Vísir - 27.05.1981, Blaðsíða 3

Vísir - 27.05.1981, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 27. mai, 1981 Vlll leysa vandamál afburöanemenda - sem margir verða taugavelklaðir vegna tllgangslausra viðfangsefna Fjórmen'ningahópur áhuga- fólks úr röðum skólamanna um bætta þjónustu I grunnskóla- kerfinu hefur um alllangt skeið unnið aðathugunum á stuðningi við afburðanemendur. Einn fjórmenninganna, dr. Bragi Jósepsson, er nýkominn úr kynnisferð til Englands, og annar, dr. Arnór Hannibalsson, hefur unnið talsvert að gerð námsefnis fyrir þennan hóp nemenda. Auk þeirra Braga og Arnórs eru i þessum hópi þau Þóra Kristinsdóttir sérkennari og Ólafur Jóhannsson skólastjóri Æfingaskóla Kennaraháskól- ans. Bragi sagði i samtali við Visi að með nýju grunnskólalögun- um hefði verið stefnt að auknum félagslegum jöfnuði, en blandaða bekkjarkerfið krefðist hins vegar fækkunar i bekkjum og einstaklingsbundari þjón- ustu, sem enn væri óverulega komin til framkvæmda. Vanda- mál afburðanemenda i þessu samhengi væri þekkt hvarvetna og þyrfti að bregðast við þvi mjög markvisst til þess að hæfi- leikar þeirra nýttust og ófull- nægjandi kerfi gerði þá ekki að taugaveikluðum aumingjum. Um kynnisferðina til Englands sagði Bragi að hann hefði farið i átta skóla i North- Hamptonshire þar sem mjög vel væri staöið að skipulagningu á itarlegra og/eða auknu náms- efni fyrir þessa nemendur. Viða annars staðar mætti finna slikt fyrirkomulag og eins væru viða sérskólareða sérbekkir fyrir af- burðanemendur og nefndi hann sem dæmi Sovétrikin, Ástraliu og sum riki Bandarikjanna. Kvað Bragi hafa orðið geysi- legar framfarir á þessu sviði i ýmsum löndum allra siðustu ár. Þá sagði Bragi Jósepsson að val afburðanemenda færi fram með öðrum hætti en áður, þvi á- samt með mælingu greindar- visitölu væri nú tekið tillit til annarra þátta, svo sem heilsu- fars, imyndunarafls og margs annars. HERB Allt reiknað eftir „SRD”! Frá næstu mánaðamótum verða dagpeningar rikisstarfs- manna á ferðalögum erlendis reiknaðir eftir gjaldmiðils- einingunni SDR i stað þess að nota þýska markið i Evrópu og dollarann i Bandarikjunum. SDR eða sérstök dráttarréttindi er byggt á gengi fimm helstu gjald- miðla heims og jafngildir eitt SDR nú rétt rúmum átta krón- um. Krónan verður hins veg- ar látin duga áfram i innanlands- feröum. Almennir dagpeningar erlendis verða frá 1. júni 103 SDR, en dag- peningar vegna þjálfunar, náms og eftirlitsstarfa 63 SDR. Innanlands verða dagpeningar fyrir sólarhringinn 360 krónur, vegna bæði gistingar og fæðis, en veg'na gistingar einnar 153 krónu.r og fæðis eins 207 krónur. HERB. ÞEYR A Hljómsveitin Þeyr er með tón- leika á Borginni annað kvöld kl. 21. Auk hennar kemur hljómsveit- in Taugadeildin fram. BORGINNI Kynnt verður efni af óútkom- inni plötu bresku nýbylgjuhljóm- sveitarinnar Killing Joke, en tveir meðlimir hennar voru ein- mitt hér á landi i siðustu viku. Vörubílstjórar! Höfum fyrirliggjandi mikið úrval af VÍSIR Kvenfangarnir ekki tærðir frá Akureyri ,,Þær veröa áfram i kvenna- fangelsinu á Akureyri”, sagði Þorsteinn Jónsson, fulltrúi i Dómsmálaráðuneytinu, er Visir innti hann eftir þvi, hvort ákvörð- un hefði verið tekin um hvert flytja skyldi konurnar tvær, er dvalið hafa i kvennafangelsinu á Akureyri undanfarna 6 mánuði Samkvæmt reglugerð um fang- elsi þetta má ekki vista fanga i lengri tima i einu en 6 mánuði vegna aðbúnaðar. Þorsteinn var þvi spurður um.hvað hefði breyst i aðbúnaði á staðnum. Benti hann á að reynt yrði að gera ýmsar breytingar á aðbúnaði. Má þar nefna að reynt er að auka og breyta útivist fanganna, ekki ein- göngu i fangagarði, heldur einnig utan fangelsisins. Þá eru fang- arnir hluta dagsins i sal i húsinu er tilheyrir ekki fangelsinu. Reynt verður að bæta úr hávaða. er orðið hefur af umgangi gæslu- fanga sem sitja inni um helgar. Þá benti Þorsteinn á að sjónar- mið fanga, héraðslæknis og heil- brigðisfulltrúa hefðu verið könn- uð munnlega. „Það liggur fyrir að héraðslæknir telur að heilsufar fanganna sé ekki þess eðlis að það krefji að þær verði fluttar. En ég vil taka skýrt fram að hann er ekki á þeirri skoðun að sjálfur staðurinn uppfylli skilyrði til þess að vista fangana lengur”, sagði Þorsteinn. Samkvæmt öðrum upplýsingum Visis mun héraðs- læknirinn hafa talið kvennafang- elsið á Akureyri skásta kostinn eftir að hafa kynnt sér það sem i boði var. Akvörðun um það hversu lengi fangarnir skuli vera á Akureyri, hefurhiniSvegar ekki verið tekin. —AS A) ex hemlaborðum í Scania, Benz, GMC, Henchel, Man og Volvo Stilling hf. Skeifan 11, símar 31340 og 82740 Auglýsing frá vióskiptabönkunum Athygli er vakin á því, að umsóknarfrestur um skuldbreytingu lausaskulda húsbyggjenda rennur út um þessi mánaðamót. Umsóknareyðublöð liggja frammi í bönkunum og verður tekið á móti umsóknum fram á mánudag 1. júní n.k. ALÞÝÐUBANKINN H/F SAMVINNUBANKI ÍSLANDS H/F BÚNAÐARBANKI ÍSLANDS ÚTVEGSBANKI ÍSLANDS IÐNAÐARBANKI ÍSLANDS H/F VERZLUNARBANKI ÍSLANDS H/F LANDSBANKI ÍSLANDS QJ <3 c <S1

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.