið - 27.03.2004, Blaðsíða 9
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. MARS 2004 9
ENDURMENNTUN Há-
skóla Íslands, IMG-Deloitte
og Stofnun stjórnsýslufræða
við HÍ efna í sameiningu til
námskeiðsins „Opinber rekst-
ur: þjónustustjórnun og þjón-
ustugæð;
hagnýtar að-
ferðir við
skipulagn-
ingu, fram-
kvæmd og
mælingar á
þjónustu.
Verður það
haldið dagana
1. og 2. apríl.
Kennar verða
aðferðir þjón-
ustustjórnunar auk þess sem
kynnt verða dæmi um hag-
nýtingu þeirra hjá sveitarfé-
lagi.
Aðalleiðbeinandi verður
Kristinn T. Gunnarsson,
MBA, stjórnunarráðgjafi og
þjálfari hjá IMG Deloitte.
Auk hans flytja fyrirlestra
þau Haukur Ingibergsson,
forstjóri Fasteignamats ríkis-
ins, og Kristín A. Árnadóttir,
MBA, sviðsstjóri þróunar-
sviðs Reykjavíkurborgar.
Námskeiðið er sniðið að þeim
sem koma að skipulagningu,
stjórnun eða framkvæmd
þjónustuþátta í opinberum
rekstri í ráðuneytum, skólum,
heilbrigðis- eða félagsþjón-
ustu eða annarri þjónustu
sveitarfélaga eða opinberra
stofnana.
Í frétt frá skipuleggjendum
námskeiðsins segir að stjórn-
sýslan standi frammi fyrir sí-
auknum kröfum um bætt
þjónustuviðmót og að opinber
fyrirtæki og stofnanir tileinki
sér í auknum mæli stjórnun-
araðferðir sem hafi gefið góða
raun hjá einkafyrirtækjum.
Meðal nýmæla séu aðferðir
þjónustustjórnunar sem
einkafyrirtæki hafi lengi nýtt
sér.
Nánari upplýsingar og
skráning eru hjá Endur-
menntun Háskóla Íslands,
endurmh@hi.is.
Bjóða
námskeið
í þjónustu-
stjórnun
Kristinn T.
Gunnarsson.
HUNDAR þurfa kannski ekki ör-
yggisbelti eða hvað? Eru þeir ekki
skilgreindir sem farþegar? Þessi
hafði í það minnsta ekki áhyggjur
af því og fylgdist með ljósmynd-
aranum og öðru í umheiminum
hálfur út um bílgluggann. Enda
bíllinn kannski kyrrstæður og því
engin ástæða til að spenna sig.
Morgunblaðið/Eggert
Fylgst með umferðinni
NORRÆN endurmenntunarstofn-
un á sviði lögfræði (Nordic Law-
yers Academy) hefur tekið til
starfa en aðilar að henni eru öll
lögmannafélögin á Norðurlöndun-
um.
Markmiðið með stofnuninni er
að tryggja aðgang lögfræðinga að
námskeiðum sem ekki er grund-
völlur til að halda í hverju landi
fyrir sig, að því er fram kemur í
nýjasta hefti Lögmannablaðsins.
Verður fyrst um sinn boðið upp
á tvö námskeið á ári sem haldin
verða til skiptis í höfuðborgum
Norðurlandanna. Fyrsta nám-
skeiðið á vegum Nordic Lawyers
Academy fer fram í Kaupmanna-
höfn 12.–13. nóvember nk.
Að sögn Ingimars Ingasonar,
framkvæmdastjóra Lögmanna-
félags Íslands, munu norrænu lög-
mannafélögin eftir sem áður bjóða
félagsmönnum sínum upp á nám-
skeið sem haldin eru á vegum
hvers félags fyrir sig.
Námskeið haldin á
tveggja ára fresti
Ingimar segir að með endur-
menntunarstofnuninni sé unnt að
halda sértækari námskeið á hinum
ýmsu sviðum lögfræðinnar sem nái
til allra Norðurlandanna. Ekki
liggur fyrir hvenær fyrsta nám-
skeiðið á vegum stofnunarinnar
verður haldið hér á landi en reikna
megi með að námskeið verði haldin
í Reykjavík á um tveggja ára fresti
fyrst um sinn.
Norræn endur-
menntunarstofnun
á sviði lögfræði
Fyrsta námskeiðið haldið í
Kaupmannahöfn í nóvember
REYKJAVÍKURVEGI 66 - HAFNARFIRÐI - SÍMI 565 4100 - FAX 565 2580
Borðstofusett FRANCY
Petra borð 120 x 80 stækkun 2 x 30 cm og 4 stólar
Francy STGR. kr. 47.700
Nýtt frá
Sumarlína í fallegum
pastellitum
Engjateigi 5, sími 581 2141.
Opið virka daga frá kl. 10.00—18.00, laugardaga frá kl. 10.00—16.00.
Svörtu sparibuxurnar frá PAS
eru komnar aftur
Eddufelli 2 Bæjarlind 6
s. 557 1730 s. 554 7030
Opið mán.—fös. frá kl. 10—18
lau. kl. 10—16
Neðst við Dunhaga, sími 562 2230 Opið i dag kl. 10 - 14
Útsala - Lagersala
Tilboðsslár
kr 1000 eða 3000
Hraunbæ 119, (í nýjum verslunarkjarna í Árbæ), sími 567 7776.
Útsala - Útsala
Síðustu dagar útsölunnar
Mikill afsláttur
Vorum að fá glæsilega
micro-boli og sett í sumarlitum.
Tilvalið til fermingargjafa.
Paul & Shark
sumarvörurnar
komnar
frá Ítalíu
Bankastræti 9,
sími 511 1135
Paulshark.it/jaktin.is
Opið sunnudag 12-16