Morgunblaðið - 17.04.2004, Page 23

Morgunblaðið - 17.04.2004, Page 23
SUÐURNES MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. APRÍL 2004 23 Grindavík | Dagskrá vegna þrjá- tíu ára kaupstaðarafmælis Grinda- víkur hefst klukkan 10 í dag með fundi sem bæjarstjórn heldur í til- efni dagsins. Hátíðardagskrá verð- ur í Íþróttamiðstöð Grindavíkur og hefst klukkan 13.30. Þar mun Hörður Guðbrandsson, forseti bæjarstjórnar, ávarpa bæj- arbúa og gesti sem og Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, sem heimsækir bæinn af þessu til- efni og tekur þátt í hátíðarhöld- unum. Forsetinn mun sæma þrjá grindvíska björgunarsveitarmenn afreksmerki hins íslenska lýðveld- is vegna björgunarinnar á áhöfn vélbátsins Sigurvins GK. Við at- höfnina verður einnig sagt frá kjöri nýs heiðursborgara Grinda- víkur, nýtt Grindavíkurlag kynnt og flutt lög eftir Sigvalda Kalda- lóns tónskáld. Eftir klukkan 16 verða kaffiveit- ingar í félagsheimilinu Festi í boði bæjarstjórnar og ýmislegt þar til skemmtunar fyrir yngra fólkið og lýkur því með diskótekið fyrir unglinga. Auk þess verður ým- islegt um að vera um allan bæ, meðal annars frítt í sund og í Salt- fisksetrið þar sem opnuð verður myndlistarsýning og ýmislegt um að vera. Á sunnudag verður farið í gönguferð um Selatanga í tilefni af útgáfu á nýjum bæklingi um svæðið og haldnir tónleikar í Grindavíkurkirkju, auk annars. Hátíðardagskrá á kaupstaðarafmæli í Grindavík Heimilissíminn – ódýrari og öruggari símaþjónusta. N O N N I O G M A N N I I Y D D A / s ia .i s / N M 1 1 8 6 7 Leyfðu þér að spjalla. 50% afsláttur af stofngjaldi heimilissíma út apríl Hringdu í 800 7000 eða komdu í verslun Símans og fáðu þér almennan heimasíma eða ISDN á tilboði. hafi verið kraftaverki líkast að finna sameiginlegan tíma til að halda tónleika, en hvernig er með skipulag þegar höf og lönd skilja að? „Við ákváðum efnisskrána með öflugum netsamskipum,“ sagði Davíð í samtali við blaðamann sem stóð ekki síður í öflugu net- og símasambandi við alla þrjá, enda hvernig annað hægt þegar Bjarni Thor býr í Berlín, Jóhann Smári í Regensburg og Davíð í Reykjavík? Bjarni Thor og Jóhann Smári bæta við að þetta sé nú bara hluti af starfinu, þ.e.a.s. að mæta til leiks, enda allir fagmenn, auk þess sem hver hafi æft sig með sínum undir- leikurum í sínu heimalandi. „Það er ekki eins og maður þekki alltaf samsöngvarana, hvað þá að hafa sungið með þeim áður. Í þessu til- viki hefur ég reyndar sungið með bæði Davíð og Jóhanni Smára, þótt við höfum ekki sungið þrír saman áður,“ sagði Bjarni Thor, sem söng með Davíð á námsárum þeirra í Vínarborg en með Jóhanni Smára hér heima áður en þeir héldu utan til náms. Davíð bætir við að þetta sé ekki ólíkt því að vera vanur sjóari. „Ef maður kann að flaka og splæsa getur maður stokkið um borð í hvaða bát sem er. Það er kannski ekki vaninn að vera með þrjá vélstjóra um borð … eða þrjá bassa.“ Tónleikar „Bassanna þriggja frá Keflavík“ eru fyrsta eiginlega verkefni endurvakins Tónlistar- félags Reykjanesbæjar, en fyrri tónleikar á vegum félagsins hafa verið mjög vel sóttir. Þetta verður í annað sinn sem Davíð syngur á tónleikum Tónlistarfélagsins, því í síðasta mánuði söng hann negra- sálma á hádegistónleikum frá Ís- lensku óperunni í Listasafninu. Á Keflavík | „Það er kominn tími til að heimurinn skilji yfirburði bass- anna,“ segir Jóhann Smári Sæv- arsson, bassasöngvari í Þýska- landi, í tilefni af tónleikum „Bassanna þriggja frá Keflavík“ í Listasafni Reykjanesbæjar á morg- un, sunnudag, kl. 16. Hinir tveir eru Davíð Ólafsson og Bjarni Thor Kristinsson. Þrátt fyrir gam- ansamt tilsvar Jóhanns Smára má heyra á þeim félögum að bassarnir þrír verðskuldi ekki síður athygli en tenórarnir þrír. „Án gríns er frægasta dæmið finnsku bassarnir þrír, sem sungu saman fyrir nokkrum árum og gáfu út á diski,“ sagði Jóhann Smári í samtali við Morgunblaðið. „Við erum bara að sýna hvað þetta bæjarfélag býr yfir miklum mann- auði þó að það fari ekki alltaf hátt,“ bætti Davíð við. Það má með sanni segja að það ríki mikil eftirvænting í Keflavík vegna tónleika bassanna þriggja. Áður hefur verið reynt að fá þá alla þrjá saman á tónleika en ekki tekist fyrr en nú. Þó eru þeir allir á kafi í áhugaverðum verkefnum hver í sínu landi og gagnrýnendur hafa ekki sparað lofið. Davíð er fastráðinn í Íslensku óperunni en ætlar að vera í lausamennsku á næsta leikári. Bjarni Thor hefur undanfarin ár verið lausráðinn og sungið víða um heim og eru mörg spennandi verkefni framundan, auk þess sem hann er að syngja hlutverk Baróns Ochs í Rósaridd- aranum eftir Richard Strauss. Jó- hann Smári bregður sér um þessar mundir í hlutverk Filippos II Spánarkonungs í Don Carlo eftir Verdi, Sarastros í Töfraflautu Mozarts og Barons í nútímaóper- unni Scherz, Satire eftir Glennert. Það má því kannski segja að það morgun verður bassalegan hins vegar enn dýpri og aðspurðir um efnisskrá segja þeir félagar að tónleikunum verði skipt í tvennt. „Fyrst syngjum við ýmis sönglög og „bassaslagara“ en eftir hlé ráð- umst við í óperutónlist,“ ljóstraði Bjarni Thor upp en Jóhann Smári og Davíð voru ögn myrkari í máli. Davíð sagði hins vegar að þegar þeir hefðu valið efnisskrána hefði berlega komið í ljós hversu miklir öðlingar bassar eru í raun og veru, hafi nokkur efast um það. „Við bjóðum alltaf hinum bestu lögin fyrst og erum örlátir á vin- sælustu verkin.“ Þegar viðmælendur eru spurðir að því hvernig tilfinning það sé að koma aftur til Keflavíkur og syngja stendur ekki á svörum. „Ég er mjög spenntur að syngja með kollegum mínum, sem ég hef ekki heyrt í svo lengi. Auk þess finnst mér mjög gaman að fá tækifæri til að syngja fyrir íslenska áheyr- endur og það er spennandi að Tónlistarfélagið skyldi láta verða af þessu,“ sagði Jóhann Smári. Bjarni Thor tekur í sama streng og segist ekki hafa sungið á Suð- urnesjum síðan á námsárunum. „Keflavík er náttúrulega fyrst og fremst bítlabær en það er mjög spennandi að Tónlistarfélagið skuli starfa svona vel og svala þannig líka annars konar tónlist- arþörf. Annars er og verður tón- list alltaf tónlist hvort sem hún kemur úr 300 vatta gítarmagnara eða þremur „bassaraddbandapör- um“. Davíð bætir við í lokin að það séu ekki margir bæir í Evrópu sem geti státað af svona góðum hópi og að það hljóti að vera eft- irsótt að búa í bæjarfélagi sem geti af sér fjölbreytt mannlíf. Hann er fullur tilhlökkunar og ekki síður þakklátur. „Það er allt- af gaman að syngja á heimaslóðum og gefa til baka til þeirra sem studdu við bakið á mér.“ Bassarnir þrír frá Keflavík syngja saman opinberlega í fyrsta skipti á tónleikum á morgun Bassar örlát- ir á vinsæl- ustu verkin Bjarni Thor Kristinsson í hlutverki John Falstaff í Kátu konunum frá Windsor eftir Otto Nikolai, en þetta er frá uppfærslu Volksoper í Vín. Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir Upphitun: Davíð Ólafsson og Jóhann Smári Sævarsson æfðu saman í Listasafni Reykjanesbæjar í gærkvöldi með und- irleikararnum Kurt Kopecky, tónlistarstjóra Íslensku óperunnar. Bjarni Thor Kristinsson bætist í hópinn í dag.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.