Morgunblaðið - 17.04.2004, Síða 57

Morgunblaðið - 17.04.2004, Síða 57
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. APRÍL 2004 57 DAGBÓK Bridsfélag Akureyrar Nú er lokið tveimur kvöldum af þremur í Board-a-Match keppni fé- lagsins, Halldórsmótinu. Ýmislegt hefur gengið á og röð eftstu sveita breyzt í hverri umferð. Staðan er nú: Sv. Stefáns Vilhjámssonar 136 Sv. Unu Sveinsdóttur 123 Sv. Gylfa Pálssonar 121 Sv. Frímanns Stefánssonar 118 Með Stefáni spila Hermann Huij- bens, Haukur Harðarson og Haukur Jónsson. Sunnudaginn 04.04.04. mættu 10 pör til leiks og athygli vakti að tvö efstu pörin voru bæði styrkt af brott- fluttum Akureyringum: Páll Þórsson – Frímann Stefánsson 25 Örlygur Örlygsson – Reynir Helgason 20 Steinarr Guðmundss. – Hjalti Bergmann 13 Ragnheiður Haraldsd.– Kolbrún Guðv. 7 Spilaðir eru eins kvölds tvímenn- ingar á sunnudögum og lengri mót á þriðjudögum. Spilamennska hefst klukkan 19.30 í Hamri og eru allir vel- komnir. Bridsfélag Hafnarfjarðar Enn var hart barist í Hafnarfirði, þegar síðasta lotan í vortvímenningn- um fór fram. Urðu menn þó lítt sárir, þó að einhverjir mæddust nokkuð. Einnig rifjaðist upp gamla máltækið: Nýir vendir sópa best. Úrslit urðu þannig: Andrés Þórarinsson – Ársæll Vignisson 122 Ómar Óskarsson – Böðvar Magnússon 119 Björn Jónsson – Þórður Jónsson 117 Hulda Hjálmarsd. – Halldór Þórólfsson 116 Aðrir voru ekki yfir meðalskor, sem var 108. Þegar allar loturnar hafa verið reiknaðar miðað við sömu meðalskor (156) og sú lélegasta hjá hverju pari dregin frá, kemur í ljós að heildar- úrslitin hafa orðið þannig: Björn Jónsson – Þórður Jónsson 366 Ómar Óskarsson – Böðvar Magnússon 350 Hulda Hjálmarsd. – Halldór Þórólfss. 344 Sverrir Jónsson – Atli Hjartarson 344 Guðlaugur Bessas. – Hafþór Kristjánss. 327 Hjalti Halldórsson – Hjörtur Halldórss. 326 Reiknimeistari dæmir sjónarmun í þriðja sæti. Mánudaginn 19. apríl fara Hafn- firðingar í heimsókn til Bridsdeildar Barðstrendinga og kvenna í Reykja- vík. Bridsdeild Félags eldri borgara í Reykjavík Tvímenningskeppni var spiluð í Ásgarði Glæsibæ mánud. 29. mars sl. Spilað var á 10 borðum. Meðalskor 216 stig. Árangur N-S: Oliver Kristóf. – Sæmundur Björnss. 268 Geir Guðmundss. – Ægir Ferdinandss. 266 Hannes Ingibergsson – Sigurður Pálss. 263 Árangur A-V: Oddur Halldórsson – Lilja Kristjánsd. 247 Magnús Oddsson – Ragnar Björnsson 238 Alda Hansen – Jón Lárusson 231 Tvímenningskeppni var spiluð fimmtud. 1. apríl. Spilað var á 10 borðum. Árangur N-S: Magnús Oddsson – Magnús Halldórss. 255 Júlíus Guðmundss. – Rafn Kristjánss. 252 Oliver Kristóf. – Sæmundur Björnss. 248 Árangur A-V: Björn E. Péturss. – Friðrik Hermannss. 258 Guðbjörn Axelsson – Gunnar Jónsson 251 Elín Jónsdóttir – Jón Hallgrímsson 245 Bridsfélag Borgarfjarðar Mánudaginn 5. apríl var spilaður Mitchell tvímenningur með þátttöku 17 para. Bifrestingar mættu sterkir til leiks og tóku N-S riðilinn en gömlu kempurnar Eyjólfur á Kópareykjum og Jói á Steinum sýndu að þeir hafa engu gleymt og tóku A-V riðilinn með glans. Niðurstaðan var eftirfarandi: N-S Hörður Gunnarss. – Ásgeir Ásgeirss. 63,2 Jón Eyjólfsson – Baldur Björnsson 62,2 Guðmundur og Þorsteinn Péturssynir 53,4 A-V Eyjólfur Sigurjónss. – Jóhann Oddss. 59,2 Elín Þórisdóttir – Jón H. Einarsson 58,0 Kristján Axelsson – Kristján Snorras. 57,4 BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson STJÖRNUSPÁ Frances Drake HRÚTUR Afmælisbörn dagsins: Þú ert ákveðin/n og mjög ábyrg/ur. Þú hefur áhuga á félagsmálum og átt auðvelt með að ávinna þér traust annarra. Þú ert að ljúka níu ára tímabili og því má gera ráð fyrir ýmsum breytingum í lífi þínu á næstunni. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Stundum ganga hlutirnir vel og stundum ekki. Mundu að þakka fyrir það sem vel gengur. Naut (20. apríl - 20. maí)  Ekki vera of sjálfs- gagnrýnin/n í dag og ekki láta gagnrýni annarra hafa áhrif á þig. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Einhver þér eldri gæti sagt eitthvað sem dregur úr þér kjarkinn í dag. Ekki taka það persónulega. Jafnvel vitrasta fólk virðist stundum hafa þörf fyrir að slá um sig á kostnað annarra. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Þetta er ekki besti dagurinn til að ræða málin við yf- irmanninn, kennarann, lög- regluna eða fulltrúa yfir- valda. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Það liggur einhver svartsýni í loftinu í dag en hlutirnir ættu strax að líta betur út á morg- un. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Það angrar þig að einhver skuli neita að skipta hlut- unum með þér á sanngjarnan hátt. Þér finnst þú ekki fá það sem þér ber. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Það er hætt við að foreldrar þínir segi eitthvað sem dreg- ur úr þér kjarkinn í dag. Reyndu að halda ró þinni og bíða til morguns. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Ferðaáætlanir þínar og fyr- irhugað framhaldsnám líta ekki sem best út þessa dag- ana. Það er eins og fjármagn og tækifæri hafi hreinlega gufað upp. Reyndu að láta þetta ekki slá þig út af laginu. Það má alltaf finna önnur tækifæri. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Reyndu að sýna börnum þol- inmæði og sveigjanleika í dag. Mundu að hvatning fær mun meiru áorkað en gagn- rýni. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þetta er ekki rétti dagurinn til að ræða málin við maka þinn eða náinn vin. Bíddu til morguns því þá verða allar aðstæður heppilegri. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Áhyggjur eru eins og ruggu- stóll. Þær halda manni upp- teknum án þess að færa mann úr stað. Reyndu að ýta þeim frá þér. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Þú ert óvenju gagnrýnin/n í dag og því mun það sem þú kaupir vera hagnýtt og nýt- ast vel og lengi. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. VORHVÖT Þú, vorgyðja! svífur úr suðrænum geim á sólgeisla vængjunum breiðum til Ísalands fannþöktu fjallanna heim að fossum og dimmbláum heiðum; ég sé hvar í skýjum þú brunar á braut, ó ber þú mitt ljóð heim í ættjarðar skaut. Og kveð þar fyr gumum í gróandi dal við gullskæra hörpunnar strengi um þjóðvorið fagra, sem frelsi vort skal með fögnuði leiða’ yfir vengi; þá vaxa meiðir þar vísir er nú, - svo verður, ef þjóðin er sjálfri sér trú. - - - Steingrímur Thorsteinsson LJÓÐABROT 75 ÁRA afmæli. Ámorgun, sunnudag- inn 18. apríl, verður 75 ára Sigrún Sturludóttir, Espi- gerði 4, Reykjavík. Hún dvelur um helgina í Borg- arfirðinum með fjölskyldu sinni. 60 ÁRA afmæli. Ámorgun, sunnudag- inn 18. apríl, er sextug Erna Marline, Heinabergi 22, Þorlákshöfn. Hún og börn hennar taka á móti ætt- ingjum og vinum í dag, laug- ardaginn 17. apríl, kl. 20 í Grunnskóla Þorlákshafnar. GULLBRÚÐKAUP. Í dag, laugardaginn 17. apríl, eiga 50 ára hjúskaparafmæli heiðurshjónin Árni Stefánsson og Svava Sverrisdóttir á Höfn í Hornafirði. ÁRNAÐ HEILLA TÍSKAN er alls staðar með klærnar. Hún ræður því hve læri kvenna eru áberandi og líka því hvað telst opnun í brids. Nú er tískan sú að opna létt: Norður gefur; allir á hættu. Norður ♠Á10 ♥ÁD9764 ♦752 ♣97 Suður ♠D92 ♥K ♦K43 ♣ÁG10862 Vestur Norður Austur Suður -- 1 hjarta Pass 2 lauf * Pass 2 hjörtu Pass 2 grönd Pass 3 grönd Allir pass * Eðlilegt og krafa í geim. Sú var tíðin að menn hefðu opnað á veikum tveimur með spil norðurs, en nú til dags eru 10 punktar og sexlitur of mik- il verðmæti fyrir hindrun- arsögn. Keppendur í úrslitum Íslandsmótsins vöktu flestir á einu hjarta og eftir þá byrjun varð niðurstað- an óhjákvæmilega sú að suður spilaði þrjú grönd. Þrjú grönd er enginn óskasamningur, en þó varla mikið verra spil en bútur í hjarta eða laufi. Alla vega er lesandinn staddur í þremur gröndum og fær út spaða. Tían úr borði og austur fylgir með hundi. Hvernig á að spila? Einn möguleiki er að spila upp á sex hjartaslagi – hjartað 3-3 eða G10 tví- spil. Þá er gengið hreint til verks: hjarta spilað á kóng og spaða á ás. En þetta er nokkuð bindandi leið og gott væri að geta tekið laufið með í reikningsdæmið. Norður ♠Á10 ♥ÁD9764 ♦752 ♣97 Vestur Austur ♠KG7654 ♠83 ♥108 ♥G532 ♦D109 ♦ÁG86 ♣54 ♣KD3 Suður ♠D92 ♥K ♦K43 ♣ÁG10862 Margir spiluðu laufníu og létu hana rúlla ef austur lagði ekki á. Samgangs- vandræði eru enn til stað- ar, en vegna hagstæðrar legu er varla hægt að klúðra spilinu. En spurn- ingin er eftir sem áður sú hvernig best sé að verka spilið. Ef byrjað er á laufinu og það líklega gerist að vestur fái slaginn og spili spaða er hjartað nánast út úr mynd- inni. Því virðist betri leið að spila strax hjarta á kóng og litlu laufi að heim- an á níuna. Sem dugir ef vestur á háspil annað eða ef sagnhafi les austur með hjónin. Og oftast þegar hjartað skilar sér. En þetta er flókið spil og hugmyndir eru vel þegnar. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson 1. e4 c5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 g6 4. 0-0 Bg7 5. He1 Rf6 6. e5 Rd5 7. Rc3 Rc7 8. Bxc6 dxc6 9. Re4 Re6 10. d3 0-0 11. Be3 b6 12. Dd2 f5 13. exf6 exf6 14. c3 Ba6 15. Had1 Dc7 16. Bh6 Had8 17. Bxg7 Kxg7 18. Dc2 Rf4 19. c4 Bc8 20. He3 Bg4 21. Hde1 Bxf3 22. Hxf3 Re6 23. Dd2 Rd4 24. Hfe3 Rf5 25. Hh3 h5 26. Rg3 Rh6 27. He4 Hfe8 28. De2 Df7 29. Rf1 Rf5 30. Rd2 Dd7 31. Kf1 Hxe4 32. Rxe4 He8 33. Dc2 He6 34. Dc1 Dc7 35. Dd2 De5 36. Rg3 Rh6 37. f4 Dd4 38. f5 He5 39. fxg6 Fyrir stuttu styrkti hol- lenska orkufyr- irtækið Cogas einvígi á milli tveggja bestu skákmanna Hollands. Annar þeirra, Jan Timman (2.576), hefur verið í bransanum í fjölda áratuga en það dugði ekki til að halda í við Loek Van Wely (2.651). Sá síðarnefndi hafði svart og gat notfært sér litla samhæfingu hvítu mann- anna til að öðlast óstöðvandi sókn. 39... Rg4! 40. Rxh5+ Kxg6 41. Rf4+ Kf7 42. g3 Re3+ 43. Kg1 Rxc4+ 44. Df2 He1+ 45. Kg2 Re3+ 46. Kf3 Hf1 47. Hh7+ Kg8 og hvítur gafst upp. SKÁK Helgi Áss Grétarsson Svartur á leik. FRYSTIGÁMUR Til sölu 40 feta frystigámur Upplýsingar í síma 895 7409 Guðfinnur

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.