Vísir - 27.05.1981, Blaðsíða 12

Vísir - 27.05.1981, Blaðsíða 12
12 vísm Miðvikudagur 27. mai, 1981 Hin langþráða sæla að flatmaga I Spánarsólinni i sumarfriinu getur stundum orðið blendin hjá þeim ferðalöngum sem moskitoflugan angrar. En þá er að finna einhver ráö til aö snúa á fiugurnar og njóta sumarleyfisins óbitinn. __ _ . Ein i vanda slodd: „Orðin eins og gatasigti eftir 14 daga á Spáni” - Lellar nú ráða við llugnaöilum „A hverjum einasta morgni var ég komin með nýtt bit og eftir 14 daga dvöl var ég orðin eins og gatasigti, öll i stungum, rauð og bólgin” segir ein i vanda er ritaði okkur bréf nýlega. Bréfritari segir okkur sólar- sögu af ferð til Costa del Sol fyrir tveimur árum, sem hafi verið dýrðleg ferö sem þó hafi haft sina skuggahlið, sem fylgdi heimsókn móskitóflugna. Lýsingin hér að ofan á við afleiðingar þeirra heimsókna. Nú er „ein i vanda” á leið til Spánar öðru sinni og vill gjarnan forðast það að verða eins og gatasigti eftir bit móskitó- flugna og leitar ráða hjá okkur. Við leituðum til húðsjúkdóma- sérfræðings, lyfjafræðinga og fleiri fræðinga og vonum að eftir- farandi upplýsingar komi bréf- ritaranum og fleiri sólarlandaför- um að gagni. Fjórar spurningar eru i bréfinu og sú fyrsta er: Er til krem sem heldur móskitóflugum frá á nóttunni? Þvi er svarað játandi. í lyfja- verslunum fæst smyrsl er nefnist FLYGPEL, sem á að hindra flugurnar frá að bita. Gamalt húsráð var mikið notað hér i eina tið til að verjast mýbiti af öllum gerðum og flokkum en það var að bera á sig sitrónuoliu. Látum við það flakka með ef einhver hefur undir höndum góða sitrónuoliu, annars er að fara i næstu lyfja- verslun og kaupa Flygpel og stinga i handfarangurinn. Lyktin fælir flugurnar frá Næst er spurt hvort eitthvert gagn sé af B-vitamini og hvort óhætt sc að gefa börnum það? Sérfræðingarnir sem við höfö- um samband við töldu allir að svo væri, gott væri að taka inn B-vita- min áður en lagt væri af stað i ferðina og eins meðan á dvöl stæði. Litlar gular B-vitamin töfl- ur væri gott að láta i glugga á vistarverunum og eins á nátt- borðið. Lyktin af vitamintöflum fælir flugurnar frá. B-vitamin er óhætt að gefa börnum, en hvað sterkar, fer eftir aldri barnanna. Hvað er best að bera á bitið til aö forðast að illt komist i það er ennfremur spurt? Ofnæmisáburðir hvers konar koma að gagni. Einn lyfja- fræðingur benti okkur á mjög gott krem er heitir METYRAMINI, dregur það úr bólgu og sviða eftir móskitóbit. Og forðar frá frekari slæmsku. Fjórða og siðasta spurningin er hvort móskitófiugan skilji eftir egg i fólki um leið og hún bitur og eggin klekist út undir bitinu? Þessu er svarað neitandi. Móskitóflugurnar virðast fara i manngreiningarálit i heimsókn- um sinum, en eftir hverju þær fara er litið vitað. Virðist ekki skipta þær máli hvort fólk er ljós- hært eða dökkhært, rikt eða fá- tækt, eða i einhverjum úrvals- blóðflokki. Þær einfaldlega gera mannamun eftir einhverjum óskýranlegum reglum sem rikja þeirra á meðal en eru mönnum ókunnar. En þá er til ráða að snúa á flugurnar með ráðum mann- anna. Bréfritari góður, við þökkum þér bréfið og óskum þér góðrar ferðar til Costa del Sol, með ráö fræðinganna okkar i handraðan- Garöar Ólafsson úrsmiður nemur hér hina flóknu tækni quartsúra, sem m.a. mæla timann, gefa aövör- un og spila lög. Visism.Þ.L. Námskelð I meðferð quartsúra „Þetta er fyrsta námskeiðiö, sem haldið er á Islandi i meöferö quartsúra”, sagði Frank Úlfar Michelsen úrsmiöameistari i við- tali viö blaöamann Visis. Frank Olfar og faðir hans Franch Michelsen hafa báðir fengið þjálf- un i meöferö og viðgerð á quarts- úrum erlendis. Töldu þeir feðgar að nauðsynlega þyrfti að þjálfa islenska úrsmiði i viðgerðum á slikum úrum en allkostnaöar- samt er fyrir úrsmiði að sækja þjálfunarnámskeið erlendis. Þvi fengu þeir svissneskan sérfræð- ing R. Waslshli frá ESA verk- smiöjunum hingað til lands. Sá hélt námskeið fyrir 18 islenska úrsmiöi í Iönskólanum i Reykja- vik i siðustu viku. „Quartsúrin eru byggð á allt annarri tækni en fyrirrennari þeirra mekanisku úrin” sagði Frank úlfar „en þessi úr komu fyrst á markaðinn 1968 og það voru Svisslendingar sem voru fyrstir að framleiða þau. Hér á landi vantaði undirstöðuþjálfun almennt i meðferö og viðgerð þessara úra enda var námskeiðið velsótt og velþegið af úrsmiðum aö sækja þekkingu i smiðju svissneska sérfræðingsins”. —ÞG íeldhúsinu ■ ■■ M m ai ■■ wm wm wm tm ■■ •* bi wm n ■■ wm wm w ■§ ■■ ■■ ■■ ■■ ■■ ^ ■■ m ■■ wm wm wm ■■ h ■■ ■§ M M H ■■ ■§ ■■ ■■ M B H M ■§ ■ Frá Teigagerðl til Gautaborgar lá lelð Gunnars Sigvaidasonar ylirkokks á Hótel Evrópa Eldhúsmálin eru okkur nokk- uð hugleikin eins og vera ber á stóru heimili. Nýlega barst okk- ur grein úr sænska blaöinu GT frá 15. mai si. og þar segir frá yfirmatreiðslumanni á Hótel Evrópa i Gautaborg. Það sem er i frásögur færandi varðandi greinina og kokkinn er að hann er islenskur og heitir Gunnar Sigvaldason. Sagt er frá uppvaxtarárum Gunnars i Reykjavik og að hann hafi byrjað sina eldamennsku hjá móður sinni heima á Teiga- gerði. i sjö manna fjölskyldu, sem Gunnar er alinn upp i, hafi hann snemma komist að raun um að allir þyrftu að hjálpa til á heimilinu og til þess'að sleppa við uppvaskið hafi hann aðstoð- að við eldamennskuna. Þar með var hornsteinninn lagður að framtiðarstarfinu og eftir m.a. fjögurra ára starf á Hótel d’Angleterre i Kaupmannahöfn er hann orðinn yfirkokkur á hinu virta Hótei Evrópa i Gautaborg. Fram kemur i spjalli við Gunnar að verðbólg- an á isiandi hafi átt þátt i þvi að hann flutti til Svíþjóðar með fjöiskyldu sina. Annars er aðal- umræðuefnið i greininni Is- lenskur matur og þar sagt frá sviðum hákarli og skyri. Siðan gefur Gunnar Sigvaldason upp- skriftir af þriréttuðum veislu- mat vikunnar og þar er islenskt hráefni t.d. lambakjötið i há- vegum haft og mælt með þvi sem besta lambakjöti i heimi. t forrétt notar hann lúðu og kenn- ir réttinn við götuna heima — Teigagerði. Uppskriftin er i eld- húsinu okkar i dag. — ÞG Yfirkokkurinn á Hótel Evrópa I Gautaborg Gunnar Sigvaldason matbyr m.a. islenskt lambakjöt og fiskrétti fyrir Svfa. Teigagerðis smálúða Fyrir fjóra 320 g smálúða 1 sitróna 1 lárviöarlauf 1/2 laukur salt, hvitur pipar Sósa: 1/2 dl majones 3/4 dl sýrður rjómi örl. vökvi úr spergladós 1 tsk sinnepsduft dill svartur pipar, malaður Til skreytingar: Salatblöð 4 sperglar, helst langir grænir nokkrar rækjur Skerið fiskinn i fjórar sneiðar og setjið hann i pott. Heliið yfir ör- litlu vatni. Sneiðið laukinn niður og setjið I pottinn, og lárviðar- laufið, hvit piparkorn, salt og eina msk. sítrónusafa. Sjóðið siðan fiskinn augnablik eða þar til hann er orðinn hvitur og gegnumsoðinn og látiö hann kólna i soðinu i pottinum. 1 sósuna blöndum við saman majonesi og sýrðum rjóma, setjum örlitinn safa úr spergla- dós í, en varlega og gætum þess að sósan verði ekki of þunn. Bragðbætum sósuna með sinnepsdufti hökkuðu dilli og nýmöluðum svörtum pipar. Setjum siðan fiskstykkin á salatblöðin. Heilum sósu yfir fiskstykkin. Setjum 1 spergii á hvert fiskstykki og nokkrar rækjur þar ofaná. Skreytum ennfrekar hvert stykki með sitrónusneiðum og tómatbátum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.