Tíminn - 24.12.1969, Qupperneq 28
28
TÍMINN JÓLABLAÐ
Jólasiðir eru að sjálfsögðu
ólíkir í hinuim ýmsu löndum
heims, og á það jafnt við um
trúarlífið sem aðrar jólavenjur
fólks. Jólin eru kristin hátíð,
en þau hafa einnig leyst af
hóimi fornar sólarhátíðir heið-
inni manna, og ennfremur hef-
ur þessi hátíð mótazt með sín-
um hætti á hverjum einstök-
um stað.
Erfitt er að skera úr um,
hvaða siðir og hvaða máltíðir
jólanna eru mest einkennandi
fyrir hvert hérað eða land.
Fólk flyzt búferlum og tekur
með sér siði heimila sinna og
heimabyggSa og lagar það eft-
ir þörfum sínum og hugmynd-
um.
Því má vel vera, að ýmislegt
af því, sem sagt verður hér á
eftir um jólahald í hinum ýmsu
löndum, 'eigi einnig við
um önnur lönd. Hvaða Dani
treystir sér t.d. til að segja
um, hvaða jólamatur er vin-
sælastur í Danmörku? Er það
jólagæsin, sem allir tala um,
eða er það svínasteik, sem er
aigengasta jólafæðan?
Aðalatriðið er, að á jólum
reyna allir að hafa hátíðamat,
eftir efnum og ástæðum.
Á Norðurlóndum er venja
að hafa matinn vel útilátinn
á jólunum. í Finnlandi og Sví-
þjóð er ekki ótítt að sjá jóla-
borðin ^vigna undir grísalær-
um, svínasultu, pylsum, síld,
reyktum kindaiærum og öðru
góðgæti.
FINNLAND.
í Finnlandi er borðað sér-
stafct jólabrauð. Bakað er eitt
stórt brauð, sem nefnist „stor-
limpa“ og mörg minni, sem
staflað er umihverfis það. Ofan
á alit saman er svo iagður stór
og mikill ostur. Með þessu er
drukkið vodka eða brennivín.
Annað jólahnossgæti finnskt
er krydduð, innbökuð fisk- eða
fleskstyikki, sem borðuð eru
eins og kökur méð öii og
ÞANNIG HAFA
ÝMSAR ÞJÓDIR
ÞAD Á JÓLUM
brennivíhi. í gamla daga var
síðasti réttur jólamáltíðarinn-
ar grautur og snafe. Það var
hrísgrjónagrautur með sætu
öli, og sá, sem mestu gat torg-
að fékk brennivín að launum.
í Finnlandi hefst jólahátíð-
in 21. desember, en aðaljóla-
krásanna var ekki neytt fyrr
en á aðfangadagskvöld.
NOREGUR OG SVÍÞJÓÐ.
Þegar rætt er um jólin í
Noregi og Svíþjóð, verður ekki
komizt hjá því að nefna lút-
fiskinn. Stækjuna af honurn
leggur um allt hús, en þeim.
sem kunna að meta hann,
finnst lútfiskurinn hreinasta
himnaríkisfæða. Séreinkenni
jólanna í Svíþjóð eru Lúsíu-
hátíðarnar, en þær eru þar,
einkum í Vermalandi og Vest-
ur-Svlþjóð, með öðrum hætti,
en annars staðar á Norður-
löndum.
Aðlfaranótt Lúsiuhátíðarinn-
ar var talin lengsta og dimim-
asta nótt ársins. Áður en al-
manakinu var breytt 1582, var
það nokfcurn .veginn rétt, að
13. desember var stytzti dagur
ársins. Á öðrum stöðum lögðu
menn niður Lúsíuhátíðina, og
fluttu hátíðahöldin yfir til jól-
anna, en á Vermalandi lagðist
hún aldrei niður því í svart-
asta Skammdeginu þörfnuðust
Vermlendingar þess einmitt að
halda hátíð ljóssins.
Þá var gamall sænskur siður
að baka jólakökur, sem áttu
að vera kringlóttar eða eins og
lifandi verur að lögum. Senni-
lega áttu þær að tákna geit-
hafur Þórs eða gölt Freyju.
Þetta eru víst upprunalega
sömu kökurnar og kökukarl-
arnir og kerlingarnar, sem bak
aðar eru á jólum nú.
Maturinn á aðfangadags-
kvöld var soðinn, þurrkað-
ur fiskur, „jólasúpa", sem að-
eins var borðúð þennan dag
ársins, og var súpa af svína-
hrygg blönduð nýmjólk. Á eft-
ir fcom grautur, rifjasteik og
terta.
Lúsíuhátíðin er með meiri
alvörublæ í Noregi. Alrnenn-
ingur trúði 'því, að ill öfl væru
þá á ferli og spilltu fólki og
skemmdu jólaölið. Andar fram-
liðinna herjuðu í myrkrinu og
höfðu á bivitt með sér það,
sem fyrir varð.
Hugtakið „jálafriður“ felur
í sér bann við vopnaviðskipt-
um um jólin. Hann var tekinn
mjög alvarlega í Noregi og
komst inn í veraldlega löggjöf
landsins. „Jólafriðurinn" byrj-
aði 21. desember og átti að
standa í þrjár vikur. Maður
nokkur, sem dæmdur var sam-
kvæmt þessari lagagrein í borg
ariögum Björgvinjar, var
dæmdur að greiða tvöíalda
sekt fyrir afbrot sitt. Einnig
var haldinn „jólavörður". Varð
mennirnir leituðu síðan af-
dreps hjá vinum og kunningj-
um og fengu hvarvetna „trakt-
eringar". í Noregi var einnig
sums staðar siður að fiengja
fólk með hrísi í rúminu á jóla-
dagsmorgun. Gamall, norrænn
siður var að strá jólahálmi á
gólfið, en síðan svaf hver fjöl
skylda þétt saman á gólfinu
á jólanótt. Þessi siður hélzt
lengi í Vestur-Noregi og er
þar enn við lýði á stöku stað.
Sá siður er kominn frá Róm-
verjum, að húsbóndinn og hás
móðirin fara fyrst á fætur og
bjóða fijölskyldunni og gestum
mat. Vegna helgi jólanna var
matur tilreiddur til tveggja
vikna í einu, svo svínakjötið
var aðeins heitt á aðfanga-
dagskvöld.
í Noregi hélzt sá siður að
drebka jólaskál fram á miðja
18. öld. Sérlega lengi héldu
bændur þeim sið að drekká
skál heilags anda, en hann var
kominn frá kaþólskum sið.
DANMÖRK.
Danir hafa tekið upp Lúsíu
hátíðina og einnig marga siði
frá öðrum þjóðum.
Á fyrri tímum var jólahá-
tíðin frjálslegri og glaðværari
en nú. Jólageithafurinn heyrði
til hinni heiðnu jólahátíð. Þó
eimir enn eftir af honum í
þeim sið að búa til hafur úr
háimi. Upprunalega var þetta
þannig, að maður — klæddur
geitarskinni og með geitarhöf-
uð — sleit hátíðahöldunum.
Hann bar tákn Þórs og var í
kristnum sið álitinn djöfull-
inn sjálfur. Loks gengu þessir
siðir of langt og kirkjan bann-
aði þess konar jólaskemmtan.
Lengi vel lauk jólunum í
Danmörku ekki fyrr en 13.
janúar. Þann sið innleiddi
Knútur helgi því hann vildi
hafa jól í tuttugu daga.
Ank ýmissa siða frá heiðn-
um tíma og jólahaldi kristn-
innar hafa Danir tekið upp
þann sið frá Bandaríkjunum
að hafa jólasvein í rauðum föt-
um og stóra jólaböggla. Misil-
teininn hafa þeir fengið frá
Englendingum en jólatréð fr£
Þýzkalandi. Það eina, sem
ekki er frá öðrum löndum, er
orðið „jól“, sem enginn veit eig
inlega hvað þýðir. Og það ger-
ir í raun og veru ekkert tii.