Vísir - 27.05.1981, Blaðsíða 18

Vísir - 27.05.1981, Blaðsíða 18
18 vism Miðvikudagur 27. mai, 1981 IÐNSKÓLINN í REYKJAVÍK Innritun fer fram i Miðbæjarskólanum i Reykjavik 1. og 2. júni kl. 9.00-18.00 og i Iðnskólanum á Skólavörðuholti dagana 3.- 5. júni kl. 13.00-18.00. Póstlagðar umsóknir sendist i siðasta lagi 5. júni. Umsóknum fylgi prófskirteini. 1. Samningsbundið iðnnám Nemendur sýni námssamning í. Verknámsdeildir. 1. og2. bekkur Framhaldsdeildir Bókiðnadeild Offsetiðnir Prentiðnir Bókband Fataiðnadeild Kjólasaumur Klæðaskurður Hársnyrtideild Hárgreiðsla Hárskurður Málmiðnadeild Bifvélavirkjun Bifreiðasmiði Rennismiði Vélvirkjun Rafiðnadeild Rafvélavirkjun Rafvirkjun Útvarpsvirkjun Skrifvélavirkjun Tréiðnadeild Húsasmiði Húsgagnasmiði 3. Tækniteiknun 4. Meistaranám byggingarmanna. Húsasmiði, múrun og pipulögn. 5. Fornám Endurtökupróf og námskeið til undirbúnings þeim verða haldin i júni. Innritun og upplýsingar i skrif- stofu skólans. Þórsgata Baldursgata Freyjugata Njálsgata Laugarneshverfi Hrísateigur Laugarnesvegur Skipholt Hjálmholt Bolholt Skipholt Afleysingar 15/6-15/7 Vesturgata Nýlendugata Vesturgata Tryggvagata Skólaslit 1981 - Skólasiit 1981 Flensftorgarskóll: Brautskráðir 65 stúdentar Flensborgarskóla var slitið laugardaginn 23. mai og braut- skráðir 65 stúdentar og 3 nemendur meö almennu versl- unarprófi. Jafnbestum árangri náði tna Gisladóttir en hún út- skrifaðist af náttúrufræðibraut. Þá færði Friðþjófur Jóhannesson fulltrúi gagnfræð- inga 1931 skólanum bókargjöf til minningar um séra Þorvald Jakobsson, sem var islensku- kennari skólans um árabil. Á skólaslitunum voru viðstödd tvö barnabörn séra Þorvaldar, Vigdis Finnbogadóttir forseti Islands og Kristján Búason dósent. Mennlaskólinn vlð Hamrahllð: BRAUTSKRAfilR 224 STODENTAR Við skólaslit Menntaskólans i Hamrahlið siðastliðinn laug- ardag brautskráðust 143 stúdentar úr dagskóla og öld- ungadeild, og hafa þá á námsár- inu brautskráðst 224 stúdentar frá skólanum. Við skólaslitin frumflutti Kór Menntaskólans viö Hamrahliö verk eftir Jón Nordal viö gamla islenska heilræðavisu. Tiu ára stúdentar gáfu við þetta tæki- færi þrjár myndir eftir Ragn- heiði Jónsdóttur, og nemendur öldungadeildar færðu skólanum peningagjöf til að hefja framkvæmdir við lyftu fyrir fatlaða i skólahúsinu. Með þessum skólaslitum lauk fimmtánda starfsári skólans. —AS. Fjðlbrautaskólinn í Breiðhoitl: Nemendafjöldinn hefur sjöfalúast Skólaslit Fjölbrautaskólans i Breiðholti voru i Bústaðakirkju um siðustu helgi. 163 nemendur fengu profskirteini i hendur, þar af fengu 71 stúdentsprófs- skirteini. 47 nemendur luku prófi á þriggja ára námsþraut- um, sjúkraliðar og iönnemar. 39 luku prófi á tveggja ára náms- brautum og 10 luku prófi á eins árs námsbrautum. Fjölbrautaskólinn i Breiöholti hóf starfsemi sina fyrir sex ár- um og voru þá 220 nemendur skráðir i hann, en nú er nem- endafjöldinn 1421 og hefur þvi nær sjöfaldast á sex árum. 127 kennarar starfa við skólann, þar af 60 stundakennarar. —AS. Stýrímannaskólinn: Þrjár stúlkur f hópl nemenda Er stýrimannaskólanum i Reykjavik var slitið siðastliðinn föstudag, kom fram að Jónas Sigurðsson skólastjóri, mun láta af störfum við byrjun næsta skólaárs, sökum aldurs. t skólanum voru, þegar mest var, 150 nemendur þar af 3 stúlkur. Auk þess starfaði deild á tsafirði, i sambandi við Iðn- skólann þar, en þar voru 8 nemendur. Alls útskrifuðust úr fyrsta stigi 62 nemendur, úr öðru stigi 48, og úr þriðja stigi 33. Efstur á prófi 3, stigs, sem gefur próf til stjórnunar farskips, var Páll Ægir Pétursson, 9.87 og hlaut hann verðlaunabikar Eimskipafélagsis, farmanna- bikarinn. Þórður Karlsson varð efstur á öðru stigi 9.71, og fékk hann bikar öldunnar, öldubik- arinn. Annað stig gefur skip- stjóraréttindi á fiskiskipi. Athygli vekur að i skólanum voru i vetur 3 stúlkur, en áður hefur aðens ein gengið i gegn- um Stýrimannaskólann. Að sögn Jónasar Sigurðssonar hefur þeim öllum gengið vel. Þó. G. Sjötíu og einn stúdent brautskráðust frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti að þessu sinni, og hafa þá alls 100 nemendur fengið stúdentsprófskírteinið f hendur frá skóianum á þessu skólaári. (Vísism. EÞS.). Jónas Sigurðsson lætur senn af skólastjórn Stýrimannaskólans fyrir aldurs sakir. Kvennaskólanum slltlð Nýlega voru skólaslit við Kvennaskólann í Reykjavik. t vetur voru 173 nemendur á uppeidissviði, en 66 nemendur á grunnskólastigi.en það er sið- asti árgangurinn á þvi stigi. Bestum árangri á grunn- skólastigi náðu Ingveldur Jóns- dóttir 9.17 og Kolbrún Sigurðar- dóttir 9.00. Þréttán nemendur hlutu bókstafinn A i öllum greinum samræmdra prófa. A uppeldissviði náði Elva Björt Pálsdóttir bestum árangri. Við skólauppsögn voru Kvennaskólanum færðar góðar gjafir og heillaóskir. Þakkaði skólastjóri afmælisárgöngum tryggð þeirra, sem veitti bæði kennurum og nemendum upp- örvun. Skólastjóri Kvennaskólans er Guðrún P. Helgadóttir. Skólasllt 1981 - Skólaslit 1981

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.