Vísir - 27.05.1981, Blaðsíða 23

Vísir - 27.05.1981, Blaðsíða 23
Menntun á háu plani Þegar viö hugsum um frasðslu- mál á Bretlandi kemur okkur fyrst i hug háskólarnir Oxford og Cambridge svo og mennta- skólarnirEton og Harrow. Ýmsir aðrir möguleikar eru þó opnir i breska menntakerfinu, — til dæmis geta menn gengið i skóla til að læra að ganga á stultum. Joe Long, „stultusérfræðing- ur”, hefur nýlega sett á stofn skdla fyrir þá sem áhuga hafa á að nema þessa listgrein og hann þarf svo sannarlega ekki að kvarta yfir námsleiða nemenda sinna. Hann hefur nú um 40 nemendur og færri komast að en vilja og er biðlistinn orðinn býsna langur að sögn heimilda. Hér er aðallega um að ræða unglinga en þó má finna nemendur allt niður i fimm ára aldur. Meðfylgjandi myndir eru af Joe og nokkrum nemenda hans. Ein námsgreinin I skólanum er knattspyrna. Kærleikssöngvarar Fjölmiðlar i Vesturheimi hafa greint frá þvi, að miklir kagrleikar séu nú með leikkonunni Victoriu Principal, sem menn þekkja úr,, Dallas", og rokkstjörnunni Andy Gibb, en hann er yngsti J bróðir þeirra frægu Gibb-bræðra úr hljómsveitinni ,,Bee i L Gees". Þau Andy og Victoria hafa nú sungið saman Æ h inn á hljómplötu, sem fjallar um ástina, og var Æ A meðfylgjandi mynd tekin af þeim við Æw upptöku plötunnar... Skólastjórinn Joe Long ásamt nokkrum nemendum sínum. Handboltamenn KAásamtkonum sfnum, sem eiga eflaust sinn þátt f margra ára baráttu fyrir sigri í 2. deild og loks er X. deild staðreynd. Með þeim á myndinni er Hallgrfmur Arason og Stefán Gunnlaugsson eigendur Smiðjunnar. Sigurhátíð KA — Langþráöu takmarki náö með þvi að vinna 2. deildina og þar meö sæti i 1. deild í vetur náðu handknattleiks- menn KA á Akureyri þvi lang- þráða takmarki að verða Islandsmeistarar 2. deildar óg vinna þar með sæti i 1. deild. Hlutu þeir 20 stig eftir að hafa sigrað HK i úrslitaleik með 22 mörkum gegn 20. Þar með var langþráðu takmarki náð þvi undanfarin 5-6 ár hefur KA verið með tærnar á þröskuldi 1. deildar, en aldrei náð að komast þar inn fyrir dyr, fyrr en nú. Það var þvi ástæða til að halda hressilega upp á sigurinn. Stefán Gunnlaugsson og Hallgrimur Arason i Smiðj- unni voru á sama máli. Þeir buðu þvi liðsmönnum og konum þeirra i Smiðjuna til veislu, en það hefur verið þeirra siður þegar akureyrsk iþróttalið hafa unnið áfangasigra. En það verður hörð barátta i fyrstu deild næsta vetur og KA menn eru þegar farnirað undir- búa sig af fullum krafti. Birgir Björnsson veröur áfram þjálfari. Þá er búist við að nýir menn gangi til liðs við KA, en ekkert er ákveðið i þeim efnum enn. Meðfylgjandi myndir eru teknar í veislunni i smiöjunni. GS/Akureyri. Guðmundur Lárusson spilaði á gitar og söng. v. in störf fyrir handknattleiksdeiidina, Gunnar Gfsiason fyrir að vera markakóngur KA t vetur og Guðmundur Lárusson fyrir 10 ára leik með mfl. Þorleifur Ananiasson er aldursforseti KA-Iiðsins, en sfkvikur á Ifn- unni. Hann var byrjaður að leika handbolta með KA þegar yngsti liðsm aöurinn, Jakob Jdnsson, var enn hrinandi i vöggu. Birgir Björnsson þjálfari og Hermann Haraldsson liðsstjóri hafa ástæðu til að vera ánægðir.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.