Morgunblaðið - 17.04.2004, Side 35

Morgunblaðið - 17.04.2004, Side 35
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. APRÍL 2004 35 ÍSLENDINGAR eru öfundaðir sakir dugnaðar og útsjónarsemi sem alls staðar má sjá; frændur okkar Færeyingar hafa sumir litið til okkar sem stóra bróður sem allt getur. Í útlöndum eru þeir þekktir fyrir ríkuleg innkaup og ráp með austri á peningum. Skotar og Írar undirbúa sig í tíma fyrir fjöldaásókn plastpokavíkinga. Tilurð verðmæta á Íslandi breytist sífellt; sjávarútvegur og land- búnaður virðast á útleið en verðbréf, samrunar og upp- skiptingar fyrirtækja eru nú aðalupp- sprettur ríkidæmis; ef fé vantar má snúa hringekjunni aftur og þá verða til meiri pen- ingar. Upplýsingum um fjárfestingarkosti er ausið yfir fólk; þeir sem átta sig ekki á þessu eiga bara skilið að vera áfram fá- tækir. Ef þú klórar mér klóra ég þér; þar með er sú iðja komin inn í vísitölur. Reykvíkingar átta sig illa á því að frumkvæði með virkjunum í Soginu og í vatnsöflun er komið inn í flókið kerfi, sem upplýsir engan um hver á hvað. Eignarhluti í Landsvirkjun var 65%, en er nú 45%. Hin hag- sýna húsmóðir R-listans fór að beita framandi hagfræði og nýjum útreikningi á þríliðunni gömlu. Hitaveitan var til áratuga stolt borgarbúa. Jóhannes Zoëga stjórn- aði fyrirtækinu með festu en lát- leysi í yfirstjórn og skrifstofuhaldi; íbúarnir gátu sagt með stolti, að þeir byggju við lægsta hitunar- kostnað á norðurslóðum; en þar sem glittir í gull safnast að aðrir en það eiga. Samskurðaframlegðin Veiturnar voru þrjár en runnu inn í OR, en nýtt innsæi þurfti til að sjá hvaða hagræðing gæti orðið með samskurðaframlegð, allar veitur í sama skurð. Borgarstjóri Ingibjörg Sólrún (ISG) fór til Japans ásamt formanni OR, Alfreð Þorsteinssyni (AÞ), til að kynna sér dreifingu ljósvakaefnis um skolpkerfi, frábær hugmynd; útvarpsbylgjur hljóta að vera skyldar rafbylgjum. Eitthvað yrðu borgarbúar að fá fyrir skíta- skattinn. – Þetta var bara byrjunin. Með hagræðingu var kominn grundvöllur að virkari þátttöku OR í ýmsu öðru; rækjueldi, Línu-neti og Tetra Ísland, en samskurðanýt- ing er augljós; þannig getur OR enn bætt við sig nýrri uppsprettu, peningaveitunni, með yfirtöku Sím- ans. AÞ er fyrrv. for- stjóri Sölunefndar varnarliðseigna (Sv). Honum tókst hið ótrú- lega; árið 2002 var nefndin lögð niður og af því tilefni upplýsti AÞ, að hún hefði skilað 800 milljón kr. hagnaði í ríkissjóð á áratug, vörsluskattar víst inni- faldir. Þetta er afrek; ófrýnileg skransjoppa skilar risahagnaði. Tugir grunsemda um misferli í Sv eru enn í rannsókn; það er ekki sök AÞ að rottugangur hafi verið í fyrirtæk- inu, sem var undir utanríkisráðu- neyti; AÞ fékk aflát og sakleys- isvottorð frá formanni sínum, Halldóri Ásgrímssyni, áður en rannsókn var lokið og með hárná- kvæmri tímasetningu, einmitt rétt fyrir síðustu kosningar; þetta upp- lýsti AÞ sjálfur. Atvinnurannsóknir Í reglum OR stendur: „hún [OR] sé til fyrirmyndar í umgengni á eigin umráðasvæðum og vinnur þar að uppgræðslu lands og friðun dýra- lífs!“ Já, höllin á Bæjarhálsi stend- ur sig vel í samkeppni við verð- bréfaguttana; hún gnæfir yfir höfuðborgarsvæðið allt og sjá má til allra átta. Þeir sem ætla að taka þátt í virkjun peningauppsprett- unnar ásamt verðbréfastrákum, sem ausa fé hver á annan, verða að hafa góða yfirsýn og sveigjanleika. Tilgangur OR skv. lögum er vinnsla og framleiðsla raforku, varma og vatns [....] „og nýsköpun af hverju tagi“, sic! Þarna leynist „alibi“ AÞ til að fara í rækjuna og útvarpsbylgjuflutning af ýmsu tagi; eiginlega eru nú allar leiðir færar; R-listinn gefur AÞ lausan tauminn og því eru engar skorður fyrir frek- ari skuldsetningu Reykvíkinga og enn frekari hækkun orkuverðs, síð- ast 10% aukalega vegna óvæntra hlýinda; sú hækkun hlýtur því að ganga til baka eða er ekki svo? Vegna ábyrgðarlauss áróðurs hælbíta um skuldasöfnun OR er nauðsynlegt að upplýsa að sam- bylgjuframlegð kemur á móti. Nú hafa borgarbúar enga yfirsýn á hvaða skuldir þeir bera og það er best þannig; það sem maður ekki veit angrar ekki. Fyrir kosningar varðist AÞ spurningum um skuldir snilldarlega með millileik; hann stakk upp á að selja Perluna og gerði menn klumsa með pólitískum gaffli. Nú heldur fólk að OR-höllin sé bruðl, en þá upplýsir AÞ að hann hafi fengið kauptilboð upp í kostn- aðarverð. Auðvitað skiptir ekki máli þótt aðrir borgarfulltrúar viti að það er blekking. Það eru vandræði að ISG skuli fara að læra fyrirtækjarekstur eftir að hafa verið borgarstjóri en ekki áður. Hennar bíður það hlutverk að hreinsa út þursabitið á Bæjarhálsi. Ekki er nóg að Steinunn Valdís sé varaformaður OR; hún hefur meira en nóg með að atast í skipulags- málum. ISG ber ábyrgð á ástandinu og getur fengið á sig pólitískan út- legðardóm ef henni tekst ekki lenda þessu máli með reisn, með rann- sókn. Það er grátlegt að gamla hitaveitan sé orðin að stekk inni í fargani, sem líkist SÍS heitnu æ meir og víxlarahöll. Með nýjum lög- um um orkudreifingu má fara að velta því fyrir sér hvort ekki sé unnt að fá tilboð um orku frá Orku- veitu Suðurnesja. Skuldasúpan gæti þá setið eftir sem flókið lög- fræðilegt úrlausnarefni. Auk þess er full ástæða til að vantreysta gerð samninga um orkusölu til Norður- áls til að tryggja hagsmuni borg- arbúa; AÞ heldur að hann sé at- vinnumálaleiðtogi. AÞ-samveitan Jónas Bjarnason skrifar um verðmætamat ’Ekki er nóg að Steinunn Valdís sé varaformaður OR; hún hefur meira en nóg með að atast í skipulagsmálum.‘ Jónas Bjarnason Höfundur er efnaverkfræðingur. VEGNA svars Jakobs Björns- sonar 27. mars sl. við grein minni „Að láta gott af sér leiða“ (sem að sínu leyti var svar við grein hans „Að ganga með klofna umhverfisvitund“) vildi ég árétta enn undrun mína á því hve Jakob virðist með- taka ástand heimsins ógagnrýnum augum. Þannig má skilja af orðum hans að ál- bræðsluvæðing Ís- lands sé einungis eðli- legur liður í skynsamlegri verka- skiptingu heimsins, þar sem hvert ríki skipi sinn sess í sam- ræmi við auðlindir og getu. Ef ég hef skilið hann rétt þá setur hann jafnvel ekki spurningarmerki við eyðingu regnskóganna af því að hún hangi saman við kaffidrykkj- una í heiminum! Með svona bjart- sýnni afstöðu til hlut- anna eru sennilega ekki takmörk fyrir því hvað hægt er að um- bera. En neysluhættir nú- tímans eru ekki boðlegir, þeir hvorki geta haldið áfram hjá þeim fimmt- ungi sem fleytir rjómann ofan af þeim, né breiðst út til milljarðanna sem standa í biðröðinni. Ástand heimsins er nú þegar þannig að öll beturmegandi lönd banda frá sér mengandi iðju og þar af leiðandi liggur leiðin þangað sem varnirnar eru veikastar fyrir: til hinna van- þróuðu ríkja í suðri. En líka hingað í norðrið ef færi gefst, mikil ósköp. Og það gefst, það fer vart fram hjá ál- risum heimsins að á Íslandi er Landsvirkjun ríki í ríkinu og um- hverfisráðherrann nánast eins og blaðafulltrúi þar á bæ. Mönnum er líka í fersku minni þegar iðnaðarráðuneytið í samvinnu við Landsvirkjun dreifði bæklingi á ensku þar sem þau boð voru látin út ganga að Ísland væri kjörið til stór- iðju vegna þess að „starfsleyfi fyrir stóriðju hérlendis eru vanalega sam- þykkt með lágmarkskröfum til um- hverfismála“ (Lowest energy prices, 1995). Og þótt síðan hafi gengið í gildi lög um umhverfismat hefur vart farið fram hjá áhugasömum hvernig íslensk stjórn- völd umgangast það plagg. En komandi kyn- slóðir munu spyrja: hvernig gat okkur leyfst að gera jafn óaft- urkræfar breytingar á náttúru landsins og þær sem Kára- hnjúkavirkjun hefur í för með sér? Nú telja sumir að erfðatæknin geti jafnvel vakið geir- fuglinn aftur til lífsins, en spjöllin sem lónið og vatnaflutningarnir og gangagerðin leiða til verða ekki afturkölluð. Óbornar kynslóðir munu ekki njóta þess sem við höfum – að því er virðist í bríaríi – ákveðið að fórna. Og þegar ég segi „bríaríi“, þá vísa ég til þess að það verður að gera sér- stakar ráðstafanir til að framkvæmdin valdi ekki óðaþenslu í efnahagskerfinu. Það mætti líkja því við manneskju sem stæði á blístri og þyrfti að standa nálægt vaski eða salernisskál til að bæta á sig. Mér virðist sem ágreiningur okk- ar Jakobs felist í því að það sem hon- um er þjóðþrifamál og framlag til umhverfismála á heimsvísu lít ég á sem varanlegan skaða á þeim lífs- gæðum sem felast í villtri náttúru Ís- lands sem hefur aldrei verið verð- mætari en nú í hraðmanngerðum heimi. Okkur ber skylda til að standa vörð um þann auð, í stað þess að af- henda hann tröllunum til ráðstöf- unar. Í góðri trú Pétur Gunnarsson svarar Jakobi Björnssyni Pétur Gunnarsson ’Okkur berskylda til að standa vörð um þann auð, í stað þess að afhenda hann tröllunum til ráðstöfunar.‘ Höfundur er rithöfundur. MENNTAMÁLARÁÐHERRA lagði fram nú fyrir páska frumvarp til laga um tónlistarsjóð, sem ráð- herrann hafði raunar kynnt fyrr í vetur, við misjafnar undirtektir. Ýmsir fögnuðu, eins og oft gerist þegar ráðherrar boða hugmyndir um styrki til menningar- mála, en ungir sjálf- stæðismenn brugðust ekki eins vel við hug- myndinni og Heimdall- ur sendi í janúar frá sér ályktun þar sem menntamálaráðherra var hvattur til að láta af fyrirætlunum sínum um stofnun tónlist- arsjóðs. Í ályktuninni kom m.a. fram að Heimdallur treysti íslensk- um tónlistarmönnum til að standa á eigin fótum án aðstoðar hins op- inbera, til dæmis með sölu á verkum sínum og stuðningi einkaaðila. Mótmæli Heimdallar virðast því miður ekki hafa borið árangur, enda er fyrrnefnt frumvarp nú komið á borð þingmanna. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að Alþingi veiti árlega fé í fjárlögum í tónlistarsjóð, sem skiptist í tvær deildir, tónlistardeild og markaðs- og kynningardeild. Tónlistardeild á að veita styrki til almennrar tónlistarstarfsemi en markaðs- og kynningardeild styrki til kynningar og markaðssetningar á tónlist og tónlistarmönnum hér á landi og erlendis. Í greinargerð með frumvarpinu kemur fram að mennta- málaráðuneytið hafi um langt árabil veitt margvíslega styrki á sviði tónlistar af safn- liðum í fjárlögum, en með frumvarpinu sé gert ráð fyrir því að það fé sem ráðuneytið hafi haft til ráðstöf- unar til þessara mála renni í tónlistarsjóð og menntamálaráðherra úthluti úr sjóðnum að fengnum til- lögum tónlistarráðs. Með þessu frumvarpi er því í raun verið að koma á fót enn einum sjóði á vegum ríkisvaldsins, ramma utan um styrki til atvinnugreinar sem á auðvitað að geta spjarað sig án opinberrar aðstoðar. Í ofan- greindri ályktun Heimdallar eru helstu rökin gegn slíkum styrkjum í raun tíunduð, en þar segir: „Sjóðir með opinberu fé til úthlutunar eru nú þegar allt of margir og fjöldi slíkra sjóða til hinna ýmsu list- greina réttlætir ekki stofnun sér- staks tónlistarsjóðs. Ekki er hægt að vísa til ranglætis og þannig rétt- læta enn meira ranglæti. Skatt- greiðendur eru fullfærir um að styðja tónlistarmenn með beinum og milliliðalausum hætti, án að- stoðar stjórnmálamanna.“ Þar að auki má ekki gleyma því að það er eðli slíkra sjóða að þenjast út og draga sífellt til sín meiri fjár- muni frá skattgreiðendum. Ráð- herra hefði því fremur átt að nota tækifærið og endurskoða málaflokk- inn frá grunni og draga úr slíkum styrkjum og að lokum leggja þá af með öllu og sýna þannig í verki traust til atvinnugreinarinnar. Treystum við tónlistarmönnum? Ragnar Jónasson skrifar um mótmæli Heimdallar ’Þar að auki má ekkigleyma því að það er eðli slíkra sjóða að þenj- ast út og draga sífellt til sín meiri fjármuni frá skattgreiðendum.‘ Ragnar Jónasson Höfundur er varaformaður Heimdallar. Fyrir flottar konur Bankastræti 11 • sími 551 3930 Dalvegi 28 201 Kópavogi Sími 515 8700 w w w . f u n i . i s f u n i @ f u n i . i s ÚTIARINN - GRILL VIÐARKAMÍNUR REYKRÖR FR U M - 04 03 10 21

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.