Tíminn - 24.12.1969, Side 5

Tíminn - 24.12.1969, Side 5
TÍMINN - JOLABLAÐ 5 Séra Gunnar j' Arnason, Kópavogi: Orðin eiga sér rætur í Daví'ðs sálmum. LLkingin er þaðan tek in. Sjá t.d. uppliaf 18. Dvs.: Ég clska þig Drottinn, þú styrkur minn, Drotlinn, bjarg mitt og vígi, athivarf mitt, Guð minn, hellubjarg mitt, þar sem ég leita hælis, drjöldur minn og borg hjálp- ræ'ðis míns, háborg mín, hæli mitt, frelsari minn, þú frelsar mig frá ofbeldi. — Þetta eru eWfom or'ð. Mörg um sinnum eldri er þó hugs- unin a<5 báki þeim, tilfinning- in, sem gæðir þau lífi og krafti og gerir þau eins auðskilin og hugteek og þau voru, þegar þaiu vonu fyrst bundin í Ijóð og eru enn í dag. Þær sagnir, er geymzt hafa og flestar fornieifar, sem fund- izt hafa um fornþjóðir, bera þess óræk vitni, að trúin hef- ur fyigt manninum frá því að hann komst nokkuð til vits og ára. Og Ifcjarni hennar er meira Og minna ijós meðvitund um audlcgan matt utan mannsins sjáifs oig hinnar sýniiegu nátt- úru. Hann vekur fyrst og fremst meiri og minni ótta með þedm, sem standa á lægsta þroskaskeiði og eru börn í þekkingu. Þess vegna eru hon- rnn fœrðar fórnir til að blíðka hann. En þeim mun meir, sem augu manna opnast fyrir undr- um veraidar, dýrð himinsins 0(g leyndardomum Mfsins, vex lotningin og eiskan i gar'ð Gu'ðs, og hann verður örugg- asta athvaríið. — Drottinn er m-inn hirðir, mig mun ekkert bresta. — Þessi tónn fullkomnast í síö- ustu orðum Krists á krossin- um: — Faðir, í þínar hendur fel ég anda minn. — Ég rek þennan feril lengra og hef aldir í skrcfi. Hlusta næst eftir sama ómnum í ljóði Hallgríms Péturssonar, seni hann orti þegar bærinn brann í Saurbæ og eigur hans filestar orðnar rjúkandi rústir. Ifann þekkti of vel til örbirgðarinn- ar til að vita ekki hvað það gilti. En hann hóf efckert harmakvein. Það er vorbirta og friður í rómi hans: Guð er minn Guð, þó geysi nauð og gangi þannig yfir, syrgja skal spart, þó missta eg margt, máttugur Herrann lifir. Af hjarta nú og hreinni trú til hans skal ég mér venda. Nafn Drottins sætt fær b'ölið bælt, blessað sé það án enda. Jónas 1-Lallgrimsson.mun eng an hafa syrgt sárar, né harm- að meira en Tómas Sæmunds- son. Hann hrópar fyrst í angist: Dáinn horfinn . . . en svo slær kann á þann streng- inn, sem hér um ræðir: Eitt eg veil urn alla vegu atheknspeki dásamlegu, þeir eru einskær ást og náð. Felum Drottins föðurhönd harma vora og hjartaþunga hann á sjálfur gamla og unga frjáls að leysa líkamsbönd. Loks minnd ég á eftirfai'andi erindi úr erfiljóðum séra Matt- híasar eftir ungan efnisdreng: Og faðir, móðir, — eg get ckkert sagt, — á y.kkur hefur Drottinn höndu lagt, und þeirri höndu öróast mestu tár, und þeirri höndu gróa verstu sár. Það er sú eina heimsins líknanhönd, sú hönd, sem friðar þessa eyðiströnd, sú höntí, sem veitir hverja náðar gjöf Sú hönd, sem opnar dauðans mifclu gröf. í engu þessara tilvika er um skáldamál að ræða í þeirri merkingu, að ort sé af upp- gerð, sjálfum sér til deyf- íngar né af brjóstgæðum öðr- um til hughreystingar. Engum höfnndanna var þann veg farið að þeir hefðu freistað siíks. Enda væri þá hitinn löngu rofc- inn úr orðunum og máttur þeirra með öllu þorrinn. Þau vektu þá heldur ekki nokkurn minnsta enduróm í sálum vor- um. En vér þekkjum þennan streng. Hann ómar eitthvað í allra brjóstum eins og forfeðr- anna frá upphafi alda. Missterkt að. sjálfsögðu. Menn eiga mismunandi trú eins og allt, sem er eðlislægt. Og hana má e-fla eða slæva svo sem aðr- ar gáfur. Dæmin sanna það fyrr og síðar. Enginn skyldi halda að þessi trúarstrengur ómi eftir stétt manna eða stöðu, efnum eða ástæðum, né að styrkleiiki hans &é í beinu hlutfalli við mennt- un þeirra og þefckingu. Og menn láta oft lítt uppi um hann. Hvergi á það betur við en um trúna, sem Játgeir skáld mælti um íslendinga, að menn affclæðast ógjarnan — opna sízt hug sinn — á almanna slóðum. Ég |x>ri að fullyrða, að það vekti mörgurn mikla undrun, ef opinbert yrði, hversu lifandi og hvílifct afl trúin er í brjóstum alls þorra manna. Að minni reynslu eru sunnu dagárnir oft öfug myncl henn- ar. Það er hjátrú að vísindin séu á góðri leið með að uppræta trúna og í þann veginn að gefa út dánanottorð Guðs. Kelvin lávarður, eimhver frægasti brautryðjandi uppgötvana og vísinda lét svo ummælt: „Ef vér leggijunrst nógu djúpt, neyða vísindin oss til trúar á Guð. Þau leiða í ljós að sfcap- andi afl er að baki tilverunn- ar.“ Einstein gefur sams kon- ar yfirlýsingu í grein um trú sína. Og nú berast þær frétt- ir vestan um haf, að fjöldi vís- indamanna þar vilji fá tæki- færi til að gegna kristinni þjónustu. Telji hana mest að- kaliandi. Enn er það ónefnt, sem mest styrkir trúarstrenginn og vekur máttugustu óma hans. Það eru til „augnablik helg- uð af himinsins náð“. Ótal fleiri um allar jarðir en ætlað er, öðlast þá reynslu að þeir í hrifningarástandi — stundium í bæn — oft rneð öðr- um hætti — finna og verða þess vitandi — að Guð er til og öllu er horgið, því að „hönd“ hans umJyikur allt og alla. Lútiher var einn þeirra manna. Hann kynntist ungur kvalræði efans og lenti í óbæri- legu sálarstríði, en fcom úr þvi líkt og hrísla undan fönn, sem réttist mót heiðum himni. Hann var gripinn af náð Guðs, fullviss um að yfir sér vœri vakað. Þar af spratt styrkur hans í Worms. Og þess vegna gat Katrin kona hans, rifið hann upp úr vonleysisþönkum og hugdepurð löngu síðar, með því a’ð spyrja hann, eílaust með nokkru fasi og dálítið hvasst: „Heldur þú að Guð sé dauður“. Þá bálaði upp sá neistinn, sem á sínum tíma hafði verið kveikjan í hans frægasta sálmi. Ég er ekki hrifinn af siðari helmingi þessa sálms og finnst kominn tími til að sleppa þeim tveim versum úr sálma- bókinni, ekki síður en ýmsu. sem þaðan hefur þokað. Það haggar ekfci þeirri staðreynd að sálmurinn er þannig til kom- inn og svo kraftþrunginn, að hann hefur frá upphafi verið sérstæður lofsálmur og mestur baráttusöngur mótmælenda fró upphafi. Ég klykki út með minnilegu dæmi því til staðfestingar. Arne Fjellbu, dómprófastur (1937—1942) og síðar biskup (1945—1960) í Niðarósi herm- ir frá þessu atvifci, sem rak smiðshöggið á þá ákvörðun Þjóðverja að taka hann hönd- um og víkja honum frá emb- ætti 1. febrúar 1942. Fjellbu dómprófastur hafði boðað messu kl. 2 nefndan dag. Þýzku hernaðarvöidin bönnuðu hana stranglega. Fjell bu slapp þik.með leynd inn i kirkjuna. 'Einnig nokkrir kirkjugestanna, sem fyrstir komu. En áður en varði kom herlögregla á vettvang, harð- læsti kirkjunni og skipaði fjöl- mennan vörð þar fyrir utan. Aragrúi fólks safnaðist þó sam an þarna á torginu mikla fram- an við Ólafskirkjuna, höfuð- helgidóm Norðmanna. Sjón.ar- og heyrnarvottur, L. Bang Hansen, .sóknarprestur skýrir svo frá: „Það var engin skyndi múg- ]>yrping heldur gríðarmikill fjöldi kristinna áhugamanna — þ.á.m. f'lestir prestar borg- arinnar, — sem stóð fyrir utan dómkirkjuna nokkru fyrir nón síðastliðinn sunnudag — og herlögreglan hindraði í að fcom ast inn í guðshús og taka þátt í miessunni og rieyta kivöldmál- . tíðarinnar. Við lifðum þarna fyrir utan merkilega stund í mörgu til- liti, sem engum af oss, sem næddi þarna í bitrunni, mun úr minni ganga. Sá hálftími mun æ búa oss í huga, sem óafmáan- leg minning þeirrar tíðar, er nú hefur yfir oss gengið, og hinnar ógnþrungnu alvöru hennar. Kuldinn nísti oss svo að glamraði í tönnunum, en þó gátum vér ekki slitið oss hvert frá öðru. Hughrif vor urðu að fá útrás. Þau birtust ekki í ópum og óhljóðum eins og verða vill í mótmælagöngum. Það skeði með því, að einhver sem stóð mjög austaríega — ég veit efcki hver það var — hó£ sálmalón. Á sama andar- Framhald á bls. 62. Séra Kári Valsson Hrísey: „Vor Guð er borg á bjárgi traust“, sagði Lútiher, en bversu traust er sú borg í sam- tímanum? Ein megin trúarreynsla mannsins er að vita sér borgið í faðmi Guðs, að finna örygg- ið og friðinn, sem nálægð hans veitir. Slík reynsla er ekki tak- mörkuð við álkveðið þroska- skeið mannkynssögunnar, t.d. samtíð Lúthers eða hinna bebr esku stórskálda, seim hann vitn ar í; hún tilheyrir efcfci liðn- um tíma, meðan maðurinn er rt'.L-'.Vi.TÍfl -*tr4 ekki liðinn undir lofc. Að svo sé, er ekki öðrum augljós stað- reynd en þeim, sem sjálfir hafa lifað og reynt það. En þú og ég, við erum ekki samtíðin öll. Til munu þeir, sem finna slíkar eða aðrar yf- iríýsingar trúarinnar „væmið tilfinningaþvaður". Þeim er Ritningin lokuð bófc, jafniwd keríingarbók, og „hin ásitríH Faðir vor á himnum" aðeins hlægilegt, óraunihæft hugtak., Hér gapir þá eitt illa brúan- legt bil okkar dags. Fuillyrð- ing stendur gegn fullyrðingu. Hvorir vita betur? Þú veizt, hvernig lifsreynsla þín hefur auðgað þig, en hvernig getur þú miðlað hana honurn, sem fátækari er? Vandinn er hér jafnmikill þörfinni. Aðeins örfáum er gef ið að tjá innstu og viðfcvæm- ustu hræringar sálarinnar, en þeini er eðlilegast að grípa til máls Bi'blíunnar, sem helgaC er af tilbeiðslu kynslóðanna. En hví að nota lyfctl, sem vitað er, að gangi ekki að sáluni iþeirra, sem mest þurfa á boðskapnum að haldá? Þegar menn taia óskyid tungumál, þá gagnar lítið aS endurtaka sömu setninguna — hærra og hærra — á móður- málinu. Sá er ekki minoi mað- ur, sem nemur tungutafc hins og gerir sig þannig skiljanleg- an. Sjái menn ekki sfcöginn fyrir eintómum trjámi, þá þýð- ir lítið að vera að tala um skóg við þá. Þá verður að ræða við þá um tré. Sé Guðsmynd ein- gyðistrúar ekki leng.ur almenn ingseign, þá verður að leysa hana upp í frumþætti. Efcfcert okkar ræður við þann aragrúa af upplýsingum, sem til ofekar berast daglega úr öllum áttam. Einhverjar Miðar hljólum við að vanrækja og á þeim sivið- um erum við eins oig börn. FuUorðnir geta sjáifir skorið sér sneið af stei'kinni, en handa börnum er hún sfcorin í bita. Að skerða Guðsmynd- ina er að vísu örugg leið fcil að haeyksla hina trúuðu, en hver veit nema meiri gleði kynni a'ð vera á himnum yfir ejnum syndara, sem gerir iðr- un, en yfir níutíu og nín heil- ögum, sem hneyksiast. Samfcvæmt þessu. dirfumst við að breyta hinni upþhaf- legu spurningu, „hversu traust er sú borg/þ.e. vor Guð/í sam- tímanum“ og leggjum fyrir oktour spurningarnar eins og: „Hversu mikið öryggi í sam- tímanum veitir Réttlæti okfc- ur?“ Eins má spyrja um Kær- leika, Ti-yggð, BræðraLag, Fdð, Sannleifca eða annað, sem vdð vifcum, að sé vilji, og þar með eðli, Guðs. Það ætti þá ekki að standa á svari. Óvildarmenn finna síð- ur höggstað á réttlátum manni,, en hafi honum eitthvað orðið á. Við getum gengið örugg fyr- ir réttiátan dómstól. Þjóðfé- lagslegt réttlæti veitir rífcjutv um styirk. Réttlæti á alþjóða vettvangi eykur álif á hinum voldugu ríkjjim, ef þau stunda það, en öryggi hinum minrJ, Sams konar ritæfingu mætti skrifa um Kærleika, eða Frið eða hvaða dyggð sem er. Ailt ber að sama brunni: Samtíð okkar hefur ríka þörf fyrir ör- yggið, sem Guðssamféiagið veit ir. Vor Guð er oss enn traust borg. Það er ekki sjálfisblefck- ing manna utan við Iffáð, held- ur áþreifanleg staðreynd. Kári Valsson

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.