Morgunblaðið - 17.04.2004, Síða 2
FRÉTTIR
2 LAUGARDAGUR 17. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Mad
rid
Innifalið: Flug, gisting í 3 nætur á Florida Norte
21. október í 2ja manna herbergi morgunverði,
flugvallarskattar og ísl fararstjórn.
49.930kr.
Netver› á mann
Plúsfer›ir • Hlí›asmára 15 • Sími 535 2100 • www.plusferdir.is
VILJA LJÚKA VERKINU
Leiðtogar Bandaríkjanna og
Bretlands, George W. Bush forseti
og Tony Blair forsætisráðherra, áttu
fund í Hvíta húsinu í gær og sögðust
eftir hann staðráðnir í að ljúka verk-
inu í Írak og koma þar á friði og
frelsi. Sameinuðu þjóðirnar hafa lagt
fram tillögur að því hvernig Írakar
taki sjálfir við völdum og virðast
jafnt Bandaríkjamenn sem Bretar
ætla að fallast á hugmyndirnar.
Hjúkrunarfræðingar hætta
Tuttugu og tveir hjúkrunarfræð-
ingar á skurðdeild LSH hafa sagt
upp störfum vegna óánægju með
nýtt vaktafyrirkomulag sem tekur
gildi um næstu mánaðamót. Þá hafa
þrír hjúkrunarfræðingar af fimm á
göngudeild barna- og unglingageð-
deildar sagt upp störfum.
Zapatero hlaut stuðning
Sósíalistinn José Luis Rodríguez
Zapatero, væntanlegur forsætisráð-
herra Spánar, hlaut í gær stuðnings-
yfirlýsingu á þingi landsins og mun
hann taka við embættinu á mánu-
dag. Sögðust 183 þingmenn styðja
hann en alls eru þingsætin 350.
Zapatero er 43 ára, lögfræðingur að
mennt og hefur mikla reynslu af
þingstörfum.
Búast við fleiri skjálftum
Búast má við fleiri stórum jarð-
skjálftum á Suðurlandi þar sem ein-
ungis þriðjungur af þeirri spennu
sem hefur hlaðist upp frá því í jarð-
skjálftanum 1912 losnaði úr læðingi í
jarðskjálftunum í júní árið 2000.
Óttast um Dana í Írak
Talið er að dönskum kaupsýslu-
manni hafi verið rænt í Írak á
þriðjudag en uppreisnarmenn hafa
tekið tugi útlendinga í gíslingu í
landinu síðustu daga. Daninn er
sagður vera á fertugsaldri og er
hann sagður hafa ætlað að koma á
fót skolplagnafyrirtæki í borginni
Basra ásamt félaga sínum. Danir
hafa rúmlega 500 manna herlið í
Suður-Írak.
Aðgerðir gegn minkum
Tillögur minkanefndarinnar svo-
kölluðu gera ráð fyrir að sett verði
lög frá næstu áramótum um aðgerð-
ir á næstu sex árum gegn útbreiðslu
minks. Alls hefur 900 milljónum
króna á núverandi verðlagi verið
varið til minkaveiða frá árinu 1957.
Y f i r l i t
Í dag
Sigmund 8 Forystugrein 36
Úr verinu 11 Þjónusta 39
Viðskipti 12 Viðhorf 40
Erlent 16/19 Minningar 40/45
Höfuðborgin 21 Kirkjustarf 47/48
Akureyri 22 Myndasögur 54
Suðurnes 23 Bréf 54
Árborg 24 Dagbók 56/57
Landið 25 Íþróttir 58/61
Listir 27/28 Leikhús 62
Úr Vesturheimi 29 Fólk 62/69
Ferðalög 30/31 Bíó 66/69
Daglegt líf 32/33 Ljósvakamiðlar 70
Umræðan 34/35 Veður 71
* * *
Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri,
asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ólafur Stephensen, aðstoðarritstjóri, olafur@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Listir menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi,
orri@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Hallur Þorsteinsson, hallur@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir
sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Fólk í fréttum Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Andrea Guðmundsdóttir, andrea@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
JÓN Kristjánsson heilbrigðisráðherra segir ráðu-
neytið hafa gefið læknum á tæknifrjóvgunardeild
Landspítala – háskólasjúkrahúsi fyrirheit um að
ræða áform þeirra um að hefja einkarekstur utan
spítalans. Læknar hafa sagt að þeir áformi að
hefja reksturinn í haust.
„Við höfum ekki veitt það leyfi en höfum eigi að
síður gefið fyrirheit um að ræða málið þegar
nefnd um hlutverk og verkaskiptingu Landspít-
alans og einkageirans skilar áliti.
Hins vegar höfum við fengið umsagnir frá Til-
veru sem eru samtök notenda þjónustunnar sem
hafa lagst gegn því að þessi þjónusta færi út af
spítalanum,“ segir ráðherra. Hann á von á áfanga-
skýrslu frá nefndinni síðar í vor.
Að sögn Jóhannesar Gunnarssonar, lækninga-
forstjóra Landspítala – háskólasjúkrahúss, eru
engin áform uppi um að loka tæknifrjóvgunar-
deild LSH eins og læknar hafi gefið í skyn. Spít-
alinn vilji áfram reka deildina sem sé mikilvægt
fyrir starfsemi hans í heild sinni.
Breyttar forsendur
„Það var hins vegar umræða um það fyrir tæpu
einu og hálfu ári og þá kannski allt eins um það
hvort ætti að auka greiðsluþátttöku þeirra sem
þjónustunnar njóta. Við töldum að þegar spítalinn
tók við þessu verkefni á sínum tíma hefði hann í
raun ekki átt að bera kostnað af starfseminni.
Þær forsendur eru breyttar.“
Að sögn Jóhannesar var afstaða ráðuneytisins á
hinn bóginn skýr, ekki ætti að skera niður á deild-
inni og það hafi ekki verið gert. Í síðustu sparnað-
arhrinu um áramótin hafi breytingar hins vegar
verið gerðar á vöktum og vaktagreiðslum nokk-
urra líffræðinga og meinatækna sem starfa á
deildinni líkt og annars staðar á spítalanum.
„Þeir starfsmenn hafa kosið að líta svo á þær
breytingar jafngildi uppsögn en hins vegar hefur
ekkert verið hróflað við kjaramálum lækna og
stendur ekki til af spítalans hálfu að breyta
neinu.“
Að sögn Jóhannesar mun yfirstjórn spítalans
kanna til hlítar hvort afstaða lækna á deildinni og
líffræðinga og meinatækna sé óhagganleg.
Ljóst sé hins vegar að spítalinn eigi ekki annan
kost en auglýsa eftir starfsmönnum innanlands
eða erlendis ef í nauð rekur til að fylla í skarðið.
Kostnaður spítalans vegna reksturs tækni-
frjóvgunardeildar er um 100 milljónir á ári en við
bætist lyfjakostnaður sem er allnokkur.
Yfirstjórn á LSH og notendur vilja að tæknifrjóvgun verði áfram á spítalanum
Ráðherra lofar viðræð-
um um einkarekstur
HITAVEITA Suðurnesja, HS, skrif-
aði í gærkvöldi undir samning við
japanska fyrirtækið Sumitomo um
kaup á tveimur 50 MW túrbínum í
fyrirhugaða jarðvarmavirkjun á
Reykjanesi, sem reisa á vegna
stækkunar Norðuráls úr 90 í 180
þúsund tonn. Áformað er að Hita-
veitan og Orkuveita Reykjavíkur
gangi frá orkusamningi við Norðurál
í dag en stjórnendur og lögmenn
þessara aðila hafa verið að fara yfir
samningsdrög síðustu daga og vikur.
Júlíus Jónsson, forstjóri HS, segir
samninginn við Sumitomo vera stór-
an áfanga í sögu fyrirtækisins. Að
hans sögn er virði samningsins á
bilinu 1.600 til 1.700 milljónir króna.
Sumitomo á að afhenda túrbínurnar
í júlí og ágúst á næsta ári. Júlíus
reiknar með að framkvæmdir við
stöðvarhúsið hefjist í sumar og út-
boð verði auglýst strax efir helgi.
Knappur tími sé til stefnu þar sem
afhenda eigi orku til Norðuráls vorið
2006.
Jarðboranir hafa verið að bora
rannsóknaholur á Reykjanesi
undanfarnar vikur. Að sögn Júlíusar
gengur sú vinna vel og gefur fyrir-
heit um mikla orku neðanjarðar. Er
nú unnið við sjöundu holuna.
Kaupa túrbínur fyrir
um 1.700 milljónir
FJÖLDI fólks var saman kominn á
Patreksfirði síðdegis í gær til að
verða vitni að því þegar mjöl-
tankar, sem staðið hafa við mjöl-
bræðsluna í bænum í rúm 20 ár,
voru felldir. Það var á slaginu
klukkan sex að starfsmenn Hring-
rásar klipptu á síðustu stoðina og
þetta 29 metra háa og 100 tonna
ferlíki féll til jarðar með háum
dynk.
Ingvar Ingvarsson, flutninga-
stjóri hjá Hringrás, segir að nú
verði farið í að hluta tankana niður,
pressa þá, og að lokum verði þeir
sendir ásamt öðru brotajárni úr
mjölbræðslunni til Spánar með
skipi.
Morgunblaðið/Finnur
100 tonna ferlíki fellur til jarðar
Patreksfirði. Morgunblaðið.
SAMKVÆMT bráðabirgðaákvörðun
Póst- og fjarskiptastofnunar ber Og
fjarskiptum (móðurfélagi Og Voda-
fone) að flytja tafarlaust símanúmera-
röðina 440 3000 til 440 4999 yfir til
Landssíma Íslands, vegna fjarskipta-
þjónustu Íslandsbanka hf.
Hafi flutningurinn ekki átt sér stað
á hádegi á mánudag leggjast dagsekt-
ir, 100 þúsund kr., á Og fjarskipti, en
þetta er í fyrsta skipti sem Póst- og
fjarskiptastofnun leggur á dagsektir í
deilu milli fjarskiptafyrirtækjanna, að
sögn Evu Magnúsdóttur, kynningar-
fulltrúa Landssíma Íslands.
Flytja átti númer Íslandsbanka frá
Og fjarskiptum til Landssíma Íslands í
lok vinnudags í gær og hafði undir-
búningur þess staðið í nokkurn tíma.
Og fjarskipti hætti samstarfi um
færsluna rétt fyrir hádegi án skýringa.
Landssíminn óskaði þegar eftir úr-
skurði Póst- og fjarskiptastofnunar.
Telja rök fyrir fjártjóni
Á þetta féllst Póst- og fjarskipta-
stofnun í bráðabirgðaákvörðun sinni,
en hafnaði hins vegar kröfu Lands-
símans um bráðabirgðavirkjun á
svarhólfum. Og fjarskiptum er því
gert að flytja númerin þegar í stað til
Landssímans og sæta 100 þúsund kr.
dagsektum frá hádegi á mánudag
verði flutningi ekki lokið þá. Segir í
rökstuðningi stofnunarinnar að leiða
megi líkur að því að Landssíminn
verði fyrir fjártjóni ef flutningur verði
ekki á þeim tíma sem samið var um og
því séu skilyrði um bráðabirgða-
ákvörðun uppfyllt.
Beita Og
fjarskipti
dagsektum