Morgunblaðið - 21.04.2004, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 21.04.2004, Blaðsíða 1
HÁSKÓLARÁÐ Háskólans á Akureyri samþykkti í gær reglur um takmörkun á fjölda nýnema við skólann. Er þetta í fyrsta sinn sem slíkar reglur eru settar fyrir allar deildir skólans. Áður var fjöldatakmörkunum beitt í heil- brigðisdeild, 36 nýnemar voru teknir inn í hjúkrunarfræði og 18 í iðjuþjálfun. 590 ný- nemar verða innritaðir næsta haust, en þeir voru ríflega 760 talsins á síðastliðnu hausti. Fjárveitingar takmarka fjölda Þorsteinn Gunnarsson rektor segir vax- andi aðsókn að námi við háskólann helstu ástæðu þess að grípa þurfi til þessa ráðs nú og að fjárveitingar til hans útiloki að fleiri nemendur verði innritaðir. Alls verða í haust teknir inn 75 nýnemar í auðlindadeild, 120 í félagsvísinda- og lagadeild, 140 í kenn- aradeild, 70 í rekstrar- og viðskiptadeild og 35 í upplýsingatæknideild, en sömu tak- markanir og áður gilda um heilbrigðisdeild. Fulltrúar kennara og nemenda bókuðu á fundinum í gær að þeir hörmuðu að nú þurfi í fyrsta sinn í 17 ára sögu Háskólans á Ak- ureyri að setja reglur sem miða að takmörk- un inntöku í allar deildir hans. Fjöldatak- markanir í öll- um deildum  590 nýnemar/19 Háskólinn á Akureyri STOFNAÐ 1913 108. TBL. 92. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 21. APRÍL 2004 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is Opið til kl. 21 í kvöld Franskir dagar 21. - 25. apríl Þekkingar leitað ytra Fjöldi nemenda á Bifröst nemur erlendis | Daglegt líf Í hlutverki drápskvendis Leikkonan Darryl Hannah er komin í leitirnar | Fólkið Bílar í dag Vinnuvélar og nýjungar Eins og risaeðlur í efnisnámunum Stærsta tækjasýning í heimi NOTENDUM, sem sóttu upplýsingar úr þjóðskrá hjá Þjóðarsýn í gærmorgun, hef- ur væntanlega komið nokkuð á óvart að í upplýsingum um fæðingarstað íslenskra einstaklinga stóð alls staðar að menn væru fæddir í Sameinuðu arabísku furstadæm- unum. Þessu var síðan kippt í lag en skýringin er sú að fyrirtækið þarf að greiða Hagstof- unni sérstaklega fyrir tilteknar upplýs- ingar, þ.m.t. upplýsingar um fæðingarstað en þar sem ekki er eftirspurn eftir upplýs- ingum um fæðingarstað eru þær ekki keyptar. Í þeim reit birtist nú að fæðing- arstaður finnist ekki en vegna villu í for- riti stóð þar um tíma að öll íslenska þjóðin væri fædd í Sameinuðu arabísku fursta- dæmunum. Sagðir fæddir í Sameinuðu arabísku furstadæmunum ÁKVÖRÐUN brezka forsætisráðherrans Tony Blairs um að láta fara fram þjóðaratkvæða- greiðslu um stjórnarskrársáttmála Evrópusam- bandsins er álitin vera pólitískt hættuspil sem gæti stefnt bæði sáttmálanum og stjórnmálaferli Blairs sjálfs í voða. Ákvörðunin, sem Blair tilkynnti um í brezka þinginu í gær, er kúvending á þeirri stefnu sem ríkisstjórn Verkamannaflokksins hefur hingað til fylgt í málinu. Blair hafði jafnan sagt, að engin þörf væri á því að leggja nýja sáttmálann, sem vonazt er til að verði frágenginn í júní, í dóm kjós- enda. Samkvæmt skoðanakönnunum er mjög mjótt á mununum hvað varðar afstöðu brezks al- mennings til málsins og skyldi meirihlutinn segja „nei“ myndi það a.m.k. slá gildistöku sáttmálans á frest og þvinga Blair til afsagnar. Brezkir íhaldsmenn halda því fram að stjórnar- skrársáttmálinn muni grafa undan fullveldi Bret- lands og höfðu ítrekað kraf- izt þjóðaratkvæðagreiðslu um málið. Michael Howard, leiðtogi Íhaldsflokksins, fagnaði því þess vegna í gær að Blair hefði „loksins vitkast í þessu máli“ en fór jafnframt háðslegum orðum um sinnaskipti for- sætisráðherrans og rifjaði upp að hann hefði eitt sinn sagt, að hann hefði „engan bakkgír“. „Í dag heyrum við hvernig skipt er skyndilega í bakkgírinn,“ sagði Howard. „Hver getur nokk- urn tíma treyst þessum manni á ný?“ Charles Kennedy, leiðtogi frjálslyndra, fagnaði einnig ákvörðun Blairs og sagði að andstæðingar Evr- ópusamstarfsins hefðu of lengi fengið að stýra umræðunni um Evrópumálin. Persson undrandi Sænski forsætisráðherrann Göran Persson sagðist í gær undrandi á ákvörðun Blairs og ítrekaði andstöðu sína við að efnt yrði til hlið- stæðrar þjóðaratkvæðagreiðslu í Svíþjóð. „Við höfum þjóðkjörið þing sem hefur verið trúað fyrir því að taka erfiðar ákvarðanir. Ég tel að við séum að hætta okkur út á vafasama braut ef við svipt- um þingið ábyrgð á að taka svona ákvörðun og skjótum henni í þjóðaratkvæði,“ sagði Persson. Lundúnum, Stokkhólmi. AP, AFP.  Boðar/16 Tony Blair Blair þykir tefla djarft Öryggiseftirlit við leikvanginn var hert eftir að tíu menn, níu upprunnir í Norður-Afríku og einn íraskur Kúrdi, voru hand- teknir í Mið- og Norður-Englandi vegna gruns um hryðjuverka- áform. Óstaðfestar fregnir BREZKUR lögreglumaður í full- um óeirðaherklæðum hefur auga með Old Trafford-knatt- spyrnuleikvanginum í Manchest- er í gærkvöld, er heimaliðið Manchester United mætti Charlt- on. hermdu að hópurinn hefði lagt á ráðin um að fremja sjálfsmorðs- sprengjuárás á Old Trafford á laugardaginn. Þá fer þar fram leikur Manchester United og Liv- erpool en hann hyggjast um 200 Íslendingar sækja. /14 Reuters Eftirlit hert við Old Trafford KONA af ættbálki frumbyggja Ástr- alíu, Moopor að nafni, með pokarottu- skinn um herðar sér og kengúrubein í hendi, er hér umkringd fréttamönn- um í bænum Colac, um 150 km vestur af Melbourne, en beininu beindi hún að ástralska forsætisráðherranum John Howard og lagði þar með bölv- un á hann að fornum sið frumbyggja. Þetta gerði konan í mótmælaskyni við ákvörðun Ástralíustjórnar um að leggja niður Frumbyggjaráðið, sem skipað var kjörfulltrúum frumbyggja. Howard sagði það hafa brugðizt.Reuters Bölvun lögð á Howard MANNFALL hélt áfram í Írak í gær. 22 fangar létu lífið í óvæntri árás sem skæruliðar gerðu með sprengjuvörpum á fangelsi í Bagdad í gærmorgun. Allir hinir látnu voru í hópi fanga úr liði Saddams Husseins eða sem voru í haldi vegna þátttöku í skær- um gegn hernámsliðinu. 92 fangar særðust, þar af 25 alvarlega, að því er talsmaður bandaríska hernáms- liðsins greindi frá. Er helzt líkum leitt að því að með árásinni hafi skæruliðarnir viljað koma af stað uppreisn innan fang- elsismúranna, en árásarmennirnir komust undan. Hátt í 5.000 manns kváðu vera í haldi í fangelsinu. Bandaríkjastjórn reyndi hvað hún gat í gær til að hindra að raðir bandamanna í Írak þynntust frek- ar, eftir að Spánn og Hondúras ákváðu að hætta þátttöku í her- námsliðinu. Taílendingar hafa hót- að að gera slíkt hið sama. Colin Powell hringdi í ráðamenn margra bandalagsríkjanna til að stappa í́ þá stálinu. Ráðamönnum í Washington til hughreystingar sýndu nýjar skoð- anakannanir í Bandaríkjunum að meirihluti landsmanna styddi að fleiri hermenn yrðu sendir til Íraks til að efla baráttuna gegn þrálátri uppreisn andstæðinga hernámsins. 100. hermaðurinn fellur Bandarískur hermaður fórst er sprengja sprakk á vegi í Mosul í Norður-Írak í gær. Hann var 100. liðsmaður bandaríska herliðsins sem fellur í Írak það sem af er apr- ílmánuði. Að minnsta kosti 1.100 Írakar hafa látið lífið í átökum á sama tímabili, samkvæmt upplýs- ingum AP-fréttastofunnar. Skæru- liðar bana föngum Bagdad, Washington. AFP. Bandaríkjastjórn reynir að stappa stálinu í bandamenn ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.