Morgunblaðið - 17.04.2004, Page 56
DAGBÓK
56 LAUGARDAGUR 17. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM-
AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111.
Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329,
fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug-
lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115.
NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100
kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið.
Skipin
Reykjavíkurhöfn:
Syvía kemur í dag.
Hafnarfjarðarhöfn:
Rán fer í dag.
Mannamót
Norðurbrún 1. Mánu-
daginn 19. apríl verður
félagsstarfið í Norð-
urbrún 1 þrjátíu ára. Í
tilefni af því verður af-
mælinu fagnað sunnu-
daginn 18. apríl og
mánudaginn 19. apríl
milli kl. 14 og 17 báða
dagana. Sýndir verða
munir sem unnir hafa
verið á Norðurbrún 1 á
undanförnum árum.
Vinir og velunnarar
starfsins eru velkomn-
ir.
Félag eldri borgara,
Hafnarfirði, Hraunseli.
Morgungangan hefst á
þriðjudaginn 20. apríl
kl. 10.
Gerðuberg, fé-
lagsstarf. Hvern virk-
an dag frá 9–16.30 er
fjölbreytt dagskrá, op-
in fólki á öllum aldri
m.a. opnar vinnustofur,
spilasalur, kór og tón-
listarstarfsemi, göngu-
hópar, dans og margt
fleira. S. 575 7720.
Gönguklúbbur Hana-
nú. Morgunganga kl.
10 laugardagsmorgna
frá Gjábakka.
Krummakaffi kl. 9.
Sunnuhlíð Kópavogi.
Söngur með sínu nefi á
laugardögum kl. 15.30.
Íbúar, aðstandendur
og gestir velkomnir.
Gigtarfélagið. Leik-
fimi alla daga vik-
unnar. Létt leikfimi,
bakleikfimi karla,
vefjagigtarhópar, jóga,
vatnsþjálfun. Uppl. á
skrifstofu GÍ, s.
530 3600.
GA-Samtök spilafíkla,
Fundarskrá:
Þriðjud.: Kl. 18.15, Sel-
tjarnarneskirkja, Sel-
tjarnarnes. Miðvikud.:
Kl. 18, Digranesvegur
12, Kópavogur og Eg-
ilsstaðakirkja, Egils-
stöðum. Fimmtud.: Kl.
20.30, Síðumúla 3–5,
Reykjavík. Föstud.: Kl.
20, Víðistaðakirkja,
Hafnarfjörður. Laug-
ard.: Kl. 10.30, Kirkja
Óháða safnaðarins,
Reykjavík
og Glerárkirkja, Ak-
ureyri. Kl. 19.15 Selja-
vegur 2, Reykjavík.
Neyðarsími: 698 3888.
Samtök þolenda kyn-
ferðislegs ofbeldis,
fundir mánudaga kl. 20
á Sólvallagötu 12.
Stuðst er við 12 spora
kerfi AA-samtakanna.
Oa samtökin. Átrösk-
un / Matarfíkn / Ofát.
Fundir alla daga. Upp-
lýsingar á www.oa.is
og síma 878 1178.
Ásatrúarfélagið,
Grandagarði 8. Opið
hús alla laugardaga frá
kl. 14.
Kattholt. Flóamark-
aður í Kattholti, Stang-
arhyl 2, er opinn
þriðjud. og fimmtud.
frá kl. 14–17. Leið 10
og 110 ganga að Katt-
holti.
Fífan Dalsmára 5 í
Kópavogi, tart-
anbrautir eru opnar al-
mennu göngufólki og
gönguhópum frá kl.10–
11.30 alla virka daga.
Blóðbankabílinn.
Ferðir blóðbankabíls-
ins: sjá www.blodbank-
inn.is.
Breiðfirðingakórinn
vortónleika í Fella- og
Hólakirkju í dag kl. 15.
Átthagafélag Stranda-
manna heldur sitt ár-
lega vorball, laug-
ardaginn 17. apríl í
Breiðfirðingabúð,
Faxafeni 14, 2. hæð.
Hljómsveitin Upplyft-
ing leikur fyrir dansi.
Húsið opið kl. 22–03.
Minningarkort
Minningarkort For-
eldra- og vinafélags
Kópavogshælis
fást á skrifstofu end-
urhæfingadeildar Land-
spítalans Kópavogi
(fyrrverandi Kópavogs-
hæli), s. 560 2700 og
skrifstofu Styrkt-
arfélags vangefinna, s.
551 5941 gegn heim-
sendingu gíróseðils.
Minningarsjóður
Krabbameinslækn-
ingadeildar Landspít-
alans. Tekið er við
minningargjöfum á
skrifst. hjúkrunarfor-
stjóra í s. 560 1300
virka daga milli kl. 8 og
16. Utan dagvinnutíma
er tekið á móti minn-
ingargjöfum á deild
11-E í s. 560 1225.
Minningarkort Minn-
ingarsjóðs Maríu Jóns-
dóttur flugfreyju eru
fáanleg á eftirfarandi
stöðum: Á skrifstofu
Flugfreyjufélags Ís-
lands, s. 561 4307/fax
561 4306, hjá Halldóru
Filippusdóttur, s.
557 3333 og Sigurlaugu
Halldórsdóttur, s.
552 2526.
Minningarkort Minn-
ingarsjóðs hjónanna
Sigríðar Jakobsdóttur
og Jóns Jónssonar á
Giljum í Mýrdal við
Byggðasafnið í Skógum
fást á eftirtöldum stöð-
um: Í Byggðasafninu
hjá Þórði Tómassyni, s.
487 8842, í Mýrdal hjá
Eyþóri Ólafssyni,
Skeiðflöt, s. 487 1299, í
Reykjavík hjá Frí-
merkjahúsinu, Laufás-
vegi 2, s. 551 1814 og
hjá Jóni Aðalsteini
Jónssyni, Geitastekk 9,
s. 557 4977.
Í dag er laugardagur 17. apríl,
108. dagur ársins 2004. Orð dags-
ins: Jesús sagði við þá: „Ef þér
væruð blindir, væruð þér án sak-
ar. En nú segist þér vera sjáandi,
því varir sök yðar.“
(Jh. 9, 41.)
Jakob F. Ásgeirssonfjallar í pistli í Við-
skiptablaðinu um úrskurð
kærunefndar jafnrétt-
ismála um ráðningu
hæstaréttardómara.
„Furðulegt er að fylgj-
ast með þeirri atlögu sem
gerð hefur verið að Birni
Bjarnasyni dómsmála-
ráðherra í kjölfar úr-
skurðar kærunefndar
jafnréttismála um að ráð-
herrann hafi brotið jafn-
réttislög þegar hann skip-
aði í stöðu hæstaréttar-
dómara sl. haust. Í
fjölmiðlum er látið eins og
sjálft almættið hafi talað.
Samt eru ekki nema
nokkrar vikur síðan
kærunefnd jafnréttismála
varð að athlægi frammi
fyrir alþjóð þegar Hæsti-
réttur lýsti nýlegum úr-
skurði hennar sem firru,“
skrifar Jakob.
Um úrskurð kæru-nefndarinnar nú seg-
ir Jakob: „Rökstuðningur
nefndarinnar er sannast
sagna hvorki fugl né fisk-
ur. Það nær engri átt við
mat á starfshæfni að fara
í frekari samjöfnuð á um-
sækjendum en Hæstirétt-
ur gerir sjálfur í umsögn
sinni – þ.e. skera úr um
hverjir teljast „hæfir“ á
grundvelli menntunar og
starfsreynslu – því að öðr-
um kosti hljóta alltaf þeir
sem eru með flest prófin,
bestu einkunnirnar og
lengstan starfsaldur sjálf-
krafa að hreppa störfin.“
Jakob skrifar ennfremurað það sýnist fráleitt
að vísa á bug vel rök-
studdri málefnalegri
ástæðu ráðherrans fyrir
skipun í embættið og
kalla hana „kynferðislega
mismunun“ af því að um
hana ríki ekki einhugur
eða aðrar málefnalegar
ástæður kynnu að hafa
leitt til annarrar nið-
urstöðu. „Ef kærunefnd
jafnréttismála hefur lög
að mæla og ráða átti konu
úr hópi hinna „hæfu“ um-
sækjenda, samkvæmt lög-
unum um jafna stöðu
karla og kvenna, hlýtur
ábending Hæstaréttar um
að tveir karlar úr hópnum
séu „heppilegastir“ til
starfans ekki síður að fela
í sér brot á anda þeirra
laga en val dóms-
málaráðherra á þriðja
karlinum. Ef Hæstiréttur
hefði hins vegar sagt að
hinir tveir „heppilegu“
væru „hæfastir“ gegndi
vitaskuld öðru máli, en
það gerði Hæstiréttur
ekki.
Er líklegt að Hæstirétt-ur leggi til að dóms-
málaráðherra landsins
gerist brotlegur við
landslög? Ef Hæstiréttur
hefði talið að lögin um
jafna stöðu karla og
kvenna legðu þá skyldu á
herðar dómsmálaráð-
herra að velja konu úr
hópi hinna hæfu umsækj-
enda hefði hann vitaskuld
látið þess getið í umsögn
sinni. Annað væri fráleitt.
Það stefnir því allt í að
kærunefnd jafnréttismála
verði öðru sinni á stuttum
tíma að athlægi frammi
fyrir alþjóð fari nýjasti
úrskurður nefndarinnar
fyrir dómstólana.“
STAKSTEINAR
Misheppnuð atlaga
Víkverji skrifar...
Mikið er slúðrað í fjölmiðlum,sérstaklega þegar kemur að
léttvægari hlutum í lífinu eins og
skemmtanaheiminum og íþróttum.
Breskir snápar eru manna dugleg-
astir við þessa iðju enda liggur
nærri að meirihluti „frétta“ sem
birtast um ofannefnd málefni, fína
og fræga fólkið og íþróttir, einkum
fótboltann vinsæla, séu óstaðfestar
fregnir, margar hverjar afar hæpn-
ar og sumar hreinn uppspuni frá
rótum.
Götublöðin gulu er hér náttúrlega
í algjörum sérflokki. Þau veigra sér
ekki við að láta allt vaða, óháð því
hversu satt og rétt það er, bara svo
lengi sem hægt er að hafa stríðsfyr-
irsagnirnar nógu krassandi og gríp-
andi. Grípandi fyrir hinn gangandi
vegfaranda sem grípurblaðið á
næsta blaðsölustað og virðist á fart
sinni ekki gefa sér tíma til að velja
blað út frá öðru en einmitt stríðsfyr-
irsögnunum.
x x x
En á síðari árum hafa netfrétta-miðlar komið sterkir inn í þessa
kámugu kreðsu og eru nú til fjöl-
margir skemmtana- og íþrótta-
fréttamiðlar sem dæla út fréttum á
færibandi. Og það bókstaflega, því
óþolinmóðir netverjar sætta sig
ekki við minna en að sjá nýjar
„fréttir“ í hvert sinn sem þeir sækja
síðurnar heim, sem í tilfelli margra
getur verið oftsinnis á klukkustund
hverri. Þetta er því ekki öfunds-
verður bransi að starfa í því þótt
það sé vissulega alltaf eitthvað stór-
merkilegt að gerast í boltanum
enska, fyrir þeim sem hann kunna
að meta á annað borð, þá er ekki
smuga að hægt sé að dæla út mörg-
um skúbbum á klukkustund, allan
liðlangan sólarhringinn.
Og hvað gera bændur þá? Hvað
er til bragðs tekið undir slíkri
pressu? Í slíkri örvæntingu? Nú
hvað annað en að láta allt vaða, allar
gróusögurnar sem á sveimi eru,
blóðhráar og ókannaðar.
Þetta vita nær allir sem þessar
íþróttafréttasíður skoða. Netverjar
vita vel að það er vart fótur fyrir
neinum af þeim fréttum sem birtast
á vinsælum netfréttasíðum á borð
við Teamtalk, Soccernet, Foot-
ball354 og hvað þær nú heita allar
saman. Svo fara virðulegri frétta-
miðlar á borð við BBC, ITV og
Guardian aðra og lúmskari leið að
þessum vinsælu en vafasömu frétt-
um með því að vísa vel og greinilega
í þær.
x x x
En fyrst flestir ef ekki allir vita aðmegnið af þessum meintu frétt-
um er uppspuni og langsóttar sögu-
sagnir, hvers vegna ásælast menn
þær svo mjög og leyfa sér meira að
segja að trúa þeim eitt augnablik?
Spyr sá sem ekki veit. Ætli það sé
ekki bara vegna þeirrar veiku vonar
að einu sinni og einu sinni sé fótur
fyrir fréttinni. Það vonar Víkverji í
öllu falli - veikt.
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Samkvæmt áreiðanlegum heimild-
armanni Víkverja mun Guðjón
Þórðarson taka við Liverpool þegar
búið er að sparka Houllier.
LÁRÉTT
1 menn, 4 liprar, 7 göm-
ul, 8 kynið, 9 lyftiduft, 11
lengdareining, 13 bæta,
14 grenja, 15 viðlag, 17
hirslu, 20 náttúrufar, 22
mynnið, 23 viðurkennir,
24 atvinnugrein, 25
gabba.
LÓÐRÉTT
1 skóf í hári, 2 óheflaður
maður, 3 vitlaus, 4 skor-
dýr, 5 fótþurrka, 6 rás,
10 bætir við, 12 kletta-
snös, 13 tíndi, 15 kon-
ungur, 16 vafinn, 18 glað-
ur, 19 hluta, 20 flanið, 21
skaði.
LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU
Lárétt: 1 fárveikur, 8 flóki, 9 núlli, 10 tei, 11 skapa, 13
nýrna, 15 fræða, 18 fasta, 21 púa, 22 rolla, 23 leiti, 24
snillings.
Lóðrétt: 2 ámóta, 3 veita, 4 iðnin, 5 Ullur, 6 ofns, 7 hita,
12 peð, 14 ýsa, 15 forn,16 ætlun, 17 apall, 18 falli, 19
sting, 20 akir.
Krossgáta
Hægt er að kaupa 10 krossgátur á 600 kr. á mbl.is. Slóðin er: http://www.mbl.is/mm/folk/krossgata/index.html
Sumarvinna
VELVAKANDA barst
bréf frá Christian Bleck-
man en hann er að leita sér
að sumarvinnu.
Christan er 17 ára gam-
all og búsettur í Svíþjóð.
Hann er að leita sér að
sumarstarfi í einn mánuð á
Íslandi nk. sumar, (júní–
júlí). Hann vill vinna með
höndunum, t.d. á sveitabýli
eða hóteli. Christian er úr
tónlistarfjölskyldu, er m.a.
í tónlistarnámi og spilar á
trommur.
Hann hefur áhuga að
kynnast nýrri menningu og
bæta enskukunnáttu sína.
Þeir sem gætu liðsinnt
Christian eru beðnir að hafa
samband við hann á netfang-
inu: cb sensei@hotmail.com
eða skrifið til:
Christian Bleckman,
Långdansgatan 24,
SE-603 66 Norrköping,
Sweden.
Sími: (46) 11 14 6307
eða (4670) 365 9620.
Íslensks pars leitað
ÉG heiti Jarl Andersen, er
Norðmaður en bý að hluta
til í Miami. Ég vinn fyrir
norskt fyrirtæki sem rekur
farþegaskip.
27. mars sl. hitti ég ís-
lenskt par um borð í M/S
Norwegian Sun. Þau höfðu
þá verið á siglingu í eina
viku. Maðurinn er í námi í
New York og konan í námi í
Reykjavík. Ég, parið og yf-
irvélstjórinn, töluðum lengi
saman.
Mig langar að ná sam-
bandi við þetta par en hef
hvorki nöfn þeirra né heim-
ilisföng. Þeir sem gætu gef-
ið mér upplýsingar eða
komið mér í samband við
þetta par eru beðnir að
hafa samband á netfangið:
jarl.andersen@
scanship.no -
eða á heimilisfangið:
Jarl M. Andersen,
Raveien 163.,
3242 Sandefjord,
Norge.
Sími: +47 957 20288 eða
+1 786 256 7398.
Best er að ná í mig með
tölvupósti.
Kveðja,
Jarl M. Andersen.
Tapað/fundið
Blá barnahúfa
týndist
BLÁ barnaprjónahúfa, út-
prjónuð með nafninu Alex
týndist í Laugarneshverfi.
Skilvís finnandi hafi sam-
band í síma 553 6396,
568 9628 og 860 2811.
Gleraugu
í óskilum
BRÚN gleraugu eru í
óskilum í Bókakaffinu í
Bleiku dúfunni, Lauga-
vegi 21. Upplýsingar á
staðnum.
Dýrahald
Bósi er
týndur
BÓSI er 4ra mánaða kett-
lingur, grár og loðinn.
Hann týndist frá Laut-
arsmára 43 sl. fimmtudag.
Þeir sem hafa orðið varir
við hann hafi samband í
síma 557 1503 eða 892 1501.
Kristín og Eyþór.
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 Netfang velvakandi@mbl.is