Vísir - 27.05.1981, Blaðsíða 10

Vísir - 27.05.1981, Blaðsíða 10
Tf SCVISTf 10 Hrúturinn. 21. mars-20. april: Gefftu þér góðan tima til að athuga aiia möguleika vel áður en þtí ræður þig I nýja Nautið, 21. apríi-21. mai: Láttu ekki tilfinningar ráða ferðinni I vinnunni i dag, þvi það gæti komið þér I koll. Tviburarnir, 22. mai-21. júni: Gakktu úr skugga um að þú hafir fengið nægar uppiýsingar áður en þú úttalar þig um ákveðið mál. Krabbinn, 22. júni-23. júli: Einhverjir smáerfiðleikar valda þvi að þú verður að leggja óvenjuhart að þér í dag. I.jónið. 24. júli-2:i. agúst: Reyndu að koma einhverjum af hug- myndum þinum á framfæri við rétta aðila i úag. Mevjan. 24. ágúst-2:t. sept: Láttu ekki smávægiiegar tafir setja þig út af laginu. Einhver góður vinur kemur þér á óvart i dag. Vogin, 24. sept.-22. nóv: Segöu það sem þér finnst um ákveðiö málefni. Þaö er alltaf betra að koma til dyranna eins og maöur er klæddur. Drekinn 24. okt.—22. nóv. Fjármáiin standa vel þessa dagana, en það er ekki þar með sagt að þú getir farið að eyða að vild. Bogm aðurinn, 22. nóv.-21. Láttu ekki aðra hafa áhrif á skoðanir þin- a. bú ert fulifær um að dæma sjálfur. Steingeilin, 22. des.-20. jan: Gakktu úr skugga um að þú hafir ekki móðgað náinn vin þinn áður en það er um seinan. Vatnsberinn, 21. jan.-l9. feb: Vertu ekki of ráðrikur I dag. Stundum get- ur verið gott aö hlusta á það sem aörir hafa uin málin að segja. Fiskarnir, 20. feb.-20. mars: Láttu ekki gulliö tækifæri renna þér úr greipum . dag. En til þess þarftu aö vera vel vakandi. VISIR Miðvikudagur 27. mai, 1981 Þessir fyrrverandi féiagar Tarsans voru lika fangar eðlu mannanna. Miðvikudagur 27. mai, 1981 VfSIR ■ n I Sveinn Eg/isson hf. Skeifan17. Sími 85100 Hermann Þórisson og eiginkona hans, Rannveig Sigurðardóttir Kermann Þórisson ver doktorsritgerð f Gautaborg í dag i dag ver Hermann Þórisson doktorsritgerð við Gautaborgar- háskóla. Ritgerð Hermanns er á sviöi iikindafræði og heitir „The Coupling of Regenerative Processes”. i ritgerðinni beitir hann nýiegri likindafræðilegri tækni við rannsókn á „Regenertive Processes”, sem er mjög mikiivæg tegund iikinda- fræði (Stochastic Processes). Niðurstöður Hermanns hafa hagnýtt gildi m.a. i „Questing Theory”, en hún er grundvöllur ýmissa likana við rannsóknir og áætlanir varðandi birgðastreymi, samgöngur og aðra þjónustu. Hermann er fæddur 1. október 1952, sonur Bjargar Hermanns- dóttur og Þóris Bergssonar, tryggingastærðfræðings. Hann tók stúdentspróf frá Menntaskól- anum i Reykjavik vorið 1972 og fil. cand. próf frá Gautaborgar- háskóla 1975. Siðustu árin hefur hann samhliða námi og rann- sóknum kennt við þann háskóla. Kona Hermanns er Rannveig Sigurðardótir, sem lauk fil. cand. prófi I nútimasögu frá Gauta- borgarháskóla nú i vetur. Nýja Grensássund- laugin lokheld í júni Við Grensásdeild Borgarspital- ans eru framkvæmdir á endur- hæfingarlaug i gangi en þær hóf- ust i ágúst i fyrra. „Reiknað er með að þessum fyrri áfanga ljúki næsta haust þannig að byggingin verði fokheld og með gleri i júniogað lokið verði við frágang lóðarinnar 1. októ- ber” sagði Ásgeir B. Ellertsson yfirlæknir deildarinnar er blaðamaður Visis spurðist fyrir um framkvæmd laugarinnar. „Sigurður og Július” verktakar sjá um fyrri áfangann en verið er að ljúka hönnun á siðari áfanga og fer það eftir fjármagni hvenær hægt verður að. bjóða hann út. „Vonir standa til að siðara útboð geti orðið um næstu áramót og þá ætti byggingin að komast i gagnið seinni hluta næsta árs” sagði Asgeir. Aðstaða fyrir endurhæfingar- sjúklinga mun stórbatna með til- komu laugarinnar þvi lömun- arsjúklingar eiga miklu auðveld- ara með að hreyfa sig i vatni en i andrúmsloftinu. Oft getur sjúkl- ingur sem getur ekki eða litt hreyft sig i andrúmslofti náð upp hrfeyfigetu i vatni, vegna þess hversju hann léttist mikið og vegna stuðnings vatnsins við likamann, og þá þjálfað vöðva sem ella yrðu ónothæfir. Að mati Asgeirs er meðferðarlaug þvi bráðnauðsynlegur þáttur i endur- hæfingu og taldi hann að æskilegt hefði verið að hefja þessa fram- kvæmd fyrr en það væri alltaf spurning um peninga. Einnig eru endurhæfingalækningar tiltölu- lega ný grein þannig að margir hafa e.t.v. ekki gert sér grein fyr- ir gildi þeirra. „1 framtiðinni.þegar laugin kemur i gagnið, viljum við að hún verði nýtt fyrir sjúklinga deildar- innar, göngudeildarsjúklinga svo og sjúklinga annarra sjúkrahúsa sem þyrftu á meðferð i laug að halda, þvi hún verður þá eina laugin fyrir sjúkrahúsin hér i Reykjavik”, sagði Asgeir enn- fremur. Hönnuðir sundlaugarinnar eru Þorvaldur Kristmundsson og Magnús Guðmundsson. Yfirumsjón með byggingarfram- kvæmdum hefur Skúli Guð- mundsson forstöðumaður fram- kvæmdanefndar innkaupastofn- unar rikisins. —HPH. Unnið er af kappi við að byggja þak yfir sundiaugina. (Visism. EÞS) Átta góðar óstœður fyrir kaupum ó Ford Taunus l.Tvö börn og sex töskur geta verið nægar ástæður til kaupa á rúm- góðum f jölskyldubíl eins og Ford Taunus. Það vita þeir sem f.ara í langferðir með fjölskylduna og þann farangur sem henni fylgir. En það eru að minnsta kosti 7 aðr- ar góðar ástæður fyrir kaupum á Ford Taunus: 2. Sparneytni: á 80 km hraða eyðir Ford Taunus með 1600 vél að- eins 7,1 I. pr. 100 km. 3. Þrautreyndar vélar 1600 cc 4ra strokka og 2000 cc 6 strokka. 4. öryggi: Sterkbyggð yfirbygg- ing, diskahemlar, einstaklega nákvæmt og létt stýri. 5. Þægindi: Lúxus innrétting, tau- áklæði á sætum, aflmikil mið- stöð, mjúk en sterkbyggð f jöðrun. 6. Þjónusta: Ford viðgerða- og varahlutaþjónusta um allt land. 7. Úrval gerða og búnaðar: 1600 GL 2000 GHIA, 1600 GL station, 2000 GL station. Sjálfskiptingar, vökvastýri. 8. Verð: Ford Taunus kostar kr. 106.000,00 (1600 GL) Eins og verðið ber með sér höfum við fengið ríf legan afslátt frá verk- smiðjunum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.