Vísir - 27.05.1981, Blaðsíða 20

Vísir - 27.05.1981, Blaðsíða 20
20 VÍSIR Miðvikudagur 27. mai, 1981 í útlöndum hefur pönkið þróast upp I nýtt og ferskt rokk, segir tón- HROKAFULLUR STRÆTÚ- STJÚRI (LÚGGULEIK Farþegi hringdi: Ég fór með Kópavogsvagninum heimleiðis á föstudagskvöld og varð eins og aðrir að skipta um vagn á skiptistöðinni. Ég bý i Austurbænum og vagninn þangað biður sunnanverðu götunnar og sést illa úr biðskýlinu. Hann var lokaður, þegar viö farþegar úr Reykjavik komum að honum og bilstjóri ekki i sjónmáli. Það var að byrja að rigna. Ég hef séð hvar takkinn er, sem dyr vagnsins eru opnaðar utanfrá. Ég teygði mig i hann, opnaði og við öll, sem bið- um, stigum inn i vagninn. Eftir drjúggóða stund kom öku- maðurinn. „Hver opnaði vagn- inn?” spurði hann með svip þess og fasi, sem valdið hefur. Ég sá ekki ástæðu til að leyna þvi og gaf mig fram. „Viltu koma hérna frammi,” skipaði valdsmaður- inn. Siðan var ég tekinn til með- ferðar. Mér var gert ljóst, að ég hefði gert mig sekan um innbrot og spurður hvaða málsbætur ég hefði, o.fl., i sama anda. Ég benti á, að aðrir vagnar stæðu i grenndinni opnir og bil- stjóralausir og þannig væri far- þegum mismunað með þvi að loka einum, þegar ökumaður þyrfti að ganga erinda sinna, og einnig að vegna þess hvað illa sést til ferða bilstjóranna,úr bið- skýlinu, hefði það stundum komið fyrir, að farþegar, sem biða i skýlinu, missa af vagninum undir svipuðum kringumstæðum. Að auki sagði ég ökumanninum, að ég kynni þessari yfirheyrslu illa, ég kannaðist ekki við að hafa framið neitt afbrot. „Við skulum nú láta reyna á það”, sagði ökuþórinn i lögguleik og fór út úr vagninum. Við biðum i stundarfjórðung. Þá kom bil- stjórinn aftur og nú i fylgd með löggunni. Þar voru hafðar i frammi spaugilegar stælingar á rannsókn glæpamáls, en leikur- innendaði á, að ökumaðurinn bað okkur farþega að vera svo góða að flytja okkur i vagninn fyrir aft- an þvi að hann var orðinn svo seinn, að þessa ferð varð að fella niður. Siðan ók hann einn á brott i vagninum. Ég geri ráð fyrir, að ökumaður- inn hafi lögin sin megin, en fyrr má nú vera hrokinn i þjónustu- manni bæjarbúa! Og ég er ekki grunlaus um, að lögreglan eigi til að vera seinni i vöfum stundum, þegar stærri mál ber á góma. Hvað hafa yfirmenn strætis- vagna Kópavogs um svona mál að segja? »"1 Biðstöðin i Kópavogi listarmaður, en Utangarðsmenn cru staðnaðir, án frumleika og anda- giftar. Enn um utangarðsmenn: „Skallapopparar 9999 Meö þessu bréfi látum við fylgja átta ára gamla mynd af Guðmuir Jónssyni, söngvara, þar sem hann er i nafni Lions að búa sig undir a selja perur til ágóða fyrir gott málefni. EKKI BARA LIONS! „Þeir eru Tónlistarmaður skrifar: A dögunum birtust bréf á les- endasiðunni um hljómsveitina Utangarðsmenn, þ.e. deilur um, hvort hún sé góð eða slæm. Mig langar til að leggja nokkur orð i belg um þetta efni. Það hefur löngum tiðkast, að stefnubreytingar verða i listum, og á það jafnt við um tónlist og myndlist sem og aðrar listgrein- ar. Þetta ræðst mikið af samfé- lagslegu ástandi, svo og tækni- nýjungum og öðrum framförum, sem gefa kost á nýjum efnum og „effektum” til listsköpunar. Alþýðutónlistin hefur ekki farið varhluta af þessu, frekar en aðrar listgreinar. Þar hafa miklar stefnubreytingar orðiö, misjafn- lega áhugaverðar, en allar á viss- an hátt nauðsynlegar til að tryggja eðlilega þróun. Diskó: Útþynnt iðnaðarvara Diskótónlistin hélt innreið sina hér á landi sem annarsstaðar, danskennurum og veitingahúsa- eigendum til mikillar gleði, en mörgum tónlistarmanninum til gremju, þvi að lifandi tónlist beið skipbrot. Þótt diskóið nyti al- mennra vinsælda, að þvi er virt- ist, Var það talið af flestum vél- rænt, tilfinningasnautt, inntaks- laust og útþynnt iðnaðarvara, sneitt öllum frumleika og sköpun- aranda. Þetta hlaut að kalla á andstæöu sina, sem það og gerði, og var fyrirmyndin sótt i hljómsveitir úr breskum lágstéttarhveríum, sem spiluðu einfalda þriggja hljóma músik. 1 textum fjölluðu þeir um hlutskipti sitt, sem fórnarlömb borgaralegs samfélags. Tónlist þeirra og textar féllu mjög vel að tiðarandanum. Fjaðrafok og flatir blaðamenn Pönkið hefur siðan þróast, eins og lög gera ráð fyrir, fyrst út i „nýbylgju” og nú siðast i hreint þétt og vel útfært rokk. Þetta hef- ur verið einskonar endurskipu- lag, á rokkinu, unnið frá grunni og hefur leitt af sér rokk með nýtt og ferskt yfirbragð. Það má teljast ótrúlegt, hve miklu fjaðrafoki þessi tónlistar- stefna hefur valdið hér á landi. Blaöamenn hafa sprengt þetta upp i blöðum og legið flatir fyrir hverri „quick made” hljómsveit, sem rétt væri að kalla svo, og troðið hefur upp i nafni pönksins. Og látunum linnir ekki, þótt stefnan hafi staðið i þrjú ár. Og áfram hlusta aðdáendur Bubba, yfir sig hrifnir af sinum frumlega smekk. Enginn frumleiki engin andagift En spurningin er, hvort pönkið sé ekki komið i sama farið og diskóið forðum. Inntak textanna telst varla frumlegt lengur, upp- skriftin er að vera á móti öllu, velja sér þema, fylla það siðan af ljótum lýsingarorðum og þylja það upp yfir blásaklausum al- menningi. Alltaf á sama einfalda mátann, sami talandi söngurinn, sama „beatið” sömu frasarnir. Enginn frumleiki og engin anda- gift. Frumleiki felst i sifelldri endurnýjun. Se hún ekki, er stöðnun. Ruglaðir i riminu Eins og fyrr er getið, hefur pönkið þróast erlendis, yfir i góða rokk-tónlist. A erlendan mæli- kvarða hljóta Utangarðsmenn þvi að flokkast undir þá landsfrægu nafngift „skallapopp”. Dýrkun landans á strákunum hefur rugl- að þá i riminu, svo að nú ætla þeir út i heim að gera stóra hluti. Ég vona að sjálfsögðu, að þeim gangi allt i haginn, en þvi miður er ég smeykur um, að þeir hefðu betur farið strax eftir stofnun hljóm- sveitarinnar og kynnt sér ramm- islanska frystihúsatáfýlu i út- landinu. Mig langar i lokin að nefna hljómsveitina Þeysem hefur þró- að músik sina i rétta átt. Enda er hún skipuð þrautþjalfuðum hljóð- færaleikurum og má þar nefna Þorstein Magnússon, gitarleik- ara. Hann hefur langa reynslu að baki, reynslu, sem hefur þroskað hann og sjóað i tónlistinni. Lesandi hringdi: i tilefni frétta af gjöfum Lions- manna á lækningatækjum og öðr- um gagnlegum hlutum til þarfra málefna, vildi hann koma á fram- færi þakklæti til þeirra. Hann vildi þakka þeim fyrir að safna fé til kaupanna og fyrir þeirra fyrirhöfn við söfnun og kaup. En hann vildi lika benda á, að gjafirnar eru sjaldnast frá Lions- mönnum einum, þar leggja al- menningur og rikið þung lóð á vogarskálarnar. Almenningur gefur ekki Lions- hreyfingunni féð, sem safnast, sagði lesandinn, heldur þeim, sem eiga að njóta gjafarinnar, þegar hún erkomin. Og rikið gef- ur oft eftir aðflutningsgjöld af slikum gjöfum. Siðan itrekaði lesandinn þakkir til Lions fyrir forgönguna.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.