Vísir - 27.05.1981, Blaðsíða 16

Vísir - 27.05.1981, Blaðsíða 16
16 VISIH Miðvikudagur 27. mai, 1981 Hvað segja beir um úrslit skoðanakönnunar Vfsis? Samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar Visis sem birtist í blaðinu í gær, voru 63.6% þeirra 700 manna er náðist til á þeirri skoðun að fleiri aðilar en ríkisútvarpið ættu að hafa útvarpsrekstur með höndum. 28/8% töldu að einungis Rkikisútvarpið ætti að hafa rekstur þennan með höndum, 6.7% voru óákveðnir og 0.9% neituðu að svara. Þótt niðurstaðan úr öllum kjördæmum væri sú að meirihlutinn vildi fleiri valkosti en Rfkisút- varpið er Ijóst af niðurstöðunum að fbúar Reykjavíkur og á Reykjanesi hafa af- dráttarlausasta skoðun í þessu máli. Vísir leitaði álits nokkurra manna á niðurstöðun- urn, en allir hafa þeir áður tjáð sig opinber- lega um útvarpsmálefni. „Gæti orðið til ðess að bæta Ríkisútvarpið - pví samkeppni veitir aðtiald” segir Friðrik Sophusson • f „Ég fagna þessari niðurstöðu, sem er mikill stuðningur við óskir um frjálst Utvarp, sem fram hafa komið að undanförnu”, sagði Friðrik Sophusson, alþingismaöur, i samtali við Visi. ,,Ég vilhins vegar undirstrika, að þótt slik Utvarpsstöð yrði að veruleika, þa er hún ekki sett til höfuðs rikisútvarpinu. Þvert á móti gætihUn orðið til að efla það og bæta, þvi samkeppni veitir aðhald”, sagði Friðrik. — Verður „frjálst Utvarp”, útvarp fjármagnsins? „Nei, það tel ég af og frá, og gæti haldið langan fyrirlestur til að sýna fram á það. Slik hefur heldur ekki orðið reynsla þeirra þjóöa, sem reynt hafa frjálsan útvarpsrekstur. Það er til að mynda margfalt dýrara að gefa út dagblað, heldur en aö reka útvarpsstöð. Þrátt fyrir það gef- um við Ut 5 dagblöð,” sagði Frið- rik. — Hefur frjálst útvarp stuöning á Alþingi? ,,Ég held að það sé vaxandi áhugi fyrir þvf meöal þingmanna, að breyta lögum, þannig að endir verði bundinn á algera einokun RikisUtvarpsins á Utvarp- rekstri”, sagði Friðrik Sophusson i lok samtalsins. —GS. fP Friðrik Sophusson. SEXTÍU OG FJÖGUR PRÖSENT AHÆGOUR segir Magnús Axeisson formaður samtaka um frjálsan útvarpsrekstur „Ég er 64% ánægður”, sagði MagnUs Axelsson, formaður Samtaka um frjálsan Utvarps- rekstur, er hann hafði séð Urslit skoðanakannanar Visis, þar sem i ljós kemur að 64% aðspurðra eru fylgjandi þvi að einokun RikisUt- varpsins verði aflétt. „Mér finnst könnunin benda til þess að starf samtakanna sé i þágu mikils hluta neytenda. Þá er allrar athygli vert hve fáir eru óákveðnir, eða neita að svara, svo freistandi er að trUa þvi að könn- unin sé marktæk. Spurningin er vel oröuð, og i anda okkur stefnu, sem felst i þvi að fá viðurkenndan rétt til að fá að reka óháð Ut- varp, en ekki að rikisUtvarpið verði lagt niður, og ekki að þvi þrengt að nu öðru leyti en þvi sem af eðlilegri samkeppni leiðir. Breiddin i fylgjendahópnum, bað er að segja i öllum landshlut- um og aldurshópum, bendir til þess að það starf sem við erum nú að hefja sé löngu oröið tlmabært. Starfið framundan, núna, felst i þvi að koma upp félagsdeildum úti um landið og koma þeim geysimiklu upplýsingum, sem við höfum safnað um efnið i eitthvert form svo við getum sent það fél- agsmönnum. Einnig stefnum við að þvi að fá viðtöl við alþingis- menn i sumar, og við stefnumað þvi að nýta sumarið eins og við getum”, sagði MagnUs. Þó.G. Frjálst útvarp veröur útvarp fjármagnsins - segir Árni Gunnarsson alpingismaður „Ég tel að sú krafa um frjálst útvarp, sem fram kemur i niður- stöðunni Ur þessari skoðanakönn- un Vísis, sé tilkomin vegna þess að RikisUtvarpið okkar er staðnað, það hefur ekki getað svarað kröfum timans, mest vegna fjársveltis”, sagði Arni Gunnarson, alþingismaður, i samtali við Visi. „Ég er svolitið ihaldssamur i þessum efnum”, sagði Arni. „Ég hef stundum sagt, að svo- nefnt „frjálst útvarp”, verði útvarp fjármagnsins. Þetta byggi ég á reynslu minni frá Bandarikj- unum.Verði fjársta-kum aðilum gefinn kostur á að reka Utvarps- stöövar, hvort heldur það eru heildsalar, trUarsöfnuðir eða ein- hverjir aðrir, þá eru þeir komnir með i hendurnar sterkasta áróðursmiðil hérlendis. RikisUtvarpið hefur ekki haldið taktivið timann, mest vegna fjár- sveltis. Ef þvi yrði gert fært að f 9 Arni Gunnarsson. bæta við rás með léttu efni og komaá fót landshlutastöðvum,þá hjaðna kröfurnar um frjálsar Ut- varpsstöðvar. Slikar kröfur jafn- gilda nefnilega kröfum um meira af léttmeti i dagskránni”, sagði Arni Gunnarsson. —GS. 99 Magnús Axelsson. óttast ekki samkeppni við aðra íjölmíöla” - segír Hörður Vilhjálmsson settur útvarpsstjóri „Ég er ekki neinn ofstækismaður á þessum sviðum en hér eru nU ekki nema 225 þUs- und manns sem byggja þetta erfiða land til útvarpsreksturs og ég held að einkarekið Utvarp myndi m jög seint þjóna öðrum en fáum þéttbýlissvæðum”, sagði Hörður Vilhjálmsson settur Ut- varpsstjóri, er Visir leitaði álits hans á niðurstöðum skoðunar- könnunar Visis á afstöðu til útvarpsreksturs. Hörður benti á að nýjungagirni væri alltaf til staðar hjá fólki og bæri niðurstaðan merki þess. Hann taldi varasamt að þessi fámenna þjóð dreifði kriítum sinum og fjármagni of mikið, og KAUPIÐ HAGKVÆMT - SPARIÐ FJÁRIVUJNI - KÁUPIÐ HÁGKVÆMT Verktakar — Húsaframleiðendur Timbursalar — Trésmíðaverkstæði ATHUGIÐ Beinn innflutningur á timbri og timburefnisvörum, frá okkar erlendu umboðum hefur sparað kaupendum stórfé á undanförnum árum TIL AFGREIÐSLU MEÐ STUTTUM FYRIRVARA Ýmsar tegundir harðviðs - límtré - Douglas-Fir (Oregon-pine) — smíðaviður (fura) — útiviður — sperruefni — uppistöður — ti búnar sperrur — (eftir teikningum) og fleira: Spónaplötur — Vatnsþolnar spónaplötur — Plasthúðaðar spónaplötur — Krossviður, sléttur/rásaður og fl. Spónn: Orginal spónn — Lamel spónn. Allflestar tegundir og þykktir LEITIÐ VERÐTILBOÐA LÁNAKJÖR Dsitjaínan (The lce-star. compony) REYKJAVlK - ICELAND , IÐNVAL Bygglngaþjónusta BOLHOLT 4 — REYKJAVlK Slmar: 83155 - 83354 — Posl Box: 6190 KAUPIÐ HAGKVÆMT - SPARIÐ FJARMUNI - KAUPIÐ HAGKVÆMT Hörður Vilhjálmsson. bentiá að reynslan frá ítaliu væri okkur til viðvörunar „þar sem einkarekstur útvarpsstöðva leiddi til öngþveitis”. Hörður var þá spurður um reynslu Breta af einkareknum útvarpsstöðvum, þar sem reynslan virðist vera önnur en á Italiu, en hann sagðist diki þekkja það dæmi nægilega til þess að vilja fullyrða nokkuð um það. Hörður sagði að undirtektir fólks úti á landsbyggðinni sýndu að „þjónustuhlutverk rikisút- varpsins væri þar nokkurs met- ið”. „Ég óttast ekki mjög um hlut rikisútvarpsins i samkeppni við aöra fjölmiðla og þar með útvarp i einkarekstri. Stjórnvöld mega þó ekki hefta „sina” stofnun en veita öðrum sérstaklega fjár- hagslegt frelsi um fram þaö sem rikisutvarpið nýtur, eins og verið hefur I reynd undanfarin ár”, sagði Hörður. — Væri rikisútvarpinu ekki hollt af samkeppninni? „Það tel ég á margan hátt. Það er þó ljóst að þá yröi harðari baráttan um auglýsingatekjur og ég sé ekki annað en þær sem megnið af rekstrarfé til einkarek- inna stööva, nema eitthvað annað komi til’.. „Ég vil þó itreka að ég tel það einmitt hlutverk rikisútvarpsins hér að vera sem allra frjálsast og að main sem eitthvert erindi eiga viö þjóðina, eigi þar óheftan aðgang að. En vonandi leiðir þróunin okkur á skynsamlega braut i þessu”, sagöi Höröur Vil- hjálmsson. —AS.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.