Vísir - 27.05.1981, Blaðsíða 17

Vísir - 27.05.1981, Blaðsíða 17
Stund milli stríöa. Þessar brosmildu stelpur eru allar i 1. flokki og búnar aö æfa ballett I 4—6 ár. Ekki vildu þær nú ákveöa um ballett I framtlöinni, enda mikil vinna og erfiöi sem liggur aö baki ef árangur á að nást. Þær heita Dalla, Svala, Kolbrún og Marla. Blaðsölustrákur i draumaheimi, dansaö viö túnlist Johann Strauss, Morgunblööin. „Teygja úr tánum, strekkja hnén” - Lillð inn á æiingu h|á Listdansskðlanum ilrefna Björk 9 ára og Itelena 12 ára. Þær sögöust ekkert bangnar við sýninguna, en voru svolitið feimnar. Elstu nemendur Listdansskólans eru 14. flokki og margir hverjir búnir aödansa ballett I 8—10 ár. Þarna svífa þau um i ljúfum dansi viösvitu eftir Praetorius. Jóhannes Pásson, 17 ára gamali og einn fjögurra stráka i skólan- um. Hann er búinn aö æfa ballett i 8 ár. Hann vildi gjarnan fá meiri sérþjálfun fyrir karlmenn i skólann, en kvað mjög gagnlegt aö fá leiðbeiningar frá erlendum dönsurum sem hingað koma. Jóhanncs var svolitiö kviöinn, enda með stærra danshlutverk á þessari sýningu en oftast áður. Það var lif og fjör hjá þeim stóra hópi sem tekur þátt i nemendasýningu Listdansskóla Þjóðleikhússins i kvöld og á morgun, er litiö var inn á æfingu þar fyrir skömmu. Ingibjörg Björnsdóttir, skóla- stjóri', var óþreytandi við endur- tekningar og leiöbeiningar, jafnt við þá yngstu sem elstu. Það eru 69 nemendur á aldrinum 9—18 ára sem þátt taka, úr fjórum flokkum skólans, auk nokkurra úr forskól- anum. Krakkarnir tóku leiðsögninni með mikilli þolinmæði, enda þótt að baki lægju og einnig framund- an, þrotlausar æfingar og vinna. Fyrir viðvaninga virðist það óskiljanlegt hvernig hægt er að dansa svona lengi á blátánum og strekkja svo þokkafullt úr fót- leggjunum án þess að hniga niður með kvalafullan sinadrátt. En með æfingunni lærist það eins og annað, enda vist hún sem skapar meistarana. Flestir nemendanna eru búnir að æfa ballet i áraraðir, meira að segja yngstu dömurnar, 9 ára gamlar, hafa sumar æft á .fjórða ár. 1 elsta flokknum er komin mikil alvara i æfingarnar og flestir nemendur þar hyggjast leggja ballett fyrir sig i framtið- inni. Fyrir þeim liggur aö fara er- lendis til frekari þjálfunar og starfa, eða að reyna að komast inn i tslenska dansflokkinn, sem mun hægara sagt en gert. Við skólann kenna auk lngi- bjargar, fjórar stúlkur úr Is- lenska dansflokknum auk annars aðstoðarfólks, en nemendur eru alls um áttatiu talsins. Sýningarnar verða i kvöld kl. 20 og á morgun kl. 15 i Þjóðleikhús- inu. — JB Lovisa, Soffia, Svanhvit, Ásta Björk og Áslaug, allar úr 3. flokki biöu sins tima, þolinmóöar mjög. Nettog lipur eins og ballettdömur eiga aö vera, enda komin I 2. flokk. FLUGOG BÍLL no vilo um STÓRKOSTLEGASTI FERÐAMÁTINN SÝNISHORN AF VERÐI: 3 VIKUR, 3 í BÍL FRÁ KR. 3.164.- 1 / 2 / 3 / 4 VIKUR VIKULEGAR BROTTFARIR TIL LUXEMBORGAR í HJARTA MEGINLANDSINS BÍLL AÐ EIGIN VALI ÓTAKMARKAÐUR AKSTUR LÖND OG ÁFANGAR AÐ VILD URVAL við Austurvöll S 2690

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.