Morgunblaðið - 17.04.2004, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 17.04.2004, Blaðsíða 44
MINNINGAR 44 LAUGARDAGUR 17. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ Það var þriðjudags- morgunn 6. apríl sl. er maðurinn minn hringdi í mig og sagðist hafa sorgarfregn að færa mér. Þar tilkynnti hann mér lát vinar míns, vinnufélaga og fyrrum yfirmanns, Skarphéðins Njálssonar. Síðustu daga hef ég rifj- að upp þau níu ár sem við Skarpi unn- um saman. Upphafið var að yfirmaður minn þá kallaði í mig og spurði mig hvort ég væri til í að prófa vinnu í skot- vopnaskránni í Reykjavík. Ég sem ekkert vissi um byssur þá var í raun á báðum áttum, en lét slag standa og ákvað að prófa þetta. Deildin var rek- in af Skarphéðni og Elsu, sem með dugnaði komu deildinni í mjög gott horf. Ég var búin að heyra að þessi tvö í skotvopnaskráningunni væru frekjur og var með kvíða að byrja þar. Mín kynni af þeim voru ekki í þá vegu. Þau voru bæði yndisleg að vinna með. Mér hentaði mjög vel að vinna með þeim, því við vildum öll vinna vel og hafa allt á hreinu. Elsa hætti fljótlega og tók ég við hennar starfi. Við Skarpi náðum strax saman sem „team“. Við tókum tillit hvort til annars og virtum hvort annað. Fljótlega kom í ljós hvernig mann- SKARPHÉÐINN NJÁLSSON ✝ SkarphéðinnNjálsson fæddist á Siglufirði 1. októ- ber 1938. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut 6. apríl síðastliðinn og var útför hans gerð frá Keflavíkurkirkju 16. apríl. eskja Skarpi var. Hann var ákveðinn, skapmik- ill, ótrúlega stríðinn, mikill húmoristi, hag- mæltur og góð eftir- herma, en fyrst og fremst ákaflega góð manneskja. Hann talaði aldrei niður til fólks. Hann hafði þykkan skráp en gott hjarta. Í mörg ár ræddum við ekkert um okkar persónulegu hagi. Reyndar gerðum við það lítið. Við þekktum okkar takmörk að vissu leyti. Ég man eftir því eitt skiptið rétt fyrir jól, fyrstu jólin sem við unnum saman (vorum þó búin að vinna níu til tíu mán. saman) að Skarpi segir: „Maja, nú förum við fram í kaffistofu og fáum okkur kaffisopa þar því hér er enginn friður. (Annars vorum við alltaf með kaffikönnu hjá okkur á skrifstofunni). Við ræðum ýmislegt varðandi jólin, kirkjusókn o.fl. Ég spyr hann hvort hann fari í Neskirkju um jólin. Hann horfir hissa á mig. Ég endurtek spurninguna. „Nei,“ segir hann. „Nú, áttu ekki heima á Sól- vallagötunni? spyr ég. Jú, hann átti þar heima en í Keflavík. Þetta sýnir hversu lítið ég í raun vissi um hann. Eitt vissi ég þó og það var að hann átti yndislega góða konu. Ég held að kona hans sé hans mesta gæfuspor í lífinu og vissi hann það. Hann sagðist hafa náð í fallegustu og bestu konuna. Við Skarpi vorum ekki alltaf sam- mála og reyndar stundum mjög ósammála um hluti í hinu daglega lífi sem tekist var á um í kaffipásum. Meira að segja kom fyrir að ég bein- línis varð öskuill út í hann. Eftir að hafa ekki yrt á hann í einhvern tíma átti hann til að segja bljúgri röddu: „Maja, hvað sagði ég? Er ekki allt í lagi?“ Ég sneri mér þá að honum og sá glottið á honum á hlið þar sem hann þóttist horfa beint á tölvuskjá- inn. Síðan sprakk hann og við hlógum bæði. Oft var gífurlega mikið að gera hjá okkur þar sem við vorum tvö með æf- ingaleyfin, umferðarlagabrotin, brennu- og flugeldaleyfin (tímabund- ið í desember), skotvopnaleyfin og námskeið þeim fylgjandi. Í dag skil ég ekki hvernig við komumst yfir þetta allt tvær manneskjur. Við gát- um þetta vegna þess að milli okkar ríkti gagnkvæmt traust. Eina sem við lásum yfir hvort hjá öðru var þegar við þurftum að senda frá okkur bréf eða greinargerð. Þá athuguðum við stafsetninguna hvort hjá öðru og uppsetningu, hvort betur mætti gera. Við unnum okkar starf oft sem ein manneskja. Við vissum hvar hvort um sig var statt í málunum og höfð- um allan aðgang að skápum og hirslum hvort annars, læstum sem ólæstum. Hann passaði upp á að ég gleymdi mér ekki í vinnu og fengum við okkur þá kaffisopa og ég minnti hann á að fá sér að borða, sérstaklega ef hann var að fara á kóræfingu hjá lögreglu- kórnum eftir vinnu. Oft á tíðum gleymdum við okkur í vinnu og þar með matartímanum. Við vorum lík að því leyti að við vildum standa við gef- in loforð. Við vorum í góðu samstarfi við embættin úti á landi og innflytjendur og gagnkvæmt traust ríkti þar á milli. Síðustu tvö árin fengum við loksins þá aðstoð í skotvopaskrána sem við vorum búin að óska eftir um langan tíma, kvenmann, Þóru, dugnaðarfork og unnum við þrjú vel saman. Eitt skiptið er ég kom til vinnu eft- ir að hafa lokið ákveðnu námskeiði beið mín gjöf sem pakkað var vel inn í pappakassa. Ég sé glottið á Skarpa og vissi þegar að einhverja brelluna hefði hann framkvæmt. Þegar ég opna kassann (sem vel var límdur aft- ur) birtist mér hvít pappírshúfa. Þarna var grallarinn búinn að hafa fyrir því að hefta saman handa mér AFMÆLIS- og minningar- greinum má skila í tölvupósti (netfangið er minning@mbl.is, svar er sent sjálfvirkt um leið og grein hefur borist) eða á disklingi. Ef greinin er á disk- lingi þarf útprentun að fylgja. Nauðsynlegt er að tilgreina símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnusíma og heima- síma). Ekki er tekið við hand- skrifuðum greinum. Um hvern látinn einstakling birtist ein aðalgrein af hæfi- legri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar séu um 300 orð eða 1.500 slög (með bilum) en það eru um 50 línur í blaðinu (17 dálksentimetrar). Tilvitn- anir í sálma eða ljóð takmark- ast við eitt til þrjú erindi. Einn- ig er hægt að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5– 15 línur, og votta virðingu án þess að það sé gert með langri grein. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir grein- unum. Minningargreinum þarf að fylgja formáli með upplýsing- um um hvar og hvenær sá sem fjallað er um er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin verður gerð og klukkan hvað. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í for- málanum, sem er feitletraður, en ekki í greinunum sjálfum. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna frests. Frágangur afmælis- og minning- argreina Innilegustu þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa, sonar, bróður og tengda- sonar, KARLS RÓSINBERGSSONAR, Ránarbraut 1, Skagaströnd. Sérstakar þakkir færum við sr. Magnúsi Magnússyni og öllum þeim fjölda vina, sem hafa stutt okkur á erfiðum tímum. Við þökkum ykkur af alhug. Guð blessi ykkur öll. Steinunn Steinþórsdóttir, María Rós Karlsdóttir, Hreinn Mikael Hreinsson, Steinþór Carl Karlsson, Bergljót inga Kvaran, Gunnar Dór Karlsson, Elfa Björk Kjartansdóttir, Karen Peta Karlsdóttir, Karl Aron, Ástrós Anna, Rósinberg Gíslason, María Bender og börn, Guðrún Halldórsdóttir. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, INGÓLFUR GUÐMUNDSSON flugvirki, Mánatúni 4, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju þriðju- daginn 20. apríl kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeir, sem vilja minnast hins látna, eru beðnir að láta hjúkrunarþjónustuna Karítas njóta þess. Síminn er 551 5606, símatími frá kl. 9.00-14.00. Ásta Ingibjörg Þorsteinsdóttir, Guðmundur Ingólfsson, Halla Hauksdóttir, Þorsteinn Ingólfsson, Haraldur Már Ingólfsson, Sofía Björg Pétursdóttir, Ástríður Helga Ingólfsdóttir, Kristján Valsson, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir til allra okkar góðu vina fyrir þá hjálpsemi, hlýju og aðstoð sem við nutum vegna andláts og útfarar ÁRNA JÓNSSONAR sem lést þriðjudaginn 9. mars síðastliðinn. Sérstakar þakkir til sveitunga og annarra sem veittu ómetanlega hjálp í tengslum við útförina. Guð veri með ykkur. Sölvabakkafjölskyldan. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi, JÓN BJÖRN BENJAMÍNSSON húsasmíðameistari, Kópavogsbraut 1a, lést á Landspítalanum í Fossvogi miðvikudag- inn 14. apríl. Jarðarförin auglýst síðar. Alda Dagmar Jónsdóttir, Jón Sören Jónsson, Sólveig Helgadóttir, Jóhanna Björk Jónsdóttir, Pétur Jónsson, Sigríður Guðrún Jónsdóttir, Kristján Þ.G. Jónsson, Sigrún Anna Jónsdóttir, Sveinbjörn Egilsson, Kjartan Björnsson, Guðlaug Guðmundsdóttir og afabörn. Alúðarþakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna fráfalls HERDÍSAR ERLENDSDÓTTUR frá Kálfatjörn. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Ólafur Erlendsson, Linda Rós Michaelsdóttir, Friðrik H. Ólafsson og fjölskyldur. Okkar innilegustu þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð, vináttu og hlýhug við frá- fall og útför GUÐRÚNAR SVEINSDÓTTUR, Borgarbraut 21a, Borgarnesi. Sérstakar þakkir til starfsfólks Dvalarheimilis aldraðra, Borgarnesi, og starfsfólks lyflækn- ingadeildar Sjúkrahúss Akraness. Ása Gústafsdóttir, Birgir Þórðarson, Þráinn Gústafsson, Ingibjörg Gústafsdóttir, Guðmundur Benjamínsson, Sveinn Svavar Gústafsson, Elín Kristín Helgadóttir, barnabörn, barnabarnabörn, barnabarnabarnabarn og systur hinnar látnu. Föðurbróðir okkar, SVAVAR KRISTINSSON, úrsmiður, Siglufirði, andaðist á Heilbrigðisstofnun Siglufjarðar fimmtudaginn 8. apríl. Jarðarförin fer fram frá Siglufjarðarkirkju mánudaginn 19. apríl kl. 14:00. Júlíus Jónsson, Jóhann Jónsson og Jónína K. Jónsdóttir.Innilegar þakkir sendum við öllum þeim, sem sýndu okkur vináttu og hlýhug við andlát og útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og systur, ÖNNU MARGRÉTAR JÓNSDÓTTUR. Gustav Behrend, Mette Nilsen, Auður María Behrend, Mark Uldahl, Marianne Behrend, Gunnar Jónsson, Ragnheiður Jónsdóttir, Pétur Jónsson, Pálmi Geir Jónsson, Kristinn Örn Jónsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.