Morgunblaðið - 27.03.2004, Side 30

Morgunblaðið - 27.03.2004, Side 30
LANDIÐ 30 LAUGARDAGUR 27. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ Hvolsvöllur | Mikið líf hefur færst í skákiðkun ungmenna á Suðurlandi eins og annars staðar á landinu. Blásið hefur verið lífi í mót og keppnir sem hafa legið í dvala einhver undanfarin ár. M.a. var sveitakeppni Skákfélags Selfoss og nágrennis haldið á Hvols- velli sl. föstudag. Mættu 14 sveitir til leiks, 3 í eldri flokki og 11 í yngri flokki, frá 8 skólum á Suðurlandi. Alls voru keppendur 63. Keppnin fór vel fram og var mjög jöfn. Urðu sigurveg- arar í eldri flokki Vallaskóli á Selfossi með 10 og ½ vinning og í yngri flokki sigraði Barnaskóli Vestmannaeyja, A- sveit, með 20 og ½ vinning. Mikið líf í skákinni Morgunblaðið/Steinunn Ósk Keppendur fyrir utan Hvolsskóla: Glaðbeittir að lokinni drengilegri og jafnri keppni. Djúpivogur | Óróleika hefur gætt í atvinnulífinu á Djúpavogi frá því að upplýst var um kaup Eignarhalds- félagsins Kers hf. á sjávarútvegsfyr- irtækinu Festi á Djúpavogi. Björn Hafþór Guðmundsson sveit- arstjóri birtir á vef sveitarfélagsins fréttatilkynningu, þar sem hörmuð er núverandi staða í atvinnulífinu vegna sölunnar og sagt að frétta- flutningur og fleiri þættir hafi skap- að spennu og umfram allt óvissu- ástand hjá fjölmörgum íbúum byggðarlagsins. Höfum ekki rétta sambandið „Í dag er málum þannig háttað að sveitarstjórnir hafa mjög takmark- aða möguleika á að hafa afskipti af eignayfirfærslum milli fyrirtækja á hinum „almenna markaði“ og við hér á Djúpavogi höfum greinilega ekki rétta sambandið. Þetta hefur einmitt komið sterklega í ljós í viðleitni sveitarstjórnar Djúpavogshrepps á síðustu vikum, þegar hún hefur reynt að komast að borðinu þar sem höndlað er með þær eignir og afla- heimildir sem nú virðast í uppnámi hér á Djúpavogi,“ segir m.a. í til- kynningunni. Bíða ennþá svars Björn Hafþór segir liggja fyrir að sveitarstjórn hafi sent Keri erindi, þar sem lýst var vilja til samninga- viðræðna um stærstan hluta eigna og aflaheimilda Festar. Var Vísir hf. nefnt þar til sögunnar sem bakhjarl sveitarstjórnar í slíkum viðræðum, enda er Vísir með umtalsverða starf- semi á Djúpavogi. Ekki hafi borist svar við erindinu. „Ekki liggur heldur fyrir ákvörð- un forsvarsmanna Vísis hf. um um- svif fyrirtækisins hér í framtíðinni. Þau kunna að sjálfsögðu að ráðast af málalyktum, en þó miklu fremur af möguleikum fyrirtækisins að stunda hér áfram vinnslu síldar af jafn mikl- um þrótti og til þessa og eiga þess jafnframt kost að losna við síldarúr- gang á svipaðan hátt og verið hefur.“ Hægt er að skoða tilkynninguna í heild sinni á vefnum www.djupivog- ur.is. Djúpa- vogsbúar beðnir um að halda ró sinni Hafa ekki gefið eignir Festar upp á bátinn: Sveitarstjórn Djúpavogs bíður svars frá Keri.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.