Vísir - 27.05.1981, Blaðsíða 13

Vísir - 27.05.1981, Blaðsíða 13
Miðvikudagur 27. mai, 1981 vtsm Maurice D. Allison og Jóhannes Pálsson. AlDJóöleg sýnlng uppflnnlngamanna: JÚHANNES PÁLSSON HLAUT VHURKENN- INGU I NEW YORK Á dögunum var haldin alþjóð- leg sýning uppfinningamanna á Statler Hilton hótelinu hér i New York og var íslendingurinn, Jó- hannes Pálsson, einn af u.þ.b. 150 hugvitsinönnum, sem mættu þar til leiks hvaðanæva úr heiminum. Var hann einn fárra, sem viður- kenningu hlutu á sýningunni. Jó- hannes sýndi fjórar smiðar sinar, tvö meðalaglös með öryggislok- um, rafkapal til að tengja raf- hlöður í bilum og loks útiljósa- samstæður af nýrri og frumlegri gerð. Strax á fyrsta degi kom einn stórtækasti dreifingaraðili Bandarikjanna, Maurice D. Alli- son frá Ohio, að borði Jóhannesar og falaðist eftir meðalaglösunum sem umboðsmaður. Var Allison með fagra leðurtösku fulla af mismunandi meðalaglösum til samanburðar og fór ekki dult með áhuga sinn á nýjungum upp- finningamannsins varðandi glös- in. Jóhannes fór sér ekki óðslega og var það ekki fyrr en á siðasta sýningardegi, að með þeim tókust munnlegir samningar um málin og þá eftir að Allison hafði tekið að sér að koma öllum uppfinning- um Jóhannesar á framfæri. Var mikil ös við borð Islendingsins alla sýningardag- ana og föluðust margir eftir að gerast umboðsmenn hans i henni stóru veröld. Var þetta fyrsta ferð Jóhannes- ar til Bandarikjanna og á svona sýningu. Verður ekki annað sagt en stórhugur hans sé aðdáunar- verður og i takt við hugmyndir hans og sköpunargetu. Margt var þarna fróðlegt og skemmtilegt að sjá á sýningunni en fátt eins gagnlegt enda margir með leikföng og annað léttmeti á borðum sinum. Auk uppfinninga Jóhannesar vakti nýr vökva- þrýsti-stóll fyrir lamaða einna mesta athygli, en með honum geta orkuheftir farið sjálfir i bað án nokkurrar aðstoðar. —Hrafn Pálsson. Visir náði tali af Jóhannesi Pálssyni og spurðist fyrir um á- rangur þessarar sýningar. Jó- hannes kvaðst nú biða eftir form- legum tilboðum austan hafs og vestan og ekki væri ástæða til að fjölyrða um þessi mál fyrr en þau tilboð lægju fyrir. BAHAMAFLUGI HÆTT AÐ SINNI Flugleiðir hafa hætt fiugrekstri á flugleiðum Air Bahama, dóttur- fyrirtækis þeirra, frá 24. mai til 14. júni. Þá verður tekin ákvörðun um það hvort arðbært geti verið reka flugfélagið. Ástæðan fyrir taprekstrinum hingað til hefur verið mikið fram- boð af ódýrum ferðum hjá öðrum flugfélögum frá Evrópu til Florida, sterk staða Bandarikja- dollars, og eldsneytisskatturinn á Bahamaeyjum, sem, að sögn Flugleiða, er mun hærri en á samkeppnisstaðnum Florida. Sigurður Helgason, forstjóri Flugleiða sagði i samtali við Visi i gær að ef Bahamamenn yfirtaka flugfélagið, Air ^Bahama, þá myndu Flugleiðaveiar og áhafnir áfram verða notaðar. Nú er ekki ljóst hvort um nokkurt áframhald á fluginu frá Evrópu til Bahama verður að ræða. G. Hafnarijörður: KIWANISMENN MEÐ ALDRAOA í FERD Kiwanisfélagar i Eldborg i Hafnarfirði munu fara sina árlegu skemmtiferð með aldraða borgara, uppstigningardag, fimmtudaginn 28. mai. Lagt verður af stað frá tþrótta- húsinu við Strandgötu klukkan 13.30. Að þessu sinni verður ekið um höfuðborgarsvæðið og skoðað næsta nágrenni Hafnarfjarðar. Meðal annars verður komið við á Bessastöðum. Siðan verður hald- ið til Reykjavikur um Garðabæ og Kópavog. Xð verður i Reykjavik áður en haldið verður til baka i Fjörðinn. Eldborgarfélagar vonast til þessað sjá sem flesta i ferðaskapi þann 28. mai 1981. Teppi Vegna mjög hagkvæmra innkaupa bjóðum við næstu daga nokkrar nýjar gerðir af gólfteppum á ÓTRÚLEGA hagstæðu verði. Verð frá kr. 75 á ferm. Og bjóðum ekki aðeins lágt verð, heldur einnig ótrúlega hagstæða greiðsluskil- mála, allt niður í 20% útborgun og lánstíma alltað9 mánuðum. Opið: föstudaga kl. 9—19 laugardaga kl. 9-ia Jón Loftsson hf_ JOJJijj UUU3J -Ji JU I ) i í L-L.Jll I iTTIlíll LÍ Hringbraut 121. Simar 10600 og 28603. Eldhúsvaskar ____í 30 ár afmælistilboð í meira en 30 ár, hefur Ofna- smiðjan framleitt eldhús- vaska fyrir islensk heimili og bjóðum við af þvi tilefni afslátt á tvöíöldum vaski, tegund D-72 25. maí — 5. júní meðan birgðir endast. Verð kr. 725.- Póstsendum um land allt Merkið sem tryggir gæðin HF. OFNASMIDJAN Háteigsvegi 7, sími 91-21220 Tegund D-72 Tæknilegar uppíýsingar Efni: Þýskt gæðastál 18/8 efnisþykkt 0,9 mm Stærð: Utanmál 73x39 cm dýpt: ca 14,5 cm. — Handhæg laus rist i skolskál. — Yfirfall og öryggiskantur tvöfalt öryggi — Vatnslásar og tengi fylgja

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.