Tíminn - 24.12.1969, Síða 47

Tíminn - 24.12.1969, Síða 47
TÍMINN • JÓLABLAÐ 47 UTLI DAVIDSHÚSI 4 l Lag: Lapi, texti Davíðs Stefánssonar. Hann Dodda litla í Davíðshúsi dreymdi um skip og sjó, af dorginu á bryggjuhausnum fékk hann aldrei nóg, og þegar hann úr söltum sævi silfruð kóðin dró, menn sögðu: Þessi Þórður hénia, þvílík aflakló. Og Langabryggja löngum helzti leikvöllur hans er, þangað Dodda-drengurinn á degi hverjum fer, um farmennsku og fiskveiðar svo fróður er nú hann, að jafnt á trillu, skútu og skipi skil á flestu kann. Það dylst ei þeim, sem drenginn þekkja, að Doddi kemst til manns, og Klara litla á Klifinu er konuefnið hans, því setji hann óskaæviferil upp á draumasvið, þá skipar Klara alltaf annað aðalhlutverkið. Og hver veit nema Dodda litla seinna sjáum við sem skipstjóra á skuttogara skunda á Grænlandsmið, og öðrum betur standast Góu-storma og páskahret, og bæði í Hull og Bremerhaven bæta öll sölumet. Og þó að hann á heimleiðinni hreppi stormakast, svo liðsmönnum hans liggi við að láta hugfallast, þá verður gleðin heima hátt í hundrað þúsund föld, að skenkja sinni sómakonu sjálfvirk búsáhöld. Og frægðarorð hans flýgur þá um Frónið, trúi ég, og álit fólks mun yfirleitt á einn og sama veg, og þeir, sem bezt til þekkja, segja að þrekraun hverri í sé dugnaður hans dæmalaus og dirfskan eftir því. Og kannski seinna í sortabyl um svarralega dröfn, hann „Felli“ eða „Fossi" stýri farsællega í höfn. Ég þekki í svipinn ekki önnur efni betri en hann í skjótráðan og skörulegan skipstjómunarmann. Söðvar GuSlaugsson.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.