Morgunblaðið - 21.04.2004, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 21.04.2004, Qupperneq 1
HÁSKÓLARÁÐ Háskólans á Akureyri samþykkti í gær reglur um takmörkun á fjölda nýnema við skólann. Er þetta í fyrsta sinn sem slíkar reglur eru settar fyrir allar deildir skólans. Áður var fjöldatakmörkunum beitt í heil- brigðisdeild, 36 nýnemar voru teknir inn í hjúkrunarfræði og 18 í iðjuþjálfun. 590 ný- nemar verða innritaðir næsta haust, en þeir voru ríflega 760 talsins á síðastliðnu hausti. Fjárveitingar takmarka fjölda Þorsteinn Gunnarsson rektor segir vax- andi aðsókn að námi við háskólann helstu ástæðu þess að grípa þurfi til þessa ráðs nú og að fjárveitingar til hans útiloki að fleiri nemendur verði innritaðir. Alls verða í haust teknir inn 75 nýnemar í auðlindadeild, 120 í félagsvísinda- og lagadeild, 140 í kenn- aradeild, 70 í rekstrar- og viðskiptadeild og 35 í upplýsingatæknideild, en sömu tak- markanir og áður gilda um heilbrigðisdeild. Fulltrúar kennara og nemenda bókuðu á fundinum í gær að þeir hörmuðu að nú þurfi í fyrsta sinn í 17 ára sögu Háskólans á Ak- ureyri að setja reglur sem miða að takmörk- un inntöku í allar deildir hans. Fjöldatak- markanir í öll- um deildum  590 nýnemar/19 Háskólinn á Akureyri STOFNAÐ 1913 108. TBL. 92. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 21. APRÍL 2004 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is Opið til kl. 21 í kvöld Franskir dagar 21. - 25. apríl Þekkingar leitað ytra Fjöldi nemenda á Bifröst nemur erlendis | Daglegt líf Í hlutverki drápskvendis Leikkonan Darryl Hannah er komin í leitirnar | Fólkið Bílar í dag Vinnuvélar og nýjungar Eins og risaeðlur í efnisnámunum Stærsta tækjasýning í heimi NOTENDUM, sem sóttu upplýsingar úr þjóðskrá hjá Þjóðarsýn í gærmorgun, hef- ur væntanlega komið nokkuð á óvart að í upplýsingum um fæðingarstað íslenskra einstaklinga stóð alls staðar að menn væru fæddir í Sameinuðu arabísku furstadæm- unum. Þessu var síðan kippt í lag en skýringin er sú að fyrirtækið þarf að greiða Hagstof- unni sérstaklega fyrir tilteknar upplýs- ingar, þ.m.t. upplýsingar um fæðingarstað en þar sem ekki er eftirspurn eftir upplýs- ingum um fæðingarstað eru þær ekki keyptar. Í þeim reit birtist nú að fæðing- arstaður finnist ekki en vegna villu í for- riti stóð þar um tíma að öll íslenska þjóðin væri fædd í Sameinuðu arabísku fursta- dæmunum. Sagðir fæddir í Sameinuðu arabísku furstadæmunum ÁKVÖRÐUN brezka forsætisráðherrans Tony Blairs um að láta fara fram þjóðaratkvæða- greiðslu um stjórnarskrársáttmála Evrópusam- bandsins er álitin vera pólitískt hættuspil sem gæti stefnt bæði sáttmálanum og stjórnmálaferli Blairs sjálfs í voða. Ákvörðunin, sem Blair tilkynnti um í brezka þinginu í gær, er kúvending á þeirri stefnu sem ríkisstjórn Verkamannaflokksins hefur hingað til fylgt í málinu. Blair hafði jafnan sagt, að engin þörf væri á því að leggja nýja sáttmálann, sem vonazt er til að verði frágenginn í júní, í dóm kjós- enda. Samkvæmt skoðanakönnunum er mjög mjótt á mununum hvað varðar afstöðu brezks al- mennings til málsins og skyldi meirihlutinn segja „nei“ myndi það a.m.k. slá gildistöku sáttmálans á frest og þvinga Blair til afsagnar. Brezkir íhaldsmenn halda því fram að stjórnar- skrársáttmálinn muni grafa undan fullveldi Bret- lands og höfðu ítrekað kraf- izt þjóðaratkvæðagreiðslu um málið. Michael Howard, leiðtogi Íhaldsflokksins, fagnaði því þess vegna í gær að Blair hefði „loksins vitkast í þessu máli“ en fór jafnframt háðslegum orðum um sinnaskipti for- sætisráðherrans og rifjaði upp að hann hefði eitt sinn sagt, að hann hefði „engan bakkgír“. „Í dag heyrum við hvernig skipt er skyndilega í bakkgírinn,“ sagði Howard. „Hver getur nokk- urn tíma treyst þessum manni á ný?“ Charles Kennedy, leiðtogi frjálslyndra, fagnaði einnig ákvörðun Blairs og sagði að andstæðingar Evr- ópusamstarfsins hefðu of lengi fengið að stýra umræðunni um Evrópumálin. Persson undrandi Sænski forsætisráðherrann Göran Persson sagðist í gær undrandi á ákvörðun Blairs og ítrekaði andstöðu sína við að efnt yrði til hlið- stæðrar þjóðaratkvæðagreiðslu í Svíþjóð. „Við höfum þjóðkjörið þing sem hefur verið trúað fyrir því að taka erfiðar ákvarðanir. Ég tel að við séum að hætta okkur út á vafasama braut ef við svipt- um þingið ábyrgð á að taka svona ákvörðun og skjótum henni í þjóðaratkvæði,“ sagði Persson. Lundúnum, Stokkhólmi. AP, AFP.  Boðar/16 Tony Blair Blair þykir tefla djarft Öryggiseftirlit við leikvanginn var hert eftir að tíu menn, níu upprunnir í Norður-Afríku og einn íraskur Kúrdi, voru hand- teknir í Mið- og Norður-Englandi vegna gruns um hryðjuverka- áform. Óstaðfestar fregnir BREZKUR lögreglumaður í full- um óeirðaherklæðum hefur auga með Old Trafford-knatt- spyrnuleikvanginum í Manchest- er í gærkvöld, er heimaliðið Manchester United mætti Charlt- on. hermdu að hópurinn hefði lagt á ráðin um að fremja sjálfsmorðs- sprengjuárás á Old Trafford á laugardaginn. Þá fer þar fram leikur Manchester United og Liv- erpool en hann hyggjast um 200 Íslendingar sækja. /14 Reuters Eftirlit hert við Old Trafford KONA af ættbálki frumbyggja Ástr- alíu, Moopor að nafni, með pokarottu- skinn um herðar sér og kengúrubein í hendi, er hér umkringd fréttamönn- um í bænum Colac, um 150 km vestur af Melbourne, en beininu beindi hún að ástralska forsætisráðherranum John Howard og lagði þar með bölv- un á hann að fornum sið frumbyggja. Þetta gerði konan í mótmælaskyni við ákvörðun Ástralíustjórnar um að leggja niður Frumbyggjaráðið, sem skipað var kjörfulltrúum frumbyggja. Howard sagði það hafa brugðizt.Reuters Bölvun lögð á Howard MANNFALL hélt áfram í Írak í gær. 22 fangar létu lífið í óvæntri árás sem skæruliðar gerðu með sprengjuvörpum á fangelsi í Bagdad í gærmorgun. Allir hinir látnu voru í hópi fanga úr liði Saddams Husseins eða sem voru í haldi vegna þátttöku í skær- um gegn hernámsliðinu. 92 fangar særðust, þar af 25 alvarlega, að því er talsmaður bandaríska hernáms- liðsins greindi frá. Er helzt líkum leitt að því að með árásinni hafi skæruliðarnir viljað koma af stað uppreisn innan fang- elsismúranna, en árásarmennirnir komust undan. Hátt í 5.000 manns kváðu vera í haldi í fangelsinu. Bandaríkjastjórn reyndi hvað hún gat í gær til að hindra að raðir bandamanna í Írak þynntust frek- ar, eftir að Spánn og Hondúras ákváðu að hætta þátttöku í her- námsliðinu. Taílendingar hafa hót- að að gera slíkt hið sama. Colin Powell hringdi í ráðamenn margra bandalagsríkjanna til að stappa í́ þá stálinu. Ráðamönnum í Washington til hughreystingar sýndu nýjar skoð- anakannanir í Bandaríkjunum að meirihluti landsmanna styddi að fleiri hermenn yrðu sendir til Íraks til að efla baráttuna gegn þrálátri uppreisn andstæðinga hernámsins. 100. hermaðurinn fellur Bandarískur hermaður fórst er sprengja sprakk á vegi í Mosul í Norður-Írak í gær. Hann var 100. liðsmaður bandaríska herliðsins sem fellur í Írak það sem af er apr- ílmánuði. Að minnsta kosti 1.100 Írakar hafa látið lífið í átökum á sama tímabili, samkvæmt upplýs- ingum AP-fréttastofunnar. Skæru- liðar bana föngum Bagdad, Washington. AFP. Bandaríkjastjórn reynir að stappa stálinu í bandamenn ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.