Vísir - 27.05.1981, Blaðsíða 2

Vísir - 27.05.1981, Blaðsíða 2
Aðhyllist þú frekari stóriðju hér á landi? Arni Gunnarsson, þingmaður: Menn eiga aö fara sér hægt i stór- iðjuframkvæmdum. Við verðum að velja okkur iðnað sem hefur i för með sér minni mengun og röskun á þjóðfélagsháttum. Sigriður Birgisdóttir, bankarit- ari: Ég er ekki með þvi ef það hefur meiri mengun i för meö sér. Einar Karl Haraldsson, ritstjóri: Ég styð Hjörleif: tslenskt forræði i atvinnulifinu. Ég kæri mig ekki um að stóriðja hér sé i höndum erlendra manna. Albert Guðmundsson, alþingis- maöur: Þær eiga fullan rétt á sér. Elin Thorarensen, nemi: Við eig- um að nota þá orku sem við höf- um. „Allt á jákvæðu hliöina” Rætt vlð Döllu Þðrðardóttur sem er ðnnur konan sem vigð verður til preststarla á íslandi ,,Jú, alltaf hef ég fengið einhver andsvör þegar preststarfið hefur komið til umræðu, en það hefur allt verið á jákvæðu hliðina”. Þetta voru orð Döllu Þórðar- dóttur sem verður vigð til prests- starfa á sunnudaginn. Hún er önnur konan á Islandi sem vigð er til þeirra starfa en móðir henn- ar séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir prestur i Þykkvabæ var sú fyrsta er tók prestsvigslu. Dalla mun verða prestur Bilddælinga. ,,Við erum rétt um 50 sem erum skráð i guðfræðina og af þeim hópi útskrifast nú átta”, sagði Dalla er hún var spurð um starfið i guðfræðídeildinni. Skyldu þeir vera margir i deildinni, sem hug hafa á prestvisglu? „Það reynist vera litið að marka hvað sagt er þegar menn eru rétt hálfnaðir i deildinni, flestir taka þá fyrir það, og sjálf var ég ekki staðráöin i þessu fyrr en á 4. ári i deildinni, þegar þetta var farið að verða raunverulegt fyrir mér.” Dalla er dóttir Þóröar Arnar Sigurössonar lektors við Háskóla tslands og séra Auðar Eir. Hún er fædd i Reykjavik 21. mars 1958 og er þvi 23 ára gömul. Hún er upp- alin i Kópavogi, lauk stúdents- prófi frá Menntaskólanum i Reykjavik 1976, aðeins 18 ára gömul og hélt i guöfræöideiidina, þaðan sem hún útskrifast nú. Dalla sagði að prestakallið á Bildudal væri ákaflega þægilegt, fólkið sem hún hefði haft sam- band við væri indælt og hún væri mjög bjartsýn um starfið fram- undan. Eftir vigsluna verður Dalla svo sett inn i embætti fyrir vestan, en kosningar verða ekki, þar sem prestakallið var auglýst laust til umsóknar til 15. mars siðast liðins, og þar sem Dalla hafði ekki útskrifast þá og enginn sckti um embættið, gengur hún beint inn i það nú. Atta guðfræðingar útskrifast i vor, og af þeim hópi munu þrir nú taka vigslu. Auk Döllu eru það þeir Torfi Stefánsson Hjaltalin, sem einnig fer til starfa á Vest- fjörðum og Ólafur Hallgrimsson sem fer til starfa i Bólstaðarhlið i Húnaþingi. Tværkonur útskrifast nú Ur deildinni, auk Döllu, þær Agnes Sigurðardóttir og Hanna Mari'a Pétursdóttir. Við spurðum Döllu hvort hún teldi það erfiðara i prestsstarfinu að vera aðeins 23 ára gömul. „Nei, ég er mjög bjartsýn á þetta, aldurinn skiptir ekki öllu máli i þessu, allir eiga við ein- hverja byrjunarörðugleika að striða i starfinu, hvað sem liöur með aldur manna”, sagöi Dalla. —AS. Dalla Þóröardóttir verður prestur Bllddælinga. piltarnir sem héldu héðan á Evrópumeistaramótiö i kraftlyftingum fyrr i inánuðinum. Mótið var haldið á italiu og keppendurnir héðan 9 talsins. Vegna 2ja tima tafar i Osló misstu þeir af flugi til Milanó og urðu aö biða þess næsta i drjúgan tima. Erá Milanó var haldið með lest til Parma, en þar biðu þær fréttir aö keppendur fengju ekki inni á hóteli fyrr en dag- inn eftir. Var þvi gripið til þess ráðs að greiöa leigu- bilstjórum 90.000 lirur fyrirfram, gegn þvi aö is- lendingarnir yröu fluttir á eitthvað hótel fyrir utan Parma. Siðan lögöu þeir upp i hálftima ferð og komust heilu og höldnu á þetta tiltekna hótel, þar scm þeir voru um nóttina. Ekki vár kállð soplð... ,.þó i ausuna væri kom- ið, þvi hrakningar ís- lendinganna voru hreint ekki á enda. Þcir tóku nefnilega áætlunarbil, sem flutti þá til allt ann- ars þorps en Parma. Þeg- ar þeir ætluðu að skipta um vagn var vagnstjór- inn hreint ófáanlegur til að hleypa þeiin inn i vagninn ineð allan farangurinn. Leigubilar urðu því þrautarlendingin sem fyrr og loks undir kvöld náðu islendingarnir til hótels sins i Parma, eftir að Itafa létt verulega á buddunni i lcigubilun- um. Ekki heyrðu þeir stunu né hósta frá aöstandend- um mótsins. en koniust að þvi eftir krókaleiðum livar keppnisstaðurinn væri og einnig aö þar mætti æfa. Mótið var sið- „Könnunin ýkir stór- lega", sagöi Jónas Jónas og kðnnunln Það volgnaöi heldur en ekki undir blessuöum kallinum lionum Jónasi Dagblaðsritstjóra þegar niðurstöður fjölmiðla- könnunar Hagvangs voru birtar. Þaö var I sjálfu sér ekkert skrýtið, þvi Jónas er útfarinn i að gera slikar kannanir og lesa það út úr þeim sem hann langar til. Hann sá til dæmis strax, að I)B heföi gjörsigraö á sið- degismarkaðinum, og raunar gjörsigrað öll önn- ur blöð, alltaf og alls stað- ar, — nema Moggann. „Þar er greinilega cnn mikiö verk aö vinna”, segir Jónas galvaskur i lciðara. Einhvcrs staðar sá hann lika i niðurstöð- um, að „það er æskan sem réttir þessa örvandi hönd og ýtir Dagblaöinu cftir framtiðar vegi”. En viti menn. Seinna i leiöaranum fer Jónas eitthvað að draga gildi könnunar Hagvangs I efa. Skúli Óskarsson... Raunasaga Þeir máttu þakka fyrir að vcra engar veimiltitur Kauplélags- sllórlnn lijúgandi Vegagerðin fer ekki par vel með vegina i Djúpinu, ef merkja má frétt i Timanum af vegamálum þar vestra. i fyrirsögn- innisegir: „Þjóövegurinn heflaður einu sinni i 23 mánuði”. Með öðrum oröum, að þegar þeir loksins drattast til að hefla þjóöveginn, hefla þeir og hefla i 23 mánuöi! Vegurinn er auðvitaö orð- inn bullandi ófær, enda segir i sömu frétt að vegna samgönguöröug- leika hafi kaupfélags- stjóri Kaupfélags Is- firðinga fcrðast um Djúp- ið á flugvcl, en hann hafi að undanförnu sótt deildarfundi kaupfélags- ins, sem haldnir hafi ver- iö i útibúuin þess við lsa- fjaröardjúp. Ljólt og fallegt „Það geta sennilega ekki margir imyndað sér hvernig mér varð við er „Könnunin ýkir stór- lega”, segir hann á einum stað og „Allir sjá, að þetta er út i hött. Hag- vangur þarf greinilega að taka aöfcrðafræöi sina til gagngerðrar eudur- skoðunar”. Svo þctta var þá bévað bull eftir allt saman. Eöa þaö scgir Jónas að minnsta kosti. Krummaspekl Tveir hrafnar dóluðu i rólegheitum yfir Kefla- vik, þegar allt i einu komu tvær þotur með ógnarhraða og hvin yfir bæinn. „Almáttugur, það var aldeilis ferð á þeim, þess- um", sagði annar hrafn- inn. „Það er von", svaraði hinn andaktugur, „eða hvernig heldurðu að þér liði, ef þú heföir tvö göt á hotninum og logaði eldur úr báðum?”. an haldið með pomp og prakt og ekki vitað annað en að keppcndur séu alLir komnir heim heilir á húfi. ...og Vikingur Traustason voru meðal keppenda. ég fletti „Veslfiröingi” nú á laugardagskvöldið", skrifar Þóra Hansdóttir i klausu til Vestfirska fréttablaðsins. Kveðst hún i blaðinu hafa rekist á „leirhnoð það”, sém hún setti saman að gamni sinu og ætlað hafi vcrið til flutnings á árshátið Al- þýðubandalagsins i Bolungarvik i fyrri mán- uði. „Þetta var mein- ingarlaust grin sem „átti við á einum stað og einu sinni”, en i þessari mcð- fcrð má rangtúlka alla skapaða hluti og þá er þetta orðið ekki einasta lélegur kveðskapur held- ur lika mjög ljótur...", skrifar Þóra enn fremur. Og nú velta incnn þvi fyrir sér. hvort það sem sé talinn ljótur og lélegur kveðskapur kominn fyrir altnenningssjónir, þyki að sania skapi góður og skemmtilegur innan Al- þýðubandalagsins. Ekkí von Eiginkonan kom alveg niðurbrotin heim og sagði karli sinum að það heföi sprungið á bilnum, þvi hún hefði keyrt á flösku og brotið hana. „Það gerir nú ekkert til góða min”, sagði eigin- maðurinn. „En sástu ekki flöskuna, áður en þú keyrðir yfir hana?” „Nei", snökkti konan, „manngreyið var með hana i vasanum". Jóhanna Sig- þórsdóttir.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.