Morgunblaðið - 17.04.2004, Blaðsíða 22
AKUREYRI
22 LAUGARDAGUR 17. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ
w
w
w. l e t t o g l a ggo t t . i s
w ww. l e t t og l a ggo t t . i s w
ww. l e
t tog
l a g
got
t . i s
ww
w.
l e t
t o
g l
a g
go
t t
. i s
ww
w.
le
tt
o g
la
gg
ot
t.
is
ww
w.
let
tog
lagg
ott.is
www.lettoglaggott.is
www.lettoglaggott.is
www.lettoglaggott.is
VILTU
VINNA FERÐ
TIL ÍTALÍU?
ALLS eru 53 skemmtiferðaskip
væntanleg til Akureyrar í sumar og
eru skipakomurnar 8 fleiri en í fyrra
og tæplega 20 fleiri en árið 2002.
Skipakomum til bæjarins hefur
fjölgað mikið á tveimur síðustu ár-
um en fyrir þann tíma voru komur
skemmtiferðaskipa um 30 að jafnaði
á sumri. Pétur Ólafsson, skrif-
stofustjóri Hafnasamlags Norður-
lands, sagði mikla vaxtarmöguleika í
móttöku skemmtiferðaskipa „en að-
staða við Oddeyrarbryggju þar sem
flest skipin leggjast að, annar ekki
lengur þeim fjölda stórra skipa sem
koma. Því er nauðsynlegt að bæta
aðstöðu fyrir móttöku skipanna og
þeirra farþega sem koma í land.“
Pétur sagði það mjög mikilvægt
við hönnum menningarhússins og
umhverfis þess, sem byggt verður á
horni Glerárgötu og Strandgötu, að
jafnframt verði horft til þess að
skapa nýja aðstöðu fyrir móttöku
skemmtiferðaskipa þar sem hægt
væri að taka á móti allt að 300 metra
löngum skipum sem rista 11–12
metra.
„Við þurfum að horfa til framtíðar
og þarna þyrfti líka að vera hægt að
bjóða upp á tollskoðun og vega-
bréfaeftirlit. Með þessum fram-
kvæmdum gætum við boðið upp á
bestu aðstöðu í Evrópu fyrir
skemmtiferðaskip, sem gætu legið
við bryggju 50 metra frá mið-
bænum. Þetta þarf að skoða sam-
fara hönnun menningarhússins og
nýtingu svæðisins þar í kring, því
annars er hætta á að við missum af
lestinni. Skipin sem hingað koma
eru stöðugt að stækka og þau eiga
eftir að stækka enn meira í framtíð-
inni,“ sagði Pétur.
Hann nefndi sem dæmi að fyrir
lægi að nýja Queen Mary, sem er
um 150.000 brúttólesta skemmti-
ferðaskip, kæmi ekki til landsins
fyrr en búið væri að bæta aðstöðuna
við bryggju. Gert er ráð fyrir að um
30.000 farþegar komi með þessum
53 skipum í sumar en á síðasta ári
komu tæplega 23.500 farþegar með
45 skipum. Stærsta skipið, Adonia,
sem er 77.000 brúttólestir, kemur til
Akureyrar um miðjan ágúst og með
skipinu koma 1.600–1.800 farþegar.
Hinn 27. júní verða þrjú skemmti-
ferðaskip í höfn, samtals 155.000
brúttólestir að stærð og með þeim
koma um 3.300 farþegar.
Í febrúar sl. tók Akureyrarhöfn
þátt í stofnun samtakanna Cruise
Iceland. Eitt helsta markmið sam-
takanna er að auka og þróa mark-
aðssetningu Íslands og nánasta um-
hverfi þess sem ákjósanlegs
áfangastaðar skemmtiferðaskipa og
stuðla að fjölgun viðkomustaða á Ís-
landi og lengja dvöl skipa í höfn.
53 skemmtiferðaskip koma til Akureyrar í sumar með um 30.000 farþega
„Nauðsynlegt að bæta aðstöðu
fyrir móttöku skipanna“
Hugað verði að
hafnarfram-
væmdum við
hönnum menn-
ingarhússins
Stærsta skipið: Skemmtiferðaskipið Adonia siglir inn Eyjafjörð sl. sumar. Adonia er stærsta skipið sem kemur
til Akureyrar í sumar, 77.000 brúttólestir að stærð, og siglir með 1.600–1.800 farþega.
Aglow | Aglow, kristileg samtök
kvenna, heldur fund á mánudagskvöld,
19. apríl, kl. 20 í félagsmiðstöðinni í Víði-
lundi 22. Ræðumaður kvöldsins verður
Erlingur Níelsson.
Verkalýðsmál | Stefna, félag vinstri,
manna efnir til umræðufundar á Kaffi
Amour við Ráðhústorg í dag, laug-
ardaginn 17. apríl, kl. 15.
Frummælendur eru þeir Aðalsteinn
Baldursson, formaður Verkalýðsfélags
Húsavíkur, og Jóhannes Ragnarsson,
fyrrverandi formaður Verkalýðsfélags
Snæfellsbæjar. Meðal þess sem rætt
verður á fundinum er hvort verkalýðs-
hreyfingin ætli sér eitthvað í stjórn-
málum og hvort stjórnmálaflokkarnir
hafi áhuga á verkalýðsstéttinni?
Ekki Nonni og Manni | Bæjarráð Dal-
víkurbyggðar hefur hafnað hugmynd
sem kynnt var á dögunum af fulltrúum
Nonnahúss, þess efnis að gefa öllum 9
ára gömlum börnum á Eyjafjarðarsvæð-
inu bókina Nonni og Manni fara á sjó og
10 ára börnum bókina Á Skipalóni, en
hún er úr sama bókaflokki sem bókaút-
gáfan Hólar á Akureyri hefur gefið út.
LÖGREGLAN á Akureyri gerði upptæk
um 100 grömm af amfetamíni og íblönd-
unarefni seinni partinn á fimmtudag. Lög-
reglan handtók mann á þrítugsaldri, sem
kom akandi til bæjarins frá Reykjavík, og
fundust efnin við leit í bíl hans. Talið er að
maðurinn hafi ætlað að selja efnin en áætl-
að söluverðmæti þeirra er um hálf milljón
króna. Maðurinn viðurkenndi aðild sína að
málinu og var honum sleppt að lokinni yf-
irheyrslu. Þetta er eitthvert mesta magn
af amfetamíni sem lögreglan á Akureyri
hefur gert upptækt í einu.
Karlmaður tekinn
með amfetamín
NOKKUÐ harður árekst-
ur varð síðdegis í gær í
Hofsbót í miðbæ Akureyr-
ar, við hornið hjá Spari-
sjóði Norðlendinga. Tveir
bílar rákust saman, fólks-
bíll og lítill jeppi. Fólks-
bílnum var ekið til norð-
urs og lenti hann inn í
hlið jeppans, sem var á
suðurleið. Við það valt
jeppinn á hliðina. Enginn
slasaðist í þessum
árekstri.
Morgunblaðið/Þórhallur Jónsson
Áreksturinn var svo harður að annar bíllinn valt á hliðina.
Valt við
árekstur