Pressan - 24.10.1991, Blaðsíða 32
32
FIMMTUDAGUR PRESSAN 24. OKTÓBER 1991
KRISTJAN ARASON
Spyrjum að
leikslokum
Eftir nokkurra ára fjarueru,
stóra sigra, frœgö og frama er
hann kominn heim. Hann
hefur ekki lagt boltann á hill-
una, þótt hann sé kominn í
krefjandi starf, og bídur
spenntur eftir aö komast aft-
ur almennilega í gang. í
meira en áratug hefur hann
ueriö þjóöareign, jafnt ungir
sem aldnir hafa treyst þuí aö
Kristján Arason og félagar
hans í handboltanum héldu
áfram aö bera hróöur þjóöar-
innar uíöa. ímeira en tuttugu
ár hefur handboltinn aldrei
ueriö langt undan í lífi hans.
Hann tilheyröi hafnfirska
stjörnuhópnum, sem líklega
frekar en flest annaö geröi
þjóöina ad suo einstökum
handboltaaödáendum að
annaö eins þekkist tœplega á
byggöu bóli.
Þrumuskyttan Kristján
Arason er einskonar Ásgeir
Siguruinsson handboltans.
Enginn íslenskur handbolta-
maöur hefur öölast sömu
frœgö eöa náö sama árangri
á erlendri grundu og Kristján
þrátt fyrir ágœtan árangur
margra annarra. Hann byrj-
aöi aö leika í meistaraflokki
FH aöeins 17 ára, um þaö
leyti sem skœrasta hand-
boltastjarnan fyrr og síöar,
Geir Hallsteinsson, uar aö
hœtta. I Hafnarfiröinum uar
aö gerjast þaö sem síöar átti
eftir aö gjörbylta uiöhorfi
manna til handboltans. Nýir
menn sem áttu eftir aö setja
sterkan suip á íþróttina
nœstu árin uoru aö koma
fram. Menn eins og Sueinn
Bragason, Þorgils Ottar Mat-
hiesen, Valgaröur Valgarös-
son, Suerrir Kristinsson, Hans
Guömundsson og fleiri.
Þessir strákar komu FH á
toppinn og sigruöu á íslands-
mótinu tuö ár röö, árin
1983-mS. Eftir þennan
glœsilega árangur hleypti
Kristján heimdraganum og
hefur síöan aö mestu leikiö
handbolta erlendis. Og leiöin
lá til Þýskalands, þar sem
menn kunna dálítiö fyrir sér í
handboltanum.
„Ég íór fyrst til Hameln og
spilaði með Jjeim veturinn
1985— 1986. Arið eftir komst
ég í þýska draumaliðið
Gummersbach og lék með
því tvö keppnistímabil. Það
hafði náttúrlega verið draum-
ur að komast til Gummersb-
ach, einhvers frægasta liðs í
heimi í gegnum árin. Ég lenti
í einhverjum vandræðum til
að byrja með, meðal annars
út af leikbanni, en það leystist
fljótlega. Þetta tímabil, árin
1986— 1987, náðum við
þriðja sæti í þýsku deildinni
og árið eftir urðum við Þýska-
landsmeistarar. Þetta er
ógleymanlegt tímabil. Þetta
sumar voru Ólympíuleikarn-
ir í Seoul og ég var með ís-
lenska landsliðinu, sem varð
til þess að ég missti af all-
mörgum leikjum og ákvað í
framhaldi af því að flytja mig
til Spánar. Þetta kom meðal
annars til af því að Spánverjar
byrjuðu deildarkeppnina
seinna en Þjóðverjar og ég
gat því verið með allt tímabil-
ið.“
Þótt Kristján spilaði ekki
lengur með þýsku meisturun-
um var frægðarferillinn ekki
á enda. Spænska liðið Teka,
sem hann lék með, varð bik-
armeistari fyrsta árið sem
Kristján var í liðinu og árið
eftir nældi það sér í Evrópu-
meistaratitilinn. Og öll þrjú
árin sem hann spilaði með
liðinu varð það í öðru sæti
spænsku deildarinnar.
KOM ALDREI ANNAÐ
TIL GREINA EN
AÐ GANGA f FH
En kom aldrei til greina að
Kristján Arason yrði Hauka-
maður í stað þess að ganga í
raðir FH?
„Nei, það kom aldrei til
greina. Félagarnir höfðu að
sjálfsögðu sín áhrif, en annars
hafði ég haldið með FH frá
því ég var barn svo það var
engin togstreita þegar að því
kom að velja á milli liða.“
Hvernig er það þegar
menn hafa unnið fleiri sigra
en tölu verður á komið? Eru
ekki alltaf einhverjir sigrar
sem standa upp úr?
„Það sem líklega er eftir-
minnilegast er Þýskalands-
meistaratitillinn með Gumm-
ersbach, svo náttúrlega Evr-
ópumeistaratitillinn með
Spánverjunum. En hérna
heima mætti helst nefna
fyrsta árið sem við urðum Is-
landsmeistarar, 1983—1984.
Við vorum mjög ungt lið,
meðalaldurinn á milli 21 og
22 ára. Við töpuðum í einum
leik í allri þessari keppni, það
var ógleymanlegt tímabil."
Viltu þakka árangur FH-
inga á þessum tíma einhverju
sérstöku? Var kannski ein-
hver sérstakur sem skólaði
þig til öðrum fremur?
„Já, ég held að Geir Hall-
steinsson hafi átt stærstan
þátt í að skapa mig sem sókn-
armann og hann hafði vissu-
lega mikil áhrif á allt hand-
boltalífið á þessum árum. En
Bogdan, sem þjálfaði lands-
liðið á þeim árum sem
kannski má kalla gullaldarár,
það er frá 1984 til 1990, er
kannski sá sem fullmótaði
mig sem handboltamann. Á
þessum árum var meiri
breidd í handboltanum en áð-
ur var og liðið byggðist ekki
eins mikið upp á einstökum
leikmönnum og þegar Geir
var upp á sitt besta. En það
eru örugglega þessir tveir
menn sem ég á mest að
þakka um þjálfun mína sem
handboltamanns."
Sennilega er varla til sá
anti-sportisti hér á landi sem
ekki man eftir nafni Geirs
Hallsteinssonar. Er Geir
kannski mesti handboltasnill-
ingur okkar fyrr og síðar?
„Það er náttúrlega erfitt að
meta það, hann var vissulega
frábær sóknarmaður og
hafði mikil áhrif á afstöðu
manna til handboltans."
Kom aldrei til greina að
hætta í handboltanum og
snúa sér að einhverju öðru til
að fást við í tómstundum?
„Nei, það kom eiginlega
aldrei til greina. Þetta var allt
of skemmtilegt til þess."
Kristján segist strax upp úr
tvítugu hafa sett stefnuna á
að komast til útlanda og
reyna þar fyrir sér í handbolt-
anum.
„Ég ákvaö þó að fara ekki
út fyrr en ég hefði lokið námi
hérna heima, til að hafa að
einhverju að hverfa þegar ég
kæmi til baka. Eftir að ég
kom til Þýskalands var þetta
orðin hálfgerð atvinnu-
mennska, og það að fá að búa
erlendis, ferðast og kynnast
ókunnugum þjóðum og lönd-
um var stórkostlegur hlutur.
Þannig að handboltinn er
ekki bara sviti og tár.“
Hann segir að það megi líta
á þessi tækifæri sem einskon-
ar uppbót eða laun fyrir allan
tímann og æfingarnar, sem
hafi kannski ekki alltaf verið
léttar og skemmtilegar.
„Þetta er mikil vinna og
kostar strangar æfingar.
Vissulega hafa komið stundir
þar jem ég hef spurt; til hvers
er ég að þessu? en maður
uppsker eins og maður sáir.
Og þegar vel gengur gleymir
maður svitanum og púlinu."
VÆRINGAR í
KRINGUM HSÍ
Á síðustu misserum hafa
verið allnokkrar umræður
um stöðu handboltans hér á
landi. Þar ber hæst umræð-
una um hrikalega fjárhags-
stöðu Handknattleikssam-
bandsins og menn hafa
áhyggjur af því hve mikið hef-
ur dregið úr aðsókn á hand-
boltaleiki. Hver er skýringin
á þessari stöðu?
„Ég held að það hafi ekkert
sérstakt farið úrskeiðis endi-
lega á siðustu mánuðum. Það
er kannski frekar að menn
hafi verið að horfast í augu
við vandann og taka á hon-
um upp á síðkastið. Ég veit
eiginlega ekki í hverju þessi
mistök liggja, eða af hverju
skuldirnar eru svona miklar
og af hverju þessar upplýs-
ingar hafa ekki komið fyrr
fram. Það er hlutur sem for-
ystumennirnir verða að svara
fyrir og ég vil ekki blanda
mér í þau mál, ég ætla að
minnsta kosti ennþá að halda
mig bara við íþróttina."
Kristján segir að vissulega
megi segja að stór liður í
þessu sé kynning vegna
heimsmeistaramótsins sem
fyrirhugað er að halda hér
1985.
„Ég legg mikla áherslu á að
fá þessa keppni. Ef HSÍ getur
ekki haldið hana er það ekki
bara slæmt fyrir handbolt-
ann, heldur fyrir allt íþrótta-
starf hér á landi. Það er ein-
stakt tækifæri að fá að halda
svona mót í íþrótt sem er
mjög vinsæl, og ef okkur
tekst ekki að standa við það
er hæpið að svona tækifæri
bjóðist aftur á næstunni."
Það að dregið hefur úr að-
sókn á leiki fyrstu deildar seg-
ir Kristján að megi sennilega
tengja því að íslendingar
komust ekki áfram til að fá að
keppa í Ólympíuleikunum
sem haldnir verða í Barcel-
ona næsta sumar, auk þess
sem ýmislegt hafi ekki verið
nógu heppilegt í skipulagi ís-
landsmótsins í fyrra. En hann
segist vongóður um að á
þessu verði breyting í vetur
og megi nú þegar sjá þess
nokkur merki. „Ég held því
að handboltinn sé að koma
upp aftur."
ALKOMINN HEIM ...?
Eftir rúmlega sex ára dvöl í
útlöndum er hann kominn
heim, búinn að ráða sig í
ábyrgðarmikið starf hjá ís-
landsbanka. Er handbolta-
ferfinum þar með lokið?
„Nei, alls ekki. Ég er búinn
að ráða mig sem þjálfara hjá
meistaraflokki FH ásamt því
að spila með liðinu. Ég ætlaði
að draga úr spilamennskunni
og einbeita mér meira að
þjálfun, en við misstum menn
úr liðinu, þannig að ég varð
að fara að púla aftur." Þegar
ég spyr Kristján hvort þessir
menn hafi kannski hætt af
því hann gerðist þjálfari svar-
ar hann brosandi að það sé
nú tæplega skýringin, bæði
hafi menn farið til útlanda og
fleira hafi komið til eins og
gengur og gerist í þessum
bransa.
En á Kristján von á því að
hann eigi eftir að reyna enn
frekar fyrir sér með erlend-
um liðum?
„Nei, það held ég tæplega,
þetta var orðið ágætt. Maður
veit náttúrlega aldrei hvað
getur gerst. Það höfðu nokk-
ur lið samband við mig eftir
að ég var kominn heim, en
það kom ekki til greina núna
í ár. Ég gæti kannski hugsað
mér seinna meir að fást eitt-
hvað við þjálfun erlendis, en
við verðum bara að sjá til
hvað verður."
Var einhver sérstök skýring
á því að þú hættir einmitt
núna hjá spænska liðinu, eftir
frábæran árangur liðsins síð-
ustu misserin?
„Mig var bara hreinlega
farið að langa heim, ég var
orðinn þreyttur á dvölinni
ytra. Þegar ég fór út hugsaði
ég mér að vera í mesta lagi
fjögur ár, en þau voru orðin
sex, og þetta var gott í bili."
Það hefur vakið óskipta at-
hygli handboltaunnenda að
Kristján hefur ekki gefið kost
á sér í landsliðið að þessu
sinni. Er þeim kapítula
kannski lokið?
„Ástæðan núna er fyrst og,
fremst tímaskortur, en hvort
þetta er til frambúðar verður
bara að koma í Ijós. Ég reikna
með því að heyra í landsliðs-
þjálfaranum um áramótin og
er ekki best að halda sig við
þetta sígilda og segja: Við
skulum bara spyrja að leiks-
lokum."
Björn E Hafberg