Morgunblaðið - 17.04.2004, Side 24

Morgunblaðið - 17.04.2004, Side 24
ÁRBORGARSVÆÐIÐ 24 LAUGARDAGUR 17. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ Kynningasala laugardag og sunnudag kl. 10-17 Einnig kynnum við heilsárs sumarhús frá Kanada Micasa lagersala Allt að 40% afsláttur Síðumúla 35, sími 588 5108 www. Bonabla.com www.micasa.is Kynnum frábært íbúðahverfi á Spáni, Bonalba Eftirsóttar lóðir | Á síðasta fundi byggingar- og skipulagsnefndar 13. apríl var kynntur útdráttur þeirra 60 lóða sem í boði voru í Suð- urbyggð á Selfossi. Umsóknir voru um 400. Niðurstaðan er birt á heimasíðu Árborgar. Ljóst er að þenslusprenging er á Selfossi varð- andi lóðir og húsbyggingar. Farið er að líkja ástandinu við hina miklu uppbyggingu sem varð í Smára- hvammslandinu í Kópavogi.    Vímuvarnir | Erindi frá vímu- varnarhópi Árborgar um auka- fjárveitingu 580.000 kr. til að gera könnun á vímuefnaneyslu og ann- arri frávikshegðun í skólum í Ár- borg var samþykkt í bæjarráði 15. apríl. Bæjarráð mun mæta kostn- aðinum við endurskoðun fjárhags- áætlunar 2004.    Tónlistarskóli | Bæjarráð sam- þykkti 15. apríl að veita fjármuni til þess að ljúka hljóðeinangrun í hús- næði Tónlistarskóla Árnesinga við Gagnheiði. Áætlaður kostnaður er 400–500 þúsund krónur, kostn- aðinum verður mætt við endur- skoðun fjárhagsáætlunar 2004.    Skólamáltíðir | Úttekt á kostnaði við skólamáltíðir í Árborg og tillaga að nýju fyrirkomulagi hefur verið unnin af deildarstjóra grunnskóla- og menningardeildar, fram- kvæmdastjóra fjármála- og stjórn- sýslusviðs og framkvæmdastjóra fé- lags- og fræðslusviðs. Á fundi sínum 15. apríl fagnaði bæjarráð tillögum starfshópsins og sam- þykkti að hefja afgreiðslu skóla- máltíða á grundvelli tillagnanna í skólum sveitarfélagsins við upphaf næsta skólaárs. Bæjarráð vísaði til- lögunum til skólanefndar grunn- skóla til nánari útfærslu í samstarfi við deildarstjóra grunnskóla- og menningardeildar (verkefnisstjóra fræðslumála) og skólastjóra grunn- skólanna.    Frakklandsfarar | Frakklands- farar úr Fjölbrautaskóla Suður- lands eru komnir heim eftir vel heppnaða námsferð á Bretagne- skaga og til Parísar. Einstaklega vel var tekið á móti hópnum af frönsku fjölskyldunum. Á vef skól- ans er þeim fjölmörgu sem gerðu ferð þessa mögulega og þátttak- endum öllum færðar bestu þakkir.    Sendiboðinn | Menningarnefnd Árborgar hefur lýst sérstakri ánægju sinni yfir að listaverki Hall- dórs Forna. „Sendiboðanum“ hafi verið komið fyrir á torgi í Suð- urbyggð.    Menningarstyrkir | Menning- arnefnd Árborgar úthlutaði styrkj- um til menningarmála í sveitarfé- laginu á fundi sínum 13. apríl. Alls bárust 12 umsóknir frá níu aðilum. Óskað var eftir styrkjum að upp- hæð 2.000.000 kr. Úthlutað var 722.000 krónum sem skiptust þann- ig: Leikfélag Selfoss 322.000 kr., Jórukórinn 100.000, Karlakór Sel- foss 100.000, Þýsk-íslenska vina- félagið á Suðurlandi 50.000, Óðins- hús 50.000, Hrútavinafélagið Örvar 50.000, Björg Sörensen 25.000, Sagnfræðingafélaga Íslands og Fé- lag þjóðfræðinga á Íslandi 25.000 kr. Bæjarmál í Árborg Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Selfoss | „Þeir sem eru framkvæmdamenn vilja geta haldið áfram og skaffað mönnum atvinnu,“ segir Sigfús Kristinsson, byggingarverktaki og framkvæmdastjóri byggingarfyrirtækisins Árborgar hf. á Selfossi. Hann hefur verið starfandi í byggingariðnaðinum í yfir 50 ár á Selfossi. Fyrirtæki hans sótti um 8 lóðir en var eitt þeirra sem ekki fékk úthlutað lóðum þegar byggingar- og skipulagsnefnd Árborgar úthlutaði 60 lóðum en um 400 umsóknir lágu fyrir um lóðirnar. „Það má gera ráð fyrir að helmingur af umsóknunum hafi verið frá mönnum sem ætla að braska með lóð- irnar,“ segir Sigfús og er óhress með niðurstöðu lóðaút- hlutunarinnar. „Bæjarstjóri hefur sagt að gatnagerðargjöldin dugi fyrir 50% af gatnagerðinni. Í ljósi þess finnst mér rétt að fara aðra leið, til dæmis að auglýsa lóðirnar og hafa gatnagerðargjaldið sem lágmarksgjald fyrir lóðirnar, síðan mættu menn bjóða hærra. Dregið væri ef menn byðu sömu upphæð. Þannig fer þénustan til bæjarins en ekki í braskið og bærinn þarf ekki lengur að niðurgreiða lóðirnar. Svo væri hægt að hafa þetta þannig að hluti lóðanna færi til verktaka sem hafa haft það að aðalatvinnu í mörg ár að byggja hús,“ segir Sigfús sem vill sjá meiri drift í kring- um lóðaframboð. „Það er mikið afl í verktakaiðnaðinum á Selfossi í byggingum og hann dregur að mikla þjónustu og veltu fyrir bæjarfélagið. Fólk vill greinilega búa hér á Sel- fossi. Það þarf því sömu snerpu í málin og var þegar Fosslandið kom til 1999 en þá liðu ekki nema 6 mánuðir frá ákvörðun þar til farið var að byggja hús í landinu,“ segir Sigfús og leggur áherslu á að virkja þurfi kraftinn í byggingarfyrirtækjunum. Hann er með deiliskipulagt íbúðahverfi í undirbún- ingi upp með Ölfusá og hefur átt fundi með bæjaryf- irvöldum vegna þess. Sigfús Kristinsson hefur verið 50 ár í byggingariðnaðinum Meiri snerpu þarf í framboð á lóðum Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Í hálfa öld í byggingariðnaðinum: Sigfús Kristinsson, byggingarverktaki og framkvæmdastjóri Árborgar hf. Hveragerði | Nýverið kom til lands- ins ágræðslumeistarinn Duncan Goodwin frá Bretlandi. Hann hélt námskeið fyrir nemendur Garð- rykjuskólans á Reykjum í ágræðslu. Ágræðsla er fjölgunaraðferð sem gengur út á það að lítil grein af sér- stakri plöntu er grædd ofan á rót af annarri plöntu og upp vex ný planta samsett úr tveimur eða jafnvel fleiri plöntum. Ágræðsla er ekki mikið stunduð hér á landi, þó er eitthvað um það að garðyrkjumenn prófi sig áfram með hana. Það er bara hægt að framkvæma þessa fjölgunar- aðferð innandyra hér á landi og er það þá gert að vetrarlagi eða snemma vors. Plöntuhlutarnir eru skornir til eftir kúnstarinnar reglum og þeir bundnir saman með sér- stökum teygjum eða þunnu plasti. Ágræðslustaðurinn er svo þakinn með vaxi til að koma í veg fyrir að hann þorni upp áður en plöntuhlut- arnir hafa náð að gróa saman. Eftir ágræðsluna þarf að geyma plönturn- ar í röku og hlýju umhverfi þar til ágræðslan hefur tekist. Ágræðsla í Garðyrkjuskólanum Morgunblaðið/Margret Ísaksdóttir Leiðbeint um ágræðslu: Nemendur Garðyrkjuskólans fræðast. Á FUNDI skipulags- og bygging- arnefndar sveitarfélagsins Ölfuss í fyrradag var fjallað um erindi frá Hellarannsóknarfélagi Íslands vegna uppsetningar á skilti við Raufarhólshelli. Fyrirhugað er að leiðbeining- arskilti verði sett upp við þjóðveg- inn þar sem stendur Raufarhóls- hellir og merki við er merkir athyglisverður staður. Þetta merki verður þá gert í samráði við Vega- gerðina, stærð, litur og staðsetn- ing. Við bílaplan við Raufarhólshelli verður sett upp plata á stand er segir frá hellinum og sýnir teikn- ingu af honum. Heimilt er að setja á skiltið nafn og merki Hellarann- sóknarfélagsins og Vegagerðar- innar en ekki auglýsingar. Skipu- lags- og byggingarnefnd samþykkti erindið sem og bæjar- ráð sveitarfélagsins. Upplýsingaskilti verður sett upp um Raufarhólshelli Fjalla um laxinn í Ölfusá og Hvítá Á RÁÐSTEFNU Landssambands stangaveiðifélaga á Hótel Selfossi í dag frá klukkan 14–16 verður fjallað um laxinn sem auðlind á vatnasvæði Ölfusár og Hvítár. Verkefnishópur á vegum Veiðifélags Árnesinga skilaði nýlega tillögum til stjórnar félagsins um breytingar á veiðitilhögun á vatnasvæðinu með upptöku neta og ræktunarátaki til þess að ná sem mestri nýtingu auðlindarinnar fyrir veiðiréttareigendur. Aðalfundur Veiðifélags Árnesinga sem haldinn var 13. apríl tók ekki ákvörðun um breytt veiðifyr- irkomulag en fól stjórn félagsins að vinna áfram að málinu. Málefni laxins sem auðlindar á vatnasvæðinu eru því í umræðunni og miklar væntingar hjá stangaveiðimönnum og fleiri aðilum varðandi framtíðarskipan mála, segir í fréttatilkynningu. Breytingar í Borgarfirði og áform í Tungufljóti Á ráðstefnunni verða flutt erindi um fiskstofna í Ölfusá og Hvítá og nýja skýrslu Magnúsar Jóhanns- sonar og Sigurðar Guðjónssonar hjá Veiðimálastofnun. Sagt verður frá skýrslu Atvinnuþróunarsjóðs Suður- lands um efnahagsleg áhrif aukinnar fiskgengdar á svæðinu. Þorfinnur Þórarinsson, bóndi og veiðiréttarhafi á Spóastöðum í Bláskógabyggð, segir frá viðhorfum veiðiréttareigenda til laxins sem auðlindar á vatnasvæðinu. Óðinn Sigþórsson, formaður Lands- sambands veiðifélaga, segir frá breytingum sem urðu í Borgarfirði þegar netaveiði var hætt. Bjarni Óm- ar Ragnarsson, formaður Stanga- veiðifélags Reykjavíkur, segir frá við- horfum stangaveiðimanna og Árni Baldursson, framkvæmdastjóri Lax-á, segir frá áformum um upp- byggingu Tungufljóts og fleiri veiði- svæða og þeim möguleikum sem leigutakar sjá fyrir sér á vatnasvæð- inu. Í upphafi ráðstefnunnar mun Guðni Ágústsson landbúnaðarráð- herra flytja ávarp. Fundarstjóri verð- ur Ásmundur Sverrir Pálsson, forseti bæjarstjórnar Árborgar. Áður en ráðstefnan hefst kl. 13.20 mun Stangaveiðifélag Selfoss kynna fluguköst á bökkum Ölfusár neðan Ölfusárbrúar fyrir landbúnaðar- ráðherra, forseta bæjarstjórnar Ár- borgar og öðrum viðstöddum.    Gervigras í Þorlákshöfn | Tilboð hafa verið auglýst í gerð gervigras- vallar við Íþróttamiðstöð og Grunn- skóla Þorlákshafnar. Um er að ræða völl sem verður 72x55 m að stærð. Heildarstærð svæðisins með malbik- uðum reit meðfram vellinum verður 59 x 76 m. Fyrirtækið Línuhönnun sér um hönnun vallarins. Landmótun sér um hönnun umhverfis. Tekið hef- ur verið tilboði frá Á. Óskarssyni, Mosfellsbæ, í gervigrasið, segir á heimasíðu sveitarfélagsins. Fram- kvæmdinni skal lokið 15. júlí 2004.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.