Vísir - 27.05.1981, Blaðsíða 14

Vísir - 27.05.1981, Blaðsíða 14
14 áJí7] SAMTÖK ÁHUGAFÓLKS DnLL^LLi UM ÁFENGISVANDAMÁLIÐ Orðsending frá S-A-A Þessa dagana er verið að innheimta félags- gjöld Samtaka áhugafólks um áfengisvanda- málið. Ennfremur hafa verið sendir út gfróseðlar til fjölmargra félagsmanna vegna félagsgjald- anna. Félagsmenn S.Á.Á. eru vinsamlega beðnir um að greiða félagsgjaldið sem fyrst, minnugir þess að framlag hvers félagsmanns er afar þýðingarmikið. Lágmúla 9 — Sími 82399 * Snekkjan * Opið til klukkan 03,00 Halldór Árni í diskótekinu * SNEKKJA^ 61 Smurbrauðstofan BJORIMIISilNl Njálsgötu 49 — Simi 15105 Framhaldsnám að loknum grunnskóla Athygli er vakin á að umsóknarfresti um inngöngu á ýmsar námsbrautir á framhaldsskólastigi iýkur 5. júni, og nemendur sem siðar sækja geta ekki vænst skólavistar. Tilskilin um- sóknareyöublöð fást í þeim grunnskólum, sem brautskrá nem- endur úr 9. bekk, og i viökomandi framhaldsskólum. Leiðbein- ingar um hvert senda skuli umsóknir eru á umsóknareyðu- blöðunum. Bent skal á, að i Reykjavfk verður tekið á móti um- sóknum f Miðbæjarskólanum 1. og 2. júni kl. 9-18 báða dagana og jafnframt veittar upplýsingar um framhaldsskóla. Menntamálaráðuneytiö 25. mai 1981. Nauðungaruppboð sem auglýst var i 28., 30. og 32. tbl. Lögbirtingablaðs 1981 á hluta i Efstasundi 79, þingl. eign Guðmundar B. Guðmundssonar fer fram eftir kröfu Haraldar Blöndal hdl. og Jóns Ólafssonar hrl. á eigninni sjálfri föstudag 29. mai 1981 kl. 11.15. Borgarfógetaembæltið i Reykjavik. Nauðungaruppboð sem auglýst var i 28., 30. og 32. tbl. Lögbirtingablaðs 1981 á hluta I Langholtsvegi 176, þingl. eign Blaðturnsins h.f. fer fram eftir kröfu Péturs Axels Jónssonar hdl., Steingrims Eirikssonar hdl. og Arna Gr. Finnssonar hrl. á eigninni sjálfri föstudag 29. mai 1981 kl. 16.00. Borgarfógetaembættið i Reykjavik. Nauðungaruppboð sem auglýst var 128., 30. og 32. tbl. Lögbirtingablaðs 1981 á hluta I Bollagötu 10, þingl. eign Guömundar Björnssonar o.fl. fer fram eftir kröfu Sparisj. Rvikur og nágr. og Veð- deildar Landsbankans á eigninni sjálfri föstudag 29. mai 1981 kl. 16.30. Borgarfógetaembættið I Reykjatik. Nauðungaruppboð sem auglýst var 129., 31. og 33. tbl. Lögbirtingablaðs 1981 á Dugguvogi 8 þingl. eign Vogafells h.f. fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar I Reykjavik á eigninni sjálfri föstudag 29. mai 1981 kl. 11.00. Borgarfógetaembættið I Reykja vik. VÍSIR r ------- Miðvikudagur 27. mai, 1981 n Guðmundur Blarnason, 5. plngmaður Norðlendlnga eystrl í bingloK: „Þungt að Koma fram ýmsum sínum áhuga- málum í hinginu” „Alplngl má mjög gæta sln, ðví auðvilað ræður ðað mikiu um slærð kerflslns og samselningu” Loksins eftir þinglausnir náð- um við tali af Guðmundi Bjarnasyni, 5. þingmanni Norðurlandskjördæmis eystra, þegar hann var kominn heim til sin i Keflavik. Við báðum hann að lita nokkur augnablik yfir farinn veg og reynslu sina af þingstörfum og viðureign við kerfið. ,,Þingið er þungt” „Það tala margir um að þing- ið sé þungt og ég get tekið undir það að verulegu marki. Það er þungt að koma fram sinum á- hugamálum, að minsta kosti ef við tölum um að leggja þau beint fyrir i þinginu. Að sjálf- sögðu fer mikið af störfum stjórnarþingmanna i að styðja við mál, sem stjórnin er með á hverjum tima, og vissulega geta einstakir þingmenn þá komið að sinum sjónarmiðum. En i stjórnarsamvinnu vill þó oft verða svo að það sem maður vildi helst og myndi sjálfur leggja til við aðrar aðstæður, fær þennan samningablæ. Þetta er eðlilegt, en á sama tima geta þingmenn stjórnarandstöðu verið persónulegri i málatil- búnaði og málflutningi. Hvorir okkar hafa svo meiri áhrif er annar handleggur. En þingstörfin mótast ó- neitanlega yfirgnæfandi af frumvörpum og tillögum ráð- herra og stjórnar.” Ein deild eða tvær? Hvaðum form þingsins? ,,Já, það hefur verið talað um, hvort það ætti að starfa I tveim deild- um eins og nú eða einni. Ég hef setið I Efri deild þessi tvö þing, sem ég hef verið á Alþingi, og mér finnst okkur hafa unnist betur en þeim i Neðri deild, við erum færri og umræður eru styttri og jafnvel markvissari”, sagði Guömundur, ,,ég óttast að ef við værum I einni deild yrði af þvi mikið málþóf og það tæki bara enn lengri tima að afgreiða mál en nú i tveim deildum, þótt mönnúm þyki af þvi nokkur tvi- verknaður. Hann er raunar ekki eins mikill og af er látið, sér- staklega vegna samvinnu nefnda um flest stærri mál. Þó er þetta svo sem ekki full- mótun skoðun min um að þing- iðeigi að vera i tveim deildum.” Eðlilegir toppar Við spurðum Guðmund um stóru sveiflurnar i þinghaldinu. „Mönnum finnst þetta undar- legt, að þessar gifurlegu annir skuli alltaf koma upp fyrir jól og i þinglok. Ég hef velt þessu fyrir mér og þetta er auðvitað það sama og viðast hvar i verkefn- um manna. Við getum sem dæmi nefnt húsbyggjandann, sem er að ljúka sinu verki og flytjast inn, að hjá honum verða siðustu handtökin alltaf nokkuð drjúgogþað er eins og það vilji alltaf safnast svona toppar, þegar verið er að reka enda- hnútinn á verkið, þótt menn telji sig hafa verið að vinna vel.” Þingið og kerfið Um afdrif þingmála i kerfinu sagði Guðmundur m.a.: „Það vill oft verða svo með stærri þingmál, að þegar að fram- kvæmdinni kemur má finna á þeim ýmsa galla, sem laga verður, eins og reyndin varð t.d. með skattamálin siðast. Og eins get ég nefnt lögin um húsnæðis- málakerfið, sem ég tel þurfa endurskoðunar við, sérstaklega i þvi að brúa verulega það mikla bil sem varð á milli almennra húsbyggjenda og þeirra sem falla inn i verkamannabústaða- kerfið. Auðvitað má finna ýmsa galla á framkvæmdavaldinu, en i grundvallaratriðum held ég að það standi sig ekki verr en við er að búast. Alþingi má hins vegar mjög gæta sin, þvi vitanlega ræður það miklu um stærð kerfisins og samsetningu. Það er að likindum fyrst og fremst á okkar valdi hvernig fram- kvæmdum laga og reglna er háttað og hvað i það er lagt.” Vegaáætlun og orku- mál Að lokum báðum við Guðmund að nefna einhver af sérstökum áhugamálum sinum á þingi I vetur. „Þau voru nú ýmis, en ég nefni langtimaáætl- un i vegagerð, sem ég tel eitt mesta þjóðþrifamál fólksins i landinu, einnig margvisleg félagsmál, lifeyrisréttindi, málefni aldraðra og fatlaðra og öryrkja. Og ekki má gleyma orkumálunum, sem snerta okk- ur i minu kjördæmi alveg sér- staklega með tilliti til atvinnu- horfanna um alla næstu fram- tið.” Guðmundur Bjarnason i sæti sinu i Efri deild, greiðir atkvæði og ræðir við starfsmann þingsins. (Visismynd: EÞS) Enn eln gjölin frá Llonsmönnum: Tækiasamstæða á skurðstofu Háls- nef- og eyrnadeild Borgarspitalans var nýlega af- hent enn ein gjöfin frá Lions- hreyfingunni, þar sem um var að ræða tækjasamstæðu til skurð- stofu fyrir háls-, nef- og eyrna- lækningar. Heildarkostnaður þessara tækja er um 1 milljón króna, en raunkostnaður var helmingi lægri eftir að tollar og önnur gjöld af þessum búnaði, höföu verið gefin eftir. öll meiriháttar tæki sem deild- inni hafa borist eru frá Lions- mönnum. Má þar nefna smásjá sem gerir unnt að gera heyrnar- bætandi skuröaðgeröir hérlendis, tæki til rannsókna á svima- og jafnvægissjúkdómum, og tækja- samstæðu til rannsókna á heyrn þeirra sem af einhverjum ástæö- um eiga erfitt með að tjá sig við heyrnarrannsóknir. Eimskipa félag Islands gaf kostnað við flutning á hinum nýju tækjum til landsins. —AS Sunnlenskip SjálfstæOlsmenn Dínga um s veitar st jór n ar mál Sjálfstæðismenn á Suðurlandi efna til ráöstefnu um helgina, sem fjallar um sveitarstjórnar- mál. Hefst hún i Verkalýðshúsinu á Hellu á laugardaginn kl. 13:30. Fjallað veröur um samskipti sveitarstjórnarmanna i kjör- dæminu, gjaldstefnu þeirra og samskipti við alþingismenn. Frummælendur verða Sigurður Jónsson, Helgi tvarsson, Steinþór Gestsson, Guömundur Karlsson og Eggert Haukdal.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.