Morgunblaðið - 17.04.2004, Side 27

Morgunblaðið - 17.04.2004, Side 27
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. APRÍL 2004 27 EFNISMIKLAR guðfræðibækur eru sjaldan gefnar út hér á landi vegna smæðar markaðarins. En dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson guðfræð- ingur lætur það ekki á sig fá og sendir nú frá sér mikið ritverk um kristna siðfræði, sem út frá sjón- armiði hagfræðinnar hefði verið vænlegra að gefa út á tungumáli sem fleiri lesa en íslensku. Hann boðar útkomu seinna bindis síðar. Og ekki nóg með það, hann sendi frá sér stærri bók um guðfræði Lúthers á kristnitökuafmælinu árið 2000. Það er mikill fengur fyrir ís- lenska kristni að slík grundvallarrit séu skrifuð á íslensku og mjög þakkarvert. Í þessari bók eru þrjú fyrstu boð- orðin (af tíu) útskýrð og túlkuð. Í inngangi segir að tilgangur þessa rits sé að gera grein fyrir helstu þáttum kristinnar siðfræði og þeirr- ar heimsmyndar sem hún byggir á. Þar sem siðfræðileg umræða er afar víðfeðm bregður höfundur á það ráð að styðjast við boðorðin tíu og túlk- unarsögu þeirra eins og lútherskir guðfræðingar hafa gjarnan gert með Martein Lúther í broddi fylk- ingar. Þetta er í samræmi við hefð kirkjunnar sem hefur notað boðorðin sem mælikvarða í siðfræði- legri umræðu en túlkað þau í ljósi tvöfalda kær- leiksboðorðsins. Einnig styðst höfundur við út- leggingu Jesú á túlkun þriggja fyrstu boðorð- anna í Faðirvorinu. Gengið er út frá því að heimsmyndin sem end- urspeglast í fyrsta boð- orðinu sé sú sama og birtist í fyrri sköpunar- sögu Fyrstu Mósebókar. Einnig er leitast við að skipa kristilegri siðfræði réttan stað í almennri siðfræðiumræðu með því að tengja hana guðfræðilegri og heimspeki- legri siðfræði. Í því sambandi er stuðst við lykilhugtökin gæsku eða hamingju, réttlæti og kærleika. Bókin skiptist í þrjá aðallhluta. Í þeim fyrsta, „Boðorðin tíu og guð- fræðileg siðfræði,“ er reynt að finna kristinni siðfræði stað í almennri siðfræðiumræðu. Þar er farið yfir mikið efni og höfundur lætur sig ekki muna um að gera úttekt á túlk- unarfræðinni í „leiðinni“ og minnir á sem niðurstöðu að til að tryggja ein- ingu boðskapar Biblíunnar og „rétta“ túlkun hennar verði að gera það með Kristsmiðlægri umfjöllun um Guð „sem merkir að starf og fyrirheit Guðs í Gamla testamentinu rætast í Kristi“ (s. 113). Í þessum hluta rekur hann einnig sögu siðfræð- innar frá tímum Grikkja. Í öðrum hluta, „Fyrsta boðorðið,“ sem spannar tæplega fjóra kafla, 200 blað- síður, eru helstu hug- tök boðorðsins skýrð og meðal annars er gerð grein fyrir til- urð, boðskap og túlk- unarsögu sköpunar- sögunnar í Fyrstu Mósebók. Þar er sýnt fram á að af- staða mannsins til Guðs endurspeglast í daglegu lífi hans og breytni og er dæmisaga Jesú um miskunnsama Samverjann tekin sem gott dæmi um það. Túlkunarsaga þessarar sögu er rakin meðal annars hjá ís- lenskum kennimönnum. Fyrsta boð- orðið undirstrikar að heimurinn er sköpun Guðs sem haldið er saman af lífslögmálum hans, ekki duttl- ungafullum andlegum öflum. Þar er starfsvettvangur mannsins, og vett- vangur hans sem siðrænnar veru. Í þriðja aðalhluta bókarinnar, „Annað og þriðja boðorðið,“ eru þessi boðorð útskýrð og túlkunar- saga þeirra rakin. Í umfjöllun um annað boðorðið er talað um hver maðurinn er sem siðræn vera, að hann er kallaður til ábyrgs sam- félags við Guð. Frelsun Guðs er meðal annars fólgin í því að fallin guðsmynd mannsins er endurreist í Kristi. Maðurinn sér „spegilmynd sína“ að einhverju leyti í honum (s. 430) og Jesús verður fyrirmynd að breytni hans er hann axlar ábyrgð sína sem siðræn vera. Í þriðja boð- orðinu er líf og starf mannsins sett í samhengi við sköpunarstarf Guðs og nýsköpun alls í Kristi, þar sem hvíldardagurinn er settur í sam- hengi fyrirheitis Guðs um að sköp- unin muni ná lokatakmarki sínu, ný- sköpun alls, er heimurinn líður undir lok. Þetta er mikil bók sem byggir á geysimiklu efni. Gerð er úttekt á kenningum margra sérfræðinga í hinum ýmsu greinum guðfræðinnar sem flestir eru þýskir en lítið er um tilvitnanir í fræðimenn frá öðrum löndum nema íslenska. Höfundur er traustur, evangelísk-lútherskur guðfræðingur og engin hliðstæð bók hefur verið gefin út á íslensku áður. En þetta er ekki alþýðurit, heldur bók sem er rituð fyrst og fremst fyrir guðfræðinga og fólk sem kem- ur ekki nýtt að efni hennar. Bókin er vel skrifuð og málið er gott og ljóst en það er meira en sagt verður um margar guðfræðibækur. Efnið er skipulega sett fram og það dregið saman í lok einstakra kafla og meginhluta bókarinnar. Gerð bókarinnar og allur frágangur til fyrirmyndar. Fengur að grundvallarriti BÆKUR Trúfræði eftir Sigurjón Árna Eyjólfsson. 516 bls. Útgefandi: Hið íslenska bókmenntafélag, 2004. KRISTIN SIÐFRÆÐI Í SÖGU OG SAMTÍÐ Kjartan Jónsson Sigurjón Árni Eyjólfsson ÞAÐ má með sanni segja að sænski básúnuleikarinn Christian Lindberg hafi verið í þreföldu hlut- verki á tónleikum Sinfóníuhljóm- sveitar Íslands sl. fimmtudagskvöld þar sem hann var hljómsveitarstjóri, tónskáld og einleikari í eigin verki. Lindberg er mjög litríkur stjórn- andi, skokkar inn á sviðið í skyrtu og leðurbuxum, tekur sér stöðu aftast á stjórnendapallinum gleiðfættur og tilbúinn í slaginn. Hann hefur ákaf- lega persónulegan stíl sem stjórn- andi og notar til þess allan líkamann og tekur dansspor á pallinum í hita leiksins. En hann nær frábærum ár- angri með hljómsveitinni sem fylgir honum sem einn maður og spilar engilfallega og fylgir jafnvel hinni minnstu fingrahreyfingu stjórnand- ans enda er hver hreyfing hans hnit- miðuð og nákvæm og líkamstjáning- in segir hvað hann vill. Fyrsta verkið á efnisskránni var Ocean Child eftir Jan Sandström (f. 1954) sem frumflutt var í Stokkhólmi 1999 og var nú flutt í annað sinn. Gríðarlegar andstæður takast á í þessu magnþrungna verki. Heyra má ómblíðar og ómstríðar bylgjur hafsins leika við kóralana og gróð- urinn í hafinu sem sveiflast til og frá. Undir lokin kyrrist hafið og uns tón- arnir deyja út í lygnuna. Virkilega aðlaðandi verk, vel fram sett og unn- ið. Næst var komið að verki Lind- bergs, Helikon Wasp eða Helikon vespa. Hljómsveitin stillti sér upp á nýjan leik og nú í hring á sviðinu með stjórnandann / einleikarann í miðj- unni og strengjadeildin ásamt hluta tréblásranna sneri baki í salinn. Þessi háttur mun einnig hafa verið hafður á við frumflutninginn í Hels- inki í fyrrasumar. Ekki galin upp- setning og hljómar vel fram í sal og einleikarinn þarf ekki að snúa baki í alla hljómsveitina meðan hann spil- ar. Lindberg leggur sig allan í flutn- inginn sem snýst í kringum ljóð sem hann ýmist talar, flytur sem sænskt „lockrop“ eða syngur og hluti hljóm- sveitarinnar myndar talkór sem tek- ur undir. Tónlistin túlkar ljóðið að hluta, heyra má vespusuð og beitta vespustungu svo eitthvað sé nefnt og óhætt er að segja að tónlistin komi víða við og verkið er gríðarlega skemmtilegt áheyrnar. Það er óþarfi að fjölyrða um básúnuleik Lindbergs sem er heimsfrægur og margverð- launaður básúnuleikari enda blés hann meistaralega og náði meira að segja að láta Háskólabíó hljóma með enduróm og samtímis öllu þessu stjórnar hann hljómsveitinni af myndugleik. Síðast á efnisskránni var Sinfónía nr. 1 í e moll op. 39 eftir Jean Sibel- ius (1865–1957). Hún var frumflutt í Helsingfors 1899. Sibelius er eins og allir vita eitt stærsta tónskáld Finna og ber tónlistarháskólinn í Helsinki nafn hans. Sinfónían er ákaflega rómantísk, tilfinningarík og dulúðug, uppfull af fallegum laglínum sem birtast í hinum ýmsu hljóðfærum og komst allt vel til skila í mjög fallegri og áhrifaríkri túlkun Lindbergs sem var ætíð samkvæmur sjálfum sér. Norrænt sinfóníukvöld TÓNLIST Sinfóníutónleikar Sinfóníuhljómsveit Íslands. Konsert- meistari: Guðný Guðmundsdóttir. Hljóm- sveitarstjóri: Christian Lindberg. Jan Sandström: Ocean Child, Christian Lind- berg: Helikon Wasp, Jean Sibelius: Sin- fónía nr. 1 í e moll op. 39. Fimmtudag- urinn 15. apríl 2004 kl. 19.30. HÁSKÓLABÍÓ Jón Ólafur Sigurðsson Morgunblaðið/Árni Sæberg Christian Lindberg og Sinfóníuhljómsveit Íslands. Strandgata 28, Hafnarfirði Hulda Halldórsdóttir heldur sína fimm- tándu einkasýningu. Opið alla daga kl. 13–20 til 1. maí. Í DAG  Sjá einnig Staður og stund á mbl.is KÓR Langholtskirkju flutti Sálumessu Mozarts fyrir troð- fullu húsi á Föstudaginn langa og þurftu margir frá að hverfa. Því hefur verið ákveð- ið að endurtaka tónleikana í dag kl. 17 í Langholtskirkju. Einsöngvarar eru, sem fyrr, Ólöf Kolbrún Harðardóttir, Nanna María Cortes, Gunnar Guðbjörnsson og Bergþór Pálsson. Stjórnandi er Jón Stefánsson. Sálumessa Mozarts endurflutt Nanna María Cortes Á AÐALFUNDI Nýlistasafnsins sl. miðvikudag var ný stjórn kosin og 15 nýir félagar voru teknir inn. Formaður stjórnarinnar er Pétur Már Gunnarsson. Í stjórn voru kjörin þau Hildigunnur Birg- isdóttir, Bryndís Ragnarsdóttir, Ólöf Nordal og Bjarni Þór Sig- urbjörnsson. Í varastjórn sitja Guðný Rúnarsdóttir, Ragnar Jón- asson og Elsa Dóróthea Gísladótt- ir. Ný stjórn Nýlistasafnsins MEÐ nesti og nýja skó nefnist mál- verkasýning Bjargar Atla sem opn- uð verður í Hafnarborg kl. 15 í dag. Þar verða 35 akrýlmálverk, flest frá árunum 2002 til 2004. Verkin eru bergmál tilfinninga og skynjunar innri og ytri veruleika. Listamaður- inn lætur reyna á þanþol lita og forma og nýtir sér eiginleika akrýl- litarins, allt frá flæði og gagnsæi aquarellunar til þéttleika olíulitar- ins. Sýningin stendur til 10. maí. Opið alla daga, nema þriðjudaga, kl. 11– 17. Þanþol lita og forma Eitt verka Bjargar Atla. Góðan daginn – greinasafn hefur að geyma 91 valda grein úr Morgun- blaðinu eftir Sigurbjörn Þorkelsson frá 1984–2004. Í formála segir m.a.: „Á tímabilinu 1984–2004 munu hafa birst um 140 greinar eftir mig í Morgunblaðinu í þessu formi. Hef ég nú valið 91 þeirra í meðfylgj- andi greinasafni. Ættu þær að gefa nægjanlegt yfirlit yfir helstu umfjöll- unar- og hugðarefni mín á tímabilinu. Einkum sleppi ég nokkrum greinum frá árunum 1991–1997, en uppi- stöðu margra þeirra má finna í fyrstu bókunum mínum. Ég get ekki annað en talað það, sem ég hef séð og heyrt, frá 1995 og Þá munu stein- arnir hrópa, frá 1996.“ Höfundur gefur sjálfur út. Bókin er 194 bls., prentuð í Prentmet. Greinasafn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.