Morgunblaðið - 17.04.2004, Page 55

Morgunblaðið - 17.04.2004, Page 55
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. APRÍL 2004 55 Námskeið um skógrækt. Skóg- ræktarfélag Íslands heldur tvö námskeið um skógrækt fyrir al- menning, í húsi Ferðafélags Ís- lands í Mörkinni 6. Námskeiðin eru í umsjá Björns Jóns- sonar, fyrrver- andi skólastjóra Hagaskóla, og verða haldin dagana 20. og 21. apríl og 28. og 29. apríl, Nám- skeiðið kostar 5.900 kr. en fé- lagsmaður í skógræktarfélagi fær 1.000 kr. afslátt, einnig er veittur 10% hjónaafsláttur. Námskeiðs- gögn og kaffi innifalið í verði. Nán- ari upplýsingar/skráning á skog- @skog.is Hópþjálfun Gigtarfélags Íslands er byrjuð aftur. Í boði eru mis- munandi hópar, t.d. leikfimi, vefja- gigtarhópa, bakleikfimi fyrir karl- menn og vatnsleikfimi. Einnig er boðið uppá jóganámskeið, sem að- lagað er einstaklingum með gigt. Þjálfunin fer fram á mismunandi tímum dags og í húsi GÍ að Ármúla 5 og vatnsþjálfunin í Sjálfsbjarg- arlaug í Hátúni 12. Skráning og nánari upplýsingar eru á skrifstofu GÍ. Málþing um skóla framtíð- arinnar. Kári Stefánsson, Guð- finna Bjarnadóttir, Gunnar Her- sveinn, Sigmar Vilhjálmsson og Sæunn Stefánsdóttir verða frum- mælendur á opnu málþingi um skóla framtíðarinnar sem Fram- sóknarflokkurinn efnir til á Grand hóteli í Reykjavík þriðjudags- kvöldið 20. apríl kl. 20. Í framsöguerindum munu þau gera grein fyrir hugmyndum sínum um íslenska skólakerfið og hvernig áherslur og starfshætti þau vilji sjá í íslenskum skólum á hinum ólíku skólastigum. Einnig verður fjallað um jafnrétti til náms o.fl. Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, setur fund- inn. Jónína Bjartmarz alþing- ismaður verður fundarstjóri. Á NÆSTUNNI Kynningardagur Fjölmenntar, full- orðinsfræðslu fatlaðra. Fjöl- mennt á höfuðborgarsvæðinu býður nemendum sínum og öllum sem vilja kynnast starfsemi Fjölmenntar í heimsókn í dag, laugardaginn 17. apríl, kl. 13–16 í Borgartúni 22, 2. hæð. Nýútkomin starfsáætlun Fjöl- menntar fyrir skóláárið 2004–2005 verður kynnt og starfsfólk Fjöl- menntar verður á staðnum og veitir upplýsingar. Í DAG Safnaramarkaður hjá Félagi frí- merkjasafnara. Safnaramarkaður verður haldinn í Félagsheimili Fé- lags Frímerkjasafnara í Síðumúla 17, 2. hæð, á morgun, sunnudaginn 18 apríl, kl. 13–16. Til sölu og skipta verða frímerki, umslög og ýmislegt annað sem tengist frí- merkjasöfnun, þá verður mynt, ís- lenskir og erlendir seðlar, minn- ispeningar, barmmerki, pennar o.fl. Myntsafnarafélag Íslands og Fé- lag frímerkjasafnara standa að markaðnum. Á MORGUN UNDIRRITAÐUR hefur verið samn- ingur milli Húsavíkurbæjar og Reg- ula-lögmannsstofu, um innheimtu vanskilakrafna og um önnur lög- fræðistörf sem óskað er eftir. Samn- inginn undirrituðu Reinhard Reyn- isson bæjarstjóri fyrir hönd Húsavíkurbæjar og Berglind Svav- arsdóttir fyrir hönd Regula- lögmannsstofu. Samningurinn tekur gildi 1. maí 2004. Nýjar innheimtureglur Jafnhliða gildistöku samningsins taka gildi nýjar reglur um innheimtu hjá Húsavíkurbæ. Samkvæmt þeim og ákvæðum samningsins verður send út ítrekun til skuldara þegar vanskil eru orðin 2 mánaða, þar sem fram kemur að verði skuldin ekki greidd innan mánaðar fari hún í lögfræðiinn- heimtu. Fyrsta skref hennar er að skuldara er send lokaviðvörun með 10 daga greiðslufresti og á hana leggst þá lokaviðvörunargjald, nú kr. 5.200. Verði skuldin ekki greidd innan loka- frests fer hún til frekari innheimtu og leggst þá á skuldina innheimtuþóknun samkvæmt gjaldskrá Regula eins og hún er á hverjum tíma. Húsavíkurbær er fjölmennasta sveitarfélag Þingeyjarsýslna og allt austur um og suður á land. Sveitarfé- lagið vinnur nú að tilraunaverkefni um mótun rafræns samfélags í samvinnu við fleiri aðila. Hinar nýju innheimtu- reglur og samningurinn við Regula fela í sér aukna ögun við innheimtu hjá Húsavíkurbæ og verður við- skiptamönnum gerð nánari grein fyrir þeim efnisatriðum á næstunni. Regula-lögmannsstofa varð til við samruna þriggja lögmannsstofa árið 2003 og hefur starfsstöðvar á Húsa- vík, Egilsstöðum og Höfn í Hornafirði. Auk þessa eru lögmenn stofunnar með viðveru í Fjarðabyggð. Hjá stof- unni starfa í dag sex lögmenn og sá sjöundi mun hefja störf 1. maí 2004. Eigendur Regula eru í dag Berglind Svavarsdóttir hdl., Sigríður Krist- insdóttir hdl. og Hilmar Gunn- laugsson hdl., sem einnig er fram- kvæmdastjóri. Húsavíkurkaupstaður semur við Regula-lögmannsstofu Annast innheimtu vanskilakrafna Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Frá undirritun samningsins. Sitjandi eru Reinhard Reynisson, bæjarstjóri Húsavíkur, og Berglind Svavarsdóttir, hdl. og stjórnarformaður Regula. Standandi f.v.: Hilmar Gunnlaugsson, Ása Gísladóttir, Guðmundur Níels- son, Sigríður Kristinsdóttir og Jón Jónsson. Húsavík. Morgunblaðið. TAFLFÉLAGIÐ Hellir og Edda útgáfa standa sameiginlega að tólf móta röð á ICC-skákþjón- inum, sem kallast Bikarsyrpa Eddu útgáfu. Annað mótið verð- ur haldið sunnudaginn 18. apríl kl. 20 og verða veitt verðlaun í boði Eddu útgáfu. Þátttakendur skrá sig til leiks á www.sjon- ar.hornid.com (þeir sem skráðu sig fyrir fyrsta mótið þurfa ekki að skrá sig aftur) og mæta á ICC fyrir 19.55. Næsta atkvöld Hellis fer fram mánudaginn 19. apríl kl. 20. Fyrst eru tefldar þrjár hrað- skákir og síðan þrjár atskákir. Sigurvegarinn fær í verðlaun, mat fyrir tvo frá Dominos pizz- um. Þátttökugjald er 300 kr. fyrir félagsmenn (200 kr. fyrir 15 ára og yngri) og 500 kr. fyrir aðra (300 kr. fyrir 15 ára og yngri). Hellir og Edda útgáfa með skákmót HÁSKÓLI Íslands býður gesti vel- komna í Öskju – náttúrufræðahús Háskólans – sem hýsir líf- og jarð- vísindi. Stúdentar og fræðimenn í líffræði, jarðfræði, landfræði og ferðamálafræði kynna starfsemi á öllum hæðum hússins og bjóða upp á leiðsögn. Sýnd verða ker með froskum á ýmsum vaxtarskeiðum og sjóker með kröbbum, ásamt ýmsum sýnum sem nemendur í vistfræði, grasa- fræði og dýrafræði nýta í námi og rannsóknum, bakteríur, marg- vísleg kort og loftmyndir, á jarð- skjálftamælum jarðeðlisfræðistofu má fylgjast með jarðhræringum á ýmsum stöðum á landinu, sýndar verða lifandi myndir af eldgosum og ýmis rannsóknartæki kynnt. Ferðalag um hafsbotninn við Kol- beinseyjarhrygg um 50 kílómetra leið og sýndar verða kvikmyndir af fugla- og dýralífi víða um land. Myndirnar tók Magnús Magnússon sem var um árabil starfsmaður Líf- fræðistofnunar HÍ. Einnig verða til sýnis nærri eitt hundrað veggspjöld þar sem vísindamenn og framhalds- nemar kynna rannsóknir í raunvís- indum. Magnús Tumi Guðmundsson jarðfræðingur flytur nýjustu fréttir af Kötlu kl. 14 og kl. 15 kynnir Árni Einarsson, forstöðumaður Nátt- úrurannsóknarstöðvarinnar við Mývatn, fyrir gestum kúluskítinn sem er að finna í vatninu og er mik- ilvægur hlekkur í lífríki vatnsins. Askja opin almenningi á morgun KOMIÐ er út rit Parkinsonsamtak- anna, Í skuggsjá, en það er gefið út í framhaldi af 20 ára afmæli sam- takanna sem haldið var hátíðlegt í desember sl. Í ritinu er bæði horft um öxl og skyggnst fram á við. Seg- ir Þorvaldur Þorvaldsson, formaður samtakanna, í formála að hann von- ist til að blaðið reynist lyftistöng til áframhaldandi eflingar Parkinson- samtakanna. Meðal efnis í blaðinu eru frásagn- ir frá afmælisráðstefnu Parkinson- samtakanna og afmælishátíð, viðtöl eru við félagsmenn sem starfað hafa ötullega fyrir samtökin og greinar eru eftir sérfræðinga í taugalækningum. Afmælisrit Parkinson- samtakanna komið út Ársfundur Lífeyrissjó›s verzlunarmanna ver›ur haldinn mánudaginn 17. maí 2004 kl. 17 í Gullteigi á Grand Hótel. Dagskrá fundarins: 1. Venjuleg ársfundarstörf. 2. Önnur mál. Sjó›félagar og lífeyrisflegar sjó›sins eiga rétt til setu á ársfundinum. Fundargögn ver›a afhent á fundarsta›. Reykjavík 17. apríl 2004 Stjórn Lífeyrissjó›s verzlunarmanna Sími: 580 4000 • Myndsendir: 580 4099 • Netfang: skrifstofa@live.is N O N N I O G M A N N I I Y D D A • 1 1 8 4 2 • s ia .i s Ársfundur 2004 ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.