Tíminn - 24.12.1969, Blaðsíða 47

Tíminn - 24.12.1969, Blaðsíða 47
TÍMINN • JÓLABLAÐ 47 UTLI DAVIDSHÚSI 4 l Lag: Lapi, texti Davíðs Stefánssonar. Hann Dodda litla í Davíðshúsi dreymdi um skip og sjó, af dorginu á bryggjuhausnum fékk hann aldrei nóg, og þegar hann úr söltum sævi silfruð kóðin dró, menn sögðu: Þessi Þórður hénia, þvílík aflakló. Og Langabryggja löngum helzti leikvöllur hans er, þangað Dodda-drengurinn á degi hverjum fer, um farmennsku og fiskveiðar svo fróður er nú hann, að jafnt á trillu, skútu og skipi skil á flestu kann. Það dylst ei þeim, sem drenginn þekkja, að Doddi kemst til manns, og Klara litla á Klifinu er konuefnið hans, því setji hann óskaæviferil upp á draumasvið, þá skipar Klara alltaf annað aðalhlutverkið. Og hver veit nema Dodda litla seinna sjáum við sem skipstjóra á skuttogara skunda á Grænlandsmið, og öðrum betur standast Góu-storma og páskahret, og bæði í Hull og Bremerhaven bæta öll sölumet. Og þó að hann á heimleiðinni hreppi stormakast, svo liðsmönnum hans liggi við að láta hugfallast, þá verður gleðin heima hátt í hundrað þúsund föld, að skenkja sinni sómakonu sjálfvirk búsáhöld. Og frægðarorð hans flýgur þá um Frónið, trúi ég, og álit fólks mun yfirleitt á einn og sama veg, og þeir, sem bezt til þekkja, segja að þrekraun hverri í sé dugnaður hans dæmalaus og dirfskan eftir því. Og kannski seinna í sortabyl um svarralega dröfn, hann „Felli“ eða „Fossi" stýri farsællega í höfn. Ég þekki í svipinn ekki önnur efni betri en hann í skjótráðan og skörulegan skipstjómunarmann. Söðvar GuSlaugsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.