Vísir - 27.05.1981, Blaðsíða 21

Vísir - 27.05.1981, Blaðsíða 21
Miðvikudagur 27. mai, 1981 21 Ein algengasta spurning sem lögð er fyrir skákmeistara, er sú, hver sé besta skák sem þeir hafi teflt um dagana. Þessi ein- falda spurning virðist þó vef jast meira fyrir meisturunum en flóknustu leikfléttur, þvi oftast vill verða fátt um hrein svör. Margir svara á þann hátt, að þeir eigi enn eftir að skapa sitt mesta snilldarverk, en öðrum verður tiðrætt um hrikalegustu tapskákina. Það var þvi skem'mtileg til- breyting, er heimsmeistarinn Karpov gaf hreint svar við spurningunni um bestu skák hans. „Min besta skák um dag- ana er 9. einvigisskákin gegn Spassky i undanrásum heims- meistarakeppninnar 1974”. Og hér á eftir fylgir verkið, með skýringum Karpovs. Hvi'tur: Anatoli Karpov Svartur: Boris Spassky Sikileyja'-leikur. (II. einvigisskákinni hafði ég byrjað með uppáhaldsleik min- um, e4-e4, og tapað. Tvennt kom til. Spassky tefldi framúrskar- andi vel og ég var ekki sem best fyrirkallaður þennan dag. Ég breytti um stil i næstu skákum og lék d2-d4þegar ég hafði hvitt. En i 9. skákinni sneri ég mér aftur að e2-e4.) 1. e4 C5 2. Rf3 e6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 d6 6. Be2 Be7 7. 0-0 0-0 8. f4 Rc6 9. Be3 (Hér hugsaði Spassky sig lengi um, hvort hann ætti að velja sama framhald og i 1. skákinni eða breyta til.) 9. . . . Bd7 (í 1. einvigisskákinni kom heimsmeistarinn fyrrverandi fram með litt þekkt f ramhald, 9. . . e5. Honum virðist ekki leika forvitni á að vita hvort andstæð- ingurinn hafi betrumbætt vinnubrögð sinfrá téðriskák, og kýs heldur algenga leið i Sche veni ngen-afbrigðinu.) 10. Rb3 a5! ? (Þó andstæðingur minn hafi kosið að segja skilið við af- brigðið frá i 1. skákinni, er hann þó enn undir áhrifum frá sigri sinum þar. Sú er skýringin á nafesta tvieggjuðum leik. Hér leikur hann einnig a5, en nú er leikurinn ekki góður, þvi reitur- inn b5 veikist, án þess að svart- ur fái nokkuð i staðinn.) 11. a4 Rb4 12. Bf3 Bc6 (Það er auðvitað ekki með glöðu geði sem svartur leyfir hvita riddaranum að fara aftur til d4. Enn óþægilegra væri þó Hver besta að leika 12. . . . e5 sem myndi leiða til sömu uppstillingar og i 1. skákinni, þó með þeirri breytingu til hins verra, að svarti biskupinn yrði aðgerðar- laus á d7). 13. Rd4 g6 (Vilji svartur leika e6-e5, verður hann að veikja kóngs- stöðu sina, þvi' annars færi ridd- arinn frá d4 til f5.) 14. Hf2 e5 15. Rxc6 (Hvitur hefði einnig haft yfir- höndina eftir 15. Rd-b5.) 15. . . . bxc6 16. fxe5 dxe5 17. Dfl! (Nú harðnar baráttan um c4- reitinn sem hvitur hefur auga- stað á fyrir riddara sinn. Gæti svartur hindrað þetta stæði hann vel. Tvöföldun hrókanna á d-li'nunni hefur engan sérstakan tilgang, ennþá er ekki séð hvor lfnan verður vettvangur á- takanna.) 17. . . . Dc8 (17. . . . Dc8) 18. h3 (Auðvitað kom ekki til greina að leyfa uppskipti á riddara og biskupi.) 18...... Rd7 (Leiki svartur 18. . . . De6 á hvitur tvo möguleika til að ná frumkvæðinu. Með 19. Hcl Hf-d8 20. Be2 Hd4 21. b3 sem undirbýr c4-reitinn fyrir riddarann, eða 19. g4 ásamt g5 og Bg4.) 19. Bg4 h5 (Þetta er mikil veiking á svörtu kdngsstöðunni. Til greina kom einfaldlega 19. . . . Dc7 sem léttir á spennunni og opnar sambandið á milli hrókanna á 8. linunni.) 20. Bxd7 Dxd7 21. Dc4 (Loksins kemst drottningin á áf angastað.) 21. . . . Bh4 (Svartur lendir einnig út i erfiðu endatafli eftir 21. ... De6 22. Dxe6 fxe6 23. Ha-fl.) 22. Hf-d2 De7 23. Ha-fl! (Skiptamunsvi nninguri nn freistaði min ekki. Eftir 23. Bc5 Dg5 24. Hd7 Rxc2 25. Bxf8 Hxf8 hefur svartur kröftugt mótspil. Vandamálin verða ekki leyst á d-li'nunni einni.) 23. . . . Hf-d8 24. Rbl! (Nú errétti timinn tilað flytja riddarann til áhrifameiri staðar. Skipti svartur upp, flýtir það einungis fyrir endalokun- um.) 24 ..... Db7 25. Kh2! (Sjaldgæft er að sjá kónginn nindra hreyfifrelsi biskups, þegar i miðtafli.) 25 .... Kg7 26. c3 Ra6 (Það er tími til kominn að er bín skák? stuggað væri við þessum ridd- ara.) 27. He2! (Hvitur vill ekki lengur gefa kost á hrókakaupum. Þungu mennimirskulu nýttirtil árásar eftir f-linunni. 1 leiðinni er rýmt fyrir riddarann og auk þess er fyrirhendi hótun 28. g3 Bf6 29. He-f2 Hd6 30. Bg5.) 27. . . . Hf8 28. Rd2 Bd8 29. Rf3 f6 (Valdar peðið á e5 og jafn- framt er leitast við að gæta f- linunnar. En sókn hvits ekki stöðvuð úr þessu.) verður 30. Hd2! (Flutningur hrókanna hefur komið undarlega fyrir sjónir. Fyrst reyndu þeir að ná d-lin- unni, yfirgáfu siðan þá linu, en snúa sér nú að henni aftur og ná henni á sitt vald.) 30...... Be7 (30. . . . Rb8 hefði verið svar- að með 31. Rg5! Þegar Spassky lék þessum leik, hélt ég mig fyrst vinna f öllum afbrigðum, en skyndilega sló út i fyrir mér og ég sá ekki neitt afgerandi. Sem betur fór létti þokunni þó eftir nokkur augnablik.) 31.Hxd8 Bxd8 (Taparfljótt Meir mótspyrnu veitti 31.. . . Rb8og engu likara er en riddaranum sé stillt upp til nýrrar skákar.) 32. Hxd8 Bxd8 (Ef 33. . . . Hxd8 34. Rxe5 Dc7 35. Df7+ Kh8 36. Dxe7 Dxe5+ 37. Dxe5 fxe5 38. Hf6.) 33. Hdl (Liðsafli er jafn i augnablik- inu. Svarti kóngurinn er um stundarsakir sloppinn frá hætt- unni, en staða Spasskys fer versnandi með hverjum leik. Málið er það, að svarti riddar- inn er úr leik og kemst ekki til hjálpar. T.d. er ekki hægt að verja 7. linuna lengur, 33. . . . Hf7, þvi biskupinn á d8 hangir.) 33. . . . Rb8 34. Bc5 ' Hh8 A B C O E F G H 35. Hxd8! Gefið. Eftir 35. ... Hxd8 leikur hvitur 36. Be7! með afgerandi afleiðingum. HÓTEL VARÐÐORG AKUREYRI SÍMI (96)22600 Góð gistiherbergi Morgunverður Kvöldverður Næg bilastæði Er í hjarta bæjarins. CHICAGo ola- utar Hvítir og svartir verð kr. 675 Bláir verð kr. 375 B/ackSi OeckEr GARÐSLÁTTUVÉLAR rtTTTTT3 Glæsibæ -S82922 H-112 Loftpúða-sláttuvél SKemmtileg nyjung Lauflett loftpuða slattuvel sem liður vfir grasflötinn og slær bædi rakt. þurt og hátt gras af snilld 15 metra snura. Tvöföld einangrun. 1000 W motor. Þrjár hæöarstillingar. D-808 SuperT Hefur sannað agæti sitt við islenskar aðstæður, enda langmest selda garðslattuvel a Islandi. Lett og lipur. þægileg og örugg. Tvöföld einangrun, 15 metra snura, 525 W motor. Þrjar hæðarstillingar. D808. Verð 1. 684.55 Verð 1.202.90 Helstu útsölustaðir i Reykjavík og nógrenni: Brynja, Laugavegi 29 Sölufélag garðyrkjumanna, Handiðb Laugavegi 26 Reykjanesbraut 6. Ingþdr Haraldsson, Armúla 1 StapafelL Keflavik Byggingavöruversl. Bláfell Grindavik Tryggva Hannessonar, Síðumúla 37. Axel Sveinbjörnsson, Akranesi Ellingsen, Ananaustum Kf. Borgfirðinga, Borgarnesi Járnvörudeild Kron, G.A. Böðvarsson, Selfossi Hverfisgötu 52, Svo og helstu raftækja- Málning & járnvörur, og byggingavöruversl- Laugavegi 23 anir um land allt. G. Þorsteinsson & Johnson h/f ARMULA1 — SIMI85533

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.