Pressan - 15.06.1989, Síða 13

Pressan - 15.06.1989, Síða 13
Fimmtudagur 15. júní 1989 13 Býr þ jóðarsálin i Pjóðarsálinni? Hverjir hringja í símatíma útvarpsstöðvanna og hvers vegna? GREIN: ÞÓRHALLUR EYÞÓRSSON — MYNO: EINAR ÓLASON — TEIKNINGAR: ARNÞÓR HREINSSON „Sælir, hlustendur góðir. Þetta er stef Þjóðarsálarinnar. Síminn er..." Þetta föstudagskvöld, laust eftir klukkan sex, sit ég, aldrei þessu vant, ekki fyrir framan viðtækið og hlusta á þjóð mina opinbera sál sína, heldur inni í útvarpi — þ.e.a.s í rúmgóðri og fremur kuldalegri hljóðstofu í útvarps- höllinni í Efstaleiti 1. Fyrir framan mig situr annar umsjónarmanna Þjóðar- sálarinnar, Ævar Kjartansson, og skeggræðir í hljóðnemann við hlust- endur sem hringja i þáttinn. Þrátt fyrir styrkan og dimrnan róm og framburð sem er a.m.k. jafn-norðlenskur og Grímsstaðir á Fjöllum finnst mér Ævar ekkert líkur neinum Þorgeirsbola. Það var hann þó kallaður fyrr um daginn af sjálfum erki-fjölmiðlarýni Morgun- blaðsins, Ólafi M. Jóhannessyni, sem taldi Ævar hafa misst stjórn á skapi sínu í einhverjum þættinum í samtali við heyrnarsljóa bóndakonu sem skildi ekki af hverju fólki væri bannað að kaupa mjólk. „Stefán Jón," spyr Ólafur, ,,er ekki rétt að senda Ævar á brosnámskeið áður en tilfinningarnar bera hann ofurliði?" Enda þótt prívatmaðurinn Stef- án Jón Hafstein gæti e.t.v. vel hugs- að sér að þóknast Ólafi M. Jóhann- essyni er eins víst að Stefán Jón Hafstein, hugmyndafræðingur Þjóðarsálarinnar og megindrif- fjöður, myndi svara, ákveðnum en dálítið hvellum rómi: „Nei, bíddu við, af hverju finnst þér það...?“ Þetta svar væri í samræmi við þá yfirlýstu stefnu umsjónarmann- anna að örva Þjóðarsálina með því að vera helst aldrei sammála nein- um hlut sem hlustendur segja; að- ferðin er ekki deginum yngri en Sókrates og þar af leiðandi góðra gjalda verð. Hún er þó ekki sú eina hugsanlega. Steingrímur Ólafsson, ungur og skrafhreyfinn arftaki Hallgríms Thorsteinssonar á Bylgj- unni í hinum aflagða símatíma Reykjavík síðdegis — Hvað finnst þér?, hafði það að leiðarljósi að vera þeim sem hringdu sem mest sammála. „Þannig finnst mér að við á Bylgjunni höfum getað togað miklu meira út úr fólki en þeir í Efstaleitinu,“ segir Steingrímur, fyrrverandi Bylgjumaður, nú Á-rás- armaður. Form Hallgríms Thorsteinssonar Já, Hallgrímur Torsteinsson... Er ekki lyginni líkast að það skuli ekki vera nema tæpt ár síðan þessi snjall- asti útvarpsmaður íslendinga frá því að Helgi Hjörvar leið lauk upp flóðgáttunum og hleypti þjóðinni að til að tjá sig um allt milli himins og jarðar? Auðvitað hafa íslenskir útvarpshlustendur áður átt kost á því að hringja í hina og þessa út- varpsþætti þar sem þeir hafa t.d. getað beðið um að óskalagið sitt yrði leikið og látið þess getið í leið- inni að þeir væru að fara á ball. Þeir hafa líka getað hringt í þætti eins og þá sem voru kallaðir Bein lína eða eitthvað þvíumlíkt og lutu stjórn tveggja fréttamanna sem höfðu einkum áhyggjur af því að þeir sem hringdu færu að atyrða ráðherrann eða embættismanninn sem sat fyrir svörum, annaðhvort í ölæði eða af pólitískú ofstæki. Og þar fram eftir götunum. En formið á þessum hálftima- eða klukkutímalöngu símaþáttum útvarpsstöðvanna þar sem hlust- endur geta hringt og látið móðan mása þangað til þá þrýtur erindið eða botn finnst eða það er skellt á þá — þetta form er nýtt og það var Hallgrímur Thorsteinsson sem fann það upp í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Hér á landi, ætti maður svo að bæta við, vegna þess að svip- aðir útvarpsþættir hafa að sjálf- sögðu um langan aldur þekkst i ýmsum öðrum löndum, m.a. í Bandaríkjunum; og þó engan veg- inn nákvæmlega eins. Það verður þannig að segjast eins og er að Ríkisútvarpið fékk — kannski sem betur fer en alltént ekki í fyrsta sinn — hugmynd sem var sprottin upp á einni einkastöðv- anna. Hitt er engum vafa undirorp- ið að Þjóðarsálin, í þeirri mynd sem þeir Stefán Jón og Ævar hafa sniðið henni, svo og hið náskylda Mein- horn, ná eyrum fólks á annan hátt en sambærilegir þættir á öðrum stöðvum gætu gert, einfaldlega vegna þess að hér er um að ræða út- varp allra landsmanna Hvað skiptir þjóðarsól móli? Víkur þá sögunni aftur til síðasta föstudags þar sem ég sat í hljóð- stofu, fylgdist með Ævari Kjartans- syni í hita og þunga þess leiks sem heitir Þjóðarsálin, reyndi að geta mér til um hvernig tilfinning það væri að vera í þessu miðilshlutverki sem stjórnandi svona þáttar gegnir og hugsaði um það hvort þjóðar sálin — sjálf þjóðarsál íslendinga — byggi í Þjóðarsálinni. Auðvitað hefði ég ekki þurft að sitja í neinni hljóðstofu til að vera réttur og slétt- ur hlustandi að þessum útvarps- þætti; ég hefði rétt eins getað setið heima í stofu og hlustað eins og ég geri hvort sem er á hverjum einasta virkum degi. Þó fannst mér þetta einhvern veginn vera vísindalegri vinnubrögð í einkarannsókn minni á þessu þjóðfélagsfyrirbæri. Til þess að hafa fastan punkt í þættinum voru hlustendur beðnir að koma með tilögur um íslenskun á ensku siagorði í kókauglýsingu: „Can’t beat the feeling". Hvað gæti svo sem skipt meira máli fyrir eina þjóðarsál? Lísa Pálsdóttir, síma- mær m.m., tók við nöfnum „inn- hringjenda“ og hvíslaði þeim silki- mjúkri röddu í heyrnartól okkar Ævars. Fyrsti hlustandinn heitir Ása. Þetta er kona um sextugt, að því er ég ímynda mér, og það er auðheyrt að hún hefur reykt töluvert mikið um ævina; röddin er rám en það fylgir þó enginn hósti. „Ég tel nú bara að það sé mesta furða hvað ís- lendingar tala hreint mál í dag,“ segir konan, „miðað við allt, miðað við fjölmiðla, sjónvarp og herset- una eins og hún var... Það er náttúr- lega þetta „bæ bæ“ og „dæ dæ“. Ég veit að því miður þá gera það mér náskyldir. En það þótti fínt að tala dönsku hérna í gamla daga...“ „Já,“ muldrar Ævar í samsinn- andi tón. Ása heldur áfram og segir frá því að hún hafi verið um ferm- ingu þegar ísland var hernumið af Bretum og þá hafi komið hingað þúsundir og jafnvel hundruð þús- undaerlendrakarlmannao.s.frv. en sjálf hafi hún enga tillögu um ís- Ienskuna á kókauglýsingunni. Lítilsvirðing við þjóðina! Næstur er Leó, karl á sjötugs- aldri, giska ég á; honum liggur hátt rómur, sérstaklega í síma. Kannski býr hann á Raufarhöfn. „Halló — já?“ „Leó?“ „Já?“ „Þú ert í Þjóðarsálinni." „Já... Góðan daginn." „Góðan daginn." Eftir þennan formála, sem er síð- ur er svo óalgengur í þessum þætti, vikur Leó að efninu. „Ég er með spurningu til útvarps- og sjónvarps- þula.“ „Já?“ „Er það ekki litilsvirðing við þjóðina að láta ekki innlendar frétt- ir sitja í fyrirrúmi fyrir erlendum fréttum hversdagslega? Þarf til stórslys eða dauðsföll á mönnum, eldsvoða eða náttúruhamfarir eða annað þvíumlíkt, svo að innlendar fréttir sitji i fyrirrúmi fyrir erlend- um fréttum? Mér finnst þetta ákaf- lega einkennilegt... Önnur spurn- ing, til dagskrárstjóra sjónvarps. Til hvers er dagskrá i sjónvarpi sem aldrei er farið eftir? Eða telst óstundvísi til menningarmála nú til dags?“ spyr Leó að lokum og er hinn versti, að manni heyrist.

x

Pressan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.