Vísir - 27.05.1981, Blaðsíða 9

Vísir - 27.05.1981, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 27. mai, 1981 r- Harðar aðgerðir— ósvíf- in stétt. Sfðustu daga hefur svokölluð iæknadeiia verið i hámæli i fjöl- miðlum. Margir hafa undrast hörð viðbrögð spitalalækna, sem nú hafa sagt störfum sinum lausum á sjúkrahúsum. Spurt er hvers vegna eru þeir svo öánægðir með kjör sin og hvers vega leita þeir ekki höfsamari leiða til leiðréttingar hjá algóðu rikisvaldinu. Þvi er til að svara að árum saman hefur óánægja magnast. Samningaleiðin er iöngu full- reynd og rikisvaldið hcfur mætt óskum lækna um leiðréttingu mála sinna með sliku fálæti, skilningsleysi og andstöðu að fádæma er. öllum óskum lækna er samviskusamlega hafnað af fulltrúum rikisvaldsins og að lokum visað til kjaradóms, sem litla úrlausn veitir. Aðrar heil- brigðisstéttir á spítölum hafa hlotið jafn ófullnægjandi úr- lausn. Læknar og fjölmiðlar. Læknar leiða að jafnaði hjá sér ásakanir I fjölmiölum um illa unnin störf eða mistök i starfi. Vegna þagnarskyldu um einkahagi skjólstæðinga sinna hafa læknar ekki áhuga á að bera sigurorð af þeim i fjölmiðl- um, jafnvel þótt þeir gætu. A Eiríkur Þorgeirsson/ aðstoðarlæknir á Lands- spítalanum, er i hópi þeirra lækna sem sagt hafa upp störfum. I þess- ari grein fjallar Eiríkur um læknadeiluna og segir mðal annars: „Vinnutil- högun er þá með þeim eindæmum að tvisvar f hverri viku er aðstoðar- læknum gert að standa vakt í 26 klst. án hvíldar. Engi'r matar- eða kaffi- tímar eru viðurkenndir um nætur og helgi- daga..." sama hátt ræða læknar treglega ifjölmiðlum velheppnuð læknis- verk, Leiða má rök áð þvi að ofangreint viðhorf valdi einnig þvi að læknastéttin hefur látið undir höfuð leggjast að skýra fyrir almenningi kjör sin, jafn- vel þótt yfirvöld landsins út- hrópi og rangfæri staðreyndir i fjölmiðlum um þessi efni. Forsaga málsins — Reynt á þolrifin. Fyrir tæpum 4 árum (1.11.’77) var gerð dómsátt fyrir Kjara- dómi um kjör sjúkrahúslækna, sem gilti í 2 ár. Litil úrlausn fékkst, en læknum var gert vel ljóst að dómsátt væri betri kost- ur en dómur. Þegar kjarasamn- ingar urðu aftur lausir siðla árs ’79 gekk seinlega að draga rikis- valdið að samningsborði. Haustið ’80 voru samningar þrautreyndir, en rikisvaldið hafnaði öllum kröfum lækna, sem þó voru mjög hófsamar og visaði málinu til kjaradóms. Kjaradómur. Að fenginni reynslu uröu menn vonlitlir um sanngjarnan dóm. Að lokum féll dómur i feb. ’81 og úrskurðaði læknum 6% kauphækkun, en hafnaði flest- um réttlætiskröfum. Hinn nýji dómur er til 1 árs. Nýr kjaradómur er væntanleg- ur eftir 2 ár ef mið er tekið af fyrri reynslu m.ö.o. rikisvaldið hyggst ekki koma til móts við lækna i 5 ár. A sama tima hafa yfirvöld gert skattabreytingar, sem verulega rýra kjör lækna vegna sérstöðu þeirra — sjá siðar. Laun lækna á sjúkrahús- um. Aðstoðarlæknar á Bsp. - 7.400 Aðstoðarlæknar á Lsp. - 7.850. Byrjunarlaun sérfræðings Bsp. - 11.450 Byrjunarlaun sérfræðinga Lsp. - 12.150 Auk þess hækka laun sérfræð- inga um 4% eftir 5 ára starf þ.e. um það bil 100 kr. á ári. — Litum nánar á þetta. Sérstaða lækna. Læknareru tiltölulega gamlir þegar þeir koma til starfa. (Aðstoðal. ca. 27 ára, sérfræð- ingar ca. 35 ára). Starfsæfin er stuttog ævitekjur fást þannig á fáum árum. Margfalt vinnuálag á stuttri starfsævi leiðir til þess að skattar af ævitekjum lækna eru hlutfallslega hærri en annarra stétta. Vegna skammrar starfsævi er lifeyrissjóður lækna bágborin og tryggja læknum ekki sam- bærileg eftirlaun og aðrir njóta. Kostnaður vegna læknis- sta rfs. Nýlega hafa skattayfirvöld hætt að viðurkenna kostnað lækna af starfi sinu. Dæmi: Læknir á bakvakt, sem svara verður útkalli tafar- laust ekur bifreið sinni á vinnu- stað á eigin kostnað. Hann fær engan bifreiðastyrk, ekkert km. gjald, er óheimOt að taka leigu- bil (nema á sinn kostnað) og út- lagður kostnaður er ekki frá- dráttarbærfrá tekjum á skatta- framtali. Með öðrum orðum læknar greiða háan skatt af út- lögðum bifreiðakostnaði i þágu atvinnurekanda. Mun þetta ein- dæmi á Islandi. Sama gegnir um annan kostn- að svo sem rándýr sérfræði timarit, sem læknar eru áskrif- endur að og smátæki til lækn- inga. Engan kostnað er heimilt að draga frá tekjum á skatt- framtali sjúkrahúslæknis. Hins vegar samþykkti Alþingi íslendinga I vor ákvæði um sambærilegan frádrátt iðnaðar- manna af handverkfærum og hljómlistarmanna af hljóðfær- um. Nauðsynleg smátæki lækna og simenntunarkostnaður var einn undanskilinn. Frá gamalli tið fá t.d. ieigubilstjórar toll- eftirgjöf af sinum atvinnutækj- um. Þannig má áfram telja. Af óskýrðum orsökum hefur rikis- valdið á siðustu árum beint spjótum sinum úr öllum áttum i senn að læknastéttinni. Símenntun — vinna utan vinnutíma. Utan vinnutima þarf læknir að verja verulegum hluta fri- timans til viðhaldsmenntunar, til sérstakrar yfirlegu yfir flóknum sjúkdómstilfellum og til undirbúnings fyrirlestra fyrir lækna og aðra starfsmenn spitalanna. 1 landslögum er gerð sú krafa til lækna að þeir viðhaldi þekkingu sinni af kost- gæfni læknalög nr. 80/1969 en læknar njóta engrar umbunar i launum til mótvægis við þá kröfu. Kannast nokkur við svokall- aðan undirbúningstima fóstra eða heimavinnu kennara eða ómælda yfirvinnu ýmissa rikis- starfsmanna. Allt duldar kaup- greiðslur. Engin slik aukaþókn- un kemur i hlut lækna. Vinnutilhögun — Dæmi um lögbrot. Algengast er að 4 aðstoðar- læknum sé gert að skipta með sér vakt allan sölarhringinn 7 daga vikunnar, auk 40 dag- vinnustunda, m.ö.o. 130 klukku- stundir i nætur og helgidaga vinnu deilastá 4 menn vikulega. Vinnutilhögun er þó með þeim eindæmum að 2svar i hverri viku er aðstoðarlæknum gert að standa vakt i 26 klst. án hvildar. Engir matar eða kaffitlmar eru viöurkenndir nætur og helgi- daga (einsdæmi) hins vegar ef svo vill til að sjúkl. séu almennt friskir og hlé verður á störfum falla launagreiðslur einnig nið- ur að mestu. Læknar eru þó skyldugir að vera viðbúnir að hlaupa til á min. en þörf krefur. Engin stétt lætur bjóða sér slik kjör. — Læknar i „kauplausri” yfir- vinnu á sjúkrahúsum hafa yfir- leitt enga sameiginlega aðstöðu til þess að stytta sér stundir eða ræða sameiginleg starfsvanda- mái Augljóst er að lög um vinnuvernd og hvildartima nr. 46/1980) eru þverbrotin daglega á sjúkrahúslæknum. Miölungsmenn. Erlendis eru á 3ja hundrað lækna við nám og störf. Míkil- vægt er að hæfir menn úr þeirra hópi leiti heim að námi loknu. Ljóst er að verði læknum búin léleg kjör til frambúðar er mikil hætta á þvi að þeir hæfustu missi áhugan en miðlungsmenn og lakari, sem færri tækifæri hafa erlendis leiti heim i þeirra stað. Slika þröun þolir islensk heilbrigðisþjönusta ekki. Hvaö geta læknar gert? Sjúkrahúslæknar hafa á undanförnum árum sett fram hófsamar kröfur til leiðrétting- ar á kjörum sinum. Þeir krefj- ast þess að halda hlut sinum gagnvart öðrum stéttum. Rikis- valdið hafnar öllum leiðrétting- um og treystir á að þjónustu- lund lækna dugi til þess að halda þeim að störfum. Læknar hafa ekki verkfallsrétt né heimild til þess að beita samtakamætti til kjarabaráttu. Fávísi ráöherrann. Rikisstjórnin sendir til höfuðs læknum i kjarasamnum menn, sem litla þekkingu hafa á sjúkrahúsrekstri, hvað þá á störfum lækna. Menn sem i krafti valds sins hafna öllum leiðréttingum jafnvel án þess að kynna sér málavöxtu. Nýlegt dæmi er viðtal I sjónvarpi við Þröst ólafsson aðstoðarráð- herra þar sem hann-rangfærir launakjör lækna svo mjög að of- ar liggur ýtrustu kröfum okkar fyrir kjaradómi, en víðsfjarri raunveruleikanum. Um vinnu- tilhögun sagði ráðherran að- spurður að rétt væri að sumir læknar vinni mikið eða allt að þvi á 12. klst. vöktum. Sannleik- urinn er hins vegar sá að að- stoðarlæknar standa yfirleitt 26 klst. vaktir eða lengur. Vinni menn umfram 24 klst. sem jafn- an er nauðsyn kemur ekki sér- stök greiðsla fyrir. Lokaorö. Rikisvaldið hefur misbeitt valdi sinu gegn sjúkrahúslækn- um siðustu ár. Niðurfelling heimildar til þess að draga kostnað af starfi læknis frá tekj- um á skattframtali og nú siðast dómur kjaradóms fyllti mælinn. Samtök lækna stóðu ráðþrota, þannig að læknar áttu þann kost einan að segja störfum sinum á sjúkrahúsum lausum hver og einn. Fréttin flaug og á þremur vikum höfðu velflestir læknar tekið til sinna ráða. Enn bætast menn i hópinn. Engum skal i hug koma að læknar gangi frá störfum sinum með glöðu geði. Rikisvald sem kallar fram slik viðbrögð ber mikla ábyrgð og hlýtur að taka afleiðingunum. Læknaþjónustan s/f. — Háir taxtar. Þegar fyrstu læknarnir voru gegnir frá störfum sinum og rikisvaldið hafði ekki uppi til- burði til lausnar deilunni, sáu læknar að i óefni var komið. Gripu menn til þess ráðs aö stofna Læknaþjónustuna s/f svo kostur væri að halda uppi bráðaþjónustu og lifsnauðsyn- legri við almenning. Birtir voru háir taxtar, viðsfjarri launa- kröfum lækna og þeim óskyldir. Of langt mál er að rekja starf- semi og skýra taxta læknaþjón- ustunar i þessari grein, en athygli vekur að orka valdhaf- anna beinist nær eingöngu að þvi að brjóta þessa þjónustu á bak aftur i stað þess að semja við lækna. Rikisvaldið hefur heldur ekki óskað eftir viöræðu- um viðLæknaþjónustuna s/f um fyrirkomulag þjónustunnar né verð hennar þrátt fyrir skrifleg tilboð læknaþjónustunnar s/f þar að lútandi. Leiöréttum misræmiö. Ekki verður hjá þvi komist að brjóta upp dóm kjaradóms frá feb/ ’81 og leiörðtta það mis- ræmi sem oröið er, hvað við- kemur launum, vinnuskyldu, nauðsyn viöhaldsmenntunar, greiðslu kostnaðar af læknis- starfi, leiðréttingu á lifeyris- sjóösréttindum svo eitthvaö sé taliö. Landsmenn vilja búa læknum góð starfskjör og læknar munu ekki bregðast ábyrgð sinni.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.