Pressan - 24.10.1991, Side 29

Pressan - 24.10.1991, Side 29
FIMMTUDAGUR PRESSAN 24. OKTÓBER 1991 29 Fósturforeldrar sem frétta af börnum sínum i gegnum Á annad þúsund lstending- ar eru fósturforeldrar barna i löndum þriöja heimsins; Ind- landi, Filippseyjum, Sri Lanka og uídar. Fósturfor- eldrar greida ákueðna upp- hœö, yfirleitt 1.000 krónur, med tilteknu munadarlausu barni eöa börnum sem duelja á munadarleysingjaheimili eda med fátœkum foreldrum sínum. „Við erum að ganga frá jólagjöfinni núna og pakka niður fötum í kassa sem við ætlum að senda út til henn- ar,“ segir Baldur Úlfarsson, sölumaður hjá Sjóvá-AI- mennum, en hann og kona hans eru fósturforeldrar Ro- wenu, 11 ára gamallar stúlku á Filippseyjum. Rowena á 8 systkini og faðir hennar hefur enga fasta atvinnu og á því erfitt með að sjá barnahópn- um farborða. RANGT AÐ KALLA ÞETTA ÆTTLEIÐINGU Fæstir þeirra sem styrkja börn með þessum hætti vilja kalla sig fósturforeldra eða ættleiðendur, það sé ekki hugmyndin með þessu fram- taki. Ulla Magnússon Jóns- Sonur fátæks verkamanns á Indlandi. Blómasalar í Hvera- gerði hafa tekið hann að sér. ingar ad taka aö sér fjárhags- lega ábyrgö á börnum úti í heimi, börnum sem þeir í fœstum tiluikum hitta nokk- urn tíma í eigin persónu? „Það eru forréttindi að vera íslendingur," segir Bald- ur, „það verður manni Ijóst þegar maður sér allar hörm- ungarnar úti í heimi. Þegar við fréttum af þessum mögu- leika, að það væri hægt að tryggja ákveðnum þurfandi einstaklingum úti í heimi mannsæmandi líf með pen- ingaupphæð sem mann mun- Baldur Ulfarsson og fjolskylda. „Börnin fylgjast alveg rosa- lega vel með hvernig gengur hjá Rowenu". dóttir, formaður SOS barna- þorp, segir að það sé mjög villandi að tala um að styrkt- araðilarnir hafi ættleitt börn- in því þeir eigi þess aldrei kost að fá þau send heim að lokum. „Það er alls ekki hug- myndin með fyrirkomulag- inu. Þeir eru aðeins að styrkja ákveðna einstaklinga fjárhagslega, leggja sitt af mörkum til að koma þeim til manns." En huers uegna eru íslend- ar ekkert um, hikuðum við ekki við að slá til.“ MÆLUM ALLS EKKI MEÐ AÐ BÖRNUNUM SÉU GEFNAR PERSÓNULEGAR GJAFIR? Áslaug Arndal, starfsmað- ur Hjálparstofnunar kirkj- unnar, segir að þau mæli alls ekki með því að börnunum séu sendar persónulegar gjaf- ir, hvort sem það eru jólagjaf- ir eða aðrir persónulegir postmn munir. Huers uegna ekki? „Við teljum að það geti frekar stuðlað að óánægju hjá öðrum börnum sem fá ekki gjafir eða vegna þess að sum fá meira en önnur og svo framvegis. Þó að þau börn gleðjist vissulega yfir því að fá gjafir held ég að maður skapi óánægju hjá fleiri börn- um en þeim sem maður gleð- ur,“ segir Áslaug Arndal. Baldur Ulfarsson er ekki hræddur um að togstreita myndist milli systkinanna innbyrðis vegna þeirra for- réttinda sem Rowena nýtur umfram systkini sín. „Nei, ég held að það þurfi ekki að vera, við erum líka að pakka niður fullt af barna- fötum sem ekki eru notuð lengur hér á heimilinu og þau koma miklu fleiri börnum til góða en bara Rowenu." Áttu uon á að samband ykkar við Rowenu uerði nán- ara í framtíðinni, að þið heimsœkið hana kannski? „Ég veit það nú ekki. Ég lít fyrst og fremst á þetta sem svo að við séum að hjálpa þessu fólki til að hjálpa sér sjálft heima hjá sér,“ sagði Baldur Úlfarsson. RANGT AÐ HÆTT HAFI VERIÐ AÐ SENDA STYRKI íslensk fyrirtæki hafa sum hver gerst styrktaraðiiar er- lendis, til dæmis hefur verð- bréfafyrirtækið Kaupþing lagt af mörkum fjárhæð sem dugað hefur fyrir menntun 200 barna á Indlandi á ári. Pétur Blöndal, fyrrverandi forstjóri, kom þessum tengsl- um á fyrir nokkrum árum. Á útvarpsstöðinni Bylgjunni var fullyrt í síðustu viku að nýir húsbændur hjá Kaup- þingi væru búnir að ákveða að hætta styrkveitingunum. Guðmundur Hauksson for- stjóri vísar því á bug að slík ákvörðun hafi verið tekin. „Hitt er annað mál að ég er óánægður með ákveðin at- riði í samningnum milli Kaup- þings og Hjálparstofnunar- innar og hefði kosið að fá þeim breytt. Að öðru leyti get ég ekkert sagt um hvort þessu verður haldið áfram eða ekki, það hefur bara ekki verið tekin nein ákvörðun þar að lútandi.“ Hafið þið fengið sendar upplýsingar með myndumaf þessum 200 börnum sem þið styrkið? „Ég verð nú bara að játa fá visku mína þar að lútandi, í Margir Islendingar hafa gerst fósturforeldrar barna í þróunarlöndunum. Þeir senda þeim ákveðna upphœð á mánuði og gjafir á jólum og aföðru tilefni. Fósturforeldrarnir fylgjast síðan með lífshlaupi barnanna í gegnum bréfasendingar. Kristín Magnúsdóttir í Blómum og ávöxt- um með mynd af Barböru, filippeyskri fósturdóttur sinni. einhverjum mæli hafa þessar upplýsingar borist en ekki um öll 200 börnin." FYRST OG FREMST FJÁ RH AGSLEGU R STUÐNINGUR Kristín Magnúsdótlir í Blómum og ávöxtum hefur styrkt Barböru frá Filippseyj- um í tvö ár. „Það má kannski segja að mér finnist ég eiga eitthvað í henni eftir þennan tíma sem liðinn er frá því ég fékk fyrstu upplýsingarnar um hana fyrir tveimur árum, en ég geri samt ekki ráð fyrir að það verði um neitt meira samband að ræða en það sem felst í fjárhagslegum stuðn- ingi. Mér finnst hún ekki vera tengd mér eins og mitt eigið skyldfólk. Það verður aldrei þannig." Garðyrkjustöðin í Gróður- mörk 2 í Hveragerði styrkir John Gudivada í Indlandi. Björn Þórisson, annar eig- enda gróðrarstöðvarinnar, hefur styrkt Hjálparstofnun kirkjunnar í fjölmörg ár. Hann segir að þeim hafi fund- ist þetta nýja fyrirkomulag, sem fólki gefst nú kostur á, sniðugt og því hafi þeir félag- arnir slegið til. „Það var nú líka það að ég hef komið til Eþíópíu og séð hörmungarnar með eigin augum og það er gott til þess að vita að maður geti lagt eitthvað af mörkum til að bæta ástandið, þótt það sé í litlum mæli. Eþíópía er ger- samlega annar heimur." Kitlar það að vera fóstur- foreldri barris í fjarlœgu landi og geta haft örlög þess í hendi sér á einhuern hátt? „Nei, alls ekki. Ekki á nokk- urn hátt. Mér væri sama þó að peningarnir færu í einn sameiginlegan sjóð sem hjálparstofnunin deildi síðan út, en manni finnst þetta ein- hvern veginn markvissara starf. Með þessum hætti fylgj- umst við með því sem við er- um að gera, maður hefur það á tilfinningunni að maður sé þátttakandi í að koma ákveðnum góðum hlutum til leiðar," sagði Björn Þórisson, garðyrkjubóndi í Hveragerði. Bolli Valgarðsson tcngsl Guölaugur R. Jóhannsson endurskoðandi er einnig við- skiptafræðingur eins og Inga Jóna Þórðardóttir, fyrrverandi for- maður útvarps- ráðs, sem starfað héfur sem kennari eins og Tryggyi Páls- son, banka- stjóri íslands- banka, sem er hag- fræðingur eins °9 Einar Bene- diktsson sendi- herra sem lærði við London School of Economics eins og aÓlafur ísleifs- son, hagfræð- ingur hjá Seðlabankan- um, sem er kvæntur lögfræðingi eins og Friðrik Pálsson, forstjóri Sölu- miðstöðvar hraðfrystihús- anna, sem er sonur bónda eins og Jón Helgason alþingismaður sem verið hefur dómsmálaráð- herra eins og Þorsteinn Páls- son er nú en hann hefur starfað sem blaðamað- ur eins og Einar Sigurðs- son blaðafull- trúi sem starfar hjá Flugleiðum eins °9 Jón Baldurs- son fulltrúi sem er lands- liðsmaður í brids eins og Guðlaugur R. Jóhannsson HVAÐERHERUMA© 73 VERA HERBAR tA'lHlR HELVÍTIVARÞAÐ NUöOTfi HÍAyKKUP. AÐ VíNHA | MIjTIO.HEIMSMEISTARAR I PA.LDTÐI MAR..HIKK -J EURkKAV.LEIFSSON VARÐSTjÓW ER R0M- JNW TILA&FRElSAOSj ÆN6AR ‘AHyOGjURj AFSKUlDlNNlV/tNI MAMMA B0R6AJ ÞEITA ER AJLT'lLA6I. SUKTUR. ER ALVEG SVARTURU hann kan 'EKKI EFTIRÞESSU A W0K6UH 5V0 G’AFU ÞEIRJARA Oj ALVEC. GLÆN/TT BIAPRW.

x

Pressan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.