Morgunblaðið - 17.04.2004, Blaðsíða 63
FÓLK Í FRÉTTUM
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. APRÍL 2004 63
DANSLEIKUR
Harmonikufélags Reykjavíkur
„ ....Hæ dúddelí dúddelí dæ.” Dúndrandi harmonikuball
í ÁSGARÐI, Glæsibæ við Álfheima, í Reykja-
vík í kvöld frá kl. 22:00. Fjölbreytt músik fyrir
dansáhugafólk. Ragnheiður Hauksdóttir
syngur. Aðgangseyrir kr. 1.200.
MARGIR koma að gerð stórmynda í kvik-
myndaborginni Los Angels og er Íslending-
urinn Konráð Jóhann Sigurðsson einn þeirra.
Nú síðast vann hann við Köngulóarmanninn II
(Spider-Man II). Myndir af þessu tagi eru oft
enn stærri í sniðum en leikmenn gera sér grein
fyrir eins og Konráð veit. Hann er bæði kvik-
myndatökumaður og kafari og finnst ekkert
óvenjulegt við það að vera í vatni í marga tíma
á dag. Konráð flutti til Los Angeles fyrir fjór-
tán árum, þá rúmlega tvítugur, lærði kvik-
myndagerð og hefur unnið í iðnaðinum í tíu ár.
Í vatni í tólf tíma á dag
„Ég var að vinna að ofansjávar- og neð-
ansjávarlýsingu. Við hönnuðum allskonar ljós
sem eru notuð neðansjávar fyrir þessa mynd,“
segir hann um vinnuna við framhaldsmyndina
um Köngulóarmanninn, sem frumsýnd verður
í Bandaríkjunum í sumar.
Köngulóarmaðurinn er vel heima í lofti en
Konráð kann við sig í vatni. „Ég var í vatninu í
svona tólf tíma á dag í tvo og hálfan mánuð.
Ekki alltaf í kafi kannski en alltaf í vatninu,“
segir hann um tökurnar.
Fyrsta myndin um Köngulóarmanninn var
geysivinsæl og er mikill spenningur hjá aðdá-
endum vegna framhaldsmyndarinnar. Að
sama skapi ríkir leynd yfir myndinni og getur
Konráð ekki upplýst allt í kringum söguþráð-
inn eða gefið leyfi til að birta mynd af settinu.
Hér gefst þó tækifæri til að birta mynd af Kon-
ráð hálfum í kafi við tökur. Settið er greinilega
umfangsmikið en tökurnar fóru fram í stúdíói
í Los Angeles.
Bryggjuatriði í New York
Í upptökunum var Konráð að vinna við sjón-
rænar brellur með sérhæfðu upptökuliði.
„Þarna er bryggjubygging sem leggst saman
og sekkur í sjóinn í enda myndarinnar. Þetta á
að gerast í New York en við vorum að vinna að
lokaatriði myndarinnar á þessum tíma,“ segir
hann en aðalvinnan við þetta atriði fór fram
frá nóvember fram í miðjan janúar. „Svo var
ég að gera annað atriði þarna um daginn
þannig að þetta er endalaust. Við vorum bara
að klára myndina í síðustu viku. Þegar byrjað
er að klippa þá vantar kannski eitthvað eða þá
að eitthvað er ekki nógu gott,“ útskýrir hann
um vinnuferlið.
Konráð er aðspurður ekkert hrifnæmur yfir
því að vera að vinna í svona stórmynd. „Ég er
búinn að vera að gera þetta í yfir tíu ár þannig
að þetta er orðið frekar þreytandi núna.
Vinnudagurinn er alltof langur,“ segir hann.
Hann hefur reynt sig við ýmislegt í Holly-
wood. „Ég geri hvað sem er, ég er kvikmynda-
tökumaður á „second unitum“ í sumum mynd-
um. Svo hef ég líka verið mikið með umsjón
með ljósum og uppsetningu þeirra, stundum
aðstoðarmaður umsjónarmanns. Þetta er svo
lítill hópur sem vinnur að öllum þessum stóru
myndum þannig að hver sem nær í „djobbið“,
hann ræður hina,“ segir hann en „second unit“
er kvikmyndatökulið sem vinnur samhliða að-
alkvikmyndatökuliði og er oft í tökum þar sem
aðalleikarar koma ekki við sögu. Stundum eru
þetta skot sem notuð eru með viðbættum brell-
um, myndir á bíl á ferð eða annað slíkt. Sem
dæmi var kvikmyndatökuliðið sem vann við
Bond-myndina hérlendis slíkt tökulið.
Mynd með Scorsese
Konráð hefur undanfarið unnið meira við
stórar myndir og segist hafa verið mestmegnis
í sjónrænu brellunum. „Ég hef ekki unnið við
litlar myndir í langan tíma núna. Ég vann að-
allega sjónrænar brellur á síðasta ári. Ég var
að klára stóra mynd núna með Martin Scors-
ese um Howard Hughes. Leonardo DiCaprio
er í aðalhlutverki,“ segir hann en myndin heit-
ir The Aviator og er unnið að eftirvinnslu
hennar um þessar mundir.
Konráð hefur verið að kafa í mörg ár og
segir þekkinguna koma sér vel. „Ég er búinn
að vera að kafa í mörg ár. Það er oft kallað í
okkur í neðansjávarmyndir. Maður þarf eig-
inlega að geta gert hvað sem er í þessum stóru
myndum, til dæmis farið í fjallgöngur. Maður
veit aldrei í upphafi hvað maður er að fara í.
Stundum byrjar myndin á því að það koma
kennarar á staðinn og fara yfir ýmsa þætti því
það eru mörg öryggisatriði sem þarf að huga
að. En ég tók köfunarprófin mín bara út á
áhuga.“
Kafarinn og kvikmyndatökumaðurinn Konráð Jóhann Sigurðsson vann við Köngulóarmanninn II
Á kafi í Hollywood
Konráð við tökur á Köngulóarmanninum II í stúdíói í Los Angeles.Tobey Maguire leikur Köngulóarmanninn.
spiderman.sonypictures.com
ingarun@mbl.is
TILKYNNT var í dag hverjir
munu fara með helstu hlutverk í
söngleiknum Hárinu, sem sýndur
verður í Austurbæ í Reykjavík í
sumar. Um 300 manns mættu í
Austurbæ í síðustu viku þar sem
leikara- og söngvaraprufur fóru
fram og úr þeim hópi voru þrettán
valdir til að taka þátt í sýningunni
og var sá hópur kynntur á blaða-
mannafundi í gær.
Að sögn Rúnars Freys Gísla-
sonar leikstjóra var það nánast yf-
irþyrmandi reynsla fyrir hann að
hitta hópinn í gær en þetta er
fyrsta leikstjórnarverkefni hans.
„Maður stóð þarna frammi fyrir
30 manna hópi, allt saman mikið
hæfileikafólk, og þá sá ég að þetta
er mikið ábyrgðarstarf sem ég
hef,“ segir Rúnar og er auðheyri-
lega spenntur. Hann segir jafn-
framt að alla tíð hafi hann haft
mikinn áhuga á leikstjórn og hafi
iðulega miklar skoðanir á þeim
hluta leikhúslífsins. Rúnar segir
að það hafi verið mjög erfitt að
velja í lokahópinn þar sem það
hafi einfaldlega verið allt of mikið
af framúrskarandi hæfileikafólki
sem hafi mætt í prufur!
„Það má því segja með sanni að
það sé valinn maður í hverju rúmi.
Við erum með góða blöndu af
reyndum leikurum og óþekktu
fólki. Og ég efast ekki um að í
hópnum séu upprennandi stjörn-
ur.“
Rúnar segir að það hæfi vel
þessum tímum að setja Hárið upp.
„Maður finnur það í samfélaginu
að það er ákveðinn uppreisnar-
hugur í gangi, líkt og var fyrir
rúmum þrjátíu árum. Hárið er
stríðsádeila og á því vel við í dag
og þá stríðstíma sem við lifum á.
Krakkarnir í dag eru líka komnir
með hár niður á axlir og eru
frjálslegri en nokkru sinni, bæði
hvað varðar klæðaburð og lífsstíl.
Fólk á því eftir að tengja vel við
boðskapinn sem er að finna í
Hárinu.“
Valinn maður
Valið var sérstaklega í aðal-
hlutverkin en þau skipa Björn
Thors (Berger), Hilmir Snær
Guðnason (Hud), Ilmur Kristjáns-
dóttir (Jeanie), Unnur Ösp Stef-
ánsdóttir (Dionne), Selma Björns-
dóttir (Sheila), Jóhannes Haukur
Jóhannesson (Claude) og Guðjón
Davíð Karlsson (Voffi).
Í öðrum hlutverkum verða Dav-
íð Guðbrandsson, Sverrir Berg-
mann, Þorvaldur Davíð Krist-
jánsson, Helgi Rafn Ingvarsson,
Benedikt Einarsson, Hannes Þór
Egilsson, Ingibjörg Stefánsdóttir,
Regína Ósk Óskarsdóttir, Alma
Rut Kristjánsdóttir, Þórey Ploder
Vigfúsdóttir, Ágústa Eva Erlends-
dóttir, Tinna Ágústsdóttir og
Lovísa Ósk Gunnarsdóttir. Tón-
listarstjóri er Þorvaldur Bjarni
Þorvaldsson og hljómsveitina
skipa hann sjálfur, Ólafur Hólm,
Friðrik Sturluson, Pálmi Sig-
urhjartarson og Vignir Snær Vig-
fússon. Danshöfundur er Lára
Stefánsdóttir, um leikmynd sér
Axel Hallkell og hann sér einnig
um búninga ásamt Hildi Hafstein.
Ljósahönnuður er Björn Berg-
steinn Guðmundsson og hljóð-
hönnuður Ívar Bongó. Söngleik-
urinn Hárið var upphaflega
frumsýndur á Broadway árið 1968
en hann hefur tvívegis áður verið
settur upp hér á landi. Hárið verð-
ur frumsýnt 2. júlí í Austurbæ og
gefinn verður út geisladiskur með
tónlistinni úr sýningunni.
Hárið frumsýnt
Tími Hársins er runninn upp enn á ný
Sverrir Bergmann er meðal þeirra 13 er valdir voru úr 300 manna hópi í
áheyrnarprufum fyrir Hárið. Sverrir tók m.a. lagið á blaðamannafundi í dag.
Morgunblaðið/Jim Smart
Hluti hópsins ásamt þeim Pálma Sigurhjartarsyni og Vigni Snæ Vignissyni.
í Austurbæ í júlí