Morgunblaðið - 17.04.2004, Side 31

Morgunblaðið - 17.04.2004, Side 31
FERÐALÖG MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. APRÍL 2004 31 FERÐASKRIFSTOFAN Hekla Travel í Kaupmanna- höfn býður nú vikulegar ferðir á milli Danmerkur og Krítar sem lið í stækkun og vexti skrifstofunnar. Í apríl og maí er tilboðsverð á flugi á milli Kaupmannahafnar og Chania á Krít og gistingu í viku og er verðið 1.995 danskar krónur eða um 24 þúsund íslenskar krónur. Á tímabilinu 28. apríl til 20. október er flogið alla miðvikudaga með Maersk Air frá Kaupmannahöfn til Chania og 16. júní til 11. ágúst er einnig vikulegt flug frá Billund. Hægt er að velja um gistingu á hótelum á strandlengjunni vestur af Chania eða við Rethymnon sem er strandbær á miðhluta Krítar. Einnig er boðið upp á gistingu í ýmsum fjallabæjum á eyjunni. Verð með gistingu getur verið á bilinu 2.500–3.000 danskar krónur, eða 30–36 þúsund íslenskar krónur á mann. Hekla Travel er með samning við Hilton-hótelið á Kastrup-flugvelli, sem getur verið hentugt ef Íslend- ingar vilja stoppa í Kaupmannahöfn á leið til og frá Ís- landi, eins og Birna Arinbjarnardóttir, sölustjóri Heklu, bendir á. Til Krítar um Kaupmannahöfn Morgunblaðið/Ómar Ferðamöguleiki: Hekla travel í Kaupmannahöfn býður upp á vikuferðir til Krítar fram í október .  SUMARFRÍ TENGLAR .............................................. www.heklatravel.dk EVRÓPUKEPPNIN í fótbolta (EURO 2004) fer fram í Portúgal í sumar og stendur yfir í þrjár vikur, frá 12. júní til 4. júlí. Þetta er stærsti íþróttaviðburður sem haldinn hefur verið í Portúgal og nokkuð ljóst að hann mun hafa gífurleg áhrif á ferða- mannaþjónustuna þar í landi þetta árið og jafnvel um ókomin ár. Aug- ljóslega mun keppni þessi draga margan aðdáanda sparkíþrótt- arinnar suður á bóginn. Skipuleggj- endur keppninnar eiga von á að um hálf milljón aðdáenda fótbolta muni flykkjast til Portúgals á þessum þremur vikum og þar af verði um 50.000 Bretar, enda eru þeir frægir fyrir að láta sig ekki vanta til að hvetja stoltið sitt hann David Beck- ham til sigurs á vellinum. Heyrst hefur að þegar sé uppselt á alla leiki Englendinga og varað er við því að kaupa sér miða á svörtum markaði, þar sé engu treystandi. Leikir víða um landið Evrópuleikarnir fara fram á fleiri en einum leikvangi í Portúgal og eru staðsetningar eftirfarandi: Aveiro, Braga, Coimbra, Faro, Guimaraes, Leira, Lissabon og Porto. Ekki er nauðsynlegt að dvelja á hótelum sem staðsett eru mjög nálægt leik- vöngum til að komast á leiki, enda nokkuð vel bókað nú þegar á þeim hótelum sem næst standa. En hægt er að skreppa á einn leik eða fleiri þó ferðast sé t.d. frá Albufeira, sem er vinsæll staður meðal íslenskra ferða- manna í Portúgal, leigja sér bíl eða taka rútu á völlinn. Eins er hægt að „flýja“ mesta áreitið og fólksmergð- ina með því að gista ódýrt í sveitinni í rólegheitum. Markviss öryggisgæsla Þó vissulega verði mikil uppgrip í Portúgal í tengslum við Evr- ópumótið í fótbolta og aukning ferða- manna fyrirséð, þá eru líka ein- hverjir sem munu forðast að fara þangað á meðan á keppninni stend- ur, af ótta við fótboltabullur, marg- menni og læti samfara boltaspark- inu. En hafa ber í huga að fótboltabullur fylgja miklu frekar landsleikjum en Evrópumótum og fullyrt er að öryggisgæsla á EURO 2004 muni öll verða mjög markviss og breska og portúgalska lögreglan hafa samvinnu á því sviði. Ferðaskrifstofan Úrval-Útsýn í Smáranum verður með miða á fót- boltaleiki á EURO 2004 til sölu eftir páska. Pantað var töluvert af miðum en ekki er vitað enn hversu margir fást. Plúsferðir selja ekki miða á leiki en fljúga einu sinni í viku í allt sumar til Portúgals. Eins eru Heimsferðir með ferðir í boði til Portúgals en selja ekki miða á leiki og sama er að segja um Terra Nova. Iceland Ex- press er ekki með beint flug til Portúgal en þeir fljúga til London og Kaupmannahafnar, en þaðan er auð- velt að halda áfram suður á bóginn fyrir lítinn pening. Eins eru þeir með tengil sem heitir fótbolti á vefsíðunni sinni icelandicexpress.is, þar sem hægt er að fá allar upplýsingar um leiki, dagskrá og hvernig á að nálg- ast miða. ÍT-ferðir hafa verið með ferðir á stóra íþróttaviðburði, bæði innanlands og utan en skipulagið í tengslum við EURO 2004 er enn í vinnslu. Starfsfólk þar mun útvega miða á úrslitaleiki og vera áhuga- sömum innanhandar með gistingu.  PORTÚGAL | Evrópukeppnin í fótbolta fer fram í júní og júlí Íslending- ar sýna áhuga Reuters Áhugi: Talið er að um 50.000 Bret- ar muni flykkjast til Portúgal til að hvetja David Beckham og félaga. Gagnlegar slóðir fyrir áhuga- sama um fótboltann í Portúgal í sumar: www.euro2004.com www.portugalinsite.com www.footballsupporters- international.com www.pousadas.pt www.simplytravel.com www.magictravelgroup.co.uk www.cadoganholidays.com khk@mbl.is Salernislaus í skúr Erla Guðrún segist vitaskuld hafa fengið að búa hjá kærastanum, sem verið hafi í fríu húsnæði þó ekki hafi mikið verið um lúxus. „Fyrstu tvo mánuðina bjuggum við í hálfgerðum vinnuskúr þar sem steinolíuhitari hélt á okkur hita, en við vorum hinsvegar án salern- isaðstöðu og þurftum því alltaf að hlaupa yfir í næsta hús til þess að gera þarfir okkar. Þriðja mánuðinn fluttum við inn á gistiheimili þar sem við höfðum bæði aðstöðu til að elda og komast í sturtu. Yfirleitt elduðum við okkur sjálf eitthvert góðgæti og prófuðum okkur áfram með japanskan mat, sem mér finnst mjög góður. Mikið er um alls konar sjávarfang og smakkaði ég t.d. í ferðinni í fyrsta skipti ostrur, kol- krabba og ýmsan hráan fisk og ekki má svo gleyma öllum hrísgrjóna- og núðluréttunum.“ Mest umgengust þau skötuhjúin Vesturlandabúa, en þó segist Erla hafa eignast eina góða japanska vinkonu, talandi góða ensku. „Jap- anir eru ótrúlega kurteisir og var gaman að upplifa þessa miklu kurt- eisi í ljósi þess hversu fjölmenn þjóðin annars er. Allir bugta sig og beygja fyrir öllum. Meira að segja í matvörubúðum hneigja viðskipta- vinirnir sig fyrir afgreiðslufólkinu og svo öfugt. Að sama skapi fannst mér merkileg öll snyrtimennskan í Tókýó, en þar var ekkert rusl að sjá á götum þrátt fyrir að íbúar séu þar um tólf milljónir talsins.“ Brettin sem víðast Erla Guðrún þarf ekki að hugsa sig mikið um þegar hún er spurð hvort ferðalög séu áhugamál. Hún segist hafa fengið tækifæri sem fé- lagi í björgunarsveitinni Ársæli að svala þessari ferðaþörf sinni nokk- uð og svo vonast hún auðvitað til að fá tækifæri til að ferðast enn meira í framtíðinni. „Og þar sem snjó- brettaiðkun er eitt helsta áhuga- málið mitt, stefni ég auðvitað að því að prófa brettin sem víðast í heim- inum. Framandi staðir og mik- ilfenglegt landslag heilla mig mest.“ Heimasíða skíðasvæðisins: www.niseko.gr.jp Gistiheimili: www.blowhardallyear.com join@mbl.is VEGNA fjölda fyrirspurna birtum við aftur vefslóðir tveggja fyrirtækja sem hafa milligöngu um húsnæðisskipti milli landa í sumar- eða vetr- arfríinu. Vefslóðirnar sem um ræðir eru www.intervac.com og www.homeexchange.com. Skipst á hús- næði í fríinu www.thumalina.is Fjölskyldan saman í fallegum bæ! Velkomin í Stykkishólm! Hótel - heimagistingar - farfuglaheimili - tjaldstæði - veitingastaðir - verslanir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.