Vísir - 27.05.1981, Blaðsíða 5

Vísir - 27.05.1981, Blaðsíða 5
MiOvikudagur 27. mai, 1981 VlSIR 5 Pertim, forseti ltaliu, kallar i dag formenn allra flokkanna á Italska þinginu á sinn fund til aö skoöa alla möguleika á myndun nýrrar rikisstjórnar. Forlani forsætisráðherra baöst í gær lausnar fyrir sig og ráöuneyti sitt vegna hneykslimáls, sem tveir ráðherrar stjórnarinnar voru viöriönir. Liklegast ertaliö.að kristilegum demókrötum veröi fyrst gefinn kostur á aö mynda nýja rikisstjórn, en slöan leitaö til sósíalista ef þaö mistekst. stiörnin féll I Hollandi Kristilegur demókrataflokkur Andries Van Agts, forsætisráð- herra Hollands, er áfram stærsti flokkur landsins eftir kosningarn- ar i gær. Stjórnarflokkarnir misstu þó þrjú þingsæti i kósning- unum og þar með meirihluta sinn, en liklegt er talið að leitað verði til Van Agts um rikisstjórnar- myndun. Kðngulóar- maöurinn sektaður um 35 dollara Daniel Goodwin var i gær sekt- aður um 35 dollara (250 krónur) fyrir að klifra upp hæsta hús i heimi, Sears bygginguna i Chi- cago. Hann var kærður fyrir ósæmilega hegðun .á almanna- færi.. Þetta uppátæki Daniels hefur vakið athygli viða um heim og að sögn Chicago-lögreglunnar hafa borist mörg þúsund bréf og sim- hringingar hvaðanæva að úr heiminum þar sem lögreglan er beðin um upplýsingár um Daniel Goodwin. Þess má geta, að það tók Daniel, sem var klæddur i búning teiknimyndahetjunnar Kóngu- lóarmannsins, sjö klukkustundir að klifra upp Sear bygginguna, sem er 440 metra há. Við klifið notaði hann kaðal og haka. broddaskó og sogskálar. Tlu ára drengs saknað I Atianta Lögreglan i Atlanta leitar enn tiu ára gamals blökkudrengs, sem hvarf að heiman i septem- ber. Núer taliðnæsta vistað hann sé 29. fórnarlamb morðingjanna i Atlanta i Bandarikjunum. Ronald Crawford, 22 ára gam- all, kom inn á lögreglustöð i At- lanta i gær, þegar hann frétti, að lögreglan væri að leita að sér. Ronald hafði farið að heiman 18. mai og óttast var að hann hefði verið myrtur. Kveiktu í fangelsinu Mikil ólæti urðu i fangelsinu i Michigan i Bandarikjunum i gær, en þar blossuðu einnig upp óeirðir fyrir fjórum dögum. 1 gær kveiktu fangar i fjórum svefnálmum fangelsisins auk matsalar og voru 25 manns fluttir á sjúkrahús, vegna meiösla, þar af fimm verðir. Rúman klukku- tima tók að slökkva eldinn. 1 fangelsinu i Michigan eru 5.300 fangar, og er þetta eitt stærsta fangelsi veraldar. Um eitt þúsund fangar tóku þátt i óeirðunum i gær. Eftir að eldur hafði verið slökktur, kom aftur til átaka, þegar um tvö hundruð fangar neituðu að fara inn i klefa sina. Stálu ein- gdngu lásum Brotist var inn i verslun i New York um helgina og stolið þaðan vörum að andvirði 300 þúsunda dollara, sem samsvarar 2,1 mill- jón króna. Þetta þætti að öðru jöfnu ekki fréttnæmt, ef ekki væri vegna þess að þjófarnir stálu eingöngu lásum, þjófalásum og dyrakeðj- um. Það var Arrow-lásafyrirtæk- ið, sem fékk þessa heimsókn, en þjófarnir komust inn um þakið. Donna búin að missa örina NU er hdn Donna, anda- mamman, sem Vfsir sagöi frá I gær, laus viö örina sem hún hefur mátt burðast með I rúman mánuð. Dýraverndunarmenn náðu Donnu og fjarlægðu ör sem stóð f gegnum háls hennar. Þeir hreinsuðu sárið og taliö er aö önd- in sé Ur allri hættu. Enn hrakar Wyszynski Heilsu Stefans Wyszynski kardinála, æðsta yfirmanns ka- þólsku kirkjunnar i Póllandi, hrakar enn og eru læknar alvar- lega hræddir um lif hans. Talsmenn kirkjunnar sögðu i morgun, að óvist væri að hinn 79 ára gamli kardináli myndi lifa daginn á enda. Wyszynski kardináli hefur ver- ið yfirmaður kaþólsku kirkjunnar iPóllandi i meira en þrjá áratugi og er afar vinsæll meðal lands- manna sinna. Páfinn hringdi til hans i fyrradag og ræddu þessir tveir pólsku kirkjuhöfðingjar saman úr sjúkrabeðum sinum i fimm minútur. Wyzsynski kardináli er nú mjög þungt haldinn og er talið vafa- samt að hann lifi daginn af. Forseti Bólivíu lætur af embætti - en velur sjállur eftirmann sinnl Forseti Bóliviu, Luis Garcia Meza, hershöfðingi, sagðist i gær ætla að segja af sér forsetaem- bættinu og velja nýjan forseta 17. júli. Tilkynning hans kom nokkuð á óvart, þó hún kæmi i kjölfar mis- heppnaðrar byltingartilraunar Emilio Lanza, undirforingja. Gracia Meza hershöfðingi sagði ekki hvers vegna hann segði af sér. Hann sagði þó, að með bylt- ingu hersins i fyrra hefði ætlunin veriö að endurskipuleggja þjóð- félagskerfið og fyrstu skrefin i þá átt hefðu verið stigin. Þvi væri rétt að nýir menn kæmust til valda og ætlaði hann ásamt samstarfsmönnum sinum að til- kynna val á nýjum forseta 17. júli, en þá er árs afmæli byltingarinn- ar. Nýr forseti á að taka við völd- um 6. ágúst. Emilio Lanza og aðrir foringjar byltingartilraunarinnar eru i sendiráði Vatikansins i La Paz og hafa sótt um að komast úr landi. Hua Kou Feng, formaöur kinverska kommúnistaflokksins. Lætur Hua Kuo Feng af embætfi? - Hu vaobang tallnn llklegur eHirmaður Allir h'kur eru nú taldar á þvi, að Hua Kuo Feng, formaöur kin- verska kommúnistaflokksins, láti af embætti eftir miðstjórnarfund flciíksins i júni. Hua hefur verið heldur valda- litill að undanförnu eða frá upp- gjörinu við fjórmenningaklikuna og Mao formann , en valdamesti maður landsins er nú talinn Teng Hsiao Ping. Það er einmitt mikill stuðn- ingsmaður Tengs, Hu Yaobang, sem er liklegur eftirmaður Hua. en Hua hefur mjög gagnrýnt margar gerðir Maó formanns siðustu valdaár hans.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.